Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Skoðun DV Áttu gæludýr? Kristinn Jónasson nemi: Ég á tvo hunda. Margrét Þorsteinsdóttir hárgreiðslumeistari: Nei, en dauölangar í hund og kött. Magnús Örn Helgason, 11 ára: Já, ég á páfagauk sem heitir Patti. Sigurður Jón Sigurðsson verkamaður: Nei, en ég átti kött og á aö vísu hest sem heitir ekki neitt og ég hef ekki séö í tvö ár. Edda Ýrr Einarsdóttir nemi: Nei, en systir mín á páfagauk sem heitir Djúsí. Kolbrún Halldórsdóttir nemi: Nei, en ég átti nú eitt sinn kanínu og gæti alveg hugsaö mér aö eignast hund. Ingólfur Hannesson, yflrmaður íþróttadeildar RUV. Setur viömæiendur sína ósjaldan í vandræöaiega stööu meö barnalegum spurningum. Euro 2000 og Ríki sútvarpið Helgi Frímannsson skrifar: Um þessar mundir fer fram Evr- ópumótið í knattspymu og hafa sjón- varpsáhorfendur ekki farið varhluta af þeirri dagskrá. Keppni sem þessi er hvalreki fyrir unnendur íþrótta og ber að hrósa RÚV fyrir þann tíma og áhuga sem keppninni er sýndur. Það sem stingur því í stúf við þann metnað sem sjónvarpsstöðin leggur í keppnina er miður góð frammistaða íþróttafréttamanna stöðvarinnar. Það er synd að ríkis- fjölmiðill geti ekki gert leikjunum betri skil en raun ber vitni og er þar fyrst og fremst við áðurnefnda fréttamenn að sakast. Ef litið er yfír það einvalalið sem kemur að lýsingum leikja og tekið mið af reynslu þess á þessu sviði er hægt að gera kröfur um betri vinnu- brögð. Efstur á lista yfir þessa menn er yfirmaður íþróttamála RÚV, Ingólfur Hannesson, sem fær til sín „Það sem stingur því í stúf við þann metnað sem sjón- varpsstöðin leggur í keppn- ina er miður góð frammi- staða íþróttafréttamanna stöðvarinnar. “ sérfróða gesti fyrir leiki og leggur línumar fyrir komandi átök. Ingólfur setur viðmælendur sína ósjaldan í vandræðalega stöðu með barnalegum spurningum sem ekki varpa neinu ljósi á liðin né leik- menn þeirra. Svo virðist sem félag- ar hans séu álíka ófagmannlegir í lýsingum sínum og skorti hreinlega kraft til að skila verkinu vel unnu. - Svona mætti áfram telja upp og gagnrýna störf þeirra félaga. Þá er einnig athyglisvert að RÚV- menn virðast tregir til að tefla fram sínum besta manni, Einari Erni Jónssyni, sem hefur ekki lýst einum einasta leik til þessa þrátt fyrir að hafa itrekað leyst umfjöllun um knattspyrnu frábærlega af hendi. Svo eru margir sem sakna þess að Amar Bjömsson kemur ekki ná- lægt lýsingum í keppninni en hann hefur framúrskarandi kunnáttu og metnað á sviði Evrópuknattspymu. Það kom berlega í ljós þegar Amar settist í gestasófann hjá Ingólfi og varpaði fram skoöunum og fróðleik sem voru Ingólfi algerlega framandi en hittu beint i mark hjá fróðleiks- þyrstum knattspyrnuáhugamönn- um um allt land. Þar sem ég hef aðgang að Eurosport-stöðinni, sem sýnir flesta leikina beint, hikar maður ekki við að njóta þeirra lýsinga sem þar er boðið upp á. Því eru það vinsamleg tilmæli til Ingólfs og lærisveina hans að færa gæði vinnubragðanna upp á sama stall og keppnin sjálf. - Með knattspymukveðju. Hvert fluttu Eyjafjöllin? Siguróur H. Þorsteinsson skrifar f.h. fyrsta hluta fjölskyldunnar á Hellu: I DV þann 18. maí sl., á blaðsíðu 35, voru tvö stutt viðtöl við alþingis- menn, tekin af G.S. Þegar ég las við- talið við Kristin H. Gunnarsson (fyrmm þingmann minn), hrökk ég svolítið við, strax í fyrstu línu. Það var þó ekki fyrr en vinur minn hafði hringt í mig að ég gerði mér ljósa alvöru málsins. Fyrsta setningin hljóðaði svo: „Ég var í sveit á bænum Bakka í A- Landeyjum, austasta bæ í Rangár- vallasýslu." Miðað við að þetta seg- ir alþingismaður, og grafalvarleg mynd af honum er fyrir ofan grein- „í œsku minni voru þau fyrir austan Landeyjar. Getur hugsast að sam- kvœmt síðustu áœtlunum séu þau orðin hluti af þjóð- lendunum?“ ina, þá verður mér á að spyrja: Hvað er þá orðið um Eyjafjöllin? í æsku minni voru þau fyrir austan Landeyjar. Getur hugsast að sam- kvæmt síðustu áætlunum séu þau orðin hluti af þjóðlendunum? Fylgdi kannski forystumaðurinn, sem Frá Þorvaldseyri - undir Eyjafjöllum. nefndur er í greininni, með? Spyr sá sem ekki veit. Dagfari Oft kemur illur þá um er rætt Niðurstaða verkefnis sem Verkfræði- stofa Háskóla íslands vann á árunum 1997-98 um ástand og styrkleika húsa á Suðurlandi var ekki gerð opinber nema að hluta til. Ástæðan er sú að menn óttuðust veröfall á húsum ef kjaftað yrði frá lélegu ástandi þeirra. Þannig birtist enn á ný fáránleiki og vísvitandi feluleikur þegar umræða um náttúruhamfarir ber á góma. Bjarni Bessa- son verkfræðingur segir aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að upplýsa fólk betur um efni rannsóknanna að húseigendur hafi ekki verið tilbúnir að fá leiðbeiningar um lagfæringar húsa sinna. Það hefði get- að kostað þá hundruð þúsunda og sumir hafi einfaldlega ekki haft efni á að fara í slíkar framkvæmdir. Rúsínan í pylsuendanum er svo auövitað þessi athugasemd verkfræðingsins. „Við vildum ekki dæma einhver hús léleg því þar með var búið að eyðileggja söluverð viðkomandi húss.“ Nákvæmlega sama afstaða var vegna umræðu um snjóflóðahættu á Vestfjörðum á sínum tíma. Það mátti ekki tala um hlutina vegna þess að það hefði hugsanlega getað verðfellt eignir. Skítt með það þó þögn og fáviska gæti leitt til mann- Það mátti ekki tala um hlutina vegna þess að það hefði hugsanlega getað verðfellt eignir. tjóns. Fyrir vestan var meira að segja sett í gang viðamikil lögreglurannsókn til að rannsaka sannleiksgildi frásagna fólks, og sér í lagi aldr- aðrar konu, á snjóflóðum og skriðufóllum á ísa- flrði um eða eftir 1950. Yfirvöld lögðu allt kapp á að reyna að sverta mannorð og ve- fengja orð konunnar frekar en að skoða hvernig mætti koma í veg fyrir tjón ef slík flóð endurtækju sig. Niðurstaða lögreglu- rannsóknar fyrir vestan var auðvitað ekki önnur en sú að hræða fólk til að halda kjafti um vitneskju sína, ella gæti það þurft að sæta glæparannsókn. Á Suðurlandi ætla menn að brenna sig á sama soðinu. Að vísu er ekki enn búið að gefa út tilskipun um þagnarskyldu eða setja í gang rannsókn á tilurð jarðskjálfta en þess er varla langt að bíða. Merkilegt er því hvað jarðeðlisfræðingar fá þrátt fyr- ir allt að leika lausum hala. Samkvæmt formúlunni ætti fyrir löngu að vera búið að þagga niður í þeim. Þeir fá meira að segja að opna sig um að hugsanlega geti komið fleiri jarðskjálftar hér á landi. Ragnar skjálfti og félagar eru að segja frá vondum hlutum sem fólk er hrætt við. Þar af leiðandi eru þessir menn best geymdir á bak við lás og slá. Með sömu röksemdafærslu koma eng- ir skjálftar nema um þá sé talað. - Oft kemur ill- ur þá um er rætt, eða þannig. ^ n . Vinnslustöðvarmenn skilja ástandið Vonandi hafa önnur fyrirtæki svip- aða afstööu. Fiskihagfræði Trausti Jónsson skrifar: Það er varla á bætandi það slæma ástand sem vísindamenn Hafrann- sóknastofnunar segja nú vera á flestum fiskistofnum okkar, að skipstjómendur og útgerðarmenn skuli sameinast um að krefjast meiri veiði en vísindamenn ráðleggja. Sjómenn vilja hins vegar hlita niðurstöðum Hafró og virðist þar komin hin raunverulega fiskihagfræði sem sjávarútvegsráðherra er skylt að fylgja. Vonandi hafa fiskvinnslufyrir- tækin svipaða afstöðu og Vinnslustöð Vestmannaeyja að draga saman i tíma. Hagfræði græðginnar getur ekkert hjálpað úr því sem komið er. Samdrátt- ur er nauðsyn. Sóknarhugur suður Húsvíkingur hringdi: í frétt í DV sl. þriðjudag segir for- maður Þróunarsviðs Byggðastofnunar á Sauðárkróki, Bjarki Jóhannesson, um þróun flóttans af landsbyggðinni: „Það verður dregið úr þessari þróun en hún verður ekki stöðvuð." Þetta er áreiðanlega rétt hjá honum. Síðar í fréttinni segir hann svo: „Þótt ákveð- innar uppgjafar virðist gæta í sumum byggðarlögum er almennur sóknar- hugur í landsbyggðarfólki." Ég er líka sammála Bjarka um þennan „al- menna sóknarhug" landsbyggðar- fólks. Sá sóknarhugur er hins vegar aðeins í eina átt: suður. Verömunurinn gífurlegur Þá er samanburður nauðsynlegur. Þjónusta verkstæða Friðrik Friðriksson skrifar: Það er orðinn vani hjá mér að ganga á milli bifreiðaverkstæða og fá uppgefið verð áöur en ég læt bílinn á verkstæði, einfaldlega vegna hins geysilega verðmunar sem jafnvel við- urkennd verkstæði gefa upp. Fáeinir fást þó enn ekki til að gefa upp verð fyrir fram. Þau verkstæði sniðgengur maður samstundis, enda líklega brot á viðskiptaháttum að neita að verð- leggja augljósa þjónustu. Ég varð fyr- ir svo ólíklegum verðtilboðum á ein- faldri viðgerð nýlega að mér blöskr- aði. Þar munaði rúmum 20 þúsund krónum. Þar borgaði sig sannarlega samanburðurinn. Ástæöulaus halli Snorri Jónsson skrifar: Úr því að aðgerðir ríkisstjómar og kjarasamningar hafa ekki úrslitaáhrif á efnahagslíf okkar, samanber um- mæli forstjóra Þjóðhagsstofnunar í blaðafrétt frá því í mars sl., er þá ekki auðvelt að slá viðskiptahallann af með einfóldum aðgerðum? Forstjór- inn sagði viðskiptahallann og verð- bólguna vera meiri en við yrði unað (sagt í mars sl.) og þann hagstjómar- vanda yrði að takast á við „á næst- unni“ með því að „gera það sem gera þarf'. En ég sé ekki að nokkuð hafi verið gert. Nákvæmlega ekkert. Ég veit hins vegar að viðskiptahallinn er ástæðulaus með öllu - og auðvitað verðbólgan líka. Stöðvið bara hinn hömlulausa innflutning, m.a. á bílum, snjósleðum og öðmm óþarfa leiktækj- um. Það era næg ráð... DVl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.