Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2000, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 7 I>V Fréttir Fáir eftir í vestustu byggð Evrópu: Vil aðgang að fiskimiðunum - segir Kollsvíkurbóndi og vill að bændur fái forskot til að nýta fiskinn Hilmar Össurarson, bóndi í Kolls- vík i Rauðasandshreppi hinum forna, segir blikur á lofti varðandi kúabúskap á svæðinu. Um nokkurt skeið hafa verið uppi vangaveltur um að afnema flutningsstyrk á mjólk sem gæti gert framleiðslu á svæðinu vonlausa. Meðan verðjöfnunarsjóður mjólk- ur var við lýði hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði fékkst þaðan flutningsstyrkur. Þessi sjóð- ur er úr gildi fallinn svo þurft hefur að leita annarra leiða. Hilmar er með 10 kýr og um 300 fjár. Hann seg- ist hreinlega ekki hafa þorað að leggja út í fjármagnskostnað við frekari uppbyggingu vegna óvissu um framtíðina. Hilmar segist þó enn til í slaginn á meðan honum verði ekki gert ókleift að búa afutanaðkomandi orsökum. Þá segir hann að við bæjardymar séu ein- hver gjöfulustu fiskimið landsins og I ? telur Hilmar að bændur á svæðinu eigi að fá forskot á aðrar byggðir við að nýta þau. „Menn hafa verið allt of hógværir til þess að hreyfa því máli. Ég held að það séu fleiri sammála mér að fara að gera það með nokkru meiri þunga en verið hefur. Ef mönnum er alvara með byggðastefnu, þá held ég að ráðamenn verði að svara út um það hvort þeir eru tilbúnir með slíkar sértækar og óumflýjanlegar aðgerðir. Við höfum tapað framleiðendum út úr mjólkurframleiðslu og það er um langan veg að sækja til okkar frá Mjólkursamlaginu í Búðardal. Það er búið að boða það að breyting- ar geti orðið í framtíðinni á mjólk- urflutningunum sem auðvitað held- ur mönnum í óvissu. Það setur í uppnám endurnýjun á jörðum og hugsanleg kynslóðaskipti. Það eru ekki nema fjórir mjólk- urframleiðendur eftir í gamla Rauðasandshreppi, en síðan eru eitthvað á annan tuginn á Barðar- strönd. Ég lít á þetta svæði sem eina heild, því mjólkurbíll þarf að sækja til okkar mjólkina yfir Breiðafjörð. Við höfum lagt áherslu á að Mjólkursamlaginu verði hjálp- að við það af samfélaginu að halda mjólkurflutningunum gangandi. Það hefur verið boðað í byggða- stefnum og áæOunum að það skuli aðstoðað til að byggðin fái að hald- ast.“ Tveir bæir eru í byggð í Kollsvík og þá er einnig búið í næstu tveim víkum, Hænuvík að austan og Breiðuvík að vestan. Hilmar sér enn nokkra glætu þrátt fyrir erfiða stöðu þar sem ábúendur jarðanna i kring eru á besta aldri. Þá segir hann t.d. mikla möguleika á upp- byggingu ferðaþjónustu i Breiðu- vík. -HKr. DV-MYND HKR. Hilmar Ossurarson, bóndi í Kollsvík „Efmönnum er alvara meö byggöastefnu, þá held ég aö ráöamenn veröi aö svara út um þaö hvort þeir eru tilbúnir meö sértækar og óumflýjanlegar aögeröir. “ DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Hættuleg akstursskilyrði á Hellisheiði - mikill skafrenningur og lítið skyggni. Þaulsætið vetrarríki Það sem af er vetri hefur hann verið með eindæmum snjóþungur og kaldviðrasamur. Fyrir þá sem oft eiga leið um Hellisheiði er skafrenn- ingur algeng sjón kvölds og morgna. Mikill skafrenningur var á heiðinni í gær og byrgði oft útsýn öku- manna. í skafrenningnum myndast líka oft hættuleg snjódrög og skaflar inni á veginum sem sjást illa í svona skyggni. Bílar hafa oft af þessum sökum snúist, jafnvel í veg fyrir umferð sem kemur á móti. -NH BGB hf. Hagnaður 50 millj- ónir á síðasta ári - samrunaáætlun samþykkt DV, DALVÍK: Hagnaður af rekstri BGB hf. í Dalvíkurbyggð nam 50 milljónum króna á síðasta ári. Heildartekjur námu alls um 907 milljónum króna og eru þá meðtalin verðmæti eigin afla upp á 144 milljónir króna. Er þetta ríflega 100 milljóna króna veltuaukning frá fyrra ári. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var sl. laugardag. Þar kom einnig fram að rekstargjöld námu alls um 627 milljónum króna. Afskriftir aukast milli ára og nema alls um 105 millj- ónum króna. Að teknu tilliti til fjármagnsliða, sem nema ríflega 9 milljónum króna og annarra tekna sem nema um 11 milljónum, er hagnaður fyr- irtækisins á síðasta rekstrarári alls 50.193.773 en hagnaður á árinu 1998 var rúmlega 13 milljónir króna. Eignir samtals eru metnar á ríf- lega 1.337 milljónir króna. Þá nema langtímaskuldir alls 665 milljónum króna og skammtímaskuldir alls 163 milljónum króna. Tekjuskatts- skuldbinding fyrirtækisins nemur um 51 milljón króna. Veltufé frá rekstri nam 103 milljónum króna og hlutfall eigin fjár um siðustu. áramót var 34% og veltufjárhlutfall 0,71. Samþykkt var að greiða hluthöf- um 7% arð vegna ársins 1999. Á aðalfundinum lá fyrir kynning á samrunaáætlun BGB hf. við Snæ- fell hf. í Dalvíkurbyggð en eins og kunnugt er hafa félögin átt í við- ræðum undanfarin misseri um samruna og var samruninn sam- þykktur. Ný stjóm var kjörin á fundinum og mun hún halda um stjómar- taumana hjá sameinuðu fyrirtæki verði samruninn samþykktur á aðalfundi Snæfells hf. sem haldinn verður næstkomandi mánudag. Stjómina skipa Eiríkur S. Jóhanns- son, Hermann Guðmundsson, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, Valdi- mar Snorrason og Þorsteinn Már Baldvinsson. Til vara eru Bjöm Friðþjófsson og Ottó Biering Ottós- son. Að sögn Þóris Matthíassonar, framkvæmdastjóra BGB, eru sam- einingarmálin nú á lokastigi. Að því gefnu að áætlunin verði sam- þykkt á aðalfundi Snæfells eru ein- ungis formsatriði óafgreidd. Skipti- hlutfall félaganna við samruna liggur ekki fyrir fyrr en uppgjör Snæfells fyrir síðasta ár hefur ver- ið gert opinbert. -hiá Loðnuveiðin: Yfir 750 þúsund tonn á land DV, AKUREYRI:______________________ Loðnuaflinn var í gærmorgun orðinn 754 þúsund tonn. Þar af hef- ur veiðst 671 þúsund tonn frá ára- mótum, sem er geysilega mikil veiði, en sumar- og haustvertíðirnar voru hins vegar mjög lélegar og skiluðu ekki nema 83 þúsund tonn- um. Loðnan er nú að hefja hrygningu og drepst að því loknu. Komi ekki önnur ganga er vertíðinni því um það bil að ljúka. Vestmannaeyjar voru í gær hæsti löndunarstaðurinn en þangaö höfðu borist 83 þúsund tonn. Næstir í röð- inni eru Eskifjörður með 70 þúsund tonn, Seyðisfjörður 62 þúsund, Nes- kaupstaður 60 þúsund, Reyðarfjörð- ur 45 þúsund, Grindavík 43 þúsund, Siglufjörður 443 þúsun og Fáskrúðs- fjörður 40 þúsund. -gk Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. mars 2000 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 25. útdráttur 4. flokki 1994 - 18. útdráttur 2. flokki 1995 - 16. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 7. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu þriðjudaginn 14. mars. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóóum og veróbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. * Ibúðalánasjóður Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.