Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 Tilvera Bíómolar Mendes ekki til * Hollywood ALlar dyr standa breska leikstjór- anum Sam Mendes opnar eftir aö American Beauty vann til fimm ósk- arsverð- launa á dögunum, þar á meðal fóru ein til Mendes. „Ég hefði getað undir- ritað samn- ing við DreamWorks og grætt miilj- ónir en ég met frelsi mitt framar öllu öðru og hef lítinn áhuga á að tilheyra samfélaginu í Hollywood.“ í staðinn ætlar Mendes að hverfa aftur til leikhússins i London og fær að ráða hvaða leikrit hann set- ur upp í Donmar-leikhúsinu þar sem hann leikstýrði Nicole Kidman i The Blue Room. Ég á þessa dag- ana í viðræðum við Kidman um að hún komi aftur til starfa með mér i leikhúsinu og hefur hún tekið vel í það. Þess má geta að Spielberg hef- ur ekki alveg sagt skilið við Mendes því hann hefur heitið því að styrkja Donmar-leikhúsið um j. 200 þúsund dollara á ári. Ryk v Fimm ár eru frá því kvikmynd júgóslavneska leikstjórans Milchos Manchevski, Before the Rain, fékk gullljónið á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum. Lítið hefur farið fyrir Manchevski síðan. Hann er nú að hugsa sér til hreyfings og eru tökur á Dust að hefjast þessa dagana. Kvikmyndin gerist á þrem- Hur tíma- skeiðum og á þremur stöðum. í bandaríska vestrinu um alda- mótin, lokadögum keisara- dæmis á Balkan- skaganum árið 1913 og í nútíman- um í New York. Handritið skrifaði Manchevski. í aðalhlutverkum eru Joseph Fiennes, David Wenham, Adrian Lester og Anne Brochet. Tökur hófust á þriðjudaginn í New York. Eftir tvær vikur mun hópur- inn flytja sig til Makedóníu og það- an í kvikmyndaver í Þýskalandi. Framleiðendur myndarinnar koma frá ýmsum Evrópulöndum en einn stærsti framleiðandinn er Film Consortium, sem er breskt fyrir- tæki sem hefur tekjur sinar af lottói. Woody til Draumaverk- smiðjunnar Hið þriggja ára kvikmyndafyrir- tæki í eigu Stevens Spielbergs og félaga, DreamWorks, sem stendur uppi sem sigurvegari síðustu ósk- arsverðlauna er búið að krækja i Woody Allen. Var gerður samningur um að hann gerði þrjár kvikmyndir á vegum Draumasmiðjunnar. Þessi samningur er óviðkomandi nýjustu f kvikmynd Aliens, Small Time * Crooks sem Draumasmiðjan mun taka til dreifmgar en frumsýning er áætluð 19. maí. í Small Time Crooks leika aðalhlutverkin Woody Allen, Hugh Grant og Tracey Ullman. Þess má geta að Allen tal- aði aðalhlutverkin inn á Antz sem Draumasmiðjan framleiddi. Elskendur í síðari heimsstyrjöldinni Julianne Moore og Ralph Flennes í hlutverkum sínum. Ástarsamband á hálum ís The End of Affair, sem byggð er á sjálfsævisögu rithöfúndarins Grahams Greenes, sem hann skrifaði í skáld- söguformi, verður tekin til sýningar í Stjömubíói á morgun. Myndin hefur fengið góðar viðtökur og var hún til að mynda tilnefnd til fjögurra Golden Glo- be-verðlauna og þá fékk Julianne Moore óskarstilnefningu sem besta leikkonan í aðalhlutverki en tapaði fyrir Hilary Swank. Myndin styðst við ástarsamband Grahams Greenes sem hann átti við gifta ameríska konu á meðan seinni heimsstyijöldin stóð yfir. Sagan hefst árið 1939. Heimurinn er á barmi heimsstyijaldar, þessu andrúmslofti fellur Sara Miles fyrir rithöfund- inum Maurice Bendrix þeg- ar þau hittast í veislu sem haldin er af eiginmanni Söru, Henry Miles, en hann gegnir stöðu opinbers starfsmanns Henry býður Söra upp á festu og öryggi en það nægir henni engan veg- inn. Sara og Maurice hefia ástríðufúllt ástar- samband, hittast á laun og njóta samverunnar til fuilnustu. Svo gerist atvik sem bindur enda Julianne Moore Var tilnefnd til óskarsverö- launa fyrir leik sinn í The End ofAffair. á ástarsamband þeirra fyrirvaralaust. Á meðan þau elskast stendur loftárás yfir sem þau virða að vettugi. Kæru- leysi þeirra á eftir að reynast þeim dýrkeypt því þegar Maurice skreppur fram á gang verður hann fyrir slysi sem dregur hann nær til dauða. Þýskt VI flugskeyti grandar nærliggjandi húsi en sprengingin leysir úr læðingi mikinn sprengjuþrýsting sem skellur af miklum krafti á húsi Maurice. Maurice fellur niður og er nær dauða en lífi. Sara bindur enda á samband þeirra fyrirvaralaust. Þegar Maurice nær sér aftur af sárum sínum er hann harmi sleginn og reiður út i Söru fyrir að hafa shtið sambandinu. Tveim- árum síðar hittir Maurice eiginmann Söru, Henry, sem er að fá sér kvöldgöngu í al- menningsgarði nokkrum. Maurice spyr frétta af Söru og býður Henry honum heim til sín í drykk. Maurice getur engan veginn gleymt ástarsambandinu og þegar hann hittir Söru aftur getur hann ekki hamið sig. Hann er full- ur af heift og afbrýði- semi. Hann ræður th sín einkaspæjara, Mr Parkis (Ian Hart), sem á að fylgjast með Söru. Það kemur að þvi að Maurice fær loks svör við hinum dularfúllu sambandsslitum. Það er Ralph Fiennes sem leikur rit- höfundinn Maurice, Julianne Moore leikur ástkonuna, Söru. Aðrir leikarar eru Stephen Rea (fastagestur í kvik- myndum Neils Jordans), sem leikur eiginmanninn, Henry, og Ian Hart sem leikur einkalöggu sem Maurice ræður til að njósna um Söru. -Hk Neil Jordan Neil Jordan er bæði höf- undur handrits og leikstjóri The End of the Affair. Jord- an, sem fæddur er á írlandi 25. febrúar 1950, hefur leik- stýrt tólf kvikmyndum. Fyrsta myndin sem hann leikstýrði var Angel frá 1982. Á eftir fylgdu The Company of Wolves og Mona Lisa, gæðakvikmyndir sem sköp- uðu honum nafn í kvik- myndabransanum. Leið Nell Jordan viö tökur á The End of the Affair Hefur jöfnum höndum gert kvikmyndir í Banda- ríkjunum og Englandi. fyrir alvöru. The Crying Game gerði það að verk- um að honum var aftur boöið til Hollywood þar sem hann gerði hina ágætu Interview with a Vampire. f kjölfar- ið komu Michael Collins og In Dreams sem olli hans lá síðan til Hollywood þar sem hann gerði tvær misheppnaðar myndir, High Spirits og We’re No Angels. Jordan fór aftur á heimaslóð- ir í Englandi og gerði þar The Crying Game og nú fór lukkuhjólið að snúast nokkrum vonbrigðum. Leið hans lá aftur á heimaslóðimar þar sem hann gerði The Butcher Boy og svo nú The End of the Affair. Fyrir þá fyrmefndu hlaut hann leikstjóraverðlaun á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Bíógagnrýni Sam-bíóin - Flawless •k-k'k Töffarinn og dragdrottningin Philip Seymour Hoffman hefur vakið athygli á undanfomum miss- erum fyrir að leika ýmsa furðufugla svo ekki sé minnst á perverta í kvikmyndum á borð við Happiness, Boogie Nights, The Big Lebowski og Magnolia. Hefur hann oftar en ekki reynst senuþjófur þótt hlutverkið sé ekki stórt. f Flawless bætir hann við persónu sem stendur utangarðs í samfélaginu, dragdrottningunni Rusty. Og nú er hann í fyrsta sinn í burðarhlutverki í kvikmynd. Sem mótleikara hefur hann Robert De Niro sem er nú ekki vanur að skilja eftir mikið pláss fyrir aðra þegar um bitastæð hlutverk er að ræða á borð við öryggisvörðinn Walt sem lamast öðrum megin þegar hann fær hjartaáfall. De Niro hefur samt tekið þann skynsamlega kost aö leika á lágu nótunum, og um leið nákvæmlega réttum nótum, og gef- ur hann því Hoffman eftir pláss til að fara mikinn í sínu hlutverki, sem hann nýtir sér. Flawless er kómískt drama. Dramatíkin felst í því að aðalper- sónumar, Walt og Rusty, eiga ekki samleið með öðrum í þjóðfélaginu, Walt hafði verið hetja, margverð- I söngtíma hjá dragdrottningu Robert De Niro og Philip Seymour Hoffman í hlutverkum hinna ólíku nágranna. launaður lögreglumaður sem hafði gerst öryggisvöröur, maður sem set- ur líkamlegt atgervi ofar öllu. Þegar hann lamast, getur varla talað eða hreyft sig, missir hann skiljanlega áttir og neitar að viðurkenna að hann þurfi hjálp. Rusty hefur alla tíð verið á skjön, byrjaði að klæðast kvenmannsfotum á unglingsárum og klæðist helst engu öðru. Hann er konan I samskiptum við elskhuga sína sem fara illa með hann. Kó- míkin kemur svo í samskiptum þeirra. í byrjun tekur Walt ekki einu sinni sömu lyftu og Rusty og lítur á hann og félaga hans sem það neðsta í þjóðfélaginu. Þegar aðstæð- ur gera það síöan aö verkum að kynni takast með þeim eru sam- skipti þeirra oft á gamansaman máta um leið og við sjáum að Walt er ekki eins mikill töffari og hann vill vera láta og Rusty er harðari í hom að taka en í fyrstu má ætla. Fleiri persónur koma við sögu, pen- ingar frá eiturlyfiasala hverfa og Hilmar Karlsson skrífar gagnrýnf um kvikmyndir. hann er þess fullviss að þeir séu faldir fiölbýlishúsinu sem þeir Walt og Rusty búa í og má rekja alla at- burðarásina til þessa ráns þó það standi utan við samskipti þeirra fé- laga. Flawless að mörgu leyti vel heppnuð mynd, er á allt öðru plani en stórmyndir Joel Schumacher (Batman Forever, 8MM), meira í lík- ingu við Falling Down, þar sem Schumacher eins og í Flawless er í könnunarleiðangri um sálarlíf per- sóna sinna. Það háir Flawless dálít- ið hversu hæg hún er, sem kemur til af því að mikið er talað og sam- tölin kannski ekki alltaf þau skemmtilegustu. Á móti kemur að þetta er mynd leikaranna og þar er enginn svikinn af leik Roberts De Niro og Philip Seymour Hoffmans. Leikstjórn og handrit: Joel Schumacher. Kvikmyndataka: Declan Quinn. Tónlist: Bruce Roberts. Aöalleikarar: Robert De Niro, Philip Seymour Hoffman, Daphne Rubin-Vega og Barry Miller.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.