Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir ÞRIDJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 JOV Fjöldi húseigenda sem kaupa innbústryggingar að aukast: Húseignir sjálfkrafa tryggö- ar gegn náttúruhamförum - það sama á ekki við um innbú, segir starfsmaður Viðlagatryggingar Þar sem viðlagatrygging er skyldu- trygging hjá íslenska ríkinu er ljóst að öll þau hús sem skemmdust í jarð- skjálftanum sem gekk yfir landið á laugardaginn voru viðlagatryggð. „Viðlagatrygging er skyldutrygging sem virkar þannig að allar húseignir sem eru brunatryggðar, sem er lika skylda, eru viðlagatryggðar,“ sagði Ás- Anna Líndal Tumi Magnússon Ingólfur Örn Arnarsson Listaháskóli íslands: Fjórir prófess- orar ráðnir Ráðnir hafa ver- ið fjórir prófessor- ar við myndlistar- deild Listaháskóla íslands. Prófessor- arnir eru Anna Líndal, Einar Garibaldi Eiríks- son, Ingólfur Öm Amarsson og Tumi Magnússon. Öll hafa þau víð- tæka reynslu sem myndlistarmenn og kennarar í myndlist. Gimnar Harðarson heim- spekingur hefur og verið ráðinn gestaprófessor við deildina. Hjálmar H. Ragnarsson rektor sá um ráðningu en umsóknir um pró- fessorsstöðumar vom alls átján. Dómnefnd um mat á hæfi umsækj- enda komst að þeirri niðurstöðu að átta umsækjendur teldust „vel hæf- ir“, þrír „hæfir“ en sjö töldust ekki uppfylla sett skilyrði. -þhs Maöur tryggir ekki eftir á Á meöan húseignir eru skyldutryggöar gegn náttúruhamförum er húseigendum þaö í sjálfsvald sett hvort þeir tryggja innbú sín. Gunnar Harðarson Elnar Garibaldl Eiríksson geir Ásgeirsson, starfsmaður Viðlaga- tryggingar íslands. Hins vegar er fólki það í sjálfsvald sett hvort það tryggir innbú sitt. Ef fólk brunatryggir lausa- muni, þá kaupir það sjálfkrafa viðlaga- tryggingu á innbúi um leið. Viðlagatrygging íslands er opinber stofnun sem sett var á stofn á áttunda áratugnum eftir eldgosið í Vestmanna- eyjum. Henni er ætlað að bæta beint tjón af völdum eftirtalinna náttúm- hamfara; eldgosa, jarðskjálfta, snjó- flóða, skriðufalla og vatnsflóða. Stofn- unin er ekki búin að gera sér grein fyr- ir hversu mikið fjónið varð um helg- ina, en Ásgeir sagði ljóst að gríðarlega mikið væri um lítil tjón. „Þetta kemur allt í ljós, en aðalatriðið er að fólk sem er með tryggingu fær sitt tjón bætt," sagði Ásgeir. „Það er ákveðin forsjárhyggja með húseignimar þar sem fólki er gert skylt að bæði bruna- og viðlagatryggja þær. Hins vegar er fólki í sjálfsvald sett hvort það kaupir tryggingar á inn- búið. Ef fólk ákveður að gera það ekki, þá hlýtur það að vera undir það búið að fá engar bætur ef það verður fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara. Mað- ur tryggir ekki eftir á,“ sagði Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra tryggingafélaga. Árið 1991 olli mikið rok talsverðu eignatjóni á Islandi og í framhaldi af því kannaði Samband íslenskra trygg- ingafélaga í hversu miklum mæli eign- ir íslendinga væm óvátryggðar saman- borið við Norðurlöndin. Þá kom í ljós að íslendingar stóðu að baki öðrum Norðurlandaþjóðum - einungis um tvö af hverjum þremur heimilum á land- inu höfðu valið að tryggja innbú sitt. Sigmar sagði að síðan þá hefði ástand- ið batnað. „Okkur sýnist að á síðustu árum hafl fólk verið jaflit og þétt að auka kaup á frjálsum eignatrygging- um,“ sagði Sigmar. -SMK Jarðskjálftinn á laugardag mældist 6,5 á Ricther: Yfirborðsbylgjur nákvæmari í þessu tilviki Ástæðan fyrir því að jarðskjálft- inn sem gekk yfir landið á laugar- daginn hefur verið mældur bæði sem 5,7 á Ricther-skala og 6,5 á sama skala er sú að til eru tvær leiðir til þess að mæla jarðskjálfta á þessum skala. Páll Halldórsson, jarðeðlisfræöingur á Veðurstofu ís- lands, útskýrði að á fiórða áratugn- um uppgötvaði Kalifomíubúinn Charles Richter leið til þess aö mæla jarðskjálfta. „Síðan kom það í ljós að skalinn sem Richter notaði upphaflega hentaði ágætlega til þess að mæla tiltölulega nálæga skjálfta, en var ekki góður á Qarlæga skjálfta," sagði Páll. Aðferðir Ricthers voru þá þróaðar í tvær áttir. Annars vegar er útslagið á fyrstu tveim bylgjum skjálftans, p og s bylgjun- um, mælt. Mælingar á þessum bylgjum eru nytsamlegar þegar um skjálfta allt að 5,5 til 6 er að ræða, en þær geta vanmetið styrkleika stórra skjálfta. Hins vegar er notast við mæling- ar á yfirborösbylgjum. „Þegar mað- ur er með stóra skjálfta, þá fylgja í kjölfarið svokallaðar yfirborðs- bylgjur sem ferðast eftir yfirborði jarðar ekki ósvipað og bylgjur ofan á vatni ef þú lætur stein detta I vatn. Þær bylgjur hafa lægri tíðni og berast mjög langt,“ sagði Páll. Vegna þess hve stór þessi skjálfti var eru yfirborðsbylgjurnar ná- kvæmari í þessu tilfelli, og þvi telst skjálftinn hafa mælst 6,5 á Richter. -SMK HEILDARVIÐSKIPTI 751,7 m.kr. Hlutabréf 113 m.kr. Ríkisbréf 236 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ©Össur 19,34 m.kr. ©íslandsbanki FBA 11,80 m.kr. © Sjóvá-Almennar 11,30 m.kr. MESTA HÆKKUN ©Sjóvá-Almennar 17,30% © Þormóöur rammi 6,12% ©íslandsbanki FBA 5,76% MESTA LÆKKUN © Skeljungur 3,23% © Flugleiöir 2,24% © Landsbankinn 2,17% ÚRVALSVÍSITALAN 1,69% - Breyting O 1.524,9 Austurbakki á VÞI á morgun Austurbakki hf. verður skráður á Að- allista Verðbréfaþings íslands miðviku- daginn 21.6. 2000. Skráð hlutafé er kr. 14.400.000 að nafnvirði. Auðkenni Aust- urbakka hf. í viðskiptakerfi Verðbréfa- þings verður HL/AUSTURB. Félagið verður tekið inn í heildarvísitölu Aðall- ista og vísitölu verslunar og þjónustu mánudaginn 26. júní. Hluthafar Austur- bakka eru nú 705 talsins. íhuga að auka olíuframleiðslu Ah Rodriquez, formaður Opec og ollu- málaráöherra Venezúela, segir að samtök- in kunni að auka olíuframleiðslu til þess að stuðla að stöðugra ohuverði. Rodriquez segir að hátt olíuverð nú sé ekki afleiðing framleiðslustýringar heldur afleiðing spá- kaupmennsku og hás bensínverðs í Bandaríkjunum. Opec heldur aukafúnd i dag og á morgun til að ræða olluverð og framleiðslutakmarkanir. Óbreytt verðbólga Verðbólga á evrusvæðinu var 1,9% í maí, sem er óbreytt frá þvi í apríl, að því er fram kemur í frétt frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Á fjár- málamarkaði hafði almennt verið búist við að verðbólga hækkaði litillega frá því í apríl. síöastliöna 30 daga © Össur o Islandsbanki-FBA © Húsasmiðjan 0 Eimskip © Baugur 363.109 265.958 240.246 165.658 143.959 llúlVlIiliriiliI.ViMJ sioas I © Samvinnuf. Landsýn tnona 30 daga 17% © Nýheiji 16% © Opin kerfi 15% © Stálsmiðjan 9% ©Tæknival 8% síöastllöna 30 daga 1 © Loðnuvinnslan hf. -20% I © Fiskiðjus. Húsavíkur -18% I © Delta hf. -12% O síf -12% ||ö .. I iEÍPOW JONES 10557,84 O 1,04% F*1nikkei 16907,55 O 1,91% BHs&p 1486,00 O 1,47% fclNASDAQ 3989,83 O 3,35% EíSftse 6521,00 O 0,47% FFFpax 7262,74 O 0,89% ÖCAC40 6570,64 O 1,01% 20.6.2000 kl. 9.15 KAUP SALA HriÍPollar 75,680 76,060 S^Pund 114,510 115,090 B*ÍKan. dollar 51,540 51,860 tiSlDönskkr. 9,7220 9,7760 ríriS Norsk kr 8,7910 8,8400 : Sænsk kr. 8,7600 8,8080 5“]fí. mark 12,1911 12,2644 B jB Fra. franki 11,0503 11,1167 riBelg. franki 1,7969 1,8077 E3 Sviss. franki 46,4800 46,7300 VJVHoll. gyllini 32,8922 33,0899 Þýskf mark 37,0610 37,2837 J, j ít líra 0,03744 0,03766 QQAust. sch. 5,2677 5,2993 Port. escudo 0,3616 0,3637 msuá. poseti 0,4356 0,4383 [IjJap. yen 0,71640 0,72070 | lírskt pund 92,036 92,590 SDR 101,0400 101,6500 5Uecu 72,4850 72,9205

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.