Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Side 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 I>V Rlck Lazio Hefur komiö á óvart. Lazio saxar á forskot Hillary Hinn lítt þekkti fulltrúi repúblik- ana til sætis á Öldungadeildarþingi Bandaríkjanna, Rick Lazio, hefur saxað verulega á forskot Hillary Rodham Clinton i baráttunni um sæti New York-ríkis samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í Daily News. Eins og fram hefur komið kom Lazio inn í baráttuna eftir að Rudoplh Guiuliani, borgarstjóri New York, dró sig í hlé vegna vand- ræðagangs í kvennamálum og bar- áttu við krabbamein. í skoðanakönnuninni sem birt var í Daily News kemur fram að Hillary hefur enn sem komið er mest fylgi, eða 46% atkvæða, en fast á hæla henni fylgir Lazio með 42%. Þá kom einnig fram í könnuninni að meirihluti íbúa New York er fylgjandi því að fóstureyðingar verði greiddar af ríkinu og að byssueign verði takmörkuð. Þessum ákvæðum hefur Lazio hins vegar lýst sig andsnúinn. Konur eiga enn langt í land Fimm ár eru liðin frá alþjóðlegu kvennaráðstefnunni í Peking. Af því tilefni munu fulltrúar rúmlega 180 þjóðríkja ræða stöðu kvenna í heiminum á ráðstefnu í höfuðstöðv- um SÞ í dag. Hillary Rodham Clin- ton mun ávarpa þingið. í skýrslu sem birt var í tilefni af þessum tímamótum kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Færri konur deyja vegna barns- burðar en nokkru sinni fyrr en afrískum konum er þó mun hættara við þeirri vá og deyr um ein af hverjum sextán af þeim völdum á móti einni af hverjum 1400 í Evr- ópu. Þá kemur fram aö á heimsvisu sitja einungis 11 prósent kvenna á þingi en hlutfallið er um 30 prósent hér á landi. Svíar slá enn eitt metið í jafnréttismálum því um 55% ráð- herra í Svíþjóð eru konur. Búist við að herstjórnin víki fyrir borgaralegri ríkisstjórn: Samkomulag í öll- um megindráttum Hermálayfirvöld á Fídjíeyjum og uppreisnarmenn sem haldið hafa 30 stjómmálamönnum í gislingu siðan 19. maí sögðust á sunnudag hafa lagt grunn að samkomulagi um að binda enda á neyðarástandið sem ríkt hefur á eyjunum og endurreisa borgaralega stjómarhætti. Þjóðernissinninn George Speight, sem tók fyrsta indverskættaða ráð- herrann í gíslingu og mestallt stjómarlið hans, eyddi níu klukku- stundum í bækistöðvum hersins í gær til að komast að samkomulagi um að leysa gíslana af hendi og koma á fót borgaralegri ríkisstjóm. „Við höfum komið með uppkast að samkomulagi, skjal sem rekur allar viðræður okkar og kemur nið- ur á meginatriðin,“ sagði Speight sem hefur lýst því yfir að hann vilji tryggja yflrráð fidjíættaðra yfir ind- verskættuðum íbúum í landsmálum Fídjí. „Ég vil ekki setja neinn tíma- Stund milli striða Vel fór á meö Speight og Tarakinkini. punkt annan en að segja að við erum vel á veg komnir miðað við að öllum hagsmunahindrunum milli aðila hafa verið rutt úr vegi,“ sagði Speight. Talsmaður hersins, Filipo Tarakinkini, sagði að enn væri eitt mál óleyst en varðist fregna um það og sagði að erindið yrði borið undir Speight á fundi beggja málsaðila í dag, mánudag. Eftir stendur að þess er beðið með óþreyju að herlög verði numin úr gildi og borgara- legri stjóm verði komið aftur á. Herinn tók sem kunnugt er völdin í sinar hendur 29. maí síðastliðinn, að beiðni réttkjörins forseta lands- ins, Ratu Sir Kamisese Mara. Valda- tilfærslan var réttlætt með nauðsyn þess að koma lögum og reglu á aft- ur. Nú ber hins svo við að hermála- yfirvöld hafa viljað halda lengur um stjómartaumana, jafnvel þó gíslum verði sleppt. Hong Kong minnist Tiananmen Tugþúsundir íbúa Hong Kong komu saman í gær tii aö minnast þeirra er létust í óeiröunum á Torgi hins himneska friöar fyrir 11 árum. Fjöldi manns kveikti á kertum og sýndi meö því samúð sína. Geldur fyrir syndirnar Fyrrum kanslari Þýskalands, Helmut Kohl, hefur látið flokksbræðrum sín- um í Kristilega Demókrataflokkn- um rúmar 8 millj- ónir marka I té sem skaðabætur fyrir vandræðin sem hann hefur komið flokknum í. Blaðamennskan „heilög“ Jóhannes Páll páfi II sagði í ræðu í gær að líta ætti á blaðamennsku sem „heilagt" verkefni sem ætti að miða að því að miðla sannleikanum. Flóð á Englandi Mikil rigningarflóð á Norður- Englandi ollu því að 80 manns urðu að flýja heimili sín á sunnudag. 14 féllu í Kasmír Að minnsta kosti 14 manns létust í átökum í Kasmír, þar af fimm ind- verskir hermenn og þrír lögreglu- menn. Gruna írska skæruliða Breska lögreglan skýrði frá því í gær að hún hefði rakið ferðir tveggja leigubifreiða sem sáust við Hammersmidt-brúna skömmu áður en sprengja sprakk þar á fimmtu- dag. Enginn hefur enn verið ákærð- ur en óttast er að írskir aðskilnað- arsinnar standi að baki verknaðin- um. Styðji hryðjuverk Talsmaður utanrikismála fyrir breska ihaldsflokkinn hefur sakað Mugabe, forseta Simbabve, um að standa fyrir ríkisstyrktri hryðju- verkastefnu. Til Eystrasaltsríkjanna Kanslari Þýska- lands, Gerhard Schröder, mun fyrstur þýskra leið- toga heimsækja Eistland, Lettland og Litháen í opin- berri heimsókn í vikunni. ETA heldur áfram Borgarfulltrúi i Baskahéraði var skotinn til bana í gær. Aðskilnað- arsamtökum ETA er kennt um ódæðið. Skæruliðar hörfa Yfirvöld í Sierra Leone berjast nú við skæruliða um borgina Lunsar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.