Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Side 10
10
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000
DV
Préttir
Landsbyggðarflóttinn:
Urræðin duga ekki
- segir Hróðmar Bjarnason, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofmm
Ástandið er verra nú á öllum
svæðum landsbyggðarinnar, fyrir
utan Akranes og Dalasýslu, ef bor-
in er saman íbúaþróun síðustu
fimm ára miðað við fimm árin þar
á undan. Fækkun frá 1971 til 1999
er mest í Dalabyggð, Reykhóla-
sveit og Strandasýslu þar sem fólk
er þriðjungi færra en þegar mest
var. I Siglufirði eru íbúar nú fjórð-
ungi færri og í Húnaþingi vestra,
á Vestfjörðum, í V-Skaftafellsýslu
og í N-Þingeyjarsýslu er íbúatala
fimmtungi lægri en hún var þegar
hún var hæst.
Ástæður Dutninganna eru
margar, m.a. breyting atvinnu-
hátta i landbúnaði og sjávarútvegi
og breytt gildismat fólks. Ákveðin
búsetuskilyrði þurfa að vera fyrir
hendi svo landsbyggðin sé sam-
keppnishæf við höfuðborgarsvæð-
ið. Þegar hér er komið sögu er
eðlilegt að spyrja hvað veldur því.
Vissulega er reynt að spoma gegn
þróuninni. Skila atvinnuþróunar-
verkefni engu þegar tÚ lengri
tíma er litið? Er kannski komin
þreyta í landsbyggðina og menn
sætta sig við orðinn hlut?
Þarf meira tll
„Úrræðin hafa augljóslega ekki
www.romeo.is
Stórglæsileg netverslun!
Frábært verö!
Ótrúleg tilboö!
Reykjavíkurborg
Höfuöborgarsvæðiö heldur áfram aö laöa til sín fólk af landsbyggöinni.
dugað,“ sagði Hróðmar Bjamason,
hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofn-
un. Atvinnuþróunarfélög hafa
e.t.v. hjálpað til og hægt á þróun-
inni en svo ekki meir, þvi þarf að
meta stöðuna upp á nýtt. í ný-
gerðri könnun Þjóðhagsstofnunar,
sem Hróðmar hefur fjallað um,
sést að á meðan eftirspum eftir
vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu
sló öll fyrri met í apríl á þessu ári
var eftirspurn eftir vinnuafli á
landsbyggðinni í sögulegu lág-
marki.
Á hinn bóginn gerir þéttriðið
samgöngunet og nútimafiarskipti
fólki kleift að búa utan borgar og
stunda vinnu sína heima. Getspár
eru uppi um að byggðaþróun fari
að snúast við vegna þessa og að
fólk streymi frá borgunum. Þegar
öllu er á botninn hvolft er þaö
staðreynd að byggðamynstur er
breytingum háð, byggð leggst af
og önnur rís oft án þess að skýr-
ingar liggi í augum upp.
-HH
Landsvala flytur á Krókinn
- suðrænn fugl sem stundar flugnaveiðar af kappi
DV, SAUÐÁRKRÖKl:
Svölur eru sjaldséðir fuglar hér á
landi enda heimkynni þeirra í heitari
löndum. Landsvala ein hefur sést á
ferli á Sauðárkróki að undanfornu og
er talið að hún hafi borist hingað til
lands með sunnanáttunum í vor. Sval-
an hefur sést á flugi sunnan í Nöfun-
um og stundar þar sínar flugnaveiðar.
Hún birtist gjaman um hádegisbilið
og er að veiðum um sex tíma á dag.
Halldór Gunnlaugsson, kennari og
vistarvörður við fiölbrautaskólann,
sagðist fyrst hafa orðið var við fugl-
inn eftir fyrra norðanhretið á dögun-
um, þá flögrandi sunnan í Nöfunum.
Hann sagðist strax hafa haft samband
við Náttúrufræðistofnun, enda alveg
viss á því að hér væri um svölu að
ræða, þekkti hana frá námsárum sín-
um í Danmörku þar sem hann bjó um
tíma. „Þetta er fremur lítill fugl, held-
ur minni en skógarþröstur og mjög
mjósleginn að framan. Hann flýgur
mjög hratt og það er nánast ógjöming-
ur að ná af honum mynd á venjulega
myndavél. En mér tókst þó að taka
myndir af honum á vídeómyndavél.
Þetta er ákaflega mikill veiðifugl,
stundar sínar flugnaveiðar sex tíma á
dag og er mjög nákvæmur á tíma -
birtist þarna i Nöfunum yfirleitt
stundarfiórðung yftr tólf. Ég veit ekki
hvar hann heldur sig annan tíma sól-
arhrings en grunar að það sé í grennd
við húsin hjá bændunum á Nöfunum
þar sem í haugunum við húsin er
væntanlega talsvert af skordýrum, en
á slíkum stöðum halda fuglar sig
gjaman,
son.
segir Halldór Gunnlaugs-
-ÞÁ
—B—■’TMrara—B——B—■—
Hjá okkur kemstu í flott form!!!!
12 tímar í Trimform kr. 7.500
' 10 tímar í Strata kr. 8.000
Sígrænir
bananar
í Eden
DV. HVERAGERDI: ____
Flestir eru vanir því að neyta
banana þegar þeir eru búnir að
missa græna litinn eða þegar þeir
eru orönir þroskaöir. Þessir ban-
anaungar sem sjást hér verða hins
vegar aldrei gulir og ekki eins stór-
ir og þeir sem við eigum að venjast.
Þetta mun vera eina tegundin af
þessu bananatré hérlendis en Bragi
í Eden flutti fræ inn frá Hollandi.
Hann sagði þetta bara gert til gam-
ans en þetta bananatré væri miklu
skrautlegra heldur en hin. Bragi
sagðist aldrei hafa smakkað þessa
tegund banana og hlakkaði til að
prófa. Hver veit nema aðrir fái að
smakka? -eh
Opið frá 8.30 virka dagalaugardaga kl. 10-14
^'rO/'f)l
•—/fc—•
HEILSUSTUD
TRIMFORM - STRATA
Hverafold 1, sími 567 8676
/%/fc5
\i>
DV-MYND EVA HREINSDÓTTIR.