Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000
Fréttir
I>V
Formaður heilbrigðisnefndar Suðurlands segir af sér:
Sauð upp úr vegna
fréttamyndar í DV
„Ég er ekki sáttur við allt það
sem fram hefur farið á þessum vett-
vangi, einkanlega þátttöku starfs-
manna heilbrigðiseftirlitsins í fjöl-
miðlaumræðunni um campylobact-
ersýkinguna," sagði Guðmundur
Ingi Guðlaugsson, sveitarstjóri
Rangárvallahrepps, sem sagði af sér
formennsku í heilbrigðisnefnd Suð-
urlands á þingi Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga fyrir helgi.
Campylobactersýkingin i Ás-
mundarstaðabúinu og sláturhúsinu
Reykjagarði hefur orðið vettvangur
mikiÚa deilna og missættis milli
heilbrigðisnefndar Suðurlands og
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Guðmundur segir tvo þætti standa
upp úr í málinu og sér Finnist þeir
ekki samræmast framgöngu opin-
berra embættismanna, og sérstak-
lega opinberra eftirlitsmanna sem
eigi að vera fullkomlega hlutlausir í
störfum sínum og allri framgöngu.
„Þar vísa ég til þátttöku tveggja
starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins í
auglýsingu þar sem þeir voru að
auglýsa framleiðslu eins framleið-
anda kjúklinga. Síðan er annað sem
ég er ekki sáttur við. Að þeir sam-
starfsmenn heilbrigðiseftirlits hafa
í þessari umræðu verið með ásakan-
ir á hendur tilteknum tilgreindum
embættismönnum um það að þeir
störfuðu ekki á heiðarlegan hátt án
þess aö þeir færðu nein rök fyrir
því. Þar fannst mér þeir fara út fyr-
ir eðlileg mörk í umfjöllun sinni.
Við þetta er ég ekki sáttur og ég hef
ekki séð að heilbrigðisfulltrúarnir
hafi beðið neinn velvirðingar á
þessum ásökum. Og hlýt að álykta
að þetta sé þá eftir þeirra skoðunum
og þetta sé eðlileg framganga. Ég er
ekki sáttur við það og vill ekki bera
ábyrgð á starfsháttum af þessu
tagi,“ sagði Guðmundur Ingi.
í síðasta mánuði kom tilkynning
um það frá Reykjagarði að fyrirtæk-
ið mundi flytja starfsemi sláturhúss
síns af Rangárvöllum í Borgaríjörð
og líklega einnig kjúklingabú sitt
frá Ásmundarstöðum. Er þetta af-
leiðing campyloumræðunnar?
„Forstjóri fyrirtækisins hefur
sagt við sveitarstjórnina hérna að
ástæðan fyrir flutningnum sé fyrst
og fremst hagræðing, þannig að það
er engin leið að vera sjálfur með
neinar getgátur um það. Það eru
hins vegar alls konar getgátur á
lofti en maður getur ekki verið að
eltast við það,“ sagði Guðmundur
Ingi Guölaugsson, fyrrverandi for-
maður heilbrigðisnefndar Suður-
lands.
Upprætum óáran fremur
en aö kjafta um hana
„Hann er að segja af sér vegna
framkomu okkar í fjölmiðlum. Við
teljum ómaklegt að hann fullyrði að
við höfum viðhaft eitthvað sem
óeðlilegt væri í fjölmiðlum, og ef
hann er að segja af sér vegna þess
þá er hann um leið að lýsa óánægju
sinni með þau lög og reglur sem
gilda um þessi störf vegna þess að
lögregla og umhverfisráðuneyti
voru búin að ransaka okkar störf
ofan i kjölinn og þar var ekkert að-
fínnsluvert. Þannig að þar með er
hann að lýsa óánægju sinni með
niðurstöðu þessarar rannsóknar
umhverflsráðuneytisins og lögregl-
unnar sem hann óskaði sjálfur eftir.
Út úr þeirri rannsókn kom að það
var ekkert við okkar framkomu að
athuga," sagði Matthías Garðars-
son, framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
Myndin sem gerði útslagiö
Þessi mynd í DV síðastliöiö sumar gerði útslagið um slit á samvinnu Heii-
brigðiseftirtits Suðurlands og heilbrigðisnefndarinnar. Heilbrigðisfulltrúarnir
Matthías og Birgir með kassa af ósýktum kjúklingum.
eftirlits Suðurlands, vegna afsagnar
Guðmundar Inga Guðlaugssonar,
formanns heilbrigðisnefndar Suður-
lands.
Matthías segir að þessi afsögn
breyti engu um starfsemi Heilbrigð-
iseftirlits Suðurlands. „Við höldum
okkar striki, alveg óháð svona ytra
áreiti. Þetta er starfsvettvangur sem
við höfum valið okkur og teljum
mjög mikilvægan og við höldum
áfram að reyna að vanda okkur sem
best við getum í þessum störfum.
Með nýjum formanni í heilbrigðis-
nefndinni hljóta að koma breyttar
áherslur, hver nefnd hlýtur að
draga dám af sínum formanni. Við
horfum alltaf björtum augum á
framtíðina. Og við trúum því að það
megi uppræta salmonellu og aðra
óáran sem upp kemur með því að-
eins að vinna að því, en ekki bara
að kjafta um það,“ sagði Matthías
Garðarsson -NH
Iridium gervihnattasímkerfinu var ekki lokað á laugardag og virkaði óvænt áfram:
Farsími pólfaranna
opinn í 1-3 vikur enn?
- Ingþór kominn með bláa nögl og stóra blöðru á þumalfingur vegna kalsárs
„Við erum ánægðir með hvern
dag sem símkerfið lifir. Fréttir eru
misvísandi um hve lengi það verð-
ur. Sumir hafa sagt að það verði í
eina viku, aðrir í þrjár. Okkur hef-
ur heyrst að halda eigi sambandinu
opnu fyrir Norður-Ameríku og
svæði sem tilheyra henni. í AP-
fréttum var sagt að verið væri að
halda kerfínu opnu um sinn af til-
litssemi við viðskiptavinina," sagði
Ólafur Örn Haraldsson þingmaður
sem er enn í sambandi við Norður-
pólsfarana. Búist hafði verið við að
Iridium gervihnattakerfið lokaðist
klukkan 5.59 á laugardagsmorgun
en Ólafur Öm fékk síðan óvænta
símhringingu frá þeim Ingþóri
Bjamasyni og Haraldi Erni, syni
Ólafs, um hádegi á laugardag og aft-
ur á sama tíma í gær, sunnudag, og
enn á ný í gærkvöld.
Svipaðar sögur var að segja af
sænskum pólförum sem einnig gátu
komið sínum nánustu á óvart um
helgina með því að hringja heim.
Nú reynir mjög á menn
„Þeir voru að skríða upp úr pok-
unum þegar ég talaði við þá,“ sagði
Ólafur um símtalið á hádegi i gær,
sunnudag. „Strákarnir vom að
Pólfarar
10. dagur feröar íslenska leiðangursins var í gær. Pólfararnir eiga enn
matarbirgðir til 2ja mánaöa.
hugsa um að halda kyrru fyrir á
sunnudeginum því veðrið hafði ver-
ið mjög slæmt, 48 gráða frost og um
5 vindstig á laugardeginum sem var
einna erfiðasti dagurinn. Við slikar
aðstæður reynir mest á menn, kæl-
ingin er gríðarleg og hætta mikil á
kali. Maður heldur gjaman að veðr-
ið sé verra en það er þegar maður
heyrir gnauðið í vindinum inni í
tjaldi. Þegar maður fer út og fer að
hreyfa sig horfir þetta öðruvísi við.
En við svona slæmar og hrikalegar
aðstæður reynir gríðarlega á þol-
gæðið og að menn haldi hugarró og
stefnufestu," sagði Ólafur Öm.
Ingþór og Haraldur Örn héldu
kyrru fyrir í gær. Þeir höfðu lagt að
baki um 40 kílómetra, að sögn Ólafs
Amar. Þeim miðaði aðeins um 4
kílómetra i slæma veðrinu á laugar-
dag.
„Það eru hrikalegar aðstæður
þegar fullfrískir menn leggja aðeins
4 km að baki - menn sem geta geng-
ið 25-30 km við góðar aðstæður og
50-100 km á dag byrðalausir. Þeir
gátu lítið borðað á laugardaginn
vegna veðurs og voru því orðnir
orkulitlir."
Telur að sárið muni lagast
Ólafur Örn sagði að Ingþór hefði
sagst telja að kal sem hann hlaut fyrr
í ferðinni myndi að líkindum lagast.
Hann sagði Ingþór væri með stóra
blöðru fremst á þumalfmgri og nögl-
in væri orðin blá. „Hann verður að
gæta þess að ekkert illt komist í sár-
ið. Ef slíkt gerist er ekki nema einn
endir á því. En hann hélt að þetta
myndi lagast," sagði Ólafur.
10. dagur ferðar islenska leiðang-
ursins var í gær. Pólfaramir eiga
enn matarbirgðir til 2ja mánaða.
-Ótt
........H Umsjón:
Gýifi Kristjánsson
netfang: sandkom@ff.is
Ekki Garðar
Það vakti óneit-
anlega athygli í
umræðum á Al-
þingi í síðustu
viku um málefni
öryrkja að Ingi-
björg Pálmadótt-
ir, heilbrigðis- og
I tryggingamála-
ráðherra, lýsti
því yfir að hún
hefði átt sérstaklega gott samstarf
við fyrrverandi formann Öryrkja-
bandalagsins, einnig framkvæmda-
stjóra þess" og einn nafngreindan
aðila til viðbótar. Það vakti hins
vegar enn meiri athygli að Ingi-
björg sleppti að minnast á gott
samstarf við Garðar Sverrisson,
núverandi formann Öryrkjabanda-
lagsins, og fór það vægast sagt illa
í suma. Þessi upptalning Ingibjarg-
ar staðfesti það hins vegar að for-
maður Öryrkjabandalagsins á sér
fáa vini innan ríkisstjómarinnar
og Ingibjörg hefur stillt sér upp við
hlið Davíðs Oddssonar í hinni
harðvítugu baráttu þeirra.
„Nei, djö!!“
Það er oft i
ótrúlega gaman
að fylgjast með
íþróttafrétta-
manninum Val-
tý Birni á Stöð I
2, sem á oft |
ótrúlega [
fjörlega spretti.
Hann hefur tví-1
vegis í vetur
farið með Bubba Morthens að
horfa á box í London. Þegar einn
hafði verið sleginn í gólfið á dögun-
um og um leið tapað sinni viður-
eign heyrðist Valtýr Bjöm kalla
upp og var greinilega komið blóð-
bragð í munninn: „Nei, djö!!“, og
svo: „Hvað kemur næst, Bubbi?“
Á skilorði
„Farsinn“ með
erlendu leik-
mennina í ís-
lenska körfubolt-
anum á sér eng-
an endi. Sum lið-
anna í úrvals-
deild hafa skipt
þrívegis um er-
lenda leikmenn
í vetur, þeir
hafa ýmist komið meiddir, verið lé-
legir, feitir eða æfingarlausir eða
jafnvel allt þetta í einu. Keflvíking-
ar hafa ekki farið varhluta af þessu
og nýverið ráku þeir Glover
nokkurn Jackson og réðu annan
mann í staðinn sem hefði orðið 4.
erlendi leikmaður liðsins í vetur.
Sá gat hins vegar ekki komið sam-
dægurs eða daginn eftir. Þá var
ákveðið að hafa Jackson „á skil-
orði“ í leikjunum gegn Grindavík í
8-liða úrslitum og sjá svo til. Ef
hann stendur sig vel fær hann að
vera áfram, annars ekki. Og ef svo
líklega fer að Grindavík slær Kefla-
vík út þá fer Jackson heim hvort
sem er.
Arnljótur aftur
Það vakti i
mikla athygli á (
sínum tima þeg-
ar Vörður, félag j
ungra sjálfstæð-
ismanna á Ak-
ureyri, sendi frá I
sér yfirlýsingu
þess efnis að
enginn ætti að |
fá íslenskan ríkis-
borgararétt nema standast sérstakt
próf í islensku. í kjölfarið sagði öll
stjóm Varðar af sér. Nú er þáver-
andi formaður, Amljótxu- Bjarki
Bergsson, hins vegar orðinn for-
maður aftur og byrjað er að senda
út tilkynningar að nýju. í þeirri
nýjustu segir m.a. að gæði landsins
eigi að hagnýta í þágu íslendinga.
Einnig að: „...unnið verði að vexti
og viðgangi (?) fullveldis og sjálf-
stæðis hins íslenska lýðveldis á
grunni jafnréttis, einstaklingsfrels-
is og séreignar." Arnljótur er kom-
inn aftur.