Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNl 2000 27 Útgáfufólag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Augiýsingastjórí: Páll Þorsteinsson Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Burðarþol er ekki allt Mannvirki á Suðurlandi stóðust jarðskjálftann á laugar- daginn. Þök féllu ekki og veggir stóðu uppi, þótt sumir færðust til. Þetta góða burðarþol er mikil framför ífá ár- inu 1896, þegar 3692 hús hrundu á Suðurlandi, og sýnir, að menn hafa lært nokkuð af reynslu fyrri jarðskjálfta. Hins vegar kom í ljós, að frágangur húsa á svæðinu var í mörgum tilvikum mun lakari en burðarþolið. Hlaðnir veggir reyndust vera spilaborgir, svo sem búast mátti við. Þeir hrundu, þótt húsin stæðu að öðru leyti uppi. í sum- um tilvikum féllu vikurplötur ofan í rúm. Jarðskjálftinn varð sem betur fer á miðjum degi. Að næturlagi hefði hann getað valdið slysum á sofandi fólki og jafnvel manntjóni. Okkur ber að læra af þessari heppni og finna leiðir til að ganga betur frá húsum. Ekki er nóg, að burðarþol burðarveggja fari eftir reglugerðum. Það sýnir andvaraleysi manna á fyrri áratugum, að eitt af hverjum tíu húsum á Suðurlandi er hlaðið úr holsteini, þótt alla öldina hafi verið vitað, að reikna má með sjö stiga jarðskjálftum á svæðinu. Þetta er svipuð fásinna og smíði ibúða á þekktum skriðu- og snjóflóðasvæðum. Síðan farið var að smíða reglugerðir um burðarþol hafa menn haldið áfram að reisa milliveggi úr léttum steinhell- um, sem reistar eru á rönd. Slíkar hleðslur hafa auðvitað engan burð og eru hrein manndrápstæki í jarðskjálftum. Þær hefði skilyrðislaust átt að banna fyrir löngu. Betra er seint en aldrei að gefa út reglugerð um frágang húsa á skjálftasvæðum. Þegar hafizt verður handa við að lagfæra tjón og greiða það af sameiginlegu tryggingafé, er mikilvægt, að ekki verði gengið aftur frá húsum á sama vonlausa háttinn og hingað til hefur verið leyft. Flest brýnustu öryggistækin stóðust skjálftann á laug- ardaginn, þar með taldar brýr og leiðslur, aðrar en hita- veitur. Símstöðvar og bílsímastöðvar stóðust vandann, en gemsastöðvar fóru sumar hverjar úr sambandi um tíma. Alvarlegast var, að FM-útvarp lokaðist í hálftíma. FM-útvarpið á Suðurlandi kemur frá sendi í Vest- mannaeyjum, þar sem vararafstöð var svo illa og aulalega búin, að hún tók ekki við af aðalrafstöðinni fyrr en eftir rúmlega hálftima hlé. Þetta er eitt af því, sem snarlega þarf að kippa í liðinn að fenginni reynslu. Ríkissjónvarpið staðfesti veruleikafirringu sina með því að sýna boltaleiki, þegar þjóðin þurfti á fréttum að halda. En það gerði ekki mikið til, því að þjóðin hefur lært að venjast því, að vegna boltafíknar segi sú stofnun ekki einu sinni fréttir á hefðbundnum fréttatimum. Jarðskjálftinn á laugardaginn var 6,5 stig á Richter og segir ekki fyrir um, hvað muni gerast við 7 stiga skjálfta eins og urðu árin 1896 og 1912. Munurinn á 6,5 og 7 er margfaldur á kvarðanum, sem notaður er. Þetta var því alls ekki hinn margumtalaði Suðurlandsskjálfti. Því er ekki hægt að fullyrða, að þau öryggisatriði, sem stóðust þennan skjálfta, muni einnig standast mestu skjálfta, sem samkvæmt reynslunni geta orðið á þessu svæði. En við vitum, að það, sem brást, muni einnig bregðast í meiri skjálfta, ef ekkert verður að gert. Þótt mörgmn finnist tjónið hafa orðið mikið og það muni vafalaust nema háum fjárhæðum, þegar allt verður saman talið, má kalla þetta fremur ódýra viðvörun um, að einblínt hafi verið á burðarþol mannvirkja, en síður hug- að að öðrum atriðum, sem hættuleg geta verið. Fyrir tveimur árum sinntu heimamenn lítt úttekt Verk- fræðistofnunar Háskólans á stöðu mála. Jarðskjálftinn á laugardaginn ætti að geta vakið þá til verka. Jónas Kristjánsson I>V Skoðurí Hlutleysi - óraunhæf draumsýn Fyrir allnokkru sat ég fund um vamarmál þjóðar- innar sem haldinn var af SVS og Varðbergi. Fundur- inn komst í fréttimar aðal- lega af þeim sökum að á meðal framsögumanna var Steingrímur J. Sigfússon, en vinstrimenn eru fremur fátíðir gestir hjá samtökun- um sem ég nefndi að ofan. Auðvelt fórnarlamb Á fundinum var ýmislegt rætt og þótti mér margt æði fróðlegt. Framsögumenn komu vel undirbúnir og fluttu góð erindi. Fljótlega myndaðist nokkur gjá á milli skoðana meginþorra fund- armanna annars vegar og Steingríms hins vegar. Steingrímur taldi æski- legast, að minnsta kosti í framtíð- inni, að ísland væri hlutlaust og tæki ekki þátt í hemaðarbandalögum. Fundarmenn virtust hins vegar á þeirri skoðun að hlutleysi íslands væri draumsýn sem væri með öllu óraunhæf. Um leið og ísland yrði hlutlaust yrði það auðvelt fómar- lamb sterkari þjóða. Þetta rökstuddu menn með góðum rökum, reynsl- unni. Island var hlut- laust fyrir stríð og því gat hvaða ríki sem var, í því tilfelli Bretland, hemumið landið. Ég er ósammáia báð- um aöilum. Vissulega fellst ég á rökin um að hlutleysið sé óraunhæft en það er aukaatriði því ég fellst ekki á þá for- sendu sem báðir aðilar gáfu sér - að hlutlaust ísland, ef þaö væri framkvæmanlegt, væri eftirsótt markmið. Hlut- leysi landsins er í mínum huga ekki óraunhæf draumsýn heldur óraimhæf martröð. Geta Svíar hreykt sér? Hvað er svona stórkostlegt við það að taka ekki afstöðu? Hvers vegna líta menn það alltaf girnd- araugum að geta setiö hjá þegar þjóðir heimsins þurfa að grípa til aðgerða gegn ofbeldi? Er hlut- leysi Svía í seinni heimsstyrjöld- inni t.d. eitthvað sem Svíar geta hreykt sér af? Af og frá. Það er ekkert aðdáunarvert við það að Hafsteinn Þór Hauksson laganemi „Island á aldrei að verða hlutlaust í vamarmálum. Það á að taka skýra afstöðu með lýðrœðinu og með frelsinu. Og í hvert sinn sem ráðist er gegn þessum sjálfsögðu réttindum og þau brotin á ísland að styðja aðgerðir frelsinu til vamar.“- Sam- vörður 2000 við œfingar á íslandi. sitja hjá þegar þjóðir heimsins eru beittar ofbeldi og kúgun. í mínum huga ættu Svíar ekki að hreykja sér af því að hafa horft aðgerðalausir á nágranna sína svipta sjálfstæði og frelsi af hin- um nasísku harðstjómm. ísland á aldrei að verða hlut- laust í varnarmálum. Það á að taka skýra afstöðu með lýðræð- inu og með frelsinu. Og í hvert sinn sem ráðist er gegn þessum sjálfsögðu réttindum og þau brotin á ísland að styðja aðgerð- ir frelsinu til varnar. Ekki ill nauðsyn Ég lit ekki á veru íslands í NATO sem illa nauðsyn. Mig dreymir ekki um að þjóðin kom- ist einhvem tímann út úr þeim félagsskap. Ég lít á NATO sem sjálfsagðan vettvang þjóðarinnar til þess aö framfylgja stefnu sinni - þeirri stefnu að þegar ráðist er gegn lýðræðinu og sak- laust fólk kúgað af harðstjórum muni ísland ekki vera hlutlaust og horfa aðgerðalaust á heldur taka afstöðu og fylgja henni eftir. Hafsteinn Þór Hauksson Menningartengsl Island á marga frábæra einstak- linga sem gert hafa garðinn frægan með störfum sínum og framlagi til menninga og vísinda. Enn er þjóðin í sjöunda himni yfir afrekum söng- konunnar Bjarkar og dáist að kon- unni sem er trú rödd hjarta síns og hefur með tónlist sinni skipað sér í fremstu röð listamanna í heiminum. Þessi afburða listakona vann á dög- unum enn einn sigurinn með leik sínum í myndinni Myrkradansinn og hlaut Gullpálmann sem er ein æðsta viðurkenning sem veitt er á sviði leiklist- ar i heiminum. Frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands árin 1980 til 1996 bar hróður lands og þjóðar um víða veröld. Ást hennar á islenskri tungu og menningu, virðing hennar fyrir landinu sjálfu og þjóð- inni sem það býr kom fram i hverri ræðu hennar og rit- uðu máli. Frú Vigdís opnaði margar dyr og var ötul og farsæl í embættistíð sinni. Lítil þjóð út við nyrsta haf fékk að baða sig í ljóma sem fylgdi nafni hennar og var sama hve langt að heiman leiðin lá allir vissu að forseti Islands var kon- an frú Vigdís Finnbogadóttir. Þótt frú Vigdís hafi lokið gifturík- um starfsdegi sem forseti íslenska lýðveldisins er ekki þar með sagt að hún sé sest í helgan stein. Öðru nær. Mér gafst tækifæri á að ræða við frú Vigdísi á dögunum og komst þá að þvi mér til undrunar hve önnum kafln hún er. Hún er eftirsótt og glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar sem kemur víða fram. Hún ver tíma sín- um til að viðhalda tengslum sem tví- mælalaust eru þjóð hennar til heilla. - Hvar sem hún kemur fram kemur hún fram sem íslendingur. Þýðingarmikil söluvara í Reykjavík er haldin vegleg lista- hátíð annað hvert ár og í ár er Reykjavík meira að segja ein af menningarborgum Evrópu. Hver hst- viðburðurinn öðrum glæsilegri ber fyrir augu og okkar frægasti dansari, Helgi Tómasson stjómandi San Francisco ballettsins steig á Qalir Borgarleikhússins með hóp sinn sem dansaði Svanavatnið fyrir þakkláta áhorfendur. I sumar verður kristnitökuhátíð á Þingvöll- um og landafunda er minnst í Ameríku. Vinna við að kynna menningarborgina erlendis er gifurleg, en hefur skilað sér í mjög auknum áhuga á landinu og þjóðinni sem þar býr. Sá er lika tilgang- urinn því menning er þýð- ingarmikil söluvara. En það vakna ýmsar spumingar, vitandi það að fleiri þjóðir eiga sér foma menningu og fljótt fennir í sporin. Hvemig verður fylgt eftir því mikla brautryðjendastarfi sem unnið er viö að gera Reykjavík að menn- ingarborg Evrópu? Verður kynning- arstofan sem nú er starfrækt opin áfram? Kemur hún til með að hafa á að skipa starfsfólki sem á faglegum grundvelli sér um að koma íslensku listafólki á framfæri og fá til lands- ins erlenda listamenn? Árið 2000 líður í aldanna skaut, en fólk mun búa áfram í þessu landi. Gera embættis- og yfirmenn þjóðar- innar sér grein fyrir því hve verð- mæt hverskonar kynningarstörf em fyrir okkur öll? Ber þjóðin gæfu til aö meta og vemda þau menningartengsl sem afl- ast með störfum fyrrverandi forseta okkar frú Vigdísar Finnbogadóttur? Verum vakandi. Hlúum að þeim verðmætum sem við eigum í þegn- um og menningu landsins. Hugsum til framtíðar. Gunnhildur Hrólfsdóttir Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti íslands. - „Hún er eftirsótt og glœsilegur fulltrúi þjóðarinnar sem kemur víða fram. Hún ver tíma sínum til að viðhalda tengslum sem tvímœlalaust eru þjóð hennar til heilla. - Hvar sem hún kemurfram kemur hún fram sem íslendingur.“ Með og á móti íwsítw samkomum? Ekkert áfengi í íþróttamannvirkjum Frelsi er til góðs j Mér finnst þetta fara eftir tilefn- H inu. Aldurssam- setning skiptir máli, staðsetning, tími, aðstæður til löggæslu á svæðinu og hvemig annarri gæslu á svæðinu er háttað. Yfirleitt er ég t.d. andvíg því að leyfa áfengissölu í íþrótta- mannvirkjum. Samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar og Akureyrar eru tækifæris- leyfi ekki veitt í íþróttamannvirkjum í tengslum við íþróttaviðburði. Þar Þorgerður Ragnarsdóttir hjá Áfengis- varnarráöi segir ekkert um það þegar notast er við íþróttamann- virki fyrir annars konar skemmtanir. Það gerir málið flóknara. Ef ákveðið er að leyfa áfengisveitingar við slíkar aðstæður ætti t.d. að setja aldurstakmark um inn- göngu. Þar ættu böm og ung- lingar ekki að vera á ferli nema í fylgd með fullorðnum. Reglur hafa hins vegar lítið að segja ef þeim er ekki fylgt eftir af lögreglu og ábyrgum leyfis- höfum. rÁfengi er lögleg söluvara á íslandi og allir eldri en 20 ára mega neyta þess. Að stjómvöld banni sölu áfengra drykkja á samkom- um fullorðinna er að mínu mati forræðishyggja af verstu sort. íslendingar hafa sopið r brjóstbirtuna á ýmsum sam- komum, eins og í göngum og réttum, um aldir og á þessi þjóðlegi siður jafnt erindi við jarm Elton Johns Björgvin Guötnundsson eins og sauökindarinnar. Vínmenningin þarf líka að breytast og hefur þessi for- ræðishyggja meðal annars valdið því að landinn hefur þurft að þjóra landa og brennivín vegna banns við sölu bjórs hér í áratugi og fáranlegs opnunartíma ÁTVR. Frelsi í þessum mál- um er tfl góðs eins og í öllum öðrum málum. -HT Á tónleikum Elton John og á Tónlistarhátíö Reykjavíkur var leyft aö selja áfengl á svæðinu. Þetta er nýmæli á opinberum samkomum og ekki eru allir á eitt sáttlr með þessa þróun. Ummæli Skólagjöld og jafnrétti „Jafnrétti felst ekki síst í því að bjóða sem flestum góð og jafngOd tækifæri. Ef unnt er að fjölga þessum tæki- færum með því að innleiða skólagjöld er þá ekki verið að auka jafnrétti? Alþingi samþykkti frumvarp mitt tO nýrra háskólalaga samhljóða en þar er gert ráð fyrir einkaskólum, sem starfa m.a. á þeirri forsendu að innheimta skólagjöld. Aðsókn að þess- um skólum hefur aldrei verið meiri en einmitt á þessu vori, sem sýnir, að nemendur kunna vel að meta þessi nýju tækifæri." Björn Bjarnason menntamálaráðherra í viötali í Degi 17. júnl. Hæfileikar oj „Ég kýs nú að líta svo á, að feriU ein- staklings innan fyrir- tækis ráðist af hæfi- leikum hans, og kannski að einhverju leyti heppni, frekar en kynferði.... Hlutur kvenna hefur verið of lítOl í íslensku viðskiptalífi og er enn. Kannski vegna þess að stjómendur fyrirtækja eru flestir á miðjum aldri og menntuðu sig á þeim tíma þegar andinn var ann- ar og konur stóðu körlum ekki jafn- fætis hvað menntun varðar." Sigriöur Hrólfsdóttir, framkvstj. hjá Eimskip, I Mbl. 17. júnl. Skólagjöld viö Háskólann „Það þarf kannski ekki að koma á óvart þótt virkir sjálfstæðis- menn telji það ekki ffágangssök að tekin verði upp skólagjöld við háskólann. Hin pólitíska hugmynda- fræði þeirra býöur einfaldlega upp á slíkar útfærslur, þótt vissulega hafi sjálfstæðismenn verið mikOvægur hluti þjóðarsáttarinnar sem hér hefur ríkt áratugum saman um að mögu- leikar manna tO æðri menntunar ættu að vera jafnir." Birgir Guömundsson aöstoöarritstj. I Degi 17. júnl. S j álf stæðisbaráttan „Saga sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á 20. öldinni er ekki bara saga atburð- anna. Hún er líka saga einstaklinganna sem komu við sögu og ekki bara þeirra einstaklinga, sem vom þátttakendur í stjómmálabaráttunni, sem leiddi tO sjálfstæðis okkar heldur líka saga þeirra sem sköpuðu þá menningararf- leifð sem íslendingar 20. aldarinnar skOja eftir sig og em ríkur þáttur í ímynd okkar sem sjálfstæðrar þjóðar." Úr forystugrein Mbl. 17. júnl. heppni L2 ITQ F &JOVTRJ . HLI-E7JNF?, 31% FELLCJR' SLVf'SHÖT TJL ^ . KVÆMT &RLLU91 Maðkur í mysunni Vonbrigði, aftur vonbrigði og enn meiri vonbrigði hafa verið viðbrögð ýmissa aðila við nýjum tiflögum Haf- rannsóknastofnunar um aflamark næsta fiskveiðiárs þar sem gert er ráð fyrir verulegum samdrætti botn- fiskveiða frá fyrri horfum. Viðbrögð- in eru skiljanleg í ljósi þess að flest- ir áttu von á auknum aflaheimOdum og að á þriðja áratug hafa veiðar ver- ið takmarkaðar með einum eða öðr- um hætti svo sem skrapdagakerfi, sóknarmarki og aflamarkskerfi. Mismunandi kerfi Þessar aðferðir hafa haft það að markmiði að koma í veg fyrir að veiðar íslendinga sem eiga aflt sitt meira og minna undir fiskveiðum lentu í sama fari og veiðar ýmissa annarra þjóða s.s. Kanadamanna við Nýfundnaland, veiðar I Norðursjó, Eystrasalti og nú síðast í Barentshafi þar sem orð eins og hrun eru ekki flokkuð sem svartagaUsraus. Á skrapdagakerfi og sóknarkerfi hafa verið taldir ýmsir meinbugir sem leiði einkum til sóunar þar sem kapphlaup sé um veiðar og tOhneig- ing tO að afkastageta veiða og vinnslu vaxi úr hófi fram með þeim afleiðingum að fyrirtæki berjist í bökkum og bönkum eins og haft hef- ir verið að orði. Á margan hátt ann- an hafa veiðar verið takmarkaðar. Nægir að nefna hömlur á lengd skipa eða stærð sem heimOt er að fiska innan ákveðinnar fjarlægðar frá landi. einnig takmörkun Slíkar aðgerðir hafa iðu- lega leitt tO hinna furðuleg- ustu undanbragða þegar reynt er af fremsta megni að sniðganga reglur. Hafa slik brögð oftar en ekki bitnað á öryggi skipa og sjófæmi þar sem rými hafa verið opnuð tO að ná niður mælingu og skorið framan af stefni. Árstíðabundnar lokanir svæða, reglur um bann við notkun ákveðinna veiðarfæra og hömlur á ástimplað afla skipa eru þekktar aðferðir við sóknar í fiskstofna. Þessum aðferðum hefir gjarnan verið beitt samhliða almennum sóknartakmörkunum. Aflamarks- reglan er talin hafa þá kosti, sé aflt með feUdu, að stuðla að vemdun og skynsamlegri nýtingu fiskstofna samhliða því að styrkja rekstur fyr- irtækja greinarinnar þar sem ákveðnum óvissuþætti er eytt í rekstri þeirra. Stjómir útgerða búa því yfir meiri vissu um væntanlegt magn afurða og aðfanga og geta því gengið að því sem gefnum hlut að fyrirtækin fá ákveðið aflamagn til vinnslu á tOteknum tíma. Á að taka skellinn allan? Nú hefir það hins vegar gerst að fiskifræðingar Hafrannsóknastofn- unar telja sig hafa ofmetið stærð ým- issa fiskstofna og því sé þörf á að minnka veiðar nokkurra fiskteg- Kristjón Kolbeins viöskiptafræöingur geta unda verulega frá fyrra fiskveiðiári. Sannast nú hið fornkveðna að mannlegt sé að skjátlast og að aflir eigi leiðréttingu orða sinna nema presturinn í stólnum. Óvissa aflamarkskerfis- ins er því fyrir hendi engu^ síður en annarra kerfa sem notuð hafa verið við tak- mörkum sóknar og úthlut- un sóknarfæra. AUur rekst- _ ur býr við óöryggi þar sem breytingar rekstrarskilyrða orðið með ófyrirsjáanlegum hætti. Á það jafnt við um breytingar verðs afurða og aðfangaverðs sem fyrirtækin þurfa vegna rekstrar síns og aörar aðstæður markaðar. Þótt aflamarkskerfi sem byggir á fiskveiðidánartölu sóknar sé að grunni tO reist á einfaldri stærð- fræði sé ekki um markstofna líkön að ræða er erfitt að taka tOlit tO breytinga ytri skOyrða svo sem um- hverfisþátta. sem orsakað geta skekkjur í mati stofnstærðar. '4- Eins og nú er ástatt viöist þó full ástæða tO að haldið verði fast við efri mörk núverandi aflareglu þar sem eftirgjöf gæti leitt til varanlegr- ar brenglunar hennar. Athugandi er þó hvort ekki ætti að taka skeUinn til fuUs og lækka hana niður á stig kjörsóknar vegna langtímahags- muna, samhliða því að kannað verði hvað hafi í raun farið úrskeiðis á aldarfjórðungi. Kristjón Kolbeins „Eins og nú er ástatt virðist þó full ástœða til að haldið verði fast við efri mörk núver- andi aflareglu þar sem eftirgjöf gæti leitt til vararilegrar brenglunar hennar. Athugandi er þó hvort ekki œtti að taka skellinn til fulls og lœkka hana niður á stig kjörsóknar....“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.