Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2000, Síða 31
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 z>v _______35 ^ Tilvera Veisluhöld í ráðuneytum: Koníakið á hálfvirði og rauðvínið líka - en ráðherrarnir verða að fara vel með krítarkortin sem fylgja lyklunum „Ráðherrar hafa ekki lengur leyfi til að kaupa áfengi á diplómataverði en ráðuneytin geta gert það,“ sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, spurður um áfengishlunnindi ráða- manna. „Ráðuneytisvínin eru þá undanþegin áfengisgjaldi og það get- ur munað miklu í verði sterkra drykkja eins og koníaks og vodka en munar minna í bjór og léttvínum," sagði Höskuldur. Ráðuneyti sem kaupir flösku af Camus VSOP-koniaki greiðir fyrir hana 1.986 krónur. Almennt verð í verslunum ÁTVR er hins vegar 3.990 krónur. Fyrir flösku af St. Emilion- rauðvini greiðir ráðuneyti aðeins rúmar 800 krónur en almenningur Sigurður Þóröarson Menn veröa aö greina vel á milli einkaneyslu og þeirrar sem fylgir starfinu. Höskuldur Jónsson Ráöuneytin mega en ráðherrarnir ekki. Stórar flöskur og litlar Ráöuneytin fá meira fyrir peninginn en almenningur eins og sjá má. kaupir flöskuna á 1.350 krónur. Áfengi sem ráðuneytin kaupa á þessu verði er ætlað til nota í tengslum við starf og starfsemi ráðherra og ráðu- neyta og samkvæmt heimildum DV hafa ráðherrar greiðan aðgang að þessu áfengi þegar á þarf að halda. Að auki hafa ráðherramir til af- nota kritarkort í nafni ráðuneyta sinna sem ætlast er tfl að þeir noti í tengslum við starf sitt. Við ráðherra- skipti er venjan sú að krítarkortið er afhent næst á eftir lyklunum aö ráðu- neytunum sem er tfl marks um að nýr maður haíi sest við stjómvölinn. „Reglumar sem gOda um afnot ráðherranna af krítarkortunum eru þær sömu og um lausafé væri að ræða. Þeir verða að skOa öllum reikningum uppáskrifuðum tO móts við úttektir," sagði Sigurður Þórðar- son ríkisendurskoðandi sem rekur ekki minni tO þess að embætti hans hafi þurft að gera alvarlegar athuga- semdir vegna krítarkortsúttekta ráð- herra. „Menn í þessum stöðum verða að greina vel á mflli einkaneyslu og þeirrar sem fylgir starfmu," sagði ríkisendurskoðandi. -EIR John Travolta eignast dóttur Leikarinn John Travolta er búinn að eignast dóttur með Kelly Preston, eiginkonu sinni sem er leikkona. Fyrir áttu hjónin son sem verður átta ára síðar í þessum mánuði. Foreldramir eru að vonum stoltir yfir litlu hnátunni og yfir sig hamingjusamir og hafa í nógu að snúast heima i Los Angeles. Gamall vinur brosir breitt David Duchovny, gamall vinur okkar úr Ráögátum, sá ástæöu til aö brosa breitt í vikunni þegar hann mætti til frumsýningar á nýjustu myndinni sem hann leikur í, Return to Me. Meö honum á mynd þessari og í kvikmyndinni er leikkonan Minnie Driver. Vart þarf aö taka fram aö umrædd bíómynd er í hópi svokallaöra rómantískra gamanmynda og fjallar hún um ástina. Fangar komnir í leitirnar Ellefu heppnir þátttakendur í leiknum „Leitaöu fanga“ á Vísi.is hlutu feröa- vinning frá Samvinnuferöum-Landsýn aö launum. Á myndinni sjáum viö fimm þeirra, þau Ragnar Antoníussen, Guörúnu B. Jónsdóttur, Evu H. Heimisdótt- ur, Ólaf Bachmann og Björn Gíslason og meö þeim er Sif Bjarnadóttir, mark- ^ aðsfulltrúi Frjálsrar fjölmiölunar. Alls fengu 100 manns vinning í fangaleikn- um og voru þeir af fjölbreytilegu tagi auk feröavinninganna, GSM-símar, mál- tíö fyrir tvo á Argentínu, matreiöslubækur, leikhúsmiöar, myndbandsspólur, bíómiöar, geisladiskar og Lego-leikir. Ljósmyndastofa ReyKiavíkur Hverfisgötu 105-2. hæð 101 Reykjavík, Sími 562 1166-862 6636 E-mail: arnah@tv.is Finnbogi Marinósson Ljósmyndari Meðlimur í Ljósmyndarafélagi íslands < Falleg fermingargjöf lífstíðareign SWAROVSKI Mikið úrval af hinum heimsþekktu SWAROVSKI skartgripum Silfurkristalskrossinn Kr: 8.850.* fcKRISTALL Krlnglunni - Faxafeni rilboð óskast / bein sala Báðar bifreiðamar hafa verið í notkun og viðhaldi hjá verkstæði V&Þ. Ofangreindar bifreiðar eru til sýnis og sölu hjá Vélum og Þjónustu hf., sími 5-800-200, Gunnar Már (upplýsingar) eða Stefán (verðtilboð). Hino KL-645, árgerð 1981. Eigin þyngd 4550 kg, burðargeta 4950 kg. Heildarþyngd 9500 kg. Ekinn 394.804 km. Bíllinn er gulur að lit og þarfnast lagfæringa. Bíllinn er með pallheisi, þ.e. hægt er að slaka pallinum aftur af bílnum niður á jörð. Nissan Patrol, árgerð 1987 dísil ekinn 373.343 km. Bíllinn er grár að lit og þarfnast lagfæringa Nýupptekin vél og gírkassi, boddí lélegt. eldavélark ofnar helluborð HEITIRDAGAR sa®»K«7'v>:-v M Glóandi tilboð á heitum vörum Íjj Heitustu vörurnar í heimilistækjadeild okkar þessa dagana eru nú heitu vörurnar; ofnar, eldavélar, helluborð og viftur. Það var vegfarandi sem fyrstur varð var við hitamolluna sem liggur yfir Lágmúlanum og krækti sér í bakarofn hið snarasta. Þótt upptök þessara tilboða séu sérfræðingum á markaðnum nokkuð Ijós, er enginn sem þorir að spá fyrir um það hve lengi þau geta staðið. Eða eins og einn þeirra sagði; tilboð eru tilboð og ég ætla ekki að brenna mig á því að missa af þeim. Þess má geta að allir vegir eru færir í Lágmúlann og spáin er góð eftir atvikum. B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 RdDio=yj=im Geislagötu 14 • Sími 462 1300 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.