Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Page 2
2 Fréttir Heilbrigðisráðuneytið hafnar þjónustusamningi við ljósmæðurnar sjö: Pólitík mengar heilbrigðiskerfið - segir Hulda Jensdóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir Fæðingarheimilis Reykjavíkur. „Það var pólitísk ákvörðun að neita þessum konum um styrk, alveg eins og það var pólitísk ákvörðun að loka Fæð- ingarheimili Reykjavíkur á sín- um tíma,“ segir Hulda Jensdóttir, íyrrverandi yfir- ljósmóðir Fæðing- arheimilis Reykja- víkur. Á dögunum hafiiaði heilbrigð- isráðuneytið til- lögu 7 ljósmæðra að þjónustusamn- ingi til stofnunar og reksturs fæð- ingarheimilis í Reykjavík. Samn- ingurinn hljóðaði upp á að heimilið fengi borgaðar rúmar 30 milljónir króna fyrsta árið, auk sérstakrar þóknunar fyrir hverja fæðingu þar. Að sögn Huldu var ákvörðunin pólitísks eðlis þar sem ákveðnar þrýstistofnanir innan heilbrigðiskerf- Pólitísk ákvöröun Hulda Jensdóttir, fyrrum yfirljós- móöir Fæöingar- heimilis Reykja- víkur, segir höfn- un heilbrigöis- ráöuneytisins á fjárveitingu til stofnunar og reksturs fæöing- arheimilis í Reykjavík vera pólitíska. isins beita sér markvisst gegn fæðing- arheimilum. „Fæðingarheimili eru margfalt ódýrari og sannað er að þau eru síður en svo óöruggari heldur en tækni- sjúkrahúsin og því geta rökin gegn fæðingarheimilunum ekki legið á þeim vettvangi," segir Hulda. „Á fæðingarheimilunum er fæðing- in talin eðlileg en á tæknisjúkrahúsum er hún meðhöndluð líkt og sjúkleiki. Tæknisjúkrahúsin hafa neikvæð áhrif á konumar og þar er ekki lögö nóg rækt við mannlega þáttinn," segir hún. Að sögn Huldu er rekinn áróður gegn fæðingarheimilum í ýmsum þátt- um heilbrigðiskerfisins og er bamshaf- andi konum talin trú um að þau séu ekki jafn ömgg og þau hátæknivæddu. „Ljósmæður eiga að baki 6 ára nám í hjúkrun og fæðingarhjálp sem er mun meira en venjulegur læknir hefur á þessu sviði og það er ekkert sem bend- ir til að fæðingarheimilin séu óömgg- ari,“ segir hún. Hulda tekur fram að það fyrir- komulag sem nú er við lýði í fæðing- um hér á landi sé á undanhaldi í ná- grannalöndunum. „í Hollandi fæða tvær af hveijum þremur konum heima eða á fæðingarheimilum og þar fylgja Nýburar Hvítvoöungar í Reykjavík eiga ekki í önnur hús aö venda en fæöingardeild Landspítalans. fæðingum hvað minnst vandamál í heiminum," segir Hulda. „Við aðeins 20% fæðinga þarf að- stoð lækna og í flestum tilfellum er hægt að sjá það fyrir á meðgöngunni," segir Áslaug Hauksdóttir sem er ein af ljósmæðmnum sjö. „Það er ekkert fæð- ingarheimili á landinu eins og er en heimurinn er að gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra," segir Áslaug. „FæðingarheimOi em að rísa víða um heim og við erum ekkert á því að gefast upp hér,“ segir Áslaug. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna þessa máls í gærdag. -jtr ísland á heimssýningu í Hannover: Expo 2000 - sýningin opnuð á fimmtudag Expo 2000 í utanríkisráöuneytlnu Á blaöamannafundi í gær kynnti Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra, auk íslensku verkefnisstjórnarinnar, þátt íslands á heimssýningunni. ísland tekur nú þátt í heimssýning- unni í fjórða sinn en þetta mun vera umfangsmesta sýningin til þessa. Fyrri sýningar vora í New York 1939, Montreal 1967 og í Lissabon 1998 en hún fer nú fram í Hannover í Þýska- landi og verður formlega opnuð þann 1. júní nk. Sýningin, sem 178 ríki taka þátt í og áætlað er að 40 milljón manns sjái, stendur í fimm mánuði. Búast má við að 10% af heildarfjölda sæki íslenska skálann heim. Skálinn, sem er 18 m hár blár femingur og vatn flóir niður af, hefur nú þegar vakið mikla athygli, enda tilkomu- mikill að sjá. Meðal þess sem veröur í boði em kvikmyndir um íslenska náttúru og sjávarútveg, íslenskar fjöl- skyldumyndir og nöfn allra íslend- inga fyrr og síðar, auk þess sem margmiðlunarefni skipar veglegan sess á sýningunni. í tuttugu tölvum á svæðinu er boðið upp á 35 mismun- andi efnisflokka og stutta samantekt um hvem þeirra. Islenski þjóðardagurinn, dagur helgaður íslandi, er þann 30. ágúst og I veglegri menningardagskrá em tón- list og leiklist í fyrirrúmi. Þjóðleik- húsið, með Sjálfstætt fólk, Futurice, Sigur Rós og Kammersveit Reykjavík- ur em meðal atburða, auk þess sem íslenski hesturinn leikur stórt hlut- verk. Kostnaður er áætlaður rúmar 280 milljónir króna sem er að mestu greiddur af ríkinu en einnig af einka- fyrirtækjum. Halldór Ásgrimsson sagði á blaðamannafundi í gær að sýningin væri mikilvægur vettvang- ur til að kynna allt sem íslenskt er, styrkja ímynd okkar og um leið tæki- færi til að efla útflutning og viðskipti. Utanríkisráðherra mun opna skál- ann viö hátíðlega athöfn á fimmtu- daginn. Nánari upplýsingar um heimssýninguna er að finna á slóð- inni www.expo2000.is. -HH Óánægja í HÍ: Skila ekki einkunnunum - sumir kennarar komnir fjórar vikur fram yfir skilafrest Háskóll Islands Margir kennarar viröast ekki geta skilaö ein- kunnum innan tilskilins frests sem gefmn er í reglugerö. Mikil óánægja ríkir í mörgum deildum Háskóla íslands um þessar mundir vegna slakra einkunnaskila kennara. Eftir ítrekaöar kvartanir nemenda hefur Stúdentaráð tekið upp á þeirri nýbreytni að setja upp vefsíðu meö upplýsingum um þá áfanga þar sem einkunnaskil hafa verið trössuö hvað mest. Athygli vekur að það eru einkum fog innan laga- og læknadeildar sem skera sig úr hvað varðar seinagang. Á heima- síðunni er sagt að ljósmóðurfræði III sé það fag sem komið er hvað lengst fram yfir tilætlaðan skila- tíma (3 vikur), eða rúma 30 daga. Sökum þessa hafa margir nem- endur ekki enn þá fengið greidd út námslán sín hjá LÍN. í samtali við DV sagði Steingrímur A. Arason, framkvæmdastjóri LÍN, aö lán væru ekki greidd til nemenda fyrr en upp- lýsingar um námsárangur lægju fyrir: „Þeir nemendur sem hafa fengið fyrirgreiðslu hjá einhveijum bankanum geta svo verið að borga eitt og hálft prósent í vexti á mán- uöi. Það samsvarar líklega um 4500 krónum hjá þeim sem hafa beðiö í 30 daga. Mann munar um minna.“ Sigríður Sía Jónsdóttir, einn af kennurunum í ljós- móðurfræði IH, segir að rangt sé farið með stað- reyndir. „Þetta próf sem tekið var 7. apríl var ein- ungis hluti úr einkunn og gilti 70%. önnur verkefni áttu eftir að leggjast saman við einkunnir nemenda, eins og t.d. dagbók sem skilað var um miðjan þenn- an mánuð, ásamt frammi- stöðu í umræðutímum.“ Hreinn Pálsson er prófstjóri Hi: „Þessi töf á að einkunnum sé skilað er ekki meiri en venjulega. Sam- kvæmt reglugerð geta nemendur við skólann farið fram á það við nemendaskrá að fá aö vita hvort þeir hafi staðist tilskilið próf hafi einkunn ekki borist innan þriggja vikna. Nemendaskrá er síðan skilt að láta viðkomandi vita innan viku. Mér vitandi hefur enginn nemandi í ljósmóðurfræði III fariö fram á það.“ I Háskólanum á Akureyri gilda aðrar reglur en í Reykjavík. Þar ber kennurum að skila niðurstöðum prófa 11 virkum dögum eftir próf- dag. Stefán J. Hreinsson, prófstjóri HA, segir að ekki hafi mikið borið á kvörtunum og þær niðurstöður sem hafi tafist mest hafi tafist um þrjá daga. „Það próf er þó komið inn i hús núna og niðurstaðna er að vænta í dag eða á morgun." Samvinnuháskólinn á Bifröst styðst við svipaðar reglur og Hí. Samkvæmt heimildum DV hafa nið- urstöður ekki tafist á Bifröst og ávallt tekist að birta einkunnir á til- skildum tíma. -ÓRV ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 r>v Vantrú á deCODE í nýjasta hefti bandaríska við- skiptatímaritsins Barron’s er fiallað um fyrirhugað hluta- fiárútboð deCODE genetics. Barron’s segir erlenda fiár- festa ekki mjög upp- veðraða af deCODE sem fiárfestingar- kosti sem sakir standa. Þar ráði miklu sú mikla lækkun sem orðið hefur á gengi líftæknifyrirtækja síðan í febrú- ar en jafnframt að langur tími muni ef- laust líða þar til fyrirtækið muni skila arðsemi. Viðskiptablaðið sagði frá. Kristnir í hár saman Hópur manna hefur ákveðið að hunsa kristnihátíðina á Þingvöllum 17. júní nk. og halda eigin kristnihátíð að Laugarvatni. Ástæðan er óánægja með framkvæmd hátíðarinnar á Þingvöll- um. Dagur sagði frá. 500 þúsund í innanlandsflugi Um hálf milljón farþega nýttu sér þjónustu innanlandsflugs á íslandi á síðasta ári. Þetta þýðir að næstum 1400 manns hafa flogið að meðaltali innan- ár hefur flugfarþegum innanlands fiölgað samfellt. Vísir.is sagði frá. Með laskaða skrúfu skemmda skrúfu. Hafnarvörðurinn á Húsavík telur að skipstjórinn hafi ekki siglt rétta leið inn Húsavíkurhöfn en rannsóknarlögreglan á Akureyri kann- aðist ekki við það i gærkvöld. Dagur sagði frá. Verðlagsmál í rikisstjórn Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráð- herra mun leggja minnisblað fýrir rík- isstjómarfúnd í dag um viðræður sem hún átti með fulltriji- um Samkeppnis- ___________stofnunar síðastlið- inn föstudag um verðlagsmál á mat- vörumarkaði. Mbl. sagði frá. Munur á ávöxtun er of mikill Már Guðmundsson hagfræðingur kynnti á aðalfundi Landssambands líf- eyrissjóða nýja skýrslu um íslenska líf- eyriskerfið. Hann segir kerfið gott en telur að of mikill munur sé á ávöxtun lífeyrissjóðanna en hann var á bilin,u 2-11% árið 1998. Mbl. sagði frá. Landssímin ofmetinn Þórarinn V. Þórar- insson, forsfióti Landssímans, segist telja 42-70 milljarða króna mat Búnaðar- bankans Verðbréfa á virði Landssímans hátt. Mbl. sagði frá. Sameiginieg ábyrgð á safni í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fiárhagstöðu Þjóðminjasafnsins á sein- asta ári kemur fram að Þjóðminjavörö- ur og aðrir sfiómendur beri ábyrgð á útgjöldunum en menntamálaráðuneýt- ið og Þjóðminjaráð stóðu sig ekki í eft' irlitshlutverkinu. Þessir aðilar bera sameiginlega ábyrgð á fiárhagsstöðu safnsins. Stöð tvö sagði frá. Skilar gómlu símaskránni í tengslum við umhverfisverkefnið Skil 21, sem utinið hefur verið að undan- farið ár í tilefiii þess að Reykjavík er ein menningarborga Evrópu, sýnir Reykja- vikurborg gott fordæmi og skilar með táknrænum hætti gömlum símaskrám sem verða í framhaldinu notaðar tU uppgræðslu lands í stað þess að verða að sorpi. Vísir.is sagði frá. Rafræn skráning hlutabréfa Verðbréfasalar telja brýnt að hefia rafræna skráningu hlutabréfa á fe' landi. Þetta mun auka öryggi í hluta- bréfaviðskiptum og minnka alla papp' írsnoktun. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.