Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 I>v Hópsjálfsvígið í Úganda: Leiðtoginn kann aö hafa flúið til Evrópu Merkel nýr formaður Kristilegi demókrataflokkur- inn í Þýskalandi mun að öllum lík- indum kjósa Ang- elu Merkel nýjan formann flokksins í dag. Allir aðrir frambjóðendur hafa dregið sig í hlé. Merkel hefur vakið athygli fyrir að taka afstöðu gegn Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara. Óttast er að 650 manns, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í hópsjálfsvíginu í kirkju í Úganda á fóstudaginn. ígær var enn óljóst hversu margir í sértrúarsöfnuðin- um Endurvakningu boðorðanna tíu höfðu kveikt í kirkju sinni og sjálf- um sér. Samkvæmt fréttum ríkisút- varpsins í Úganda var fjöldi látinna 235 en dagblaðið Sunday Vision í Úganda hafði það eftir lögreglustjór- anum á svæðinu að 650 hefðu farist í logunum í kirkjunni í bænum Kanungu. Dagblöð í Kenía töldu í gær að leiðtogi safnaðarins, Joseph Kibwet- eerekan, hefði flúið til Evrópu með félaga í söfnuðinum. Leiðtoginn, sem hafði útnefnt sjálfan sig sem spámann, hafði boðað heimsendi 31. desember síðastliðinn en breytti síð- an dagsetningunni. í síðustu viku tóku félagar í söfn- uðinum að safnast saman í Kan- ungu. Síöastliðinn miðvikudag slátruðu þeir þremur nautum og héldu hátíð. Síðan brenndu safnað- Brunarústir Ungur drengur við kirkjuna i Úganda þar sem mörg hundruð féiagar í sértrúarsöfnuði sviptu sig lífi. armeðlimir allar eigur sínar og gengu um í nágrannabæjunum til að kveðja nágranna og vini fyrir fyrirhugað sjálfsmorð síðastliðinn fóstudag. „Þeir vissu að þeir áttu að deyja 17. mars. María mey hafði lofað að birtast þeim um morguninn til þess að leiða þá til himins," sagði vitni í viðtali við blaðið Sunday Vision. Blaðamenn sögðu skelfilega sjón hafa blasað við þeim í kirkjunni. Lík hefðu legið í hrúgum á bak við kirkjudyrnar sem neglt hafði verið fyrir. Greinilegt hefði verið að nokkrir hefðu reynt að flýja úr eld- inum. „Ég taldi 400 lík en svo varð það of erfitt að telja. Ættingjar tóku að streyma inn. Þeir grétu og reyndu að telja látna ástvini sína,“ greindi blaðamaður frá. Dagblöð í Úganda skrifuðu að sér- trúarsöfnuðurinn hefði verið undir eftirliti frá 1998 vegna ofbeldis gagn- vart bömum og gruns um rán á bömum. Ósló: Læknar grunaðir um tugmilljóna króna skattsvik Yfirlæknir í Ósló, Bjorn Gilbo, við Oslo Akutten, er grunaður um að hafa svikið tugi milljóna íslenskra króna undan skatti. Tveir aðrir læknar við stofnunina liggja einnig undir grun. Gilbo viðurkennir í viðtali við norska blaðið Aftenposten að tekjur vegna lýtalæknisaðgerða á tíunda ára- tugnum hafi ekki verið bókfærðar. Sjúklingar, sem komu í slíkar aðgerðir, urðu að staðgreiða. Siðan skiptu læknarnir fénu á milli sín. Upp komst um svikin eftir að yfirmaður fjármála stofnunarinnar var rekinn. Hann greindi frá athæfi læknanna. Tekin verður ákvörðun um kæm í vikunni. Persónuleg, alhlifia útfararþjónusta. Sverrir Olsen Sverrir Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa (slands SuGurhlfb35 • Sfmi 581 3300 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Erfðaskrímsli Mótmælandi í gervi,,erföaskrímsiis“ var meðal þeirra fjölmörgu sem söfnuöust saman i Karlsruhe í Þýskalandi í gær. Þar funduðu græningjar og var tækifæriö notaö til að mótmæla erfðabreyttum matvælum. Vonsviknir Taívanar slógust við lögreglu Óeirðalögregla á Taívan beitti í gær vatnsþrýstidælum gegn 2 þúsund manns sem safnast höfðu saman fyrir utan aðalstöðvar flokks þjóðemissinna sem tapaði í forsetakosningunum á laugar- daginn. Flestir mótmælenda flýðu en þeir herskáustu börðust við lögregluna Mótmælendurnir voru reiðir yflr þvi að flokkur þjóðernissinna skyldi hafa tapað eftir 50 ára valdatíma. Lögreglan lét til skar- ar skríða í kjölfar árásar á for- ystumenn flokksins. Einn forystu- mannanna var dreginn út úr bíl sínum og hann barinn. í gær var svo tilkynnt að fráfar- andi forseti, Lee Teng-hi, myndi segja af sér flokksformennsku í Vonsvikinn Taívani Ekki voru allir ánægðir með úrslitin. september næstkomandi. Sigurvegarinn, sjálfstæðissinn- inn Chen Shui-bian, rétti Kínverj- um sáttahönd í sigurræðu sinni. Kinverjar höfðu lýst því yfir að þeir hikuðu ekki við að úthella blóði lýstu Taívanar yfir sjálf- stæði. Chen Shui-ban kvaðst vilja inn- leiða timabil friðar og sátta en hann gætti þess að nefna ekki eins og hann hefur gert áður að Taívan sé í raun sjálfstætt. En ekki er búist við að Kínverjum geðjist að þeim orðum nýja forset- ans að Taívan sé fyrirmynd lýð- ræðis þar sem hægt var að fella flokk eftir langa setu á valdastóli. Gert er ráð fyrir að yfirvöld í Kína ítreki viðvaranir sínar. Samvinna viö mafíuna ítalska lögreglan kvaðst í gær hafa handtekið tvo embættismenn, fyrrverandi rannsóknardómara og félaga í nefnd gegn mafíunni fyrir að vera í vitorði með mafíunni. Lestarslys í Finnlandi Tveir létu lífið og einn slasaðist alvarlega eftir að hafa lent undir lest í Helsinki í Finnlandi í gær. Samþykktu afhendingu Stjórn Ehuds Baraks, forsætisráð- herra ísraels, gaf í gær grænt Ijós á að Palestínumönnum yrði afhent 6,1 prósent landsvæðis á Vesturbakk- anum. Samþykktin ryður braut fyr- ir friðarviðræðum sem hefjast í Washington á morgun. Kray í nýtt fangelsi Breski glæpamaðurinn Reggie Kray hefur verið fluttur til fangels- is á Wighteyju svo að hann geti heimsótt Charles bróður sinn sem er á sjúkrahúsi. Charles afplánar 12 ára fangelsisdóm vegna fikniefna- máls. Reggie hlaut 30 ára fangelsi fyrir morð. Pútín í fríi við Svartahaf Vladimir Pútín, starfandi forsætis- ráðherra Rúss- lands, var í gær í fríi við Svartahaf þótt ekki sé nema vika til forsetakosn- inganna. Pútín hafði ætlað á skíði en slæmt veður kom í veg fyrir það. Samkvæmt skoðanakönnun í síð- ustu viku nýtur Pútin fylgis 50 pró- senta kjósenda. 21 prósent styður kommúnistaleiðtogann Gennadí Zjúganov. Gegn betli í Bretlandi Bresk yfirvöld íhuga nú að senda heim erlenda flóttamenn sem láta böm sin aðstoða þá við betl. Betl hefur snaraukist í neðanjarðarlest- um undanfarið hálft ár. í trúarlegum tilgangi Jóhannes Páll páfi sagði í gær að ferð sín til ísraels væri eingöngu farin í trúarlegum til- gangi. Heimsókn páfa til Miðaustur- landa hefst í Jórdaníu í dag. Páfa er beðið með eftirvæntingu. 600 þúsund slátrað Yfir 637 þúsund sauðum, nautgripum og kameldýrum var slátrað vegna árlegrar pílagrímaferðar til Sádi-Arabíu. Kjötið verður gefið flóttamönnum í Pakistan, Súdan, Jórdanínu og þurfandi í Tsjad.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.