Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Síða 30
42
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000
Viö erum fagfolk
meö 14 ára reynslu í sölu
á unaösvörum ástarlífsins
pgtefam t * ii§ 1§@8
Tilvera
ÐV
Barnastígvél
st. 24-33
smáskór
sérverslun með barnaskó,
í bláu húsi v/Fákafen.
SICS'
HARSNYRTIVÖRUR
C«^.l<j»l'WHI
Rakarastofan
Klapparstíg
Valtarar
Allar stærðir og gerðir.
Tæknilega fullkomnir
með eða án þjöppumælikerfis
BOMRG
Sími 568 1044
Þór Sigmundsson, ungur steinsmiður, notar fornar vinnuaðferðir daglega:
Heggur í harðan stein
Við Hesthálsinn í Reykjavík er
óvenjulegt verkstæði. Þar beitir
Þór Sigmundsson, 26 ára gamall
steinsmiður, eldfornum vinnu-
brögðum á hverjum degi.
Þór var spurður að því hvað
hefði leitt hann út í steinsmíðina.
Hann segist hafa byrjað að læra
skrúðgarðyrkju í Garðyrkjuskól-
anum í Hveragerði. Hann var i
læri hjá skrúðgarðyrkjufyrirtæk-
inu Bimi og Guðna. Þar vann
hann m.a. annars vð grjóthleðslu
og þurfti að móta steina með
hamri og meitli. „Liklega hefur
mér þótt svona skemmtilegt að
lemja mig á hendurnar," segir Þór.
Heillandi grjót
Grjótið heillaði, hann fór að
langa til að gera eitthvað meira við
það en kassalaga hleðslusteina.
Hann byrjaði að fondra við að
höggva flóknaðri hluti og fór þá að
langa til að læra til steinsmiðs eft-
ir að hafa útskrifast úr Garðyrkju-
skólanum. Með hjálp Grétars Unn-
steinssonar, skólastjóra Garð-
yrkjuskólans, fann hann skóla I
Haslev í Danmörku, þann eina á
Norðurlöndum sem kennir stein-
smíði með megináherslu á hið
foma handverk. Hann leggur
mikla áherslu á að grunnurinn að
steinsmíðinni liggi í hinu forna
handverki. Hins vegar sé afar mik-
ilvægt að fylgjast með nýjungum í
greininni og það geri hann. í skól-
anum i Haslev var nær eingöngu
kennt hið foma handverk en stór
partur námsins var á samningi hjá
starfandi steinsmiðum og þar
komust nemamir í kynni við nýrri
aðferðir í greininni. „Til að geta
gert við gamla steina þarf maður
að krrnna að vinna með sömu að-
ferðum og menn gerðu fyrir hund-
ruðum ára. Vissulega hefur maður
aðgang að endingarbetri verkfær-
um í dag, auk þess sem maður nýt-
ir sér tæknina þegar það á við, en
ég hef alltaf mest gaman af þvi að
vinna með gamla laginu.“
Steinsmíðanámið er byggt upp
sem fjögurra ára nám en Þór lauk
öllum námsþáttimum í fyrra og
kom þá heim og stofnaði fyrirtæk-
ið Steinsmiðurinn ehf. i samvinnu
við gömlu garðyrkjumeistarana
sína, þá Bjöm og Guðna. í haust
fer Þór svo utan til að vinna loka-
verkefnið en það verður að upp-
fylla ákveðin skilyrði og er oftast
stykki í húsþyggingu, svo sem
sökkulsteinn eða fótstykki fyrir
súlu. „Þetta verður víst aldrei not-
Hamar og meitill eru helstu verkfærin
Þór Sigmundsson hefur lært fornar aðferöir steinsmiöa í skóla í Danmörku
og vinnur nú á verkstæöi sínu viö Hestháls í Reykjavík.
að,“ segir Þór.
Námið var þyggt þannig upp að
nemamir þurftu að útvega sér
samning í lok fyrstu lotu námsins
og reyndist mörgum það erfitt,
einnig er nokkurt faU í skólanum
þannig að einungis 5-6 komast
áfram á hverju ári. Námið er að
mestu verklegt en kennd er teikn-
ing, svo sem þrívíddarteikning,
leirmótun og gerð afsteypa. Einnig
er örlítil stærðfræði i náminu, að-
ailega rúmmálsreikningur.
Þór er eini íslendingurinn sem
hefur gengið í skólann í Haslev og
er því meðal fárra steinsmiða á
Norðurlöndum sem hafa þennan
sterka grunn í hinu forna hand-
verki en ailvíða mun vera hægt að
læra steinsmíði með nútímaaðferð-
Verkefni steinsmiösins
Við spurðum Þór hver væru
helstu verkefni hans.
í ljós kom að þau eru afar fjöl-
þreytileg. Hann hefur unnið fyrir
listamenn, merkt upp gamla
kirkjugarða, unnið að viðgerðum á
gömlum legsteinum og endurbót-
um á gömlum hlöðnum húsum. Af
nýsmiði má nefna altari, predikun-
arstól og skímarfont í Grafarvogs-
kirkju sem verður vígð í sumar.
Síðast en ekki síst má nefna leg-
steina. Þór gerði mikið af þeim í
náminu og stefnir að þvi að hasla
sér þar völl. „Ég ætla þó ekki í
samkeppni viö þá sem eru að
fjöldaframleiða steina. Mig langar
að gera legsteina sem eru einstak-
ir og skemmtilegast er ef fólk kem-
ur til mín með hugmynd sem við
getum unnið úr í sameiningu."
Helsti munurinn á handgerðum
legsteinum og öðrum er að sá
handgerði er höggvinn þar sem
hinn er sagaður og skreytingar eru
höggnar í stað þess að vara sand-
blásnar. „Margir steinsmiðir kjósa
að sérhæfa sig í verkefnum og efni-
viði en ég vil gjaman koma sem
víðast við í verkefnum."
Hver er uppáhaldsefniviður
Þórs?
„Ég held mest upp á harðan
stein, tek hann fram yfir mjúkan
eða gljúpan stein.“ Sem dæmi
nefnir hann basalt, blágrýti og
stuðlaberg og síðast en ekki síst
granít. „Ég vann langmest með
granít í náminu," segir Þór.
Rómantískt starf
Þór segir að starf steinsmiðsins
sé rómantískt. „Það gefur mér lífs-
fyllingu að móta steininn og þar
með skilja eitthvað eftir mig,“ seg-
ir Þór. „Maður dettur svolítið til
baka í tíma. Ég var t.d. að vinna
skreytingu um daginn eftir nærri
hundrað ára gamalli mynd af ung-
um dreng sem krýpur. Maður fer
ósjálfrátt að hugsa til þeirra
steinsmiða sem hafa í áranna rás
verið að fást við þessar sömu
myndir. Mér fmnst þetta mjög
skemmtileg vinna og maður sker
sig óneitanlega úr fjöldanum í nú-
tímaþjóðfélaginu." Kannski má
segja að líf Þórs sé eins og steinn
sem höggvinn er með hamri og
meitli meðan líf okkar hinna er
eins og sagaður og sandblásinn
steinn!
-ss
Leikkonur á forsýningu
Þær voru galvaskar, leikkonurnar Kim Cattrall, Kristin Davis, Sarah Jessica
Parker og Cynthia Nixon,+ þegar þær komu til forsýningar á tveimur þáttum
sjónvarpssyrpunnar Kynlífíö og borgin.