Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
DV
Fréttir
Mörg hús á Hellu stórskemmd eftir hamfarirnar:
Yfir 30 hús óíbúðarhæf
eða mikið skemmd
Ekki er óvarlegt að áætla að
yfir 30 hús séu afar illa farin eða
óíbúðarhæf á Hellu eftir jarð-
skjálftann á laugardag. DV gerði
úrtak á húsum á svæðinu og
komst að því að 21 hús er mjög
iila farið eða óíbúðarhæft. Bygg-
ingarfulltrúi vesturhluta Rangár-
vallasýslu, Sigbjörn Jónsson, hef-
ur einnig kannaö skemmdir á
svæðinu og telur að um 11 hús séu
óíbúðarhæf og að auki séu um 20
hús sem þurfi að laga. Hann vildi
þó ekki gefa DV upplýsingar um
þau hús sem talin eru mikið
skemmd eða óíbúðarhæf.
„Það eru upplýsingar sem mér
er ekki heimilt að gefa upp. Tölu-
vert er um að hús séu skemmd
eða algjörlega óíbúðarhæf. Einnig
eru til hús sem fólk vill einfald-
lega ekki búa í lengur - ekki
vegna skemmda heldur af ótta við
annan jarðskjálfta."
Sigbjöm vildi ekki kannast við
að skýrslu sem hafði verið gerð
um ástand húsa á Suðurlandi
hefði verið stungið undir stól af
ótta við fall á fasteignaverði.
„Sú skýrsla var eingöngu byggð
á úrtaki sem gert var á hverjum
stað fyrir sig og er vonlaust að al-
hæfa nokkuð út frá henni. Mörg af
þeim húsum sem hér eru voru
byggð fyrir 1978 en þá var bygging-
arlöggjöf fyrir allt landið sam-
þykkt. Mörg þeirra húsa sem voru
reist fyrir 1978 voru því miður
ekki nægilega vel byggð - en mörg
voru ákaflega vel byggð og standa
enn og munu standa um ókomna
tið. Innveggir í mörgum húsum
virðast líka hafa farið illa. Þá
stendur húsið sjálft heilt en inn-
veggimir hafa verið hlaðnir og því
ekki þolað mikinn kipp.“
En hvernig eru hús sveitar-
stjórnarinnar?
„Mér hefur ekki gefist tími til
þess að fullkanna það enn þá en
það íitla sem ég hef skoðað virðist
vera í góðu lagi,“ sagði Sigbjörn
Jónsson byggingarfulltrúi. -ÓRV
Ekki óvarlegt aö áætla 100 milljóna króna tap:
6 mánuðir í
að allt komist
í fyrra horf
- segir Ragnar Pálsson, glerverksmiðjunni Samverki
„Við munum væntanlega ekki ná
upp fyrri framleiðslugetu fyrr en eft-
ir nokkrar vikur eða mánuði," sagði
Ragnar Pálsson, framkvæmdarstjóri
glerverksmiðjunnar Samverks, með-
an á hreinsun stóð í gær.
„Það sem við óttumst kannski helst
er að eitthvað af vélunum kunni að
hafa skemmst og þá þurfum við að
láta senda eftir varahlutum til Ítalíu
eða Þýskalands. Það á líklega eftir að
taka um viku að hreinsa upp héma í
verksmiðjunni og þá getum við kann-
að skemmdir á vélunum okkar. Fyrst
um sinn munum við ekki geta sinnt
neinum framleiðslubeiðnum nema al-
gjömm neyðartilvikum."
Allt er á tjá og tundri í þessarri
elstu glerverksmiðju landsins.
Hætturnar á svona stað eru margar
og ef menn gæta sín ekki er voðinn
vís. Þetta sannreyndi blaðamaður
DV í gær með þeim afleiðingum að
sauma þurfti 13 spor í fót hans. Til
allrar hamingju hafa slysin ekki
orðið fleiri á þessum stað og átti
einn starfsmaður verksmiðjunnar
fótum fjör að launa þegar skjálftinn
reið yfir. Sá starfsmaður stökk upp
á glerskurðarborð verksmiðjunnar
á meðan gler allt í kringum hann
hrundi niður og mölbrotnaði.
-ÓRV
DV-MYND TEITUR
Tungufljótsbrú löskuð
Gamla brúin yfir Tungufljót hefur veriö lokuö síöan jaröskjálftinn sterki skók
landiö á laugardag en hún þykir ótrygg yfirferöar.
Ræðlr enn
Enn flæddi úr hita-
veitunni í Brautar-
holti á Skeiöum í
gærdag en eftir
skjálftann á laugar-
daginn upphófst
mikiö flóö heits
vatns úr
uppsprettunni.
DV-MYND TEITUR
DV-MYNDIR ÞÖK
100 milljónir í tap
Starfsmenn Samverks gera sig tilbúna til þess aö hreinsa upp glerbrot og
glerplötur sem höföu eyöilagst í skjálftanum um helgina.
Ekkert heilt
Tvær gröfur voru notaöar til þess aö ná upp glerinu sem brotnaöi í elstu gler-
verksmiöju landsins, Samverki.
EEŒSEí;
Umdeild tillaga
Búist er við að um-
deildasta mál á
næsta þingi Sam-
bands ungra fram-
sóknarmanna verði
tillaga um að ísland
sæki um aðild að
Evrópusambandinu.
Þingið verður haldið
að Hólum í Hjaltadal um næstu helgi.
Svo gæti farið að Halldór Ásgrímsson,
formaður Framsóknar, fengi áskorun
frá ungliðahreyfmgunni um aðild að
sambandinu. Dagur greindi frá.
Vextir hækka - króna styrkist
Krónan hækkaði um 0,46 prósent
í gær í kjölfar vaxtahækkunar
Seðlabankans um hálft prósentu-
stig, 50 punkta. í febrúar, þegar
vextir voru síðast hækkaðir - að-
eins um 30 punkta - styrktist gengi
krónunnar meira en nú hefur gerst.
Sumarexem rannsakað
Starfshópur á vegum landbúnaðar-
ráðuneytisins hefur lagt til að hafm
verði vinna við rannsóknarverkefni í
sumarexemi í hrossum. Heildarkostn-
aður við verkefnið er talinn nema um
82 milljónum króna. Sumarexem hef-
ur valdið hruni í útflutningi á íslensk-
um hrossum. RÚV greindi frá.
íslenskur knapi í keppnisbann
íslenskur hestamaður, sem keppti
undir áhrifúm áfengis á reiðmóti í
Nörrköbing í Svíþjóð, hefur verið
dæmdur í keppnisbann. Knapinn, sem
keppti í búningi félags tamninga-
manna, VEir áminntur fyrir grófa reið-
mennsku. Málið þykir síst til þess fall-
ið að bæta ímynd íslenskra hesta-
manna erlendis. Vísir.is greindi frá.
VIII hækkun
Helgi Hjörvar, for-
maður Félagsmála-
ráðs Reykjavíkur,
vill beita sér fyrir
hækkun félagslegra
lána til bammargra
flölskyldna. Helgi
segir þetta álit sitt í
kjölfar nýlegrar
ákvörðunar húsnæðisnefndar um
lækkun hámarks viðbótarláns í 25 pró-
sent af húsbréfaláni. Það þýðir að lán
til borgarbúa úr opinbera lánakerfmu
geta hæst orðið 8.025 þús. krónur. Dag-
ur greindi frá
Ráðist á íslendinga í Póllandi
Ráðist var á íslensk hjón á áttræðis-
aldri úr Kópavogi þegar þau voru á
ferði í Gdansk í Póllandi á flmmtudag
í síðustu viku. Árásarmennimir náðu
vegabréfúm hjónanna en aðeins jafn-
virði um 330 króna í peningum. Farið
var með Islendingana á sjúkrahús.
Maðurinn hafði hlotið áverka á öxl en
konan á auga. Fólkið var í skipulagðri
ferð með fleirum. Samkvæmt frétt
Mbl. lagði fólkið af stað til íslands í
gær.
íslenska skútan í forystu
Skútan Besta, sem er með íslenska
áhöfn, var í forystu í alþjóðlegu sigl-
ingakeppninni frá Paimpol i Frakk-
landi í gær. Ferðinni er heitið til
Reykjavíkur þar sem búist er við kepp-
endum næstkomandi sunnudag. 12 ís-
lendingar em í áhöfn Bestu en 13 skút-
ur taka þátt í keppninni. Vísir.is
greindi frá.
Kvarnaöist úr Alþingishúsinu
Þegar jarðskjálft-
inn stóri reið yfir á
laugardag kvamað-
ist úr lofti og veggj-
um Alþingishússins,
að sögn Friðriks
Ólafssonar, skrif-
stofústjóra Alþingis.
Þörf er á viðgerðum
á stöku stað í húsinu.
-ótt/JSS