Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 I>V 9 Fréttir Þúsund ára kristni minnst á Laugarvatni: Austurland: Stórt hlutverk í Framsókn tapar forystu til sam- starfsflokksins — í skoðanakönnun DV, EGILSSTODUM: Fylgið er að hrynja af Framsókn í Austurlandskjördæmi. Samkvæmt könnun sem Rannsóknastofnun Há- skólans á Akureyri gerði í apríl sl. hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú tek- ið forystuna i kjördæmi utanríkis- ráðherra. Spurt var: Ef kosið yrði til Al- þingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? í könnuninni mælist Sjálf- stæðisflokkur með 37% atkvæða, hefur aukiö fylgi um 11%. Fram- sóknarflokkur hefur 30%, tapar 8%. Aðrir flokkar eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Karlar styðja Sjálfstæðisflokkinn fremur en kon- ur en þær velja fremur Samfylking- una og Vinstri græna. Þá er og áber- andi að eldra fólk styður Framsókn á meðan yngra fólk fylkir sér um Sjálfstæðisflokkinn. Um þriðjungur svarenda voru óákveðnir og 10% neituðu að svara. Þá var einnig spurt um fylgi við ríkisstjómina. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu er fylgi við hana 67% en það er nákvæmlega fylgið við stjórnarflokkana. Fylgi var flokkað eftir aldri, menntun og búsetu og kom í ljós að allir þessir hópar voru að meirihluta fylgjandi ríkisstjórninni nema háskólamennt- að fólk. Þar var andstaða gegn stjóminni greinileg. -SB Bíll valt við Úlfljótsvatn Fimm Danir sluppu nær ómeidd- ir úr bílveltu við Úlfljótsvatn i Grafningi í gærmorgun þegar bíll- inn fór þar út af veginum. Bíllinn, sem er bilaleigubíll úr Reykjavík, er gjörónýtur. Farið var með fólkið á Heilbrigðisstofnunina á Selfossi og var ekkert þeirra al- varlega slasað. -SMK Nýtt safnahús rís með ógnarhraða DV, AKRANESI: Hafin er bygging nýs safnahúss á Akranesi sem ætlunin er að hýsi Steinaríki íslands, Hvalfjarðar- gangasafn, safn Landmælinga ís- lands og íþróttasafn/knattspyrnu- safn. Auk þess verður í húsinu veit- ingastofa fyrir öU söfnin. Með þess- ari byggingu verða 5 söfn innan Byggðasafnsins og vonast er tU að með því verði tU sýningarsvæöi sem getur höfðað tU flestra. Það eru eigendur Byggðasafnsins í Görðum sem standa að bygging- unni en þeir eru Akraneskaupstað- ur og hrepparnir fjórir sunnan Skarðsheiðar. Gert er ráð fyrir að húsið verði opnað almenningi í september. -DVÓ Fjöidi fólks staðfesti skírnarsáttmála sinn á hátíðlnni Hér staöfestir Kristinn Kristmundsson skólameistari skírnarsáttmála sinn meö vatni úr lauginni i skál úr hendi Úlfars Guömundssonar, prófasts Árnesinga. ina sjálfa, hún var könnuð sérstak- lega og hleðsla hennar var lítiUega löguð með það í huga að líklega sé laugin í þeirri mynd sem líklegast er að hún hafi lengst um verið. Þá var landslagsarkitekt fenginn tU að gera tiUögu að hönnun og skipulagi svæðisins með það í huga að þar verði góð og faUeg aðkoma. Laug- vetningar eru vissir um að þessi sögufrægi staður eigi eftir að draga að sér ferðamenn í æ ríkara mæli með sívaxandi umferð innlendra og erlendra feröamanna. -NH. Frumsamin Ijóð Rósa B. Blöndals, skáldkona og fyrrverandi prestsfrú á Mosfelli, flutti tvö frumsamin Ijóö í tilefni dagsins. Fögur tónlist Þaö var ekki komiö aö tómum kofunum hjá ungum Sunnlendingum sem fluttu fallega kirkjutónlist. Tónlistarlíf í Sunnlendingafjóröungi ergreinilega meö miklum blóma, efnilegir einleikarar og fallegar söngraddir. DV-MYND DANIEl V. ÓLAFSSON Eltthvað við allra hæfi Unniö viö byggingu nýs safnahúss á Akranesi. Þar veröa fimm söfn undir einu þaki og allir ættu aö finna þar eitthvaö viö sitt hæfi næsta haust þegar til stendur aö opna söfnin. kristnisögimni - skírt í Vígðulaug við upphaf kristni - þar voru lík Jóns biskups Arasonar og sona hans þvegin DV, SELFOSSI:_____________________ A uppstigningardag var haldin hátíðarsamkoma við Vígðulaug á Laugarvatni í tUefni af 1000 ára kristni á Islandi. Á samkomunni fluttu Guðmundur Rafnar Valtýsson og Kristinn Kristmundsson, skóla- meistari menntaskólans, ávörp í tU- efni dagsins. Kirkjukór MosfeUs- prestakaUs söng undir stjórn Mar- grétar S. Stefánsdóttur. Þá voru þrjú börn skírð úr vatni Vígðulaug- ar af séra Rúnari Þór EgUssyni. Gestir á hátíðarsamkomunni gátu einnig endumýjað skímarsáttmála sinn, stærstur hluti samkomugesta tók boðinu og helgaði sig úr vatni Vígðulaugar. Vígðcdaug hefur sterklega komið við sögu islensku kirkjunnar á þeim þúsund árum sem kristinn siður hefur ríkt hér á landi. „í kristni- sögu, sem öruggt er að hafi verið skrifuð á þrettánu öld, er sú sögn að við kristnitökuna árið 1000 hafi, eins og það er orðað, Norðlendingar og Sunnlendingar verið skírðir í Reykjalaug í Laugardal af því þeir vildu ekki fara í kalt vatn. Og þaö er öruggt að annarri laug hér í Laugar- dal er ekki til að dreifa en þessari, þó að nafnið Reykjalaug hafi ekki haldist lengi á henni,“ sagði Krist- inn Kristmundsson, skólameistari á Laugarvatni. Að menn létu skírast í lauginni við kristnitöku er ekki eina aðkoma hennar að kristnisögu þjóðarinnar. Þegar lik Jóns biskups Arasonar og sona hans voru flutt norður í land vorið 1551 voru þau þvegin úr vatni laugarinnar. „Þeir höfðu, eins og kunnugt er, verið hálshöggnir i Skálholti haust- ið áður, þann 7. nóvember. Stein- arnir hjá lauginni heita líkasteinar og þaö styður þá sögn að líkbörur þeirra feðganna hafi verið lagðar á steinana því að við laugina var, eins DVA1YNDIR NJÖRÐUR HELGASON Skírn í Vígöulaug Rúnar Þór Egilsson skíröi þrjú börn úr vatni Vígöulaugar á hátíöarsamkomunni. og segir í biskupaannálum, búið um þá til fulls áður en likfylgdin norð- ur hófst. Það er einmitt fræg líkfylgd, ekki síst vegna þess að þegar hún kom austur í Vatnsskarð og sá til heim til Hóla þá tók stærsta klukkan í Hóladómkirkju, Líkaböng, að hringja sjálf og hún hringdi þangað til að hún rifnaði að því að sagt er. Sem sagt laugin kemur inn í þessa tvo sögulegu stóratburði íslandssög- unnar, kristnitökunna árið 1000 og siðaskiptin 1550, þar er hún í aðal- hlutverki,“ sagði Kristinn Krist- mundsson. Umhverfi Vígðulaugar og laugin sjálf hafa verið lagfærð á síðustu árum. Samkvæmt tillögum forn- leifafræðings var lítið átt við laug-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.