Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 x>v ______£j Tilvera En Prvaö segír JJJ2ÍJJJJJJ3 Svf&síjós Er stolt af Davíð - en vildi frekar vita af honum í öðru starfi „Davíð stendur nú svo oft í skotlínunni," segir Sigríður Magnúsdóttir hlæjandi - móðir ritstjórans og leikstjórans um- deilda, Davíðs Þórs Jónssonar sem venju fremur hefur stormað um að undanförnu, bæði vegna starfa síns sem ritstjóra bersöglis- tímaritsins Bleikt og blátt og ekki síður vegna leikstjórnar sinnar á nýjum erótískum gamanmynda- flokki fyrir sjónvarp. Sigríði list aðeins í meðallagi vel á verkefnaval sonar sins. „Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég vildi frekar vita af hon- um í einhverju öðru starfi en þetta er hans mál en ekki mitt. Við erum tvær fullorðnar mann- eskjur og hann ræður sínu lífi og ég mínu,“ segir hún. Fimm ára alæta „Davíð var góður og skemmti- legur krakki," segir Sigriður. „Hann var dálítið sérstakur, mik- U1 grúskari alveg frá því hann var smáangi og var orðinn fluglæs fimm ára. Eftir það lá hann í bók- um og þá ekki endilega barnabók- um heldur öllu sem hann náði í og var eiginlega alæta á bækur.“ Sigríður segist alltaf hafa haft það á tilfinningunni að Davið myndi leggja út á listabrautina. „Um fermingu gerði ég ráð fyrir að hann myndi fara í tónlistar- nám. Hann var í tónlistarskólan- um í Hafnarflrði hjá Magga Kjart- ans sem hafði mikil og góð áhrif á tónlistargetu hans. Davíð hafði verið í tónlistarskóla áður en eins og oft er um krakka þá missti hann áhugann og við vorum ekki á því að pína hann áfram. En hann fékk aftur áhuga á tónlistar- náminu og var hjá Magga í nokk- uð marga vetur. Þar var hann að gutla við að semja lög og var í alls kyns bílskúrahljómsveitum," rifj- ar Sigríður upp. Að sögn Sigríðar var oftast glatt á hjalla í æskuvinahópi Davíðs Þórs sem kynntist í barriáskóla og segir hún meðlimi hópsins vera mikla vini enn i dag. „Þetta var ákveðinn strákahópur sem var alltaf saman og þeir gengu út og inn hver hjá öðrum. Þetta voru allt góðir strákar og það var oft mjög gaman að fylgjast með þeim,“ segir hún. Davíð og vinir hans gerðu m.a. stuttmyndina Sætbeiska sextánda árið sem vann til gullverðlauna í Nor- rænni kvikmyndsamkeppni. Davíð gekk í Flensborgarskóla í heimabæ sínum og segir Sigríður hann hafa verið virkan í listalíf- inu þar og m.a. lagt fyrir sig leik- list, kvikmyndagerð og kórsöng. Baktalaöur í eyru móöur Davíð Þór Jónsson hefur lengi verið umtalaður maður og ekki allt jafnfallegt sem sagt hefur verið. Móðir hans bendir hins vegar á að þetta eigi ekki frekar við um hann en aðra í sviðsljósinu og segir slíka umræðu betur lýsa þátttak- endum í henni en umfjöllun- arefninu sjálfu. „Ég hef setið þar sem Davíð bar á góma en fólki vissi ekki að ég var móðir hans. Umtalið var ekki gott og ég spurði viðkom- andi hvort hún þekkti Davíð vel. Hún gerði það nú ekki og þá spurði ég hvort hún byggist við að þekkja hann betur en ég. Þetta var ósköp vandræða- legt en ég hafði nú gaman Gaf mömmu mynd „Ég sagði við Davíð í gamni, af því að ég er bæði með litla passamynd af manninum mínum og yngri syninum í vasabókinni minni, að mig vantaði endilega mynd af honum. Ég gleymdi víst að tiltaka stærðina og þetta er myndin sem ég fékk. Davíð kom með myndina í ramma og hún fór upp á borð og hefur veríð þar síðan, “ segir Sigríður Magnúsdóttir. þessu í aðra röndina,“ játar Sig- ríður. Hún telur Davíð sjálfan hafa brynjað sig gegn illu umtali. „En hann á ábyggilega sína erfiðu tíma eins og allir aðrir sem lenda á milli tannanna á fólki. En ég held að hann láti það ekki koma niður á umhverfi sínu þó það liggi misjafnlega á honum,“ segir hún. Davíð er þriggja barna faðir og það er Sigríði mikið gleðiefni. „Ég er alltaf óskaplega stolt þegar ég sé hann með börnin sín og sé hvernig þeirra samband er og vona að umtalið bitni ekki á þeim,“ segir hún að endingu. -GAR af Brad Pitt Hættur við að hætta við að mæta. Pitt á óskarinn Hjartaknúsarinn Brad Pitt hefur loksins tekið ákvörðun um að sækja óskarsverðlaunahátíð- ina 26. mars. Pilturinn hafði áð- ur afþakkað boð um að afhenda hin eftirsóttu verðlaun. Sú neit- un olli mörgum vonbrigðum, bæði aðdáendum hans og kvik- myndaframleiðendum. „í hvert skipti sem maður kveikir á sjón- varpinu er verið að afhenta ein- hverjum styttu. Ég sakna þeirra tíma þegar óskarsverðlaunin voru þau einustu. Þá mættum við öll,“ sagði Brad. En nú hefur stórleikarinn sem sé séð sig um hönd og ætlar að gera þeim sem máli skipta í bransanum til geðs. Geymir kjólinn Óskarinn hefur hreðjatak á Hollywoodstjörmmxun. Þannig hefur hin hæfileikaríka Jane Fonda hætt við að selja ósk- arskjólinn sinn á uppboði og láta ágóðann renna til góðs mál-s^ efnis, eins og hún hafði þó básún- að. „Ég er orðin alveg bálskotin í honum,“ segir Jane um kjólinn sem hún mun klæðast 26. mars. Samtök sem vinna að þvi að koma í veg fyrir að ung- lingsstúlkur verði óléttar sitja þvi eftir með sárt ennið. Jane Fonda Óléttar unglings- stúlkur fá ekki kjólinn. DV-MYNDIR: HARÍ Sigurlaunin í höfn Ásgeir Jóhannsson liðsstjóri, Bjarney Sonja Ólafsdóttir meðmælandi, Breki Logason frummælandi og Björn Berg Gunnarsson stuöningsmaður fanga sigri Verzlinga. Að baki þeim má sjá glitta í Arnar, trítilóðan stuöningsmann. Verzló vann MH Verzlunarskóli íslands sigraði Menntaskólann við Hamrahlíð í Morfís-ræðukeppninni á föstudags- kvöldið með því að mæla betur fyrir frelsi einstaklingsins en MH-ingar gegn. Rottari stuðningsmenn Sveinbjörn, Höddi og Kári sýna að Verzló var einnig með betri stuðningsmenn. Margvíslegir upprööunarmöguleikar 11:00 -16:00 • Sunnud. 13:00 -16:00 WJlStreet S KAPAEI N I N G AR KIRSUBER JAVIÐUR j BEYKI (Hurðir og skúfffur ) BLÁR, GRÆNN, GULUR, HLYNUR, BEYKI OG KIRSUBER JAVIÐUR TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintýri likust A W

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.