Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000
I>V
Fréttir
Guðni Ágústsson vill landbúnaðar- og matvælaráðuneyti:
Matvælaeftirlit
á eina hendi
- Siv Friðleifsdóttir segir ótímabært að tjá sig um málið
„Danska kerfið er þannig að
ábyrgðin í þessum málum er hjá einu
ráðuneyti sem kailast landbúnaðar-
og matvælaráðuneyti. Þá er allt und-
ir einum hatti, yfirdýralæknir, heil-
brigðiseftirlit og hollustuverndin,"
segir Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra sem taka vill Dani til fyrir-
myndar og færa allt matvælaeftirlit í
landinu á eina hendi.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segir nefnd á vegum forsætis-
ráðuneytisins þegar hafa kynnt ráð-
herrum hugmyndir sínar um málið.
„Ég bar fram þá tillögu í ríkis-
stjóminni á dögunum að matvæla-
eftirlitið yrði gert einfaldara og þar
með skilvirkara og
nefndin var sett í
að skoða það mál.
Þetta er hins vegar
allt á vinnslustigi
og ekki tímabært
að tjá sig um hverj-
ar hugmyndir
nefndarinnar eru
þó ég geti sagt að
ég sé ánægð með
þær,“ segir Siv.
Danska kerfið
athyglisvert
„Mér finnst danska kerfið mjög
athyglisvert enda
eru Danir til eftir-
breytni í matvæla-
iðnaði," segir
Guðni. Hann af-
tekur að afsögn
formanns heil-
brigðisnefndar
Suðurlands hafi
nokkur áhrif til
þess að hraða því
að hrinda slíkri
hugmynd í fram-
kvæmd.
„Þetta var hans
ákvörðun og ég hef ekkert um
hana að segja. Hins vegar er verið
að vinna að því í ríkisstjórninni
að skoða hvernig matvælaeftirliti
yfirhöfuð er best fyrir komið. Nú
er hollustuvemd undir umhverfis-
ráðuneytinu, heilbrigðiseftirlitið
undir sveitarfélögunum og yfir-
dýralæknir og héraðsdýralækn-
arnir undir landbúnaðarráðuneyt-
inu. Með því að setja þetta undir
eitt ráðuneyti og skilvirkara kerfl
er hægt að gera þetta að öflugri
fagstofnun með mikilli þekkingu.
Það held ég að sé mjög mikilvægt,
bæði fyrir landbúnaðinn, mat-
vælaframleiðsluna og neytend-
urna að vita af slíku öryggiskerfl,“
segir Guðni. -GAR
Siv Friðleifs-
dóttir:
Ekki timabært
aö tiá sig.
Eldsvoði
í Strýtu
- tveir á sjúkrahús
Lögregla og slökkvilið voru köll-
uð út á hádegi á laugardag vegna
bruna í Strýtu, rækjuverksmiöju
Samherja, sem er á Laufásgötu á
Akureyri. Glóð datt úr jámskurð-
artækjum ofan á rækjufæriband
og kviknaði þá eldur í færiband-
inu. Þaðan barst eldurinn í milli-
vegg sem er einangraður með
úretani. Tveir starfsmenn Sam-
herja fengu reykeitrun og voru
fluttir á sjúkrahús til aðhlynning-
ar. Greiðlega gekk að slökkva eld-
inn en nokkrar brunaskemmdir
urðu á færibandinu og milliveggn-
um í eldinum.
Þrjú um-
ferðaróhöpp
Fyrsta hópurinn fermdur á nýju árþúsundi
I gær var fyrsta fermingin í Grafarvogskirkju á nýju árþúsundi. Þaö var sr. Vigfús Þór Árnason sem fermdi en ferming-
arbörnin voru tuttugu aö þessu sinni. Alls mun 250 börn veröa fermd i Grafarvogskirkju í vor. Þrír prestar sjá um at-
hafnirnar sem veröa þrettán talsins.
Vélsleðamaður varð viðskila við sjö félaga sína norðan Hofsjökuls:
Hringdi í konuna úr fönninni
- og gaf upp staðsetningu - hún hringdi í Neyðarlínuna
Þrjú umferðaróhöpp urðu í gær á
Akureyri. Það fyrsta varð rúmlega
ellefu um morguninn við Engimýri
í Öxnadal. Vegfarendur á jeppum
komu til hjálpar á slysstað og drógu
bílana til byggða. Ekki urðu slys á
fólki.
Annað óhapp varð við Þelamerk-
urskóla um hálffjögurleytið í gær.
Þar hafði ökumaður velt bíl sínum
sem lenti á toppnum utan vegar.
Bæði ökumaður og farþegar sluppu
ómeiddir.
Þá varð einnig bílvelta við Garðs-
vík nálægt Akureyri. Bæði ökumað-
ur og farþegar voru í beltum og
sluppu því ómeiddir. Bíllinn var þó
talsvert skemmdur og þurfti krana-
bíl til að fjarlægja hann.
Vélsleðamaður sem varð viðskila
við sjö ferðafélaga sína norðan Hofs-
jökuls gróf sig í fónn í gærmorgun
en fannst eftir að hafa náð símasam-
bandi við konu sína sem var heima
og gefið henni upp GPS-punkta
þannig að hægt var að finna hann
síðar um daginn.
Hópurinn, 8 manns á 5 vélsleðum,
var staddur um 32 km norðan Hofs-
jökuls þegar sleði mannsins bilaði
og dróst hann því aftur úr og varð
eftir. Hann ákvað að grafa sig í fónn
og reyndi að ná símasambandi viö
félaga sína en án árangurs. Loftnet-
ið var brotið. Reyndi hann þá aö
hringja í konu sína heima og tókst
það. Hann gaf henni upp GPS-
punkta þar sem hann var staddur
og óskaöi eftir því að hún gerði
Neyðarlínunni viðvart eftir ákveð-
inn tíma.
Þegar ekki náðist samband við
manninn klukkan 12 á hádegi var
björgunarsveitum í Skagafirði gert
viðvart. Voru þær að undirbúa
brottför þegar ferðafélagar manns-
ins hringdu úr Ingólfsskála við
norðanverðan Hofsjökul. Þrír úr
hópnum voru komnir á tveimur
sleðum í skálann og saknaði fólkið
fimm félaga sinna, þar á meðal
mannsins sem grafið hafði sig í
fónn. Hálfri klukkustund síðar skil-
uðu fjórir félagar sér í skálann og
vantaði þá aðeins manninn á bilaða
sleðanum.
Ferðafélagarnir voru nú komnir
með GPS-punkta mannsins í fönn-
inni og héldu þeir af stað. Áður en
langt um leið fundu þeir hann. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar á
Sauðárkróki var talið að ferðafólkið
hefði haldið í Ingólfsskála þar sem
það ætlaði að halda kyrru fyrir.
Ekki lá fyrir hvenær von var á fólk-
inu til byggða.
-Ótt
DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON
Snjóruðningstæki á hliðina
Þaö óhapp varð á Hellisheiöi í gær aö snjóruöningstæki fór út af og
lenti á hliöinni. Hér er búiö aö koma tækinu á réttan kjöl aö nýju
meö aöstoö veghefils.
Palestína - ísland
Formleg stjórnmálatengsl hafa
tekist milli íslands
og Palestínu eftir
að íslensk stjórn-
völd viðurkenndu
sendimann frelsis-
samtaka Palestínu í
Ósló sem aðalsendi-
mann Palestínu-
manna á íslandi.
RÚV greindi frá.
Fyrirlestur um krabbamein
Vísindamaðurinn Georg Klein
hélt fyrirlestur um krabbamein í
Háskóla íslands í gær en inntakið í
fyrirlestri hans var að krabbamein
væri óaðskiljanlegur hluti af þróun
lífvera. Klein telur að íslenskar
erfðarannsóknir muni skipta sköp-
um um framtíð krabbameinsrann-
sókna í heiminum. RÚV greindi frá.
Lúsaleit
Landlæknisembættið rannsakar
útbreiðslu lúsar í leikskólum og
grunnskólum. Foreldrar og forráða-
menn bama þurfa að undirrita yfir-
lýsingu þess efnis að þeir hafi leitað
lúsa á börnum sínum. Ef þeir gera
það ekki verða bömin send heim úr
skólum. RÚV sagði frá.
Bankasameining?
Talsmenn Landsbanka íslands og
íslandsbanka neita því að sameigin-
leg staðgreiðsluþjónusta bankanna
sé fyrsta skreflð í átt að sameiningu
bankanna en dásama velgengni í
samstarfinu. Stöð 2 greindi frá.
Skipið næstum tilbúið
Áhöfn nýja hafrannsóknarskips-
ins var væntanleg til Asmar-skipa-
smíðastöðvarinnar í Talcahuano í
Chile í gær. Skipið mun verða 2-300
milljónum króna dýrara en áætlað
var en ráðgert er að afhenda það í
lok þessa mánaðar, 10 mánuðum eft-
ir að skipið átti að vera tilbúið til af-
hendingar. Bylgjan greindi frá.
Dó af slysförum
Borin vom kennsl á lík mannsins
sem fannst án skilríkja í Reykjavík-
urhöfn aðfaranótt laugardags en
lögreglan hafði óskað eftir upplýs-
ingum um hann.
Afbrotamenn í gagnagrunn
Sérfræðingur Bandarísku alríkis-
lögreglunnar (FBI) í DNA-rannsókn-
um sem staddur er hér á landi mæl-
ir með því að íslendingar komi sér
upp gagnagrunni með DNA-upplýs-
ingum um íslenska afbrotamenn.
Reykjavíkurflugvöllur ófær
Nokkur vandræði urðu á Reykja-
víkurflugvelli vegna ófærðar í gær-
morgun. Slíkt ástand hefur áður
skapast á flugbrautum á vellinum i
vetur. Ekki voru vandamál vegna
ófærðar á öðrum flugvöllum lands-
ins.
Innbrot í Umferðarmiðstöð
Brotist var inn i Umferðarmið-
stöðina i Hafnarstræti á Akureyri
um kl. hálfsex í gærmorgun. Ekki
er talið að neinu hafl verið stolið en
nokkur spjöU voru unnin á staðn-
um. Nokkrum mínútum síðar var
lögregla kölluð út að Hólabraut 16
þar sem áfengisútsala Akureyringa
er til húsa. Þar hafði viðvörunar-
kerfi farið í gang en við athugun
kom í ljós að einungis var um að
ræða bilun í kerfinu. -KGP