Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 Skoðun H>V Auglýsing Flugleiöa í skoskum prentmiölum „Það fer ekki fram hjá neinum íslendingi sem dvelur í Bretlandi aö Fiugleiðir hafa hafiö stórsókn þar. “ Innrás Flugleiða á breskan markað Fylgistu með Formúlu 1? Ingólfur Ágúst Hreinsson sjómaöur: Já, og þar er Schumacher mitt uppáhald. Benedikt Sævarsson verkamaður: Já, Shumacher er minn maöur. Svanberg Eyþórsson ofntæknir: Já, það geri ég, en minn maöur er Couithard. Hafþór Hafsteinsson nemi: Já, Scumacher er í mínu uppáhaldi. Kristján Freyr Þrastarson, 11 ára: Já, stundum, og þá er Schumacher minn maöur. Ragnar Kristinn Lárusson, 11 ára: Já, stundum. Schumacher er bestur. Það fer ekki fram hjá neinum íslendingi sem dvelur í Bretlandi að Flugleiðir hafa hafið stórsókn þar. Vonandi mun sú sókn skila ár- angri. Flugleiðir hafa þrefaldað um- svif sín þar sl. 3 ár. í Skotlandi er t.d. auglýst grimmt í blöðum og ýmsum aðferðum beitt, svo sem get- raunum og öðru svipuðu, þar sem í verðlaun eru ferðir til Bandaríkj- anna og Kanada. - Þetta er að sjáif- sögðu af hinu góða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ég hitti nýlega skosk hjón sem voru í sömu flugvél og ég, frá ís- landi til Glasgow. Þeirra frásögn var skemmtiieg fyrir íslenska ferða- þjónustu. Þau keyptu ferð með Flug- leiðum til Flórída þar sem dóttir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. skrifar: í sandkomspistli sl. laugardag er sagt, að Karl Axelsson hæsta- réttarlögmaður starfi á lögmanns- stofu minni. Þetta er rangt. Við Karl rekum lögmannsstofu saman undir heitinu Lögmenn, Skóla- vörðustíg 6B sf. Ég vinn því ekki síður hjá honum en hann hjá mér. Karl var fenginn til lögfræðilegra ráðgjafarstarfa við íslenska rikið þegar séð varð fram á, að í uppsigl- ingu væru málaferli um stjórn- skipulegt gildi 7. gr. laganna um stjórn fiskveiða. Ástæða þess er sú að hann er vafalaust í fremstu röð „Ferðamannaþjónusta á ís- landi er enn óplcegður akur. Snúa má dœminu við með því að íslendingar gangi í ESB og gefi innflutning á matvœlum frjálsan. “ þeirra og tengdasonur búa. Hann er í bandaríska hemum og hafði gegnt herþjónustu í Bretlandi áður. Þau höfðu safnað lengi fyrir þessari draumaferð til Ameríku og völdu Flugleiðir vegna verðsins. Auk þess var boðið upp á 3 daga stopp á ís- landi með uppihaldi. Samt var verð- ið lægra en hjá hinum félögunum. Á heimleiðinni dvöldu þau á hót- elinu við Bláa lónið í Grindavík. Þau áttu vart orð til að lýsa dvöl- inni: Hótelið var fullkomið, kyrrðin mikil er þau fóru í Bláa lónið í ljósa- skiptunum, snævi þakin jörðin, íslenskra lögfræðinga á þeim svið- um lögfræðinnar sem þar koma við sögu. Það hefur ekkert með tengsl hans við mig eða samrekst- ur okkar að gera. Vonandi hefur ríkissaksóknari við málflutning sinn í Hæstarétti getað hagnýtt sér umfangsmiklar og vandaðar at- huganir Karls á lögfræðilegri hlið þessa máls, þó að það sé auðvitað rangt að telja einhvem annan en hann sjálfan höfund að málflutn- ingsræðunni. Ég hef að undan- fomu séð, að einhverjir hafa túlk- að málflutning ríkissaksóknara svo, að hann teldi Hæstarétt ekki geta dæmt um stjórnskipulegt heitt vatnið og í baksýn hin hrika- legu fjöll Reykjanesskagans. Það var gaman að heyra þessa frásögn. Ég hef hitt margt fólk í Bretlandi sem hefur ferðast til Bandaríkjanna og Kanada með stuttu stoppi í Kefla- vik. Fólk er sammála um að hrein- læti og snyrtimennska sé áberandi í Leifsstöð og gaman að stoppa þar. í Bretlandi er nú góðæri síðan stjórn Tonys Blair tók við og al- menningur býr við betri kjör, sér- staklega láglaunafólk sem sér sér fært að leggja fyrir og ferðast. Þess vegna munu Flugleiðir uppskera eins og sáð er til með hinni miklu söluherferð i Bretlandi. Ferða- mannaþjónusta á íslandi er enn óplægður akur. Snúa má dæminu við með því að íslendingar gangi í ESB og gefi innflutning á matvæl- um frjálsan. Núverandi rányrkja með geipiháu verði á mat og veit- ingum skaðar þjóðina meira en fólk heldur. gildi laganna, þar sem þar væri um að ræða pólitískar ákvarðanir löggjafans. Hér virðist mér nokkur misskilningur hafa verið á ferð- inni. Mér sýnist að hann hafi að- eins gert grein fyrir sjónarmiðum um skiptingu ríkisvaldsins í lög- gjafar- og dómsvald, en eins og kunnugt er byggir íslensk stjórn- skipan á þeirri skiptingu og raun- ar sú danska einnig, en ríkissak- sóknari mun hafa sótt dæmi um réttarframkvæmd í Danmörku máli sínu til stuðnings. Umfjöllun um þetta var óhjákvæmilegur þáttur í málflutningnum. Flugiö innanlands Tekur Keflavíkurflugvöllur viö innan- landsfluginu? Innanlandsflug frá Keflavík Einar Þorsteinsson skrifar: Nú er búið að loka annarri af tveimur aðalflugbrautum Reykja- vikurflugvaflar vegna hinnar ótíma- bæru endurnýjunar á flugvellinum. Innanlandsflug mun því að miklu leyti færast til Keflavíkurflugvallar mestallt þetta ár, utan hvað notast á við ólöglega flugbraut við og við, þ.e. suðvestur/norðausturbrautina með lendingu frá Miklatorginu. Ég segi fyrir mig; ég vildi ekki vera í flugvél sem lendir á þessari braut. Ég vel Keflavík frekar og vona að jarðraskið á Reykjavíkurflugvelli leiði til endanlegrar lokunar á vell- inum. Davíð og Golíat Lárus H. Jónsson skrifar: Ég er með MS og er bundinn nið- ur í hjólastól, kynni handboltaleiki hjá Aftureldingu. Ég hef lítið komist út í vetur út af fannfergi en vegna rifrildis Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra við Garðar Sverrisson hjá Öryrkjabandalaginu er ég mjög stoltur að vera öryrki. Þarna hefur Davíð fundið sér Golíat til að glíma við og þessi rimma hans muna skapa honum mörg atkvæði. Þeir ofmetnast á aflaskipunum Margir vildu búa viö kjör sjómanna. Loðnusjómenn ofmetnast Guðlaug Magnúsdóttir skrifar: Óskaplega finnst mér kjánalegt af þessum skipverjum á aflaskipum frá Vestmannaeyjum að ganga frá borði þótt eitthvað smávegis lækki hlutur þeirra á loðnuvertíðinni. Sjó- menn hafa ofmetnast af hinum háu launum sínum undanfarin ár og þola ekki að á móti blási um stund- arsakir. Þeir ættu nú að hafa getað lagt eitthvað af sínum tekjum fyrir á góðærisárunum til sjávarins, auk þess að hafa skattaafslátt sem engin önnur stétt hefur hér. Ég vildi að maðurinn minn byggi við þau kjör sem sjómenn hafa. Viö hjónin hefð- um ekki ofmetnast. Ofsóttur af túristum? Birgir hringdi: Ég horfði á fróðlegan Kastljóss- þátt með þeim Ara Teitssyni, tals- manni sauðfjárbænda, og Jónasi Kristjánssyni ritstjóra um sauðfjár- bændur, nýjan samning þeirra og ferðamennsku. Ari Teitsson taldi að ferðamenn og þjónusta við þá væri vaxandi búgrein en sagði ferða- menn ekki vilja sjá mikið af óbyggð- unum og heiðalandinu. Ég hefði spurt Ara hvort hann hefði verið of- sóttur af túristunum hingað til. Sannleikurinn er sá að túristar koma ekki hér til margs annars en að sjá landslag og lenda í svaðilfor- um og hafa sig svo sem skjótast á brott. Ekki síst vegna okurverðs á íslenskum matvælum. PV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari Guð hjálpi þeim Það þótti löngu tímabært að biskup léti í sér heyra og áminnti presta. Það gerði hann í bréfi undir fyrisögninni Til allra presta þar sem hann boðaði aga og festu. Tilefnið eru þrálátar deilur og skrýtnar uppákomur þar sem prestar hafa verið í aðalhlutverki. Prestar hafa verið upp á kant og lent í illdeilum við sóknarbömin, meðhjálparana, kórana og hina og þessa einstaklinga úr öðrum sóknum og dæmi eru um að prests- frúrnar hafi ekki látið sitt eftir liggja í lát- unum og jafnvel kynt undir ófriðnum. Ekki skal fjölyrða um hver átt hefur upptökin að öllu saman en mýmörg dæmi eru um að allt hafi farið í háaloft og endað með því að prestur hafi hrökklast í burtu. Því það er nú einu sinni svo að einfaldara er fyrir einn prest að flytja sig um set en heila sókn. En þegar tilefni bréfaskrifta biskups er skoðað spyrja margir eðlilega hvort það sé eitthvað nýtt að prestar séu umdeildir og þá umlyki eitrað andrúmsloft misklíðar. Ætíð sé misjafn sauður í mörgu fé. Þó prestar þjóni guði á jörðinni og sé trúað fyrir kirkjulegum athöfnum og sálgæslu eru þeir einu sinni mannlegir, gæddir kostum og göllum Undir hempunni eru venjulegir menn og konur sem eru breysk í eðli sínu og eiga jafnerfitt og aðrir með að halda öll boðorðin. Þess vegna freistast prestar til að drekka og daðra, baktala, bölva, Ijúga og drýgja hór eins og annað fólk. eins og aðrar mannskepnur. Þannig þjóna þeir ekki einungis guði og söfn- uðinum heldur eigin hvötum, hverjar sem þær kunna að vera. Undir hemp- unni eru venjulegir menn og konur sem eru breysk í eðli sínu og eiga jafnerfitt og aðrir með að halda öll boðorðin. Þess vegna freistast prestar til að drekka og daðra, baktala, bölva, ljúga og drýgja hór eins og annað fólk. Prestar eru menn með kostum og göllum sem einu sinni fóru í guðfræði og stóðust prófið. Og misjafnir menn verða prestar sem þurfa eða eiga við fólk sem frægt er af því að beygja sig lítt fyrir skyn- samlegum rökum, íjármunarökum varla heldur, og þó enn síður rökum trúarinnar svo vitnað sé í þjóðskáldið. Fólk sem leysir vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskít sem ekki kemur málinu við. Úr þessum jarðvegi eru persónur prestanna sjálfra sprottnar, sjálft verkfærið sem prestamir vinna með. Sér nú hver sjálfan sig í þvi að halda uppi aga og festu. Guð hjálpi prestunum. Skarphéöinn Einarsson skrifar: Kornin í kassanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.