Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 DV Nýjar vörur Handofin rúmteppi, tveir púSar fylgja. Ekta síðir pelsar. Síöir leðurfrakkar. Handunnin húsgögn. ArshátíSar- og fermingardress. Handunnar gjafavörur. Kristall - matta rósin, 20% afsl. Opið Sigurstjarnan virka daaa 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-15 Sími 588 4545. Tilvera Svartur sauður í fjölskyldu Leonardos: Uppeldisbróðir í vörslu löggunnar Leonardo DiCaprio stórstjarna þarf að fara í fangelsi ef hann hefur einhvem áhuga á að heim- sækja uppeldisbróð- ur sinn, hinn 28 ára gamla Adam Farrar. Sá síðarnefndi er nefnilega í haldi lög- reglunnar i Los Ang- eles, grunaður um að hafa gert tilraun til að myrða kærustuna sína. Sett hefur verið einnar milljónar doll- ara tryggingagjald á piltinn. Adam og Leo ólust upp saman í Los Ang- eles og það var vegna Adams sem Leo litli ákvað að reyna fyrir sér í kvikmyndaleik. Drengimir era ekk- ert skyldir heldur giftist fráskilin móðir Adams fráskildum föður Leos. Lögreglan hefur ekki fengist til að birta nafn stúlkunn- ar sem Adam á að hafa gert tilraun til að myrða. Þótt Adam hafi átt sinn þátt í því að Leo yrði kvik- myndastjarna lék hann sjálfur aldrei nema smáhlutverk í kvik- myndum, auk þess sem hann kom fram í sjónvarpsauglýsingum. Talsmaður Leos sagði frétta- mönnum eftir handtöku Adams að kvikmyndastjaman vildi alls ekkert ræða málið. Þessa dagana má sjá Leonardo í Ströndinni í kvikmyndahúsum vítt og breitt um heiminn, meðal annars í Reykjavík. Stráksi byrj- aði leikaraferil sinn flmm ára þegar hann kom fram í barna- þætti í sjónvarpi. Að framhalds- skólanámi loknu orti hann ljóð og málaði málverk um tíma áður en hann fetaði í fótspor uppeldis- bróðurins og gerðist kvikmynda- leikari. 1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins urn aukningu hlutaQár með áskrift nýrra hluta. 3. Tillaga um heimild til stjómar félagsins um kaup á hlutabréfum félagsins skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál, löglega upp borin. 1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins um aukningu hlutaijár með áskrift nýrra hluta. 3. TLllaga um heimild til sljómar félagsins um kaup á hlutabréfum félagsins skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Erindi: Össur hf. - Útrás á alþjóðamarkaði. Jón Sigurðssonforstjóri Össurar hf. flytur erindi um starfsemi fyrirtækisins. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Hluthafar eru hvattir tíl að mmia.. Tom Hanks Hann framleiðir og ieikur aðalhlutverk í fjölskyldumynd. Með hraðlest á norðurpólinn Tom Hanks er kominn í jóla- skap. Um leið og hann lýkur tök- um á kvikmyndinni Castaway heldur hann til norðurpólsins með Norðurpólshraðlestinni. Það er reyndar nafn á kvikmynd sem hann framleiðir og leikur aðalhlutverkið í, fjölskyldumynd sem gerð er eftir þekktri bama- bók. Sagan segir frá ungum pilti sem neitar að hætta að trúa á jólasveininn og skiptir engu máli þótt vinir hans stríði honum á þvi. Á jóladag verðin- guttanum hins vegar að ósk sinni þegar Tom Hanks kemur í hraðlest og flytur hann á vit Sveinka gamla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.