Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 28
Traktorar fyrir börnin Heildverslun með leikföng og gjafavörur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Hella: Hundrað á kvöldfundi - um áhrif áfalla - fleiri fundir ráögerðir Um 100 manns sóttu fræðslufund um áhrif áfalla sem haldinn var á Hellu í gærkvöld. Þar voru saman- komnir íbúar Hellu og nærsveita ásamt sálfræðingum Rauða kross ís- lands og áfallahjálparteymis. Að fundi loknum gátu fundargestir spjallað við sálfræöinga og nýttu sér það margir. Að sögn Þóris Guð- mundssonar hjá Rauða krossinum hafa skjálftarnir undanfarna daga haft mikil áhrif bæði á börn og ung- ^inga og mörg böm þvemeitað að snúa aftur til síns heima. Á næstunni er ráðgert að halda íleiri fræðslufundi og verður fundur á miðvikudaginn kl. 16 á Lauga- landi fyrir íbúa Holta- og Landsveit- ar. Annar fundur verður svo hald- inn í grunnskólanum á Hvolsvelli á fimmtudag og hefst hann kl. 20. -KGP Kviknaði í út frá eldamennsku hótelgesta Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að að hótelherbergi á Hótel Esju skömmu fyrir klukkan 21 á fóstu- dagskvöldið eftir að kviknað hafði í handklæði út frá eldunartækjum hótelgesta. í herberginu voru asísk hjón sem voru að elda sér mat á gólfmu þegar kviknaði í handklæði sem þau höfðu breitt undir eldunar- tækið. Reyk lagði frá eldinum en fólkinu tókst að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom að. Engar skemmdir urðu á hótelinu. -SMK DV-MYND TEITUR Hundruö mlnka sluppu Minkar í minkabúinu i Ártúni í Gnúpverjahreppi trylltust þegar jaröskjálftinn reiö yfir sl. laugardag. Tugir minkabúra féllu niöur og opnuöust meö þeim afleiöingum aö minkarnir sluppu út. Þá krömdust aðrir undir búrunum og læöur átu unga sína í látunum. Viðar Magnússon minkabóndi beitti öllum ráöum til aö ná minkunum aftur í búrin. Á myndinni sést hann nota unga sem agn fyrir lausa læöu. Sjá bls. 4 Olía lækkar ytra Verð á hráolíu lækkaði um 2% í London og 4% í New York í gær í kjöl- far frétta um að OPEC-rikin muni sam- þykkja framleiðsluaukningu á fundi samtakanna sem nú stendur yfir. Verð- ið hefur hins vegar hækkað um 76% frá því á sama tíma í fyrra. „Það er ljóst að þessar miklu hækk- anir eru i og með vegna mikillar spá- kaupmennsku. Ég held að ef OPEC sam- þykki að auka framleiðsluna og Banda- rikjamenn setja hnefann í borðið þá ger- ist eitthvað. Það hefúr hins vegar ekki orðið ennþá og virðist vera að velmeg- unin í Bandaríkjunum hafi gert það að verkum að Bandaríkjamönnum hefúr ekki ofboðið enn þetta háa bensínverð. En ég held að það geti varla verið ann- að en að verð muni lækka annað hvort með sumrinu eða í haust," segir Krist- inn Bjömsson, forstjóri Skeljungs. Kristinn segir þó að óbreyttu stefni í verðhækkun á bensíni hérlendis um næstu mánaðarmót enda hafi bensín- verð á erlendum mörkuðum hækkað um 15% í júní: „Og auðvitað er ljóst að það er dýrar birgðir til í landinu.“-GAR Gífurlegt álag á mannvirki á Hellu í jaröskjálftanum: Nam allt að þyngd hverrar byggingar Umferðaróhapp í Olfusi Umferðarslys varö á móts við Kirkjuferju í Ölfusi um hádegisbilið í gær er tveir bOar skullu saman. Bílamir eru báðir mikið skemmdir en fólkið í þeim var allt í bílbeltum TÍog slapp ómeitt. -SMK Lárétt áraun á byggingar á Hellu í jarðskjálftanum sem reið yfir sl. laugardag nam um það bil þyngd hverrar byggingar, að sögn Ragnars Sigbjömssonar, prófessors við verk- fræðistofnun Háskóla íslands. Ragn- ar stýrir jafnframt Rannsóknarmið- stöð í jarðskjálftaverkfræði sem vinnur í samráði við byggingarfull- trúa, Almannavamir og Qeiri aðila þegar til náttúruhEunfara kemur eins og gerðist á laugardag. Samkvæmt rannsókn sem Verk- fræðistofnun HÍ gerði á árunum 1996-98, þar sem markmiðið var að efla forvamir og viðbúnað gegn jarð- skjálftum, var gert ráð fyrir að tjón á húsnæði gæti numið 25 prósentum af end- urstofhverði þess kæmi til skjálfta af stærðinni 6,5 með upptök á svip- uðum slóðum og jarð- skjálftinn 26. ágúst 1896. Endurstofnverð er kostnaður við að byggja sams konar hús í dag. Þessar niðurstöður Verkfræöistofnunar Hf virðast ætla að standast ef marka má þá vit- neskju sem þegar liggur fyrir um tjón af völdum jarðskjálftans. DV-MYND TEITUR Lárétt áraun á byggingar á Hellu og víöar var afar mikll í jaröskjálftanum á laugardag. DVMYND JÓN BEN. Sprunglnn vegur Sprungan, sem myndaöist við jarðskjálftann á laugardag í veginum viö bæinn Áshól í Holtunum, um 5 kílómetra austan Þjórsárbrúar, var um 50 metra löng og mjög djúp á köflum. Efni var ekiö í sprunguna strax á laugardagskvöld og í gær lauk veghefill bráöabirgöaviögeröum á sprungunni. Rekstur KEA I járnum Kaupfélag Eyfirðinga skilaði met- hagnaði fyrstu fjóra mánuði ársins, yfir 400 milljónum króna. Þrátt fyr- ir að KEA hafi selt frá sér rekstrar- einingar, m.a. byggingavörudeild- ina, jókst velta félagsins. Yfir 30 milljóna króna tap varð af rekstri KEA í fyrra en hinn mikil hagnaður nú skýrist af fjármála- starfsemi og þá fyrst og fremst sölu á hlut félagsins í Húsasmiðjunni. Hefðbundinn rekstur KEA mun hins vegar enn vera í járnum. Á framhaldsaðalfundi KEA í gær var kynnt og samþykkt nýtt stefnumót- unarplagg stjómar félagsins. Stjóm- armenn voru endurkjömir með miklum mun en nokkrir utan stjómar buðu sig fram til setu í stjóminni. -GAR „Miðað við styrk skjálftans og lengd, svo og það tjón sem verður á innanstokksmunum, er ákaflega ánægjulegt að heyra hversu fá slys hafa orðið á fólki,“ sagði Ragnar við DV. Hann benti jafnframt á að hefði þessi skjálfti verið sjö stig mætti bú- ast við að tjónið hefði orðið u.þ.b. helmingi meira. Þess má geta, til viðbótar við framangreindar upplýsingar, að áraunin var tvisvar til þrisvar sinn- um meiri en hönnunargildi bygg- inga gerir ráð fyrir í reglugerðum og stöðlum en hafa ber í huga að byggingar þola samkvæmt reynsl- unni mun meiri áraun en sjálft hönnunargildið segir til um. -JSS Gæði og glæsileiki smoft CsólbaðstofaJ Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.