Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 9
9
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
X>V Fréttir
Upplýsingar um lyfjanotkun og lyfjakostnað á íslandi í tíu ár:
Gríðarlega auk-
in lyfjanotkun
Jjfas
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur geflð út ritið
Notkun lyfja á íslandi
1989 til 1999. I ritinu
eru dregnar saman tæm-
andi upplýsingar um
lyfjanotkun og lyfja-
kostnað á íslandi í tíu
ár.
Þetta tímabil ein-
kennist helst af örri
þróun í lyfjaiðnaði, nýj-
um og dýrari lyfjum og
mikilli þróun í meðferð
sjúkra með lyQum sem
hefur leitt til gríðar-
legrar útgjaldaaukning-
ar vegna lyfjakostnað-
ar.
Til marks um
þessa öru þró-
un er að skv. - -
skýrslunni var
helmingur
þeirra lyfja
sem neytt var lyf
sem komu á mark-
að á íslandi árið 1990 eða síðar en
söluverð þesara lyfja var næstum
3/4 af heildarsölu lyfja.
Úttektin sýnir einnig umtals-
verða aukningu á notk-
un lyfja, eða um 38%
heildaraukningu á skil-
greindum dagsskömmt-
um. í tilteknum lyfja-
flokkum hefur notkun-
in meira en tvöfaldast á
þessum áratug.
Aðgerðir til að
draga úr lyfjakost-
aði
Heilbrigðisyfirvöld á
íslandi hafa reynt að
dragá úr lyfjaneyslu og
lyfjaávísunum með ýms-
um hætti:
1) Lyfjainn-
kaupum á
sjúkrahús-
um, hjúkrun-
i arheimilum
og öðrum
heilbrigðisstofnunum var
breytt til að freista þess að
draga úr aukningu lyfjaútgjalda.
2) Reynt var að stuðla að sam-
hliða innflutningi og beinum inn-
flutningi lyfja.
3) Lyfjaverðsnefnd var falið að
gera kröfur um verðlækkun lyfja
sem eru dýrari hér en í nálægum
löndum.
4) Greiðsluhlutdeild neytenda í
lyfjaverðinu var aukin á grundvelli
lækkunar neysluverðsvísitölu lyfja.
Á undanfornum mánuðum hefur
einnig verið unnið að þróun Lyfja-
vals, upplýsingabanka um lyf og
kostnað og á vegum embættis Land-
læknis hafa læknar verið heimsótt-
ir með það að markmiði að sýna
þeim fram á faglegan og fjárhagsleg-
an ávinning af markvissum lyfjaá-
vísunum.
1 síðustu viku gaf heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra út tvær
reglugerðir sem eiga að hafa áhrif á
lyfjakostnað í landinu. Nánar verð-
ur fjallað um þessar reglugerðir á
neytendasíðu síðar.
Skýrslan Notkun lyfja á íslandi
1989 til 1999 er aðgengileg á heima-
síðu Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins.
irgr<a
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
BÝmislyf Lyfjanotkun á íslandi
IB Augna- og eyrnalyf 1989-1999
Öndunarfæralyf
Sníklalyf g:
; Tauga- og geölyf
Vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf
~j Æxlahemjandi
B Sýklayf
Hormónalyf, önnur en kynhormónar
Ð Þvagfæralyf og kynhormónar
BHú0lyf m
]] Hjarta- og æðasjúkdómalyf
B Blóölyf
I I Meltingarfæra- m
I_i og efnaskiptalyf
Milljónir I_______[
J I I I L
J L
króna 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999
Kynslóðirnar
snæða saman
„Samveruform nýrrar aldar“ hef-
ur hún verið nefnd máltíðin sem á
ensku heitir „brunch". Heitið er
samsett úr „breakfast" (morgun-
verður) og „lunch“ (hádegisverður)
og máltíðarinnar er neytt venjuleg-
ast á bilinu 11 til 14. Á undan getur
fjölskyldan farið í
gönguferð með
gestum sinum eða
leikið við bömin
úti á róluvelli,
sparkað bolta eða
farið í sund. Þeg-
ar heim kemur er
hlaðið á borð
brauði og einföld-
um en gómsætum
réttum fyrir aldna
sem unga.
I vikunni sem
leið kom út bók
hjá PP forlagi um
fyrirbrigðið
„brunch" eftir
Danann Lynn
Andersen: Brunch
á 100 vegu. Fyrir-
bærið - að byrja
seint að borða
morgunverð eða
snemma að borða
hádegisverð - nýt-
ur talsverðra vin-
sælda í grannlöndum okkar, bæði 1
heimahúsum og á veitingastöðum
sem sum sérhæfa sig í þess háttar
matargerð. Tíminn er þægilegur
fyrir bamafólk, ekki þarf að fá
bamfóstru þegar maður fer i matar-
boð að morgni til heldur hefur mað-
ur rollingana með sér og reyndar er
brunch ákaflega fjölskylduvænn,
allar kynslóöir geta verið með því
einfalt og sjálfsagt er að hafa á borð-
um eitthvað fyrir alla.
„Brunchinn" getur orðið afar fjöl-
breyttur og spennandi. Réttir geta
verið bæði eða ýmist heitir eða
kaldir, kjöt, grænmeti, eggjaréttir,
brauðmatur, ávextir, samlokur,
kökur - og ómissandi eru vöfílur,
pönnukökur eða skonsur með osti
eða sætu ofan á. Nýpressaður
ávaxtasafl ætti að vera skylda,
einnig eru kafíl og te á borðum,
jafnvel freyðivín... „Brunchinn" má
helst ekki taka mikinn tíma og flest-
ir réttimir í bókinni eiga sameigin-
legt að þá má útbúa á innan við
hálftíma; suma þarf að vísu að und-
irbúa daginn áður.
Upplagt er að velja rétti sam-
kvæmt ákveðnu þema sem hæfir
hópnum, en á brunch-hlaöborði fyr-
ir alla fjölskylduna gæti verið sam-
ankomið eggjahræra, ofnsteikt
beikon, kartöfluréttur, ávextir,
reyktur lax, ostar, pylsur, gott
brauð, skonsur eða pönnukökur.
Uppskriftir eru af ljúffengum bök-
um í bókinni með ýmiss konar fyll-
ingu, einnig eggjakökum, sultum,
kökum, muffms, bæði sætum og
ósætum og mörgu fleira.
Þess má geta að Café Flora í Gras-
garðinum í Laugardal í Reykjavik
sérhæfir sig í að framreiða
„brunch" og býður upp á þá þjón-
ustu á laugardögum og sunnudög-
um í sumar frá kl. 11-14. Veitinga-
stjóri þar er Marentza Poulsen.
AEG
Uppþvottavélar
Þvottavélar
Þurrkarar
Sterkstaða íslensku krónunnargagnvart þýska
markinu gerir okkur nú kleift að lækka verð á
ýmsum heimilistækjum.
Auk þess höfum við lagt til nokkurn afslátt til
viðbótar svo nú er um að gera að drífa sig og
nýta sér aðstæður.
___rííi_
RáDIOMOSf
Geislagötu 14 • Simi 462 1300
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is