Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Qupperneq 29
33 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 I>V Tilvera Aö vera John Malkovich Þegargefst kostur á að komast inn í heilabú Johns Malkovich finnst mörgum þaö spennandi kostur. Er ekki þessi John Mal- kovich Að vera John Malkovich: Vill einhver vera annar en hann er? „Þegar Charlie Kaufman sendi mér handritið fyrir eitthvað um fjórum árum þá leit ég á forsíðuna þar sem stóð Being John Malkovich og hélt aö þetta væri brandari. Þeg- ar ég svo lauk við lestur handritsins komst ég að þvi að þetta var 110 síöna brandari, vel skrifað handrit sem var vel þess virði að gera kvik- mynd úr,“ segir John Malkovich um fyrstu kynni sín af myndinni sem ber nafn hans: „Ég hefði getað stöðvað ferlið og var lengi á báðum áttum en Spike Jonze hafði síðan þau áhrif á mig að ég sló til og sam- þykkti að leika John Malkovich. Þessi Malkovich sem er í myndinni er þó ekki ég, þetta er hlutverk í góðu kvikmyndahandriti. Ég hafði mínar vangaveltur um titilinn og hefði ég verið markaðsmaður þá hefði ég örugglega látið myndina heita Being Tom Cruise sem er selj- anlegra nafn en mitt. Jonze sagði aftur á móti að Being John Mal- kovich væri stórkostiegur titill og stóð fast á sínu.“ Það eru ekki margar lifandi per- sónur sem fá nafn sitt í titil á kvik- mynd og ef svo er þá eru það oftar en ekki sakamenn. Víst er þó að hinar góðu undirtektir hafa ekki skemmt fyrir Malkovich sjálfum en það skiptir hann litlu máli. Mal- kovich, sem í einkalífinu er ólíkur þeim Malkovich sem við kynnumst í myndinni, býr í Frakklandi ásamt eiginkonu sinni og tveimur bömum þeirra og hefur meira gaman af að stunda garðinn sinn en að vera þátt- takandi í næturlífi kvikmynda- stjama: „Það verð ég þó að viður- kenna að ég hef stundum gaman af þvi að leika kvikmyndaleikarann John Malkovich og tel mig í raun gera það stundum án þess að gera mér grein fyrir því. Svo fer ég kannski í ferðalag þar sem margir kannast við mig og i flugvélinni sé ég kvikmynd með sjálfum mér og þá fmnst mér sá John Malkovich sem ég sé vera fjarlægur." Um samstarfið við Spike Jonze við tökur á myndinni segir Mal- kovich: „Spike var álltaf að segja við mig: „John, Malkovich myndi ekki gera þetta svona,“ og ég hlýddi eins og góður strákur en hugsaði samt: hvemig veit hann að ég myndi ekki gera þetta svona?“ -HK John Malcovich í Belng John Mal- kovich Leikari sem leikur leikara í frumlegri mynd. kovich sem leikur sjálfan sig. Hand- ritið, sem þykir frumlegt svo ekki sé meira sagt, var skrifað £if Charlie Kaufman sem segist hafa skrifað það án þess að gera sér grein fyrir því hvað hann var að fara: „í raun hóf ég skriftirnar án þess að stefna í neina sérstaka átt eða með ein- hverjum tilgangi. Það hentar mér vel að æða stefnulaust áfram: per- sónumar verða til af tilvUjun, sam- tölin verða tU án persóna og aUt i einu stóð ég uppi með fuUt af ósam- stæðu efni sem ég þurfti einhvern veginn að púsla saman.“ Leikstjórinn Spike Jonze er þegar búinn að slá í gegn með sinni fyrstu kvikmynd og veröur spennandi að sjá hvemig framhaldið verður hjá honum. Spike Jonze, sem heitir réttu nafni Adam Spiegel, fékk snemma áhuga á ljósmyndun. Þegar skólanámi lauk, sem var ekki mjög langt hjá honum, fékk hann vinnu sem slíkur. Hann þótt einnig liðtæk- ur á hjóli og hóf að skrifa fyrir uppáhaldstímaritið sitt, Freestylin. Á næstu árum kom Spike Jonze víða við, stofnaöi hjólaskautafyrir- tækið Girls Skateboards ásamt vin- um sínum og kom af stað táninga- blaði sem hét Dirt. Jonze festi ekki rætur fyrr en hann hóf að gera tón- listarmyndbönd. Loksins var hann kominn í eitthvað sem honum fannst nógu spennandi að eiga viö og varð hann fljótt einn sá aUra eftirsóttasti í þeim bransa. Þá má geta þess að hann lék miðl- ungsstórt hlutverk í Three Kings og annað í The Game. Eiginkona Jonze er Sofia Coppola, dóttir Francis Fords, og giftu þau sig síðast- liðið sumar á búgarði Coppola. Næsta kvikmynd sem Spike Jonze mun leik- itýra heitir What’s up Fatlip Dg er litið vitað um innhald- ið. Þá mun hann einnig leikstýra Benjamin Button sem byggð er á smásögu eft- ir F. Scott Fitzgerald. leikarinn lifir aö flestu leyti áhuga- verðara lífi en skrifstofublókin. í hlutverki Craig Schwartz er John Cusack. Aðrir leikarar eru Cameron Diaz, Catherine Keener, Ned BeUamy, Orson Bean, Mary Kay Place og sögðu John Mal- Being John Malkovich, sem Há- skólabíó frumsýnir í dag, er ein frumlegasta gamanmynd síðari ára, mynd sem fengið hefur mjög góðar viðtökur bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. í myndinni segir frá Craig Schwartz, sem fær nýja vinnu á 71/2 hæð í skrifstofuhúsnæði sem er svolítið undarlegt, jafnvel miðað við hversu lágt er tU lofts. Hann kemst að því að á bak við skjala- skáp í skrifstofunni hans er op og ef maður fer inn um það gerast und- arlegir hlutir. Viðkomandi hend- ist fyrirvaralaust inn í vitund kvikmyndastjörnunnar Johns Malkowich, þar sem hann dvelst næstu 20 mínútumar en lendir svo harkalega við gatnamótin tU New Jersey, rétt fyrir utan borgina. Þetta hefur í för með sér ótvíræða kosti fyrir Craig sem fljótlega sér fjárhagsleg- an ávinning í aðstöð- unni, auk þess sem KBB^ Uie Insider *★★★ The Insider er einhver besta kvik- mynd sem gerð hefur verið um Qölmiðlun og tekst leikstjóranum, Michael Mann (The Last of the Mohicans, Heat), að ná upp góðri spennu í kvikmynd sem hefur sterkan boðskap og mikið raunsæi. The Insider er einnig kvikmynd um Qölmiðl- un, baráttu um fréttir og baráttu við eig- endur sem hugsa öðruvísi heldur en fréttamenn. Mann fær góða hjálp hjá frá- bærum leikurum, Russel Crowe og A1 Pacino. -HK American Beauty ★★★★ Til allrar hamingju fer American Beauty vel með þetta margþvælda efni, gráa fiðringinn, óttann við að eldast og lífsins allsheijar tilgangsleysi. Styrk og hljóðlát leikstjóm ásamt einbeittum leik- arahópi lyftir þessari mynd yfir meðal- mennskuna og gerir hana að eftirminni- legu verki. -ÁS Man on the Moon *** Það er kvikmyndinni Man on the Moon til mikils lofs að hún fylgir hinni einstrengingslegu sýn grínistans Andy Kaufmans á tilveruna allt til enda. Jim Carrey sýnir fantagóðan leik í aðalhlut- verkinu. Við gleymum því tiltölulega fljótt að Carrey er ein mesta stjama kvikmynd- anna um þessar mundir og sogumst inn í þennan karakter sem um leið er aldrei ráðinn eða útskýrður með sálfræðilegum vísunum. -ÁS Magnolia Hér er áherslan lögð á þau skemmd- arverk sem unnin era í skjóli bölskyld- unnar, vanrækslu, misnotkun og skeyt- ingarleysi. Það sem heppnast afar vel er samspil þessara þráða sögunnar svo úr verður fallegur samhljómur og hjartnæm lýsing á eðli mannlegra samskipta. Sam- kenndin með persónunum á rætur sínar í þeirri vitneskju að við eram öll tengd en það sem tengir okkur er sú staðreynd að öll erum við stök. -ÁS Summer of Sam ★★★ Það er mikill kraftur í Summer of Sam og sem fyrr er Spike Lee ekkert að hlífa persónum sínum heldur rífur þær niður jafnóðum og hann er búinn að upp- heQa þær. Þrátt fýrir að sumar hverjar séu ýktar þá era þær trúverðugar, í meira lagi orðljótar og í samræmi við það um- hverfi sem þær alast upp í. Lee byggir mynd sína ekki upp í kringum eina eða tvær sögur heldur keðjuverkandi atburði sem stundum virðast eins og tilviljana- kenndir, en allt stenst þetta nánari skoð- un. -HK Fiatkö *★★ Aðall Fíaskó er hvemig á galsafullan en um leið vitrænan hátt þrjár sögur um ólík viðhorf til lífsins tengjast. Myndin er fyndin og um leið mannleg. í sinni fyrstu kvikmynd I fullri lengd fer Ragnar Braga- son vel af stað. Það er viss ferskleiki I kvikmynd hans og enginn byrjendabragur á leikstjóminni sem er öragg og útsjónar- söm. Honum tekst að láta smáatriðin vera mikilvæg fyrir framvindu sögunnar, þá hefur hann góð tök á leikuram sem upp til hópa era í sinu besta formi. -HK Græna mtlan *** Vel gerð og spennandi kvikmynd með áhugaverðum söguþræði á mörkum raunsæis og þess sem enginn kann skýr- ingu á. Leikstjórinn, Frank Daramont, sem einnig skrifar handritið, fylgir sög- unni vel eftir og er lítið um breytingar hjá honum. Þar af leiðandi er myndin mjög löng, nánast engu er sleppt, og hefði að ósekju mátt stytta hana aðeins. Hún hefði þá sjálfsagt orðið skarpari og með sterkari áherslum á hið góða og illa. -HK The Winslow Boy *** Á okkar tilfmningalegu fjöllyndistím- um, þegar lenskan er að spýja öllu úr sál- arkimunni í slúðurblöðum og sjónvarps- þáttum, þegar hjartans mál sæta stöðugri gengisfellingu vegna offramboðs, er sérlega ijúft að fylgjast með frásögn sem skilur gildi þess að tjá sig undir rós. Þegar dulmálið er hnyttið og krefjandi eins og hér verður ráðning þess eins og ljúfur forleikur. -ÁS The Hurricane *** Hinn margreyndi leikstjóri, Norman Jewison, hefur gert áhrifamikla og góða kvikmynd þar sem réttlæti og óréttlæti er í deiglunni. Myndin er byggð á reynslu hnefaleikakappans Rubins „Hurricane" Carters sem sat átján ár í fangelsi. Leikur Denzels Washingtons í hlutverki Carters er stórbrotinn og vel verðugur tilnefning- arinnar til óskarsverðlauna. -HK Three Kings **★ Það er ekki oft sem hægt er að segja um stríðsmynd að hún sé skemmtileg en það orð á svo sannarlega við um Three Kings sem segja má að sé poppuð stríðs- mynd þar sem hefðum er fleygt fyrir borð og bryddað upp á mörgu nýju sem ekki hefur áður sést í stríðsmyndum frá Hollywood. Three Kings nær á mjög svo sérstakan máta að sameina spennu og gaman og þótt sum atriðin séu fullgrodda- leg og blóðug þá er um leið nokkurt raun- sæi í myndinni þar sem enn einu sinni birtist okkur sá sannleikur að þeir sem þjást mest í stríði era þeir sem saklausast- ir era. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.