Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 36
Árekstur varö á Sæbraut á móts við Súðarvog í gær. Tvær bifreiðar rákust á og skemmdust talsvert og var önnur þeirra dregin á brott með kranabíl. Engin slys urðu á fólki. brothef P-touch 1200 Miklu merkilegri merkivél - Nýtt útlit 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar í 2 línur borði 6, 9 og 12 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Erum flutt í Skipholt 50 d Skipholti 50 d Stjórnar slagnum af sjúkrabeðinum - svartsýnn á samninga og telur að fólk samþykki verkfall Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambands íslands, var lagður inn á Borgarspítalann með talsverðu hraöi á föstudag þar sem hann gekkst undir aðgerð. Segja má að hann fjarstýri nú sínu fólki sem stendur í samningalotu við vinnuveitendur. Björn Grétar segir að himinn og haf séu á milli Verkamannasambandsins og við- semjenda þess. Atkvæðagreiðsla stendur yfir þessa dagana um það hvort fara eigi í verkfall frá og með 30. mars. „Ég var með verk í fætinum og fór til heimilislæknis míns klukkan ellefu á föstudagsmorgun. Eftir há- degi var ég kominn í röntgen- myndatöku á spítalanum og klukk- an fjögur lá ég á skuröarborðinu," sagði Björn Grétar við DV á Borgar- spítalanum. Æðar höfðu stiflast í öðrum fætinum og voru þær opnað- ar á þremur stöðum. „Ég vonast jafnvel til að komast af spítalanum á fimmtudag," sagði Bjöm Grétar. Spurður hvemig sé að stýra samningamálum í gegnum GSM af eins manns stofunni á spítalanum segir verkalýðsforinginn: „Við erum með nóg af góðu fólki. Þetta er samstilltur hópur.“ Björn Grétar er með GSM við höndina á sjúkrabeð- inum og samstarfsmenn hans í samningamálum koma gjarnan í heimsókn til hans á Borgarspítal- ann. Hræðsluáróöur vinnuveitenda „Það er himinn og haf á milli,“ segir Bjöm Grétar um það hvemig gengið hefm að semja við vinnu- veitendur. „Þaö er engin nálgun. Guðmundur Árni Stefánsson: Eg styð Tryggva en hann á lítinn möguleika Við Tryggvi höfum veriö sam- herjar í pólitík alla tíð og hann hefur stutt við bakið á mér og ég hlýt að endurgjalda honum það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður um framboð Tryggva Harðarsonar til formannsembættis í Samfylk- ingunni. Guðmundur Árni segist ekki átta sig á hversu mikinn stuðn- ing Tryggvi geti vænst að fá í formannskjörinu. „Ég held að það geri sér enginn nokkra grein fyrir því og sjálfur hef ég ekki gert neina könnun á því enda er þetta nýtilkomið. Tíð- Guömundur Arni Stefánsson Framboö Tryggva kom mér á óvart. Tryggvi Haröarson Bæjarfulltrúinn úr Hafnarfiröi fer ótrauöur í slaginn. indin komu mér á óvart þegar Tryggvi sagði mér á fimmtu- dagsmorgun að hann hefði tekið þessa ákvörðun. En ég hef sagt að það sé heilbrigðismerki á þessari nýju hreyfingu að það verði kosið með lýðræðislegum hætti um formann. Og það mun styrkja þann sem kosinn verður, það er engin spurning. Að því leytinu til held ég flestir hljóti að vera ánægðir með framboð Tryggva þótt i fljótu bragði virð- ist sem hann eigi lítinn mögu- leika í þessari lotu,“ segir Guð- mundur Árni Stefánsson. -GAR Svo einfalt er það.“ Hann segist telja að vinnuveit- endur hafi verið með áróður í gangi í fjölmiðlum undanfarið með því að halda því fram þar að vel gangi að semja. „Síðan er hræðsluáróður á vinnustöðum," segir formaðurinn. - Telur þú að fólk þitt samþykki að boða til verkfalls frá og með þeim þrítugasta? „Já, ég hef ekki trú á öðru. Það var fólkið sjálft sem bjó til kröfum- ar sem við erum að reyna að ná fram.“ -Ótt Forsetinn í heimsókn DV. STRANDASÝSLU: Fyrirhugað er að forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, komi í opinbera heimsókn í Strandasýslu í sumar, líklega dagana 11. og 12. júlí, að sögn Bjarna G. Stefáns- sonar sýslu- manns. Hefur oddvitum sveitarfélaganna, svo og Héraðsráði Strandasýslu, ver- ið tilkynnt um þetta. Aðspurður segir sýslumaður að alveg öruggt sé að forsetinn heimsæki nyrstu byggðina, Ámeshrepp, í ferð sinni. Undirbúningsvinna vegna vænt- anlegrar komu forsetans hefst von bráðar. -Guðflnnur Olafur Ragn- ar Grimsson forseti. Árekstur á Sæbraut í gær VAR VERIP AÐ 5KERA A SAMNINGAHNÚTINN? Fjórhjóladrifinn SUBARU LEGACY ... draumi líKastur I 1 = IIngvar I- P ? Helgason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MANUDAGUR 20. MARS 2000 Fíkniefnamisferli við Club 13 Einn maður var handtekinn með hass fyrir utan skemmtistaðinn Club 13 á Akureyri í fyrrakvöld. Þegar maðurinn sá lögregluþjóna vj^koma aðvifandi reyndi hann að losa sig við hassið sem hann hafði á sér. Hann var tekinn til yfirheyrslu og gistir nú fangageymslur lögreglu. Mikill erill var hjá lögreglu á Akur- eyri um helgina og talsvert um minni háttar líkamsárásir, ölvun- arakstur og ólæti vegna gleðskapar bæjarbúa. Snjóruðningsbíll valt á hliðina Snjóruðningsbíll frá Vegagerðinni valt á veginum í Lögbergsbrekku um níuleytið í gærmorgun. Bíllinn fór út af og valt á hliðina. Ökumaðurinn, , .^em var einn í bílnum, slapp ómeidd- ur og er talið að bílbeltin hafi valdið því að ekki fór verr. Töluverðar skemmdir urðu á bílnum en ekki þurfti að kalla til kranabíl. Björn Grétar Sveinsson, formaöur Verkamannasambands islands: „Eftir hádegi var ég kominn í röntgenmyndatöku á spítalanum og klukkan fjögur lá ég á skuröarboröinu.' Ari Edvald: Viðræður ganga vel „Ég er vongóður um að við náum að ljúka samningum við Rafiðnaðar- sambandið í vikunni," segir Ari Ed- vald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, en DV náði tali af hon- um í gærkvöld. „Við erum núna að fara yfir nokkur mikilvæg atriði í gerð samningsins og erum að nálgast niðurstöðu. Um er að ræða nokkrar róttækar breytingar á uppbyggingu launaliðar kjarasamninganna. Þó er ýmislegt sem enn stendur út af borð- inu og vonandi náum við að semja um það sem fyrst þvi viðræðumar ganga nokkuð vel núna,“ segir Ari. Mörg járn í eldinum Samtök atvinnulífsins standa um þessar mundir í ströngu þvi auk samninganna við Rafiðnaðarsamband- ið era fyrirhugaðar viðræður við félag verslunarmanna í dag og ríkissátta- semjari hefur boðað samtök atvinnu- lífsins til fundar við sig ásamt fulltrú- um Verkamannasambandsins eftir há- degi á miðvikudag. Þá eru samningar við starfsmenn í verkalýðsfélaginu Samiðn í deiglunni. -HG Björn Grétar Sveinsson liggur á Borgarspítala: * 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.