Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Side 19
18 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 31 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deiidir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Undirstaða í listalífi Fyrsta starfsári Listaháskóla íslands er lokið. Á laugar- dag brautskráðust fyrstu háskólamenntuðu nemarnir með BA-gráðu í myndlist. Þessir nemendur luku þar með þriggja ára myndlistamámi en fyrstu tvö árin vom þeir i Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þeir nemendur sem nú stunda myndlistamám við skólann ljúka 90 eininga námi sem lýkur með BA-gráðu. Áfanginn á laugardaginn var merkur í skólastofnun sem miklar vonir eru bundnar við, ekki aðeins á myndlistarsviði heldur og í öðrum greinum lista. Við brautskráninguna í Salnum í Kópavogi undirrituðu Bjöm Bjamason menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla íslands, samning um rekstur myndlistar- og leiklistarmenntunar á háskólastigi. Samningur þessi er i samræmi við skuldbindandi yfirlýs- ingu ráðuneytisins og skólans frá því í fyrra um uppbygg- ingu listmenntunar á háskólastigi en sem fyrr greinir tók Listaháskólinn yfir myndlistarkennsluna í haust. Samkvæmt samningnum hefst leiklistarmenntun á há- skólastigi í ágúst næstkomandi. Líkt og starfrækslu Myndlista- og handíðaskólans var formlega hætt í fyrra verður starfrækslu Leiklistarskóla íslands hætt um leið og Listaháskólinn tekur við leiklistarkennslunni. í leik- listardeild er gert ráð fyrir íjögurra ára námi til 120 ein- inga og því lýkur með BFA-prófi úr deildinni. í hinum nýgerða samningi menntamálaráðherra og Listaháskóla íslands er gert ráð fyrir því að þriðji áfang- inn, tónlistarmenntunin, hefjist á vegum skólans 1. ágúst á næsta ári. Áður skal gengið til viðræðna við þá tónlist- arskóla sem veitt hafa slíka menntun og fengið til þess fjárframlög eða styrkveitingar frá ríkinu. Með því að sameina undir einum hatti Listaháskólans námsbrautir hinna ýmsu lista verður til öflug stofnun og ein meginundirstaða í lista- og menningarlífi þjóðarinnar. Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra sagði í ávarpi við brautskráningu fyrstu nemenda skólans að Listahátíð í Reykjavík undanfarin þrjátíu ár hefði skilað miklu en stofnun Listaháskólans og starfsemi hans ætti eftir að marka til muna dýpri spor. Raunar gat ráðherra þess þeg- ar skólinn var settur í fyrsta sinn í haust að langþráðu takmarki væri náð og miklar vonir væru bundnar við hinn nýja skóla. Húsnæðismál hins nýja Listaháskóla eru í brennidepli og sýnist þar sitt hverjum. Meginstarfsemi skólans er rek- in í svonefndu SS-húsi á Laugarnestanga. Húsið var reist með slátur- og kjötvinnslu í huga og hentar því ekki að öllu leyti skólastarfseminni. Kennarar og nemendur hafa verið misjafnlega ánægðir með aðstöðuna í Laugamesinu og rektor óskað eftir flutningi þaðan. Fram hefur komið að menntamálaráðherra hefur oftar en einu sinni hugað að því hvort annað húsnæði komi til greina fyrir skólann en niðurstaðan orðið sú að ekki ætti að sleppa SS-húsinu. Þá hefur Hafnarfjarðarbær boðið skólanum hús til afnota á hafnarsvæði í bænum. Þótt húsnæðið í Laugamesi, eins og það er í dag, henti skólastarfseminni misjafnlega ætti að geta náðst samstaða um að framtíðaraðsetur skólans verði þar. Staðsetningin er góð, stutt í miðborg Reykjavíkur en samt rými á skóla- lóðinni til að hýsa starfsemi skólans þegar honum vex fiskur um hrygg. Mikilla endurbóta er þó augljóslega þörf á skólahúsnæðinu enda er það enn hrátt og vanbúið að hýsa það merka starf sem fram fer í skólanum og á aðeins eftir að aukast. Jonas Haraldsson DV Friðrik skákmaður aldarinnar á íslandi Það er skammt stórra högga á milli. Björk fékk í Cannes stærstu verðlaun sem íslendingur hefur hlot- ið fyrir leiklist. Um nær all- an heim horfa menn undr- andi á aðdáunarverðan feril hennar. í Morgunblaðinu birtist nýlega leiðari undir fyrirsögninni „Maður sem stækkar þjóð sína“ Þar er fjallað um Helga Tómasson og dansferil hans, komu San Francisco-ballettsins hingað og merkan feril Helga bæði sem dansara og hvemig hann hefur byggt upp einn besta dansflokk í heimi. Spor brautryðjanda Og nú, á 75. aðalfundi sínum, heiðraði Skáksamband íslands Frið- rik Ólafsson stórmeistara en hann var kjörinn skákmaður aldarinnar á íslandi. Jafnframt fékk hann viður- kenningu fyrir framlag sitt til skák- lifs á íslandi. Skákferill Friðriks er einstakur og óvenjulega glæsilegur. Þeir sem gerst þekkja til eru allir þeirrar skoðunar að síðari skák- meistarar okkar standi á herðum hans. Áhuginn á skák á íslandi er einstakur og undrar erlenda menn. Sá áhugi er sprottinn upp úr þeim jarðvegi sem hér mótaðist þegar Friðrik vann sína stærstu sigra. Auðvitað var hér öflugt skáklíf þegar Friðrik kom fram. Baldur Möller varð fyrstur íslendinga til að vinna alþjóðleg skákmót og Friðrik hefur sagt að árangur hans hafl hvatt sig til dáða. Ás- mundur Ásgeirsson og Guðm. S. Guðmundsson eru nöfn sem koma i hugann og marga mætti telja. En árangur Friðriks sker sig úr. Aðstæður voru ekki alltaf einfaldar. Einangraður hér á eyju úti í miðju Atlants- hafi varð hann jafnvel að sæta lagi og fara út með togurum sem sigldu með aflann og ná þannig að komast á sterk mót úti í heimi. Friðrik stóð jafnfætis allra sterkustu skákmönnum verald- arinnar á þessum árum. Stór- viðburðir sem hér voru haldnir Guðmundur G, Þórarinsson verkfræöingur „Baldur Möller varð fyrstur íslendinga til að vinna alþjóðleg skákmót og Friðrik hefur sagt að árangur hans hafi hvatt sig til dáða. Ásmundur Ásgeirsson og Guðm. S. Guðmundsson eru nöfn sem koma í hugann og marga mœtti telja. En árangur Friðriks sker sig úr. “ á skáksviði, svo sem heims- meistaraeinvígið milli Fischers og Spasskís og fleiri slíkir, spruttu upp úr þeim jarðvegi sem árangur hans skapaði. Skákheimurinn þekkti ísland vegna Friðriks. Undarleg þjóö Ekki er langt síðan Þjóð- verjar i heita pottinum gerðu þetta að umtalsefni. Þegar þeir hurfu frá umræðum um Frið- rik og aðra íslenska skák- meistara tóku þeir að ræða um sterkustu menn i heimi, feg- urstu konur í heimi, heims- meistara í brids o.s.frv. Auð- vitað blönduðust Björk og Helgi Tómasson inn í umræð- umar og margt margt fleira sem of langt mál er að rekja hér. Útrás íslenskra fyrirtækja á sviði hugbúnaðargerðar, ís- lensk erfðagreining, íslenska heilbrigðis- og menntakerfið er meðal þess sem erlendir menn ræða hér. Þessi litla þjóð á marga menn sem gefa má titil Morgunblaðsins, „Maður sem stækkar þjóð sína“. Guðmundur G. Þórarinsson Eins gróði annars tap? Karl Sigurbjömsson, biskup ís- lensku þjóðkirkjunnar, segir í viðtali við Dag 20. maí síðast liðinn: „Við lokum augunum fyrir því, að það græðir enginn, nema annar tapi, svo einfalt er það.“ Þessi kenning er ber- sýnilega röng. Eins gróði getur vissu- lega stundum verið annars tap, en er það sjaldnast í vaxandi atvinnulífi. Þar geta menn grætt hver á öðrum, eins og reynsla Vesturlandabúa af aukinni velmegun alls almennings síðustu tvær aldir sýnir best. Sagan af Róbinson Krúsó og Föstudegi Tökum einfalt dæmi. Róbinson Krúsó er skipbrotsmaður á eyðiey, þar sem einu matföngin eru fiskur og kókoshnetur. Hann kann að veiða fisk, en honum gengur lak- ar að tína kókoshnetur af trjám. Ef hann veiðir allan daginn, þá er afraksturinn 8 fiskar. Ef hann tínir hnetur allan daginn, þá er afrakst- urinn 4 kókoshnetur. Skipti hann deginum á milli þess- ara tveggja verka, þá verð- ur afraksturinn samkvæmt því 4 fiskar og 2 kókoshnet- ur. Nú ber manninn Föstu- dag að garði, eins og segir frá í skáldsögunni kunnu um Róbinson Krúsó. Föstu- dagur kann að tína kókoshnetur cif trjám, en honum gengur lakar að veiða fisk. Ef hann tínir hnetur allan daginn, þá er afraksturinn 8 kókos- hnetur. Ef hann veiðir allan daginn, þá er afraksturinn 4 fiskar. Skipti hann deginum á milli þessara tveggja verka, þá verður afrakstur- inn samkvæmt því 4 kókoshnetur og 2 fiskar. Hokri þeir Róbinson Krúsó og Föstudagur hvor í sínu homi, þá verður heildarafraksturinn 6 fiskar og 6 kókoshnetur. Hagkvæmni verkaskiptingar og viðskipta Annar og hagkvæmari kostur blasir við. Hann er, að Róbinson Krúsó einbeiti sér að því, sem hann getur gert betur en Föstudagur, að veiða fisk, og Föstudagur einbeiti sér að sama skapi aö því, sem hann get- ur gert betur en Róbinson Krúsó, að tína kókoshnetur af trjám. Þeir skiptist síðan á gæðum eftir þörfum. Þá verður heildarafraksturinn á eynni 8 flskar og 8 kókoshnetur, tals- vert meiri en ef þeir hokra hvor í sínu homi. „Svo einfalt er það.“ Afköst manna verða miklu meiri, ef þeir skipta með sér verkum, og heild- arafraksturinn eykst. Þess vegna em frjáls viðskipti nauðsynleg og hagkvæm. Þetta almenna lögmál skýrði Adam Smith eftir- minnilega út fyrir meira en tvö hundruð árum. Biskup íslensku þjóðkirkjunnar virðist hins vegar miða við frumstætt og kyrrstætt at- vinnulíf án nokkurrar framþróunar. Við slík skil- yrði minnkar vissulega sneið eins, þegar sneið annars stækkar. En þegar kakan stækkar, geta sneiðar beggja stækkað. Þá geta allir grætt á öllum. Gæöunum misskipt Biskup segir í sama viðtali, að gæðum jarðar sé mjög misskipt. Ég veit að vísu ekki til þess, að neinn hafi skipt þeim sérstaklega, nema ef vera skyldi Guð almáttugur, en varla á biskup við hann. Hitt er rétt, að þjóðir heims eru misríkar, sumar bláfátækar, svo sem ýmsar þjóðir Afríku, eins og biskup bendir á, aðr- ar bjargálna og vel það, eins og Is- lendingar. En hvarflar ekki að biskupi að leita skýringa á því, hvers vegna sumar þjóöir eru ríkari en aðrar? Getur ekki verið, aö stjómvöld leggi sums staðar slík höft á verkaskipt- ingu og verðmætasköpun, að þegnar þeirra komist ekki úr fátækt í bjarg- álnir? Og hefur þeim suðrænu þjóð- um, sem valið hafa veg einkafram- taks og atvinnufrelsis, ekki vegnað miklu betur? Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „En hvarflar ekki að biskupi að leita skýringa á því, hvers vegna sumar þjóðir eru ríkari en aðrar? Getur ekki verið, að stjómvöld leggi sums staðar slík höft á verkaskiptingu og verðmœtasköpun, að þegnar þeirra komist ekki úr fátœkt í bjargálnir?“ Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Með og á móti erótíkur í Reykjavík Hluti af mannflórunni Handritin fram yfir berar konur „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hing- að til lands koma útlendingar gagn- gert að leita eftir allri þjón- ustu á kynferðislegu sviði. Flest það sem þeir sækjast eftir finna þeir á venjulegum börum og það er frekar ís- lenskt kvenfólk sem setur þennan stimpil á þjóðina en strípiklúbbarnir. Ég er karmski ekki sammála því að Reykjavík sé kölluð Bangkok norðursins en þetta er lífíð, ákveðin flóra af fólki og þvi breytum við ekki. Umræðu um þessi mál fylgir oft mikil fáfræði og fæst ef nokkurt af þvi fólki sem heyrist hæst í hefur komið inn á strípi- búllu. Ég er fylgjandi sýnileikan- um ef hann er hafður á eró- tískum grunni, meðan við forum ekki út í of mikinn grófleika og höldum okkur við feg- urðina." „Eftirsóknar- verð ímynd fyrir íslenskt samfélag er sambland fag- urrar náttúru, mannlífs og athafnasemi. ímynd alþjóðlegra nætur- klúbba er neikvæð. Slík markaðssetning er ekki góð og leiðir sist til frægðar. Snoturt sýningar- fólk í öllum þáttum getur verið ágætt út af fyrir sig en menn verða að kunna sin takmörk og ganga hægt um gleðinnar dyr. Þetta er á lágu plani og varhugavert fyrir lit- ið fjölskyldusamfélag eins og ísland. Það er engin ástæða til að vera á móti erótík sem hluta af lífinu. Við viljum vera frjálslynd en sumir þættir mega ekki flæða út um allt. Auðvitað er mjög mikill mun- ur á slíkri starfsemi en ég skilgreini það ekki. Handrit- in eru fýsilegri til landkynningar en fagrar naktar konur.“ -HH Þór Ostensen framkvæmdastjóri Club Vegas. Nýlega var því slegiö upp í erlendum fjölmiöli ab Island væri kynlífsparadís. Eru viömælendur fylgjandi þróun undanfarinna ára i um sýnileika? þessum málum og aukn- Ummæli Spurning um bjartsýni „Á næstimni má búast við þvi, að Hafrannsóknastofnun leggi fram skýrslu um ástand fiskistofna og geri tillögur um kvótann á næsta fiskveiði- ári. Það skiptir auðvitað máli fyrir framvindu mála næstu misserin hverja þær tiilögur verða. Bakslag í uppbyggingu fiskistofna myndi draga úr þeirri miklu bjartsýni, sem hér hef- ur ríkt, en það er auðvitað spuming, hvort það gæti ekki haft holl áhrif á efnahagslífið að eitthvað dragi úr þeirri bjartsýni." Úr forystugrein Mbl. 1. júní. Afkoma ríkissjóös „Við höfum síð- ustu ár verið að greiða niður skuldir og það er svokallað- ur lánsfjárjöfnuður sem við erum þama að tala um, það er það fé sem við höf- um handbært.... Umskipti hafa orðið í ríkisfjármálum á síðustu ámm þvi nú emm við farin að borga niður skuldir, gagnstætt því sem áður var. Að því leyti erum við í ágætum málum.“ Jón Kristjánsson, form, fjárlaganefndar Alþingis, I Degi 1. júní. Tekjuaukinn er vegna eyöslu „Ég deili ekki um það að afgangurinn verði af þessari stærðargráðu. Vandinn er hins vegar fólginn í því hvemig afgangur- inn myndast. Tekju- aukinn er að of miklu leyti vegna við- skiptahalla og eyðslu og það er stað- reynd að á tímum vaxandi verðbólgu og þenslu tútnar ríkissjóður út, en svo snýst dæmið við þegar niðursveiflan kemur.“ Steingrimur J. Sigfússon alþm. I Degi 1. júni. Mörg tækifæri á Möðruvöllum „Ég byrjaði mjög ung og hef átt allan minn prestsferil í borgiimi.... Þegar svona stórkostlegur staður eins og Möðruvellir losnaði fannst mér tilvalið að sækja þar um, enda býður staður- inn upp á mörg tækifæri til að vinna að hugðarefnum mínum. En fyrst um sinn mun timi minn fara í að kynnast nýjum sóknarbörnum og ég mun leggja mig fram við að kynnast öllu fólkinu." Séra Solveig Lára Guömundsdóttir I Mbl-viótali 1. júní. Skoðun Skólagjöld í HÍ? Fréttir af undirbúningi svokallaðs MBA-náms við HÍ hafa upp á síðkastið kallað fram umræður um skólagjöld í íslenskum rík- isháskólum. Þátttakend- um í MBA-námi er ætlað að greiða væna summu fyrir nám sitt en hingað til hefur menntun við háskól- ann verið „ókeypis". Frelsi undan skólagjöldum er mikilvæg forsenda þess að hér ríki raunverulegt jafnrétti til náms ekki síst m.t.t. bú- setu. Líklegt er að margir stúdentar af landsbyggðinni ættu erfitt með að stunda háskólanám í Reykjavík eða á Akureyri ef kennslugjöld kæmu til viðbótar við framfærslukostnað fjarri heimabyggð. Það væri þvi mik- il breyting á íslenskri mermtapólitík ef skólagjöld yrðu tekin upp. Tvíþætt skilaboð í nýjum lögum um HÍ fær skólinn tvíþættt skilaboð frá stjómvöldum. í næstu framtíð á háskólinn að veita grunn- og rannsóknartengt fram- haldsnám tií meistara- og doktors- gráöu án þess að krefjast skóla- gjalda. Á hinn bóginn er heimild skólans til að taka greiðslu fyrir þjónustu, þjónusturannsóknir, fræðslu af ýmsu tagi og endurmennt- un stórum aukin frá því sem áður var. Ætla má að mörgum full- trúum HÍ finnist hér helst til skammt gengið en þar á bæ hafa skólagjöld lengi átt marga áhangendur. Ekki vegna þungvægra menntapólitískra ástæðna heldur vegna þess að í gjald- töku sjá margir hæga útleið úr þeirri fjárhagslegu sjálf- heldu sem skólinn hefur lengi verið í. Alvarlegar ábendingar Síst ætti HÍ að leggjast gegn þeirri jafnréttisstefnu sem hingað tii hefur rikt í íslenskum menntamálum. Geri hann það getur hann a.m.k. ekki gert kröfu til að kallast háskóli allar þjóð- arinnar. Verði einhvern timann horf- ið frá jöfnum réttri allra Islendinga til æðri menntunar án tillits til efnahags eiga stjórmnálamenn að bera óskor- aða ábyrgð á ákvörðuninni og mæta þeirri óánægju sem af henni hlýtur að spretta. Þann kaleik ætti háskólinn eða aðrir ekki að taka frá þeim. Á hinn bóginn hlýtur háskólinn að taka cdvarlega þær ábendingar sem honum berast frá stjómvöldum þess efnis að atla sértekna með öll- um tiltækum ráðum. Hlaupi skólinn undan ábyrgð, neiti hann að taka þátt í að fjármagna starfsemi sína, en vilji þess í stað þiggja hverja krónu fyrirhafnarlítið úr hendi fjár- veitingavaldsins er hætt við að hann grafi undan hinni gjaldfrjálsu menntun og neyði stjómvöld til að velta hluta af kostnaðinum yfir á stúdenta og fjölskyldur þeirra. - Með útvíkkaðri starfsemi og auknum sér- tekjum getur hann hins vegar staðið vörð um gjaldfria grunn- og fram- haldsmenntun og stuðlað með því að félagslegum jöfnuði. Menntun - samfellt ferli En hvers konar nám er MBA-nám og fellur það innan þeirra heimilda sem HÍ hefur til að taka gjöld m.a. fyrir endurmenntun? Nú á timum er e.t.v. ekki raunhæft að greina milli grunn-, framhalds- og endurmennt- unar út frá þeim viðfangsefnum sem fengist er við í náminu eða þeim að- ferðum sem beitt er við kennsluna. Menntun í nútímasamfélagi er sam- fellt ferli sem nær yfir stóran hluta af hinu virka lífi hvers einstaklings. Símenntun er því heppilegra hug- tak en endurmenntun. Þetta afbrigði menntunar verður líka helst greint frá annars konar menntun m.t.t. þess hverjir taka þátt í henni og hvað hlutverki hún gegnir í lífi þeirra og starfi. Út frá því sjónar- horni séð hlýtur MBA-nám án efa að teljast endurmenntun. Hjalti Hugason „Hlaupi skólinn undan ábyrgð, neiti hann að taka þátt í að fjármagna starfsemi sína, en vilji þess í stað þiggja hverja krónu fyrírhafnarlítið úr hendi fjárveitinga- valdsins er hœtt við að hann grafi undan hinni gjaldfrjálsu menntun og neyði stjómvöld til að velta hluta af kostnaðinum yfir á stúdenta og fjölskyldur þeirra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.