Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Page 30
34 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 Tilvera dv Nafn: Finnur Þór Vilhjálmsson Aldur: 20 ára Starf: Fréttamaöur Myndi kaupa sálarfriö Klukkan er 11 að morgni. Hvar ertu og hvað ertu að fara að gera? „Ég er nývaknaður, mættur í vinnuna og er að gíra mig upp fyrir daginn. Svona mikiil meðaljón er maður. í hvaða flík klæddirðu þig fyrst í morgun? „Ég er siðaður maður: Nærbux- umar.“ Kanntu á ryksugu og að skipta um kló? „Ég er slarkfær á algengustu og einfoldustu heimilistæki - sem útilokar víst þvotta- vélina, en fræðilega minnihluta þjóðarinnar sem kann listina að skipta um kló og sú staðreynd heldur ekki fyrir mér vöku.“ Það er fimm mínútur í heimsendi. í hvem myndirðu hringja? „Orð dagsins, 551 0000, og tékka á hvort hinn almáttugi hafi náð að sjá þetta fyrir." Þú verður að eyða 100 milljónum í dag? Hvað mynd- irðu kaupa? „Ég myndi kaupa mér það fágætasta af öllu, sálarfrið, og gefa Rauða krossinum fúlguna. Sjá svo eftir öllu saman daginn eftir og tapa bæði sálarfriðnum og pen- ingunum." Þú verður að yfirgefa landið á stundinni. Hvert færirðu? „Til Kolbeinseyjar, hugsa ég. Aldrei komið þangað." Hver er undarlegasta flíkin í fataskápnum þínum? “Gamalt sylgjubelti (þó erfitt sé að viðurkenna það) sem ég keypti einu sinni í einhverri Walt Disney- búð. Sylgjan er steypt andlitsmynd (lágmynd kallast það víst) af Mad- stráknum með frekjuskarðið, Alfred E. Neuman, með ógeðslegt glott á fésinu. Ég held ég hafi einu sinni spennt herlegheitin á mig í einrúmi, nota bene - en síðan hefur flík- in hvilt í friði.“ Hvað dreymdi þig f nótt? „Hvítar kaninur." Baldur Bóbó Frederiksen er útfararstjóri og forhertur KR-ingur frá vöggu til grafar: Ekki starf fyrir þunglynda „Ég hef sagt að ég sé tveir menn: Mér þykir gaman að skemmta mér og er léttur og hress aö eðlisfari en reyni að vera grafalvarlegur frá átta til fimm og er svo bara Bóbó eftir það. Það er ágætt að hafa jafnvægi í þessu enda held ég að þetta sé ekki gott starf fyrir þunglyndan mann,“ segir Baldur „Bóbó“ Frederiksen, útfararstjóri hjá Útfararstofu ís- lands. Baldur hafði starfað í utanríkis- ráðuneytinu í tíu ár þegar hann var ráðinn til Kirkjugarða Reykjavíkur í febrúar 1988 en þá voru 54 um- sækjendur um starfið. „Allir nema fimm hlupu í burtu þegar þeir upp- götvuðu hvert starfið var en í aug- lýsingunni hafði aðeins verið sagt aö sérhæfð þjónustustofnun í borg- inni óskaði eftir starfskrafti," segir Baldur. Hann starfaði við útfarar- þjónustu kirkjugarðanna þar til í október í fyrra en þá hætti hann eft- ir að hafa verið 1 veikindaleyfi. Hann var kominn á fremsta hlunn með að skipta algerlega um starfs- vettvang en snerist þó hugur þegar vinir hans hjá Útfararstofu íslands buðu honum til samstarfs. „Ég er ekki kominn í fullt starf ennþá en er að koma inn í þetta hægt og hljótt eftir því sem heilsan leyfir," segir Baldur. Meö golfsettiö í gröfina „Starfið er oft og tíðum mjög erfitt en að sama skapi mjög gef- andi,“ segir Baldur. Sem útfarar- stjóri sér hann um alla þætti sem tengjast útförinni. Hann segir að þar sem fyrirtækið sé tiltölulega lítið geti það veitt persónlegri þjónustu en unnt væri í stærra og ef til vill meira fráhrindandi fyrir- tæki. „Við finntun að fólk kann að meta þegar maður er aðlúðlegur og sýnir hlýju. Ég reyni að hafa vissan virðuleika í mínu starfi og stressið má ekki komast þar að í neinni mynd," segir hann. Að þvi er Baldur segir er ávallt leitast við að virða allar óskir hins látna og aðstandenda hans varð- andi útförina. „Það er ekki óal- gengt að skipstjórar og flugstjórar óski að fara í fullum skrúða; í sín- um einkennisklæðnaði. Þá vill fólk oft hafa með sér ólíklegustu hluti sem hafa mikið gildi fyrir það, eins og gjaflr sem það hefur fengið á stóraafmælum eða gjafir frá eiginkonum. Ég minnist þess til dæmis að einn maður tók golfsettið sitt með sér. Það var náttúrlega svolítið sérkennilegt. Oft og tíöum verður manni allt að því brugðið en það er reynt að verða við öllum óskum þó náttúr- lega séu takmörk fyrir öllu,“ segir hann. Þverrandi vlrðlng Að því er Baldur segir hefur virðing vegfarenda fyrir líkfylgd- um farið þverrandi. „Það gengur bölvanlega stundum og það hefur komið fyrir að menn troðast óvart inn í líkfylgd. Þeir eru þá allt í einu á næsta bíl á eftir líkbílnum og fá auðvitað sjokk þegar þeir átta sig á því. Og ég hef lent í því að fá stóran bíl frá Pósti og síma næstan á eftir líkbílnum bara fyr- ir ruddaskap. Lögreglan hefur hins vegar verið okkur innan- handar, sérstaklega ef von er á miklu íjölmenni.“ Að því er Baldur segir var það algengt þegar hann hóf störf að fólk tók ofan þegar líkbíllinn ók Klár í kistuna „Er nú ekki meiri karlmaöur en þaö aö ég hef misst tár í þessu starfi oftar en einu sinni, “ segir Baldur Bóbó Fredrik- sen útfararstjóri sem ætiar aö leggjast til hinstu hvílu í gamla KR-búningnum sínum. hjá og að í gamla daga hafi menn gert það undantekningarlaust. „Fólk á þetta enn til í dag, t.d. ef það er að hjóla að stíga af baki og lúta höfði. En slík virðing er því miður afar sjaldgæf," segir hann. En það er annað sem Baldur tel- ur sýnu verst við nútima útfarir. „Það sem er ömurlegast við jarðar- farir og kistulagningar í þessu stressþjóðfélagi okkar í dag er þeg- ar blessaðir símarnir byrja að hringja. Það er orðið daglegt brauð að segja má. Guð minn almáttugur hvað maður finnur þá til með því fólki, sérstaklega þegar stendur yfir líki við kistulagningu," segir Baldur og játar að þarna sé komin kynslóðin sem tekur farsimann með sér í gröfina. Röndótt lík og kista í stíl Að sögn Baldurs bera tilfinning- arnar hann einstaka sinnum ofur- liði við útfarir. „Maður er nú ekki meiri karlmaður en það að ég hef misst tár í þessu starfi oftar en einu sinni, sérstaklega þegar um er ræða blessuð bömin. En eftir svona langt starf á maður marga góða vini í prestastétt og maður hefur stundum létt á sér við þá og það hefur verið eins og hlaða batt- eríið,“ segir hann. Baldur segist hafa verið KR-ing- ur frá fæðingu. „Ég er bara með tvennt á hreinu í þessu lífi: Ég verð alltaf KR-ingur og ég mun einhvern tima deyja,“ segir Bald- ur. Hann hefur þegar skipulagt eigin útför. „Ég verð í KR-bún- ingnum og kistan veröur röndótt. Það hefur færst mjög mikið í auk- ana að fólk lætur brenna sig, sem er það eina rétta að mínu áliti og ég læt því brenna mig og læt eng- an bera mig út. En ég vona að það sé að minnsta kosti þrjátíu ár í þetta,“ segir útfararstjórinn rétti- lega bjartsýnn. En eitt er vist. Baldur Bóbó Frederiksen verður lagður til hinstu hvílu í gömlu KR-treyjunni sinni en ekki nýrri útgáfu af KR- búningnum sem ákveðin hefur verið. „Ég er alveg foxillur í dag yfir þessum breytingum á bún- ingnum. En ég geri mér grein fyr- ir því að nú snýst þetta auðvitað allt um peninga og nú þurfa öll blessuð börnin að kaupa nýjan búning," segir Bóbó útfararstjóri að lokum. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.