Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Side 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 DV Fréttir Auður Guðmundsdóttir veitir Grími Hákonarsyni DV-verðlaun fyrir bestu mynd að mati áhorfenda. Ingibjörg Stefánsdóttir fylgist spennt með á milli þelrra. Stuttmyndadagar voru í Tjarnarbíó um helgina Georg: Lifandi lag bar sigur úr býtum Stuttmyndadagar fóru fram um helgina í Tjarnarbíó og var þar margt athyglisverðra mynda. Auk íslensku myndanna var nokk- ur fjöldi erlendra mynda sem kepptu i sérstökum flokki. M. A. Numminen Tums Rabbit frá Finn- landi reyndist hlutskörpust en í 2. og 3. sæti voru myndirnar Sind sie Luigi (Þýskaland) og Into the Night (Finnland). Þegar kom að íslensku myndunum hafði Ólafur H. Torfa- son, formaður dómnefndar, á orði að valið hefði verið einkar erfitt. Þriðja sætið hlaut vönduð teikni- mynd Gísla Darra Halldórssonar, Gogh syndrome-Technoballet í E- dúr. Ólafur Jóhannesson leikstýrði hinum ljóðræna Engli no. 5503288 sem lenti í öðru sæti en það var kvikmyndin Georg: Lifandi lag, háðsk „heimildamynd" um nokkra karaoke-söngvara í Kaupmanna- höfn, sem bar sigur úr býtum en hún er samvinnuverkefni Hafsteins G. Sigurðssonar, Halldórs V. Sveins- sonar og Kristjáns L. Pálssonar sem kalla sig Lort. Þá voru veitt áhorf- endaverðlaun DV og hlaut Grímur Hákonarson þau fyrir myndina, Efnisleg ást, og er þar um að ræða nýja sýn á skyndikynni í Reykjavík- urborg. Að endingu var sigurmynd- in sýnd á ný og var klappað vel og duglega að henni lokinni. Kristján L. Pálsson, Hafstelnn G. Sigurðsson og Halldór V. Sveinsson voru að vonum ánægðir með fyrsta sætiö. Ragnar Santos og Olafur Johannesson hlutu 2. verðlaun fyrir myndina Engill no. 5503288. Ómar Öm Hauksson og Gísli Darri Halldórsson taka vlð verðlaunafé fyrir þrlðja sætið úr hendi Ingibjargar Stefánsdóttur. Samvöröur 2000: Umfangsmikil fjölþjóð- leg almannavarnaæfing Almannavamaæfingin Samvörður 2000, undir stjórn Almannavama Rík- isins, fer fram 7.-12. júní. Þetta er í annað sinn sem haldin er æfing undir nafninu Samvörður en sú fyrsta fór fram árið 1997. Æfðar verða björgun- araðgerðir úr hafsnauð en skólaskipið Sæbjörg, sem margir muna eflaust eft- ir sem gömlu Akraborginni, verður í hlutverki skemmtiferðaskips. Ætlun- in er að bjarga 300 manns frá borði og hlynna að þeim í landi eftir þörf- um. Æfingin kemur inn á ýmis atriði, svo sem slökkvistarf, reykköfun, aðhlynningu og um- önnun slasaðra, varúðarráðstaf- anir vegna eiturefna og fleira. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem æfð er björgun úr skemmti- ferðaskipi hér við land en hingað til lands koma árlega um 60 skemmtiferðaskip. í þágu friðar Samvarðaræfingarnar eru friðarsamstarfsæfingar og haldn- ar undir merkjum Samstarfs í þágu friðar en markmiðið er að bæta og styrkja samstarf á milli herja og borgaralegra stofnanna ríkja Atlantshafsbandalagsins og samstarfsrikja þess. Alls er gert ráð fyrir þátttöku 17 ríkja í Sam- verði 2000 en það eru Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Egypta- land, Grikkland, írland, ísland, Ítalía, Króatia, Noregur, Litháen, Pólland, Rússland, Svlþjóð og Þýskaland. Æf- ingunni verður skipt niður í þrjá hluta. Fyrst verður svokölluð mál- stofa en þar fara fram umræður um björgun til sjós og er aðgangur að mál- stofu ókeypis og öllum heimill. Næst er sjálf vettvangsæfingin þar sem björgunaraðgerðir munu æfðar og loks verður svokallaður lærdómsdag- ur þar sem farið verður yfir aðgerðir og skoðað hvað hefði mátt fara betur. Þau lönd er taka þátt í sjálfri vett- vangsæfingunni eru ísland, Bandarík- in, Danmörk, Eistland, Litháen, Pólland og Rússland. Varpað úr flugvél Þann 7. júní gefst aknenningi kost- ur á að líta augum hluta af þeim tækjabúnaði er notaður verður í æfingunni en hann verður til sýnis á Hafnarbakkanum í Reykjavík og í skýli Landhelgis- gæslunnar við Reykjavíkurflug- völl. Meðal þess tækjabúnaðar sem aðrar þjóðir leggja til verða þyrlur, herflugvélar, léttabátar, 30-50 fermetra sjúkratjöld, með fullkominni aðstöðu til skurðað- gerða, og fleira. Ýmislegt óvenjulegt mun bera fyrir augu í æfingunni og sem dæmi má nefna að laugardaginn 10. júní mun rússneskum neyðarspítala varpað úr herflugvél, bæði starfsliði og búnaði. AIls taka tæplega 1400 manns þátt í æfingunni og þar af verða um það bil 800 íslendingar en aðrir frá varnarliðinu og hin- um þátttökulöndunum. DV-MYND TEITUR Fer meö æfingarstjórn Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Aimanna- varna, mun stjórna æfingunni Samvöröur 2000. Þetta fjölþjóðalið er allt til sölu fyrir EM 2000. Liðið er þannig samsett að hvert tæki er öðru betra og þau bestu er búin þvílíkri tækni að SHARR 70ES04 28" 49.900 kr. stgr. 70ES16 28" 100Hz 69.900 kr. stgr. £u OR unun er að horfa á. ffií'. 74F89 29" 100HZ 99.900 kr. stgr Komið þið bara og sjáið hvað þau ger< i Þetta eru allt topptæki - það er enginn þetta vel. afgangur af því. Pizzaveisla fylgir öllum sjónvarpstækium meðan EM 2000 stendur yfir Little Caesars EKD 14“ 14.900 kr. stgr 20" 19.500 kr. stgr 21" Nicam 25.900 kr. stgr 28" Nicam 36.500 kr. stgr LOEWE. Planus 29" 149.900 kr. stgr Planus 32" 188.900 kr. stgr B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.