Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Side 17
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 17 Ljúfsárir harmar Ásgerður Júníusdóttir messósópr- ansöngkona hélt sína fyrstu opinberu einsöngstónleika fyrir þéttsetnu tón- listarhúsi Kópavogs á þriðjudags- kvöldið. Þetta voru líka síðustu tón- leikarnir í Tíbrárröðinni Við slag- hörpuna og síðustu tónleikar Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara í Saln- um á þessu starfsári en hann sá að sjálfsögðu um meðleikinn. Ásgerður er þó ekki alveg óþekkt stærð í íslensku tónlistarlifi, hún hef- ur komið fram við ýmis tækifæri og vakti athygli fyrir góða frammistöðu árið 1997 þegar hún komst í úrslit í Tónvakakeppni Ríkisútvarpsins. Debuttónleikar eru hins vegar alltaf dálitið sérstakir og spennandi og hafði hún valið óvenjulega efhisskrá til að slá í gegn með, lög sem heyrast allt of sjaldan og fær hún sérstaka rós í hnappagatið bara fyrir það. Efhisskráin fyrir hlé samanstóð síð- rómantískum finnskum og sænskum lögum og einu lagi eftir Danann Carl Nielsen. Fyrst komu tvö ljúfsár og undurfógur lög eftir Finnann Oskar Merikanto, Minning og Hljómið blíð- lega, sorgartónar mínir sem voru flutt af mikilli tilfmningu. Rödd Ásgerðar er mjög sérstök, opin og hljómfogur, mjúk og dökk með djúpum botni og fallegri hæð og hljómar hvort tveggja jafnvel, að auki hefur hún svo tileink- að sér ágæta tækni sem gerir henni kleift að músisera fallega og músi- kölsk er hún svo sannarlega. Á himninum ljóma stjömumar eftir Kilpinen var ljómandi vel sungið á finnsku eins og hin tvö. Lag og Bæn til næturinnar eftir sænska tónskáldið, hljómsveitarstjórann og krítikerinn Ture Rangström voru einnig fallega flutt með rikri tilfinningu fyrir tónlist- inni og textanum. Það eina sem ég var ekki alveg sátt við í byrjun og senni- lega skrifast það á svolítinn taugatitr- ing voru nokkuð óstöðugar hendingar, þar sem dýnamikin var einum of ýkt innan hvers frasa þannig að laglínumótunin varð svolítið ósannfærandi en hún lagaði það strax i lagi Carl Nielsens Hneigðu höfuö þitt, blóm sem var virki- lega ljúft í flutningi þeirra tveggja. Jónas var i finu formi þetta kvöld og lék vel í góðu sambandi við söngkonuna. Þrjú lög Sigurds von Kochs sem voru síðust á dagskrá fyrir hlé gera miklar kröfur til flytjanda og stóð Ásgerður fyllilega undir þeim og flutti þessa alvarlegu þanka í tónum afar vel og sann- DV-MYND HILMAR ÞÓR Asgeröur Júníusdóttir og Jónas Ingimundarson Rödd Ásgeröar er mjög sérstök, opin og hljómfögur, mjúk og dökk meö djúpum botni og fallegri hæö. “ færandi. Sérstaklega var hið dramatíska Villtir svanir glæsilegt og flutt af miklu öryggi. Úr skandinavískri alvöru var haldið í spænska ástarsöngva Enrique Granados, fyrst fjögur lög úr Tonadillas þar sem Ásgerður sýndi bjartari lit og þó hún færi létt með það og sungið af öryggi fannst mér þó lagaflokkurinn Harmþrungna stúlkan henta hennar karakter betur. Þau voru rétt eins og samin fyrir hana og ýfðu upp gæsahúðina strax á fyrstu tónunum. Söng hún þrjú lög flokksins hreint frá- bærlega af miklum tilflnningaþunga. Sjö spænsk lög eftir Femando Obrador voru síðust á efnisskrá og voru þau öll flutt af öryggi og beint frá hjartanu. Tvö lög gagntóku mann sérstaklega, Til ástarinnar og Tvær þjóðvísur sem fengu virkilega notið sin til hins ýtrasta í meðfórum þeirra Ásgerðar og Jónas- ar. Þetta voru afar vel heppnaðir tónleikar og glæsilegt upphaf á vonandi glæsilegum ferli. Ás- gerður er flott söngkona sem hefur allt til að bera til að svo verði ef hún heldur rétt á spilunum. Arndís Björk Ágseirsdóttir Klassísk og djörf Nú er enginn maður með mönnum nema hann hafi farið upp í Lundarreykjadal og séð íslands- klukkuna eftir Halldór Laxness í uppsetningu Höllu Margrétar Jóhannesdóttur og Ungmennafé- lagsins Dagrenningar þar í dalnum. Þangað fór einnig tíðindamaður DV á laugardaginn var í feg- ursta veðri til að geta verið með á nótunum í siðuðum selskap. Engu er logið á þessa upp- færslu. Hún er klassísk að því leyti að þar eru famar hefð- bundnar leiðir í túlkun, en hún er líka hugmyndarík, einkum í sviðsetningu. Hún er djörf að því leyti að Halla Margrét hikar ekki við að láta leikarana slna, áhuga- mennina, leika erfið atriði á gólf- inu fyrir framan fremsta áhorf- andabekkinn. Þannig var siðasta ástaratriðið milli Áma Ámason- ar og Snæfríðar leikið innan við tvo metra frá blaðamanni. Það vill til, bæði i því atriði og öðr- um, að leikurinn er einlægur og tilgerðarlaus. Leikstjóri hefur agað fólk sitt svo vel að það still- ir sig alveg um að leika mikið - nema auðvitað þar sem það á við. Eins og jafnan í verkum Halldórs Laxness skiptast persónur í tvennt, raunsæjar og stílfærð- ar. Ámi og Snæfríður eiga samúð höfundar sín og okkar og þau eru afar prúðmannlega leikin af Hildi Jósteinsdóttur og Þór Þorsteinssyni. Þau eru blessunarlega fríð bæði tvö eins og vera ber í þessum hlutverkum og bæði fóru vel með text- ann. Jafnvel sú fræga (og erflða) ræða sem Amas Arnæus heldur yfir von Úffelen um örlög íslands ef það kemst undir þýsk yfirráð varö tilgerðar- laus í munni Þórs, enda var atriðið snilldarlega útfært í sýningunni þar sem Amas er látinn hrekja von Úffelen út úr bókastofu sinni undir ræðunni! Milli raunsærra og stílfærðra per- sóna Klukkunnar stendur Jón Hreggviðsson og hefur hallast á ýmsar hliðar í uppsetningum hing- að til. Sigurður Halldórsson leikur hann innlifað og færir hann óhikað í flokk með Áma og Snæfríði. Hann dregur vel fram alla drætti persón- unnar, hörku hans og viðkvæmni, kaldhæðnislega kímni hans, upp- reisnarandann sem blandast svo sér- kennilega sátt hans við örlög sín. Persóna og leikari runnu saman í eitt; Sigurður var Jón, að minnsta kosti þessa stund. Fremstur meðal jaíhingja i stíl- færðu deildinni er Gisli Einarsson sem leikur júngkærann í Bræðra- tungu og von Úffelen. Persónurnar em hvor á sínum endanum, júngkærinn óheflað- ur ruddi i fylliríunum, von Úffelen fágaður heimsmaður. Gísli virtist ekki hafa mikið fyrir því að skipta sér í tvennt; Magnús í Bræðratungu var viðurstyggilegur ofbeldismaður, þýski aðals- maðurinn lyfti fótum hátt eins og hani og hélt klút fyrir viðkvæm vit sín - enda var lyktin víst ekkert góð í Kaupin- höfn í þá tíð. Báðar persónur fengu skýra drætti með einíöldum aðferðum. Stílfærðir vom líka að sjálf- sögðu tveir Jónar, Marteinsson og Grin- vicensis sem Jón Gíslason og Ámi Ingv- arsson skemmtu sér vel yflr. íslandsklukkan lifn- aði sem sagt á sviðinu í Brautartungu þetta kvöld og við vorum enn og aftur minnt á dæmalaust framlag Halldórs Laxness tO skilnings á þessari þjóð, kostum hennar og löstum. Sérstakar þakkir fær að lokum Helgi Bjömsson, ekki aðeins fyrir að vera vígalegur varðmaður á Þingvöllum heldur einnig fyrir að brjótast inn í bensíntank blaðamanns og bjarga honum um eldsneyti til aö komast heim til sín að lokinni skemmtuninni. -SA Næstu sýningar í Brautartungu eru 7., 8., 14., 20. og 22. apríl kl. 21. Þess má geta aö annað kvöld eöa laugardagskvöld gengur hinn umtalaöl þúsundasti miöl út! Jón Hreggviðsson Persóna og leikari runnu saman í eitt. Snæfriöur íslandssól Fögur og viröuleg í túlk- un Hildar Jósteinsdóttur. ___________Merming Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Birgir Engilberts Birgir var leikmyndahönnuður viö Þjóöleik- húsiö og hannaöi sviö margra eftirminni- legra sýninga. Sýning Birgis Engilberts Á laugardaginn verður opnuð í Gall- erf Reykjavík, Skólavörðustíg 16, minningarsýning á myndverkum - málverkum, klippimyndum og mynd- um gerðum með blandaðri tækni - eft- ir Birgi Engilberts. Það er frændfólk hans, Einar Már Jónsson og Anna Gréta Jónsdóttir, sem stendur fyrir sýningunni en Birgir hafði sjálfur und- irbúið hana áður en hann lést í fyrra. Birgir var sonur Gríms Engilberts og bróðursonur myndlistarmannsins Jóns Engilberts. Hann var þekktur sem leikmyndahönnuður og rithöfund- ur um sína daga og reyndar vissu ekki margir að hann lagði stund á myndlist. Minnisstætt er þeim sem sáu leikrit hans Hversdagsdraum á sviði Þjóðleik- hússins (1972) hvemig hann sameinaði ritlistina og leikmyndahönnunina. Það verk fjallar um hjón sem eru á valdi hlutanna og vora húsgögnin í yfir- stærð en leikaramir - Bessi og Mar- grét Guðmundsdóttir - eins og mýs í sviðsmyndinni! Merki þess verks og leikmyndahönnunarinnar yfirleitt má sjá á mörgum málverkanna á sýning- unni. Sýningin á myndverkum Birgis stendur til 16. apríl og galleríið er opið kl. 10-18 virka daga, kl. 11-16 laug. og sunn. kl. 14-17. Málþing um tónlist Á sunnudaginn kl. 10 hefst málþing Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistamanna í sal Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1. Umræðuefriið er hjartans mál þessara aðila: tónlist og tónlistar- kennsla. Fyrir hádegi verður rætt um breytingar sem í vændum era í tónlist- arfræðslu, t.d. með tilkomu aðalnáms- skrár, listaháskóla og einsetningu grunnskóla. Eftir hádegi verður fjallað um áhrif tónlistar á samfélagið og manneskjuna. Umræðuefnum er raðað undir tvær yfirskriftir: Tónlistarkennsla á tíma- mótum og Af hveiju tónlist? Meðal framsögumanna eru Sigurður Flosason, Karóllna Eiríksdóttir, Edda Borg Ólafs- dóttir, Ásgeir Sigurgestsson og Þórunn Bjömsdóttir. Þingslit verða kl. 16. Tíminn og trúin á Akureyri Á sunnudaginn verður sýningin Tíminn og trúin opnuð í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju að lokinni messu sem hefst kl. 11. Sjö listakonur taka þátt í sýning- unni, Alda Ár- manna Sveinsdótt- ir sem sýnir olíu- málverk, Auður Ólafsdóttir akrýl- málverk, Gerður Guðmundsdóttir textílverk, Guð- flnna Anna Hjálm- arsdóttir grafik/skúlptúr, Kristín Am- grímsdóttir þurrkrítarmynd/bókverk, Soffla Ámadóttir leturlist/gler og Æja Þórey Magnúsdóttir skúlptúr. Verkin hafa öll trúarlegt inntak. Sýningin var unnin í tilefni af 50 ára afmæli Laugameskirkju í nóvember 1999, en verkin era framlag listakvenn- anna til þúsund ára afmælis kristni- tökunnar á íslandi. Næst fer sýningin til Neskaupstaðar en þaðan fer hún suður á bóginn. Sýningin er opin kl. 9-17 virka daga og á auglýstum dagskrártíma kirkj- unnar um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.