Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Qupperneq 32
44 MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 T>V J Siðfræði og álita- mál við virkjanir Málstofa um siðfræði og álitamál við virkjanir verður haldin í dag kl. 16 í Háskóla Islands, í stofu 101 í Lög- bergi. Á málstofunni verða flutt fjög- ur stutt framsöguerindi. Jón Ásgeir Kalmansson kynnir helstu stefnur og strauma í náttúrusiðfræði. Þorvaldur Ámason náttúrufræðingur flallar um umhverfis- og náttúruvernd á grund- “ velli nátt- Samkomur úruhverfrar ____________________ sýnar og Jakob Bjömsson, fyrrverandi orku- málstjóri, um siðferði í samskiptum manns og náttúru. Að lokum mun Þorsteinn Hilmarsson heimspeking- ur fjalla um það hvort afleiðingar gerða okkar hafi siðferðilegt gildi. Að loknum framsöguerindum verða opn- ar umræður. Kvenfélag Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund i safnaðarheimilinu á morgun kl. 20. Eldri borgarar úr Dansskóla Sigvalda sýna lancer og fleiri dansa. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Fyrrverandi reykingafólk íVrrverandi reykingafólk, sem hefur sótt námskeið á vegum NFLÍ í Hveragerði, heldur stuðningsfundi kl. 17.30 á þriðjudögum í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Fyrirlestur í dag kl. 17.15 verður haldinn fyrir- lestur á vegum lagadeildar á sviði lögfræði, einkum refsiréttar og rétt- arfars. Fyrirlesturinn verður haldinn i stofu L-102 í Lögbergi og ber yfir- skriftina: Current Trends in U.S. Criminal Law and Proceedings. Fyr- irlesarar verða tveir mjög þekktir bandarískir lögfræðingar og prófess- orar í lögum, Victor L. Streib og John M. Burkoff. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 6 9 10 11 12 T3 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 ótta, 8 skaði, 9 endir, 10 hólmi, 11 hundsnafn, 12 umhverfis, 14 skot, 16 leiða, 17 eira, 19 andvari, 21 róðrartækinu. Lóðrétt: 1 slefuþurrka, 2 pískur, 3 tröll, 4 aftur, 5 ákærir, 6 hreysum, 7 horfði, 13 kroppi, 15 sjór, 18 komast, 20 utan. Lausn á slðustu krossgátu: Lárétt: 1 sprund, 8 keila, 9 ós, 10 alt, 11 tusk, 12 flautir, 14 tað, 16 mæna, 18 grillan, 20 gjá, 21 ami. Lóðrétt: 1 skaft, 2 pell, 3 ritaði, 4 ultum, 5 naut, 6 dósina, 7 ósk, 13 rani, 15 arg, 17 æla, 18 gá, 19 lá. Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu: Mirad, drengur frá Bosníu í kvöld verður frumsýnt á vegum Leikfélags Reykjavíkur í Borgar- leikhúsinu, Mirad, drengur frá Bosníu eftir Ad de Bont. Þýðandi og leikstjóri er Jón Hjartarson og leik- arar Ari Matthíasson og Rósa Guð- ný Þórsdóttir. Leikverkið er byggt á dagbók og bréfum þrettán ára drengs sem slapp með ótrúlegum hætti frá víg- vellinum í Bosníu eftir innrás Serba 1992 og komst eftir miklar hörmung- ar og fangavist sem flóttamaður til Hollands.Verkið byggist á fleiri persónulegum heimildum, svo sem Leikhús frásögn sem drengurinn skrifaði fyrir hollenska embættismenn um afdrif föður síns, því hann treysti sér ekki til þess að tala um þá at- burði, sem og opinberum skýrslum, til dæmis skýrslum Amnesty International. Sögu Mirads hefur verið líkt við dagbók Önnu Frank sem skrifaði frásögn sina lokuð uppi á háalofti í Amsterdam í seinni heimsstyrjöldinni. Eins og dagbók gyðingastúlkunnar er frásögn þessa Bosníudrengs átakanleg áminning um það hvernig stríð bitnar hvað harðast á sakleysingjum. Það er Leikfélagi Reykjavíkur metnaðarmál að börnum í efri bekkjum grunnskóla verði gert kleift að sjá þetta verk, helst þeim að kostnaðarlausu. Leikritið gæti orðið miðpunktur stærra átaks, sem hefði það markmið að auka skilning á málefnum flóttamanna og vinna Ari Matthíasson og Rósa Guðný Þórsdóttir eru einu leikararnir. gegn fordómum en Rauði krossinn slíku átaki og styrkir uppsetningu hefur sýnt áhuga á að taka þátt I verksins. Listaklúbbur Þjóðleikhúskjallarans: Bolludagsskemmtun Heimilistóna í kvöld bjóða Heimilistónar gest- um Listaklúbbsins fjölbreytta skemmtun. Leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Ólafla Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir spila og syngja frum- samin lög. Auk þess munu þær hafa viðtal við eldhúsborðið, vera með örleikrit og leynigestur kemur þeim til aðstoðar. Þá verður flutt nýtt Skemmtanir bolluljóð eftir Elísabetu Jökulsdótt- ur. Bolludagshlaup, krýndur bollu- kóngur og einnig bolludrottning. Kynnir kvöldsins verður Harpa Arnardóttir leikkona. Bollukaffi í hléi. Húsið opnað kl. 19.30, dagskrá- in hefst kl. 20.30. Andrea og Blúsmenn- imir á Gauknum Allir blúsaðdáendur ættu að mæta á Gaukinn í kvöld því þar mun Andrea Gylfadóttir þenja radd- böndin og fáar eru betri í blúsnum en hún. Með henni eru Blúsmenn Þekktar leikkonur skipa hljómsveitina Heimilistóna sem skemmtir í Þjóöleik- húskjallaranum í kvöld. hennar sem eru hver öðrum betri í síðan annað kvöld Stefnumót í boði treganum. Á Gauki á Stöng verður Undirtóna. Hvítur á leik. £ Hvítt: Alexei Shirov Svart: Peter Leko Alexei Shirov hefur verið frekar óheppinn í byrjun Linares-mótsins. Hann missti af líklegum vinningi 1 þessari stöðu, lék 27. Kg2 og skákinni lauk með jafn- tefli um síðir. Hvaða leik átti Shirov? Jú 27. Da4! Hel 28. Kg2 Rd4 29. Dd7! Með mjög óþægilegum hótunum. Svartur getur leikið 29. -Re6 eða 29.-He7 en tapar samt a.m.k. peði. Það væri ánægjulegt ef Shirov kæmi á Reykj av íkurskák- mótið, hann myndi hleypa lifi í það. Hann tefldi hér 1992 á Reykjavíkurskákmótinu og varð efstur ásamt Jóhanni Hjartarsyni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Myndgátan Lausn á gátu nr. 2647: Þjófabjöllur Myndgátan hér að ofan iýsir orðtaki. Fréttastjórinn og uppljóstr Al Pacino og Russeil Crowe verkum sínum. Uppljóstrarinn Laugarásbíó sýnir The Insider, kvikmynd sem hefur fengið mjög góðar viðtökur alls staðar þar sem hún hefur verið sýnd og hefur núna fengið sjö tilnefningar til óskarsverðlauna. í myndinni segir frá . / dramatískum for- Kvikmyndir mála að einu stærsta réttarmáli í Bandaríkjunum, þegar stóru sígarettufyrirtækin töpuðu sínu fyrsta máli. Sá sem kom höggi á þau var vísindamaður að nafni Jeffrey Wigand og er það ástralski íéikarinn Russell Crowe sem leik- ur hann og hefur hann fengið ósk- arstilnefningu fyrir. Helsti mót- leikari hans er A1 Pacino sem leik- ur fréttastjóra í hinum 'þekkta fréttáskýringaþætti 60 minutes. Einnig kemur mikið við sögu sá þekkti fréttamaður Mike Wallace sem Christopher Plummer leikur. The Insider er kvikmynd sem óhætt er að mæla með. Bridge Á hverju ári veita IBPA (Alþjóða- samtök bridge-blaðamanna) verð- laun fyrir besta spil yngri spilara. Danir hafa átt þar góðu gengi að fagna. Árið 1997 fékk Morten Lund Madsen þessi verðlaun og á síðasta ári fékk Martin Shaltz þau. Martin Shaltz er sonur hjónanna Dorthe og Peter Shaltz sem bæði hafa marg- sinns spilað í landsliði Danmerkur í opnum fiokki. Martin fékk verðlaun sín fyrir úrspilið í þremur gröndum í þessu spili. Suður gjafari og eng- inn á hættu: * D84 •* D6 * ÁK1072 * D102 ♦ G1073 V K97432 ♦ 8 * G8 * K952 * ÁG85 * D6 * Á65 Suður Vestur Noröur Austur 1 grand pass 3 grönd p/h Útspil vesturs var hjartafjarki og Martin setti drottninguna í blindum í upphafl. Síðan kom tígull á drottn- ingu, tígull á ásinn og vestur henti hjarta. Þá spilaði Martin hjarta á áttuna og endaspilaði þannig vest- ur. Vestur tók á níuna og ákvað að spila spaðagosa. Martin fékk slag- inn heima á kónginn, spilaði næst spaða á átt- una og nú var það austur sem var endaspilaður. Hann reyndi lauf- fjarkann og Mart- in drap gosa vesturs á drottningu. ! sex spila endastöðu spilaði Martin spaðadrottningu úr blindum. í blindum voru spaðadrottning, K107 í tígli og 102 i laufi. Austur átti G95 í tígli og K97 i laufi en Martin 95 heima í spaðanum, ÁG í hjarta og Á6 i lauflnu. Austur átti í miklum vandræðum með afköstin. Ef hann henti tígli yrði tígulkóngnum spilað og meiri tígli og austur yrði að spila aftur frá lauflnu. Ef austur hins veg- ar henti laufi yrði laufásinn tekinn og meira laufi spilað. Austur hafði því eingöngu val um í hvorum láglitnum hann yrði endaspilaður. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.