Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 19
18 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Oræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Hlrnu- og plötugerð: isafoidarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskílur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Undarleg sameining - fiirðuleg vinnubrögð Á undanfómum árum hefur riðið yfir Vesturlönd bylgja sameiningar fyrirtækja. Lítil fyrirtæki hafa runnið undir væng stórra fyrirtækja og öfugt; allt í nafni aukinnar hagræðingar, betri samkeppnisstöðu á hörðum markaði - markmiðið er að lækka kostnað og/eða auka hagnað. Um margt hefur þessi þróun verið eðlileg og á stundum gleðileg en um leið hafa margir blindast af töfralausnum sem allan vanda eiga að leysa. Sameiningarbylgjan hefur náð eyrum og athygli stjómmálamanna og embættismanna sem hafa hrifist af möguleikunum. Þeir sjá hugsanlegar leiðir út úr ógöng- um ríkisrekstrar með því að steypa opinberum stofnun- um og fyrirtækjum saman í stærri heildir - allt undir formerkjum hagræðingar. Vandinn er hins vegar sá að hið opinbera er ekki undir sama aga og aðilar atvinnu- lífsins. Vöndur atvinnulífsins - frjáls samkeppnismark- aður - nær því miður ekki að flengja hið opinbera með reglubundnum hætti. Sameining stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík virðist því miður því marki brennd að menn hafi heillast af viðfangsefninu en gleymt því mikilvægasta - spurning- unni um hverju sameining í raun skilar. Setja verður mikla fyrirvara um ágæti þess að steypa sjúkrahúsun- um saman og alvarlegar spurningar vakna um hvernig staðið var að verki. Svo virðist sem örvænting hafi fremur ráðið ferðinni, enda ljóst að íslenskt heilbrigðis- kerfi er á villigötum. í fréttaljósi hér í DV fyrir liðlega viku var bent á að engir arðsemisútreikningar hefðu verið gerðir áður en ákvörðun um sameiningu var tekin. Sé þetta rétt er um svo alvarlegt mál að ræða að ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hlýtur að taka málið allt til gagngerrar athugunar. Þá liggja engar upplýsingar fyr- ir um kostnaðinn við sameininguna og enginn veit hversu langan tíma hún tekur þar sem engar verk- og tímaáætlanir liggja fyrir. í fréttaljósinu sagði: „Með öðr- um orðun, Qöldi spurninga liggur í loftinu. En heil- brigðisyfirvöld leituðu ekki skýrra svara við þeim áður en sjúkrahúsunum var skellt í eina sæng undir ríkis- hatti. Hinir bjartsýnu trúa því að þessi aðgerð boði bætt heilbrigðiskerfi með betri þjónustu. Aðrir hafa vantrú á fyrirtækinu.“ Hvernig hægt var að taka ákvörðun um sameiningu sjúkrahúsanna er ofar mannlegum skilningi en gefur góða innsýn í þann vanda sem heilbrigðiskerfið á við að glíma. Gripið er til flausturskenndra aðgerða, án hugs- unar og undirbúnings. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík er í besta falli imdarleg og vinnubrögðin furðuleg. Reikningurinn fyrir mistökunum er sendur skattgreiðendum og þeir sem mest þurfa á þjónustu sjúkrahúsanna að halda taka út sársaukann. Þannig hefur verið staðið að málum í mörg ár og engin merki eru um að þar verði breytingar á. Vandi heilbrigðiskerfisins verður ekki leystur með sameiningu stofnana. Reynsla nágrannaþjóða okkar rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Aðalatriðið er að einokun og hömlur á samkeppni hafa jafnskaðvænleg áhrif í þessari grein og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Þær hækka kostnað og draga úr framleiðni. Lögmál sam- keppninnar eiga að gilda á sviði heilbrigðisþjónustu eins og alls staðar. Óli Bjöm Kárason ______________________________________MÁNUDAGUR 20. MARS 2000_MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 DV ______31 * Skoðun Andleg vanlíðan Davíðs „Hegðun forsætisráð- herra er ekki einkamál ör- yrkja heldur varðar það þjóðina alla að hann verður sér itrekað til skammar op- inberlega. Hann er forsætis- ráðherra allrar þjóðarinnar og má ekki gera persónu- lega erfiðleika sina að vandamálum þjóðarinnar,“ sagði Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabanda- lagsins eftir síðasta upp- hlaup Davíðs Oddssonar. Einsog Davíðs er vandi — ' “ slengdi hann fram á Alþingi dylgjum og háifkveðnum vísum í því augna- miði að drepa á dreif löngu tímabær- um umræðum um fjárreiður stjórn- málaflokka. Strunsaði síðan úr þingsalnum í botnlausum valdhroka. Furðulegar dylgjur Meðal þess sem Davíö dylgjaði um með dæmigerðri hundalógík var aug- lýsingaherferð Öryrkjabandalagsins fyrir síöustu kosningar, þarsem milijónum króna hefði verið varið til að styðja Samfylkinguna. Sannleikur málsins er sá, aö í auglýsingunum Siguröur A. Magnusson rithöfundur var kjörum öryrkja lýst með orðum annarra: Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða krossins, forseta ÍSÍ, landlæknis, biskups íslands og ritstjóra Morgunblaðs- ins. Undir ummæli þessara aðila tók fólk úr öllum flokkum, enda eiga öryrkjar samúð vítt og breitt um samfélagið. Beinn árangur herferðarinnar var sá, að málefni öryrkja komust á dagskrá, en mikið vafamál að það hafi verið Samfylkingunni sérstaklega til framdráttar. Álíka furðuleg var sú yfirlýsing Davíðs, að það bæri vott um tví- skinnung að Samfylkingin hefði þeg- ið styrk frá íslenskri erfðagreiningu en verið á móti miðlægum gagna- grunni á heilbrigðissviði. Hann lítur með öðrum orðum á slíka styrki sem beinar mútur, enda vanur þeirri landlægu siðvenju að fyrirtæki beri fé á stjómmálamenn bakvið tjöldin til að tryggja sér stuðning. Hann fær ekki skilið að stuðningur við and- stæö öfl í samfélaginu stuðli að eðli- „Sanrileikur málsins er sá, að í auglýsingunum var kjör- um öryrkja lýst með orðum annarra: Mœðrastyrksnefnd- ar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða krossins, forseta ÍSÍ, landlæknis, biskups íslands og ritstjóra Morguriblaðsins. “ piolui Qlj<»ton legri lýðræðisþróun, enda er hún eit- ur í hans beinum. Óhrelnt mjöl Viðkvæmni Davíðs Oddssonar fyr- ir þeirri kröfu að stjómmálaflokkar geri opinbera grein fyrir fjárreiðum sínum getur ekki stafað af öðru en því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi óhreint mjöl í pokahominu. Frá árum mínum á Morgunblaðinu er mér kunnugt um, að efnt var til ár- Vatneyrardómurinn „Ég á ekki aðeins við það, að íslenska hagkerfið hrynur með braki og brestum, stað- festi Hœstiréttur dóminn, heldur líka hitt, að niðurstaðan er illa rökstudd. “ Dómur Erlings Sigtryggssonar héraðsdómara í Vatneyrarmálinu, þar sem úthlutun aflaheimiida á ís- landsmiðum (kvótakerfið) er talinn stríða gegn jafnræðisreglu stjómar- skrárinnar, er rangur. Ég á ekki að- eins við það, að íslenska hagkerfið hrynur með braki og brestum, stað- festi Hæstiréttur dóminn, heldur líka hitt, að niðurstaðan er illa rök- studd. Veiðileyfum og aflaheimildum ruglað saman Erlingur vísar til dóms Hæstarétt- ar í árslok 1998 um það, að úthlutun veiðileyfa stríddi gegn jafnræðis- reglu stjómarskrárinnar. En lögum um úthlutun veiðiieyfa hefur veriö breytt í samræmi við hæstaréttar- dóminn. Og dómur Erlings er um aflaheimildir, ekki veiðileyfi. Þótt rök hafi hnigið að því, að úthlutun veiðUeyfa hafi verið óeðlUeg, leiðir ekki af því, að úthlutun aflaheimUda Efnisleg mismunun Miklu fleiri skip voru fyr- ir daga kvótakerfisins að veiðum á íslandsmiðum en hagkvæmt var, vegna þess að aðgangur að þessum tak- mörkuðu gæðum var ótak- markaður. Nauðsynlegt var að takmarka aðganginn við einhvem hóp. Og eðlilegt var að takmarka hann við _____ þá, sem þegar gerðu út skip. Ólíkt fólki í landi höfðu þeir keypt skip sín, veiðarfæri og annan búnað og aflað sérþekkingar. Við upphaflega úthlutun aflaheimUdanna var vita- skuld gerður greinarmunur á þeim og öðrum. í þeim skilningi var mönnum mismunað. En sú mismunun var efn- isleg og raunar óhjákvæmUeg. Að öðrum kosti hefði fjárfesting þeirra í Lykillinn að hag- kvæmni Eftir að aflaheimUdun- um var upphaflega úthlut- að tU þeirra, sem vora þá að veiðum, hafa þær út- hlutað sér sjálfar á frjáls- Hannes um markaði, þar eð þær Hóimsteinn eru framseljanlegar. Eftir Gissurarson það á sér engin mismunun prófessor stað. Það, sem flestir fárast yfir opinberlega, er einmitt lykiUinn að hagkvæmni kvótakerfis- ins: Sumir geta selt aflaheimUdir sínar og hætt veiðum, um leið og aðrir geta keypt slíkar heimildir og hafið veiðar. Þannig veljast þeir tU veiða, sem heppilegastir era tU þeirra, og þannig fækkar skipunum líka niður í það, sem hagkvæmast er. Þeim fækk- hafi verið óeðlUeg. Ég sé einmitt ekki betur en sú út- hlutun hafi verið eðlUeg. skipum, búnaði og sérþekk- ingu orðið verðlaus á ein- um degi. ar ekki með valdboði, heldur I frjáls- um viðskiptum, menn era keyptir út, ekki reknir út. MikUvægt er að hnykkja á því, að kerfið er opið. VUji eigendur Vatneyrarinnar veiða fisk, þá geta þeir eins og aðrir keypt sér aflaheimUdir. Gegn opinberri sölu aflaheimilda Liðin eru nú 17 ár frá því, að afla- heimUdum var fyrst úthlutað. Tæki rikið þessar heimUdir nú bótalaust af núverandi handhöfum tU að leigja út eða selja, myndi það mismuna stórkostlega og óeðlUega þeim, sem selt hafa heimUdir sínar, og hinum, sem keypt hafa eða haldið í sínar. Það myndi verðlauna þá, sem hætt hafa veiðum, en refsa þeim, sem reynst hafa heppUegastir tU þeirrar iðju og haldið henni áfram! Og vUja eigendur Vatneyrarinnar frekar kaupa aflaheimUdir af ríkinu en af öðrum útgerðarmönnum? Fyrir vinskap granna? Er Erlingur Sigtryggsson með þessum fáránlega dómi að þóknast grönnum sínum á Vestfjöröum, þar sem harðari andstaða hefur verið við kvótakerfið en annars staðar? Ef svo er, þá má hafa um hann vísu HaU- gríms Péturssonar lítUlega breytta: Vei þeim dómara er veit og sér/ víst hvað um málið réttast er/ vinn- ur það þó fyrir vinskap grann/ að víkja af götu þess hins sanna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Með og á mðti________________________ Speglar andlega niöurlægingu li í prentmiðlum? Óréttmæt ritskoðun Klám og sú klámvæðing sem ríkir hér á landi kemur æ oftar upp í umræðunni og sitt sýnist hverjum. Stund- um má rekja þennan við- horfsmun tU þess að menn gera lítinn greinarmun á klámi og erótík og telja aö gagnrýni á klám sé um leið gagnrýni á erótík. Það er aUs ekki málið. Klám er efni sem endurspeglar mannlega niðurlæg- ingu, ofbeldi og kúgun og getur ýtt undir eða hvatt tU þess að menn beiti ofbeldi. Klámiðnaðurinn gengur stöðugt lengra í að ögra viðhorfum okkar. Það sem okkur þótti óviðeigandi og óboðlegt í gær er eitthvað sem við kippum okkur ekki upp við í dag. Siðferðisvitund okkar dofnar og við hættum jafnvel að greina á mUli þess hvað við vUjum sjálf í kynlífi og hvers er vænst af okkur vegna þeirrar áhrifa sem klámið hefur haft. Ungt fólk er farið að taka þátt í kynferðislegum athöfn- um sem það heldur að séu al- mennt stundaðar og viður- kenndar af samfélaginu en líður sjálft iUa með. Slíkt getur skaðað sjálfsímynd og sjálfstraust tU fram- búðar. - Hættum að afskræma samlíf karls og konu. Berum virðingu fyrir kynlífi og höldum mannlegri reisn i samskiptum okkar á mUli. rÞað er ekki hlutverk lög- gjafans eða sam- félagsins að banna neitt það athæfi sem sjálfráða ein- staklingar taka þátt í af fús- um og frjálsum vUja. Ef konur og karlar vUja sitja fyrir nakin í ýmsum steUingum og einhver vUl birta og annar kaupa eru þau viðskipti ekki mál okkar hinna. Öðru máli gegnir að sjálf- sögðu um börn og aðra ósjálfráða einstaklinga. Ritskoðun á „ósiðlegu“ efni var áður notuð gegn konum tU að halda frá þeim upplýsingum um líkama þeirra og eðlUegar langan- ir og gera þær þannig enn háðari körlum. Kynferðis- legt ofbeldi gegn konum er mun eldra en klámtímarit- in og ekki sjaldgæfara í löndum þar sem slík tíma- rit eru bönnuð. Að banna klámtímarit er óréttmæt ritskoðun, skerð- ing á tjáningarfrelsi kvenna og karla og ekki vopn sem dugar í barátt- unni gegn þeirri viðurstyggð sem kynferðislegt ofbeldi gegn konum er. Áshildur Bragadóttir stjórnméia- fræöingur Eisa B. Valsdóttir læknir Samfélagið hefur ekki fariö varhluta af umræðu um nekt, klám, frelsiö í hættu? kynlífsþorsta og þjónustu á skemmtistöðunum, i listinni og í prentmiölunum. Er tjáningar- legrar „fórnarsamkomu" í Sjálfstæð- ishúsinu þarsem forkólfar athafna- lífsins komu saman og lögðu vænar fúlgur í púkkið, „leystu hendur sín- ar“ einsog einn þeirra orðaði það. Með hliðsjón af þvi sem gerst hef- ur hjá Kristilegum demókrötum í Þýskalandi kvað ráðherrann fráleitt að setja lög um fjárreiður stjóm- málaflokka. í Þýskalandi væru strangar reglur um þessi efni, og samt hefðu lög verið brotin. Jóhanna Sigurðardóttir benti réttilega á, að með sömu rökum bæri að afnema skattalög, meðþví skattsvik væra landlæg hérlendis. Mergurinn málsins er sá að hvar- vetna í vestrænum ríkjum, bæði austan hafs og vestan, er sú megin- regla lögbundin að flokkar birti skilagrein um fjárframlög sem fara yfir tiltekið hámark, mismunandi frá ríki til ríkis. Ljósfælni íslenskra stjómmálaflokka, og þá einkanlega Sjálfstæðisflokksins, er vissulega saga til næsta bæjar, þó hún verði kannski ekki sögð til hlítar .fyrren íslenskt lýðræði hefur slitið bams- skónum. Sigurður A. Magnússon Ummæli Enginn þrýstingur „Ég varð fyrir engum þrýstingi öðrum en þeim aö ég fann að það voru óbreyttir liðsmenn í Samfylkingunni sem vildu gjaman fá að sjá einhver ný andlit í for- ystusveit Samfylkingarinnar. Ég á von á málefnalegri baráttu.... Sjálfur hef ég áhuga á aö koma ýmsum stefnumálum mínum og áherslum á framfæri og síöan verður það félaga Samfylkingarinnar að dæma um það hvorn þeim list betur á og hvaða málefnalega stöðu þeir vilja.“ Tryggvi Haröarson, nýr frambjóöandi í formannssæti Samfylkingarinnar (I Mbl. 17. mars). Dapurleg ummæli „Þetta er það dapur- legasta sem ég hef lengi séð á prenti gagnvart konum.... Hann er að gagnrýna aö það sé ver- ið að mismuna fólki og búa tO stéttaskiptingu í þjóðfélaginu, en fellur svo sjálfur í þá giýflu að búa til ennþá meiri mismun- un. Mér finnst dapurlegt að formaður Öryrkjabandalagsins skuli lýsa slíkum hroka í garð kvenna í pólitík. Og ég ef- ast um að samtökin sem hann stýrir bakki hann upp í þessu máli.“ Hildur Helga Gísladóttir, form. nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, í Degi 17. mars Lýöræðið dýrmæt eign „Lýðræðið er dýr- mætasta eign þjóðarinn- ar.... Kynning stjóm- málaflokka á stefnumál- um verður sífellt kostn- aðarsamari, þvi það er orðið mjög dýrt að láta til sín heyrast með auglýsingum og út- gáfu prentefhis. Miklu skiptir því að sem flestir leggi þessari starfsemi lið með hóflegum framlögum. Þannig er einnig best hægt að draga úr óæskileg- um áhrifum þess að fáir aðilar kosti starfsemi einstakra flokka." Ólafur Hauksson blaöamaöur í Mbl. 17. mars. Stórfyrirtækin styrki oss „Á meðan stjómmála- starf í landinu hefur í talsverðum mæli þurft að reiða sig á stuðning fyrirtækja er í sjálfu sér ekki jákvætt að stórfyr- irtæki fari að heltast þar úr lestinni. Sérstaklega ef það er af ástæðum sem koma íslenskum ástæðum ekki við, en þessi ákvörðun Skeljungs er tekin vegna fyrirmæla frá erlendum höfuðstöðvum." Steinfgrímur J. Sigfússon alþm. í Degi 17. mars. < Samkeppnisstofn- un er gagnslaus Forsætisráðherra hefur barist hinni góðu baráttu gegn vaxandi verðbólgu og við að viðhalda gengi krón- unnar og tekist þetta furðu- lega vel. Krónan hefir haft í fullu tré við dollarinn með- an gengi margra gjaldmiðla í Evrópu hefir fallið veru- lega. Nú hefir forsætisráð- herrann ítrekað sagt á Al- þingi og víðar að óviðun- andi sé að ráðandi fyrirtæki í smásölunni hafi myndað með sér samstöðu um að halda uppi verði. Slík samstaða nefnist kartel, það er hlutverk Samkeppnisstofnun- ar að koma í veg fyrir slíka misnotk- un á aðstöðu þeirra. Tvö ár eru síð- an upplýst var að samstæðan Bón- us/Hagkaup réði yfir meir en 60% af smásöludreifingunni og hafa margar hrókeringar verið gerðar síðan. Engin viðbrögö Samkeppnis- stofnunar Viðbrögð Samkeppnisstofnunar við aðvörun forsætisráðherrans um vaxandi verðbólgu í landinu eru eng- in, en talsmaður kartelsins, Ásgeir Jóhannesson, hefir komið í Sjón- varpið til að segja borgurum lands- ins að full samkeppni ríki milli þeirra 10-12 aðila sem standa að kar- telinu. Mikill hluti af neysluvörum lands- ins er keyptur frá Evrópu og ætti þannig að hafa lækkað í verði í hlut- falli við lækkun á gjaldeyri miðað við dollar, en þetta hefir ekki gerst. - Dæmi: Þegar gengi á danskri krónu var 12,60 KR/DKR kostuðu dönsk vikublöð um 300 krónur. Nú er geng- ið 9,48 IKR/DKR,og miðaö við hlut- fallslega hækkun gengisins ættu þau nú að kosta 226 krónur en kosta í raun 415 krónur. Á forsíðu blaðanna stendur að smásöluverð þeirra í Danmörku er 20 DKR, sem samsvar- ar 190 IKR miðað við gengið. Verð hér er þannig um tvöfalt hærra en það ætti að vera. Sama gfldir eflaust um aðrar vörar. Þjóðin er mergsogin af kartelinu. Þetta er misnotkun á aðstöðu þeirra sem aö þessu standa. Þaö eru einkum tvö íslensk svið sem Samkeppisstofnun ber fyrst og fremst að hafa eftirlit með. Fyrst að koma í veg fyrir hringamyndun í smásöludreifingunni sem hindri eðlilega samkeppni og annað að sjá Onundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Og um að flutningar til lands- ins séu með eðlilegum hætti. Samkeppnisstofnun hefir brugðist í báðum til- fellum og hefir ekki tekið neitt frumkvæði til að vernda hagsmuni lands- manna. Misnotkun á aðstöðu Undanfarin 25 ár hefir Eimskip byggt upp stór- veldi í íslensku viðskipta- lífi og lagt undir sig alla flutninga í landinu, jafnt á sjó, lofti sem landi. Afkoma félagins sl. ár sýnir að þama er um mikla misnotkun á aðstöðu að ræða og má tvímælalaust rekja aukna verðbólgu og hækkun á vöruverði til of hárra flutningsgjalda til landsins. Árs- reikningar sýna að veltufé frá rekstri nam 2185 milljónum en fjár- festingar á árinu námu 6442 milljón- um. En þótt „flutningar séu okkar fag“ hefir Eimskip fjárfest í óskyldum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir um helming þessarar fjárhæðar. Þannig er komin upp sú staöa að með einok- un á flutningsgjöldum er Eimskip tekið að kaupa upp veiðikvóta af kvótakóngum á marguppsprengdu verði, en þeir fengu þessa kvóta gef- ins af „sameign þjóðarinnar". Samskip í skjóli Eimskips Engin samkeppni er til í flutning- um til landsins síðan Hafskip hætti 1986 og Eimskip getur ákveðið flutn- ingstaxa að vild sinni. Starfsmaður Samkeppnisstofnunar sagði að um samkeppni væri að ræða frá Sam- skipum, en svo er ekki. Samskip hafa alltaf starfað í skjóli Eimskips. Fullt samráð er milli þessara aðila og saman hækkuðu þeir taxta sína í október sl. um 7,5%, eöa tvöfalda verðbólguna eins og hún var þá reiknuð. Þannig er nú augljóst að sfjóm- völd geta ekki látið þessi mád af- skiptalaus lengur og að það verður að stöðva þessa misnotkun til aö verja hagsmuni almennings í land- inu. „Mikill hluti af neysluvörum landsins er keypturfrá Evrópu og œtti þannig að hafa lœkkað í verði í hlut- falli við lœkkun á gjaldeyri miðað við dollar, en þetta hefir ekki gerst. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.