Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000
_______43$_
Tilvera
Gestabók pólfaranna á Netinu:
Hlýjar kveðjur út á ísinn
- og biðjum að heilsa ísbjörnunum
Ingþór Bjarnason og Haraldur
Öm Ólafsson, sem nú eru á gangi í
ísveröld norðurheimskautsins, eru
óspart hvattir áfram af velunnurum
sínum sem senda pólforunum kveðj-
ur í gestabók þeirra á Netinu.
Hvatningar berast víða að úr heim-
inum m.a. frá Bandaríkjunum og
Sádi-Arabíu.
„Ég bið að heilsa. Ef þið sjáið ís-
björn þá bið ég að heilsa honum,“
segir Jón þann 17. mars.
Gangi ykkur hundilla
„Gangi ykkur vel í þessari hörku
gönguferð ykkar. Varið ykkur á
dýralífinu. Ferðakveðjur héðan úr
sandinum i Sádi-Arabíu,“ skrifar
Siggi H., starfsmaður Atlanta þar
suður frá, fimmtudaginn 16. mars.
Sama dag skrifar Valgeir Matthí-
as Pálsson: „Gangi ykkur vel. ís-
lendingar eru allir að fylgjast með
ykkur. ÁFRAM, ÁFRAM!“
„Gangi ykkur vel ... þið getið
þetta!“ segir Andrea, og Sandra og
James senda einnig kveðju 16. mars:
„Við í Hafralækjarskóla bíðum
spennt eftir að sjá hvemig leiðang-
urinn tekst. Leitt með símann."
Það eru fleiri í Hafralækjarskóla
að fylgjast með pólförunum: „Við
fylgjumst með ferðum ykkar í skól-
anum (Hafralækjarskóla),gangi ykk-
ur vel,“ segja Jón Haukur og Jón
Ágúst.
Einhver sem kallar sjálfan sig
AFA sendir kaldar kveðjur til Ing-
þórs og Haraldar: „Gangi ykkur
hundilla," segir hann.
„Gangi ykkur vel,“ segir Hrólfur
Mar Jóelsson og sömu kveðju send-
ir Lundi.
Frystikistan
stendur þeim opin
Það voru enn fleiri sem sendu
kveðjur á fimmtudaginn 16. mars:
„Þið eruð hetjur strákar og þegar
þið komið til baka þá getið þið kom-
ið í Hafnarfjörðinn og hlýjað ykkur
í frystikistunni okkar ... ég heyrði
nefnilega i morgun að það væri
u.þ.b. hehningi kaldara hjá ykkur!
Brrrrrrrrrrrr... Við hugsum til ykk-
ar og gangi ykkur sem allra best,“
segja Svanur, Drífa og Steinunn
Anna
Og frá Steinunni Kristínu Þórðar-
dóttur og Antoni Koumouridis í
Þýskalandi barst þessi kveðja:
„Elsku Haraldur og Ingi. Baráttu-
kveðjur héðan frá Frankfurt. Guð
veri med ykkur.“
„Baráttukveðjur, öll þjóðin fylgist
með ykkur og berst með ykkur í
huganum. Áfram nú!“ skrifar Lauf-
ey.
„Guð veri með ykkur,“ skrifar
Ólafur M. Ólafsson í gestabókina 15.
mars og sama dag skrifar Lena:
„Gangi ykkur sem best!“ og „Gangi
ykkur vel,“ segir Magnús Páll, en
Snugget sendir vísu:
„Oft og einatt einnig hér
Drengir ganga saman
Yfir ís og klaka hér
Þaö er voða gaman. “
Sjáumst í maí
Gylfi Björgvinsson sendi Haraldi
og Ingþóri kæra kveðju, óskaði þess
að guð fylgdi þeim og skrifaði vísu í
gestabókina 15. mars:
„Á noróurpólinn ganga glaöir
glœstir vel og hraustir menn.
Engin slóö né troönar traöir
Takmarkiö er fjarlœgt ENN. “
„Gangi ykkur vel, strákar!" skrif-
ar Einar Baldvin og undir það tóku
Sigurlaug, Stefán Teitsson, Jón
Halldór, Sigurveig Ástgeirsdóttir,
Guðmundur Páll Pálmason, Gunnar
Hauksson, Erlingur Jónsson og Sig-
ursteinn sem bætti við:
„Sjáumst í maí.“
-GAR
DV-MYND PJETUR
Okkar menn á heimsenda
„Komið í Hafnarfjöröinn og hiýið ykkur í frystikistunni okkar, “
segja veiunnarar þar í bæ.
DV-MYNDIR BJARNI BALDVINSSON
Ruglandi og bráðfyndin skilti
Eins og sjá má geta umferðarskilti
verið skemmtileg pæling, þau geta
verið varasöm en líka bráðfyndin.
Ruglandi
leiðbeiningar
Umferðarskiltamenningu landsins
hefur farið stórlega fram á síðari
árum en enn gerast undarlegar merk-
ingar. Sumar þeirra geta verið fyndn-
ar en aðrar stórvarasamar eins og
dæmin sanna.
Á ferð um höfuðborgarsvæðið má
sjá sitt hvað sem vekur furðu manna.
Á myndunum, sem hér fylgja, er
greinilegt að það er gjaldskylt að fara
yfir Fríkirkjuveg milli Miðbæjarskól-
ans og Iðnó enda segir skiltið að þessi
yfirgangur til andanna á Tjöminni
varði gjaldskyldu og bent er á sjálf-
sala.
í Garðabæ er síðan skilti sem segir
mönnum að stutt sé í aðalbraut þar
sem er biðskylda. Ofan á leiðbeining-
unni er venjulegt biðskyldumerki og
við það stansa sumir bílsfjóraren það
er varasamt, þeim nægir að hægja á
sér og bíða gatnamótanna.
Biðsakylda og bráðum stans
Það er erfitt að átta sig á þessu.
Grand Vitara hefur margt fram yfir
abra jeppa i sínum verðflokki
Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú Grand Vitara er grir
sest inn í Grand Vitara eru vel bólstruð eykur styrk hans ve
sætin og hve góðan bakstuðning þau að hækka hann ef |
veita. Fjórhjóladrifið stóreykur notagildi hann jafn auðveldu
bílsins en háa og lága drifið gerir hann gengni og venjuleg
að ekta hálendisbíl. svipuðu verði!
Grand Vitara - Þægilegi jeppinn
TEGUND: VERÐ:
GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR.
GR. VITARA 2,0 L 2.199.000 KR.
GR. VITARA 2,5 LV6 2.449.000 KR.
Sjálfskipting 150.000 KR.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
SUZUKi SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson,
Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95.
Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. ■<'