Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Síða 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
Menning
Umsjón: Silja Afialsteinsdóttir
Hœfileikarík ungmenni
Þau voru glæsileg, sjálfsörugg og svo fær að
hvergi bar skugga á, ungliðar Listahátíðar á
sunnudagskvöldið i Salnum. Ari Þór Vilhjálms-
son (19 ára) lék, svo dæmi sé tekið, largokafla úr
són'ötu nr. 3 í C dúr eftir Bach af næmri tilfinn-
ingu. Víkingur Heiðar Ólafsson (16 ára) var svo
fimur að varla festi auga á fingrum hans þegar
þeir æddu niður eftir hljómborði pianósins i
frægri etýðu Chopins opus 25 númer 11. Árni
Björn Árnason (18 ára) réðst á Rússana og var
vel við hæfl að varpa eldrauðum bjarma á bak-
sviðið þegar hann gekk að píanóinu. Hann lék
prelúdíu eftir Rachmaninoff og Sónötu númer 7
op. 83 eftir Serge Prokofieff - og það var „mjög
ásættanlegur ProkofiefT, eins og einn tónleika-
gesta sagði á eftir og beitti stílbragði úrdráttar
sem frægt er úr íslendingasögum.
Eina stúlkan í hópnum var hin 23 ára Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir. Hún átti verulega erfitt
með að hemja hrifningu tónleikagesta í fyrstu
syrpunni sinni, Sígaunaljóðum op. 103 eftir
Brahms. Við ætluðum aftur og aftur að klappa
henni lof i lófa milli laga og söngkonan varð að
lyfta hendi til að stöðva lófatakið. Þá syrpu söng
hún á þýsku, síðan söng hún lög á ensku og end-
aði á frönsku kvæði, Youkali, sem sungið er við
lag eftir Kurt Weill. Þetta var hennar glæsileg-
asta númer, afar fallegt lag um landið sem við
þráum og þar sem hamingjan býr, en - það er
bara ekki til, því miður.
Verður einstaklega gaman að fylgjast með
þessum ungmennum á næstu árum.
DV-MYND TEITUR
Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur
„Þaö er óhugnanleg staöreynd aö ákvæöi í dönskum recess frá 1576 um aö engan galdramann megi af lífi taka nema vísa máli hans til æösta
dómstóls var ekki virt hér á landi í rúm hundraö ár. “
Ólína Þorvarðardóttir varpar nýju ljósi á óhugnað 17. aldar:
Við brenndum fólk lifandi
„Ég hef alltaf verid fom, alveg frá því
ég var harn, enda var ég alin upp í
þjóðsögum og rímnakveðskap ..."
Þetta er ekki úr viðtali við hundrað
ára afmœlisbam heldur Ólínu Þor-
varðardóttur þjóðfrceðing sem á laug-
ardaginn kemur ver doktorsritgerð
sína um hina myrkustu af öllum
myrkum öldum: öldina sautjándu,
brennuöldina. Ritgerðin er komin út
hjá Háskólaútgáfunni undir því nafni:
Brennuöldin.
„Svo vildi þannig til,“ heldur Ólína áfram
skýringunni á áhuga sínum á þessu efni, „að í
meistaraprófsritgerðinni minni tók ég fyrir
galdur í íslenskum þjóðsögum og rataði þá inn
í þessa fjölkynngisveröld sem ég hef síðan dval-
ið í.“
- Trúirðu á galdur? spyr blaðamaður forvit-
inn.
„Það fer eftir því hvaða skilningur er lagður
í hugtakið," segir Ólína hiklaust. „Galdur í
minum huga er tilraunir mannsins til að hafa
áhrif á umhverfi sitt og aðstæður, og það hefur
hann reynt á öllum timum. Ef fólk hefði ekki
stundað fjölkynngi fyrr á öldum þá væru senni-
lega hvorki til náttúruvísindi né læknavísindi.
Margt af því sem fólk var sakfellt fyrir var eðli-
leg viðleitni þess til að bæta líf sitt - leggja grös
við sár og beita bænhita með, hvort sem hann
fólst í ákalli á einhverja krafta eða tákni á blaði
sem lagt var við sárið. Þetta er til enn. Ég þekki
lækna sem signa sig áður en þeir ganga með
hnífmn að skurðarborðinu.“
• Hefurðu reynt að galdra?
„Nei,“ svarar Ólina og örlar á dapurleika í
röddinni. „Ég hef beðið mínar bænir, lagt mín-
ar spilaspár eins og önnur hver kona í landinu
og kíkt í bolla, en þar lýkur minni Qöl-
kynngiskúnst."
Brennuöld hófst fyrr
Ólína tekur talsvert til í hugmyndum Is-
lendinga um brennuöldina i bókinni og aflífar
nokkrar goðsagnir. Meðal þess sem hún leið-
réttir eru tölur um fjölda brenndra.
„Galdramálin hafa í raun og veru ekki ver-
ið rannsökuð í hundrað ár,“ segir hún, „og ég
endurmet ýmsar túlkanir og staðhæfmgar í
bókinni, staðhæfingar sem hafa gengið mann
fram af manni og byggja nánast allar á aldar-
gamalli rannsókn Ólafs Daviðssonar. Galdra-
málin voru fleiri en fram kemur hjá honum.
Fjöldi brenna er þó nánast sá sami og hann
tUgreinir en ég hef kastað út brennum sem
hann telur með hjá sér fyrir misskilning en
fmn aðrar í staðinn. Svo færi ég brennuöldina
líklega fram um 45 ár. Fyrsta brenna galdra-
aldar hefur venjulega verið tímasett árið 1625
þegar Jón Rögnvaldsson var brenndur á Mel-
eyrum en ég fann óljósar heimildir um að
kona hafi verið brennd, sökuð um tilberagald-
ur, árið 1580. Þetta kemur m.a. fram í Islands-
lýsingu Resens. Svo var kona brennd á báli
árið 1608 fyrir að sjóða barn í potti. Hún var
ekki sökuð um galdur, en sú brenna vekur
samt óþægileg hugrenningatengsl við hug-
myndafræði sem var haldið fram í Evrópu á
15. öld og birtist m.a. í Nornahamrinum, al-
ræmdu riti sem Rannsóknarrétturinn notaði
við rannsókn og meðferð galdramála. Þar er
sett fram hugmyndin um nornina og samræði
hennar við djöfulinn og galdur sem trúarlega
athöfn, þar sem mannát, barnasuða og fleira
ófagurt kemur við sögu. Nornahamarinn var í
bókakosti guðfræðinema við Hafnarháskóla
þar sem islenskir valdsmenn fengu sina
menntun."
Ekki starfi sínu vaxnir
- Þarna eru komnar tvær brenndar konur
sem ekki var vitað um áður. Voru íslendingar
kannski helsti fúsir til að brenna fólk?
„íslendingar höfðu í rauninni engar réttar-
heimildir til að brenna fólk á báli,“ segir Ólína.
„Það er óhugnanleg staðreynd að ákvæði í
dönskum recess frá 1576 um að engan galdra-
mann megi af lífi taka nema visa máli hans til
æðsta dómstóls var ekki virt hér á landi í rúm
hundrað ár, og vissu íslendingar þó vel af því.
Sýslumenn áttu það tO að brenna fólk i héraði
áður en riðið var til þings. Aska fórnar-
lambanna var löngu fokin á haf út þegar Al-
þingi lagði blessun sína yfir dómana. Danir
virðast hafa virt þetta ákvæði en mín niður-
staða er sú að íslendingar hafi haldið meira en
þeir vissu um það sem stóð í lögunum.
Svo brenndum við fólk líka lifandi á báli,“
heldur Ólína áfram. „Það var ekki aflífað fyrst
eins og víða tíðkaðist. Ég verð eiginlega að taka
undir með Áma Magnússyni og Páli Vídalín í
úttekt þeirra á réttargæslu 17. aldar að margir
íslenskir valdsmenn hafi ekki verið starfi sínu
vaxnir.“
Ólína skoðar líka i ritgerðinni þjóðsögur og
munnmæli um þessa atburði. Galdrasögur em
stór þáttur i islenskri þjóðtrú og henni kom á
óvart hve sárafáar sögur segja frá einstakling-
um sem raunverulega voru brenndir á báli.
„Þeir sem fá um sig sögur eru prestar og
fólk sem á ýmislegt undir sér en hafnaði
aldrei á bálinu fyrir galdur. Þessar frásagnir
hafa tilhneigingu til þess að upphefja fjöl-
kunnugt fólk,“ segir Ólína, „það skín annað
viðhorf gegnum munnmælin en gegnum dóm-
skjölin. Yflrvöld eru greinilega undir sterkum
áhrifum frá áróðri kirkjunnar en almenning-
ur var mun umburðarlyndari gagnvart
galdramönnum. Fyrir alþýðu manna voru
þeir hetjur sem höfðu tök á tilveru sinni,
menn eins og Sæmundur fróði og Þormóður í
Gvendareyjum voru settir á stall fyrir kunn-
áttu sína. Þeir lentu heldur ekki í galdramál-
um en það gerði fjöldinn allur af ónafn-
greindu fólki sem ratar yflrleitt alls ekki inn
í þjóðsögur. En í yngri sögrnn má greina
hvernig umburðarlyndið gagnvart galdra-
mönnum minnkar, þá hverfa nafnkenndar
hetjur en við taka nafnlausir einstaklingar
sem viðhafa andstyggilegt athæfi, vekja upp
lík og fleira þess háttar."
Ljósiö í myrkrinu
Ólína segir réttilega í bók sinni að þetta
hafi verið myrkir tímar þegar „Helvíti var
meira ráðandi en Guðsríkið", eins og hún orð-
ar það. En fann hún eitthvert ljós í öllu því
myrkri?
„Já, á Suðurlandi voru menn sem létu lítið
bifast af þessu galdrafári. Veraldlegur valds-
maður þar var Gísli Magnússon sýslumaður,
kallaður Vísi-Gísli, og þar var Brynjólfur
biskup Sveinsson i Skálholti, önnum kafinn
við að forða sínum skólapiltum undan ásök-
unum um galdra. í þessu héraði komu upp
fæst galdramál og enginn maður var brennd-
ur á báli. Þar sjáum við vel hvernig sá veldur
sem á heldur. Andstæðan var vestur á fjörð-
um þar sem Páll í Selárdal er andlegt yfirvald
og Þorleifur Kortsson hið veraldlega og þeir
leggja saman krafta sina i fáheyrðu ofstæki
sem þó átti hliðstæður annars staðar í Evrópu
á þessum tíma. Ljósið í þessu er að sjá að
menn geta fundið til í stormum sinnar tíðar
en samt sýnt stillingu og yfirvegun eins og
virðist hafa gerst á Suðurlandi. Það er viss
huggun að sjá að sóttarfárið gegnsýrði ekki
heilt samfélag; menn gátu staðið upp úr og
stemmt stigu við ofbeldinu."
Doktorsvörn Ólínu er á laugardaginn í há-
tíðarsal Háskóla íslands og hefst kl. 14. And-
mælendur verða Dr. Bo Almquist og Dr.
Sverrir Tómasson.
„Ég kvíði fyrir - en ég hlakka líka til,“ seg-
ir Ölína glaðbeitt. „Ég veit ekkert hvað bíður
mín en kem bara með mínar harðsperrur eft-
ir þessa miklu vinnu og vona að allt gangi vel.
En ég mun sjálfsagt ákalla einhverja krafta til
að aðstoða mig þegar þar að kemur...“
Hógvœr stjarna
Hún tók af hjartans lítillæti við lofi frumsýn-
ingargesta hún Yuan Yuan Tan, stjarna Helga
Tómassonar í Svanavatninu, á fóstudagskvöldið
var. Allir vildu taka í hönd hennar og strjúka
eldspýtugranna handleggina sem þó voru svo
nautsterkir - ef leyfilegt er að nota svo ruddalegt
orð um svo finlega líkamshluta. Hve sterkir þeir
voru sást vel í atriðunum þegar svanurinn líður
út af sviðinu eins og hann syndi á vatni. Það var
eins og hún hreyfðist fyrir afli handleggja sinna
sem bylgjuðust með yndisþokka frá öxl fram i
fmgurgóma.
Hún sagðist vera frá Kína, fædd þar og upp
alin, en hafði líka verið við ballettnám í Þýska-
landi. Þegar hún var sextán ára tók hún þátt í
ballettkeppni í París og þar sá Helgi hana. Tæp-
um tveimur árum síðar skrifaði hann henni og
bauð henni að dansa á galakvöldi í San
Francisco.
„Ég varð alveg brjáluð af gleði,“ viðurkenndi
hún fúslega, „henti öllu frá mér og flaug til Am-
eríku. Þar dansaði ég eins og umbeðið var og á
eftir réð hann mig sem dansara við ballettinn."
Þá var Yuan Yuan Tan átján ára og síðan eru
liðin fimm ár. Nú er hún skærasta stjaman í
flokki hans en í sumarleyfinu sínu verður hún
gestadansari í Þýskalandi og Japan.
Dansmærin Yuan Yuan Tan.
111. meðferð
Þegar æstir aðaáendur höfðu haldið ballerín-
unni uppi á snakki um hrið kom þar aðvífandi
kona nokkur og bað Yuan Yuan að koma nú með
sér og borða svolítið. Dansmærin hlýddi en hin
umhyggjusama kona útskýrði fyrir aðdáendun-
um að ballettdansararnir fengju ekkert að borða
þá daga sem sýning væri. Ekkert nema vökva!
Líkaminn má ekki slaka á við meltingu á undan
hinum ofurmannlegu þrekvirkjum á sviðinu. En
eftir sýningu mega þeir líklega borða eins og þá
lystir.
Einnig berast fregnir af blóðugum tám bak-
sviðs í Borgarleikhúsinu, teygðum vöðvum og
mörðum eftir atganginn. Fegurðin er ekki tekin
út með sældinni.