Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 JOV Tertan er góð Benita Ferrero-Waldner, utanríkisráö- herra Austurríkis, gæöir sér á sachertertu á fundi ESB í Portúgai. Austurríkismenn einir gegn öllum í skattadeilu ESB Stjómvöld í Austurríki komu í gær í veg fyrir að samkomulag tæk- ist um skattlagningu spamaðar þegna Evrópusambandslandanna fimmtán, þrátt fyrir aö hin aöildar- ríkin fjórtán hafi lýst yfir vilja til að slaka á þeirri pólitísku einangrun sem Austurríki hefur verið í undan- farna mánuði. Fjármálaráðherrar ESB kenndu Austurríkismönnum hvemig komið væri þegar þriðju lotu viðræðna þeirra var slitið seint í gærkvöld. Austurríkismenn berjast fyrir því að lög um bankaleynd verði virt. Embættismenn í ESB vilja ekki enn afskrifa samkomulag um skatt- lagninguna. „Við viljum að allir verði með. Við viljum ekki útiloka Austurríki," sagði einn þeirra við fréttamann Reuters. Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, sem er í forsæti ESB, sagði Wolfgang Schússel Austuríkiskanslara í gær að ESB væri ekki enn tilbúið til að taka að nýju upp samskipti háttsettra emb- ættismanna. Þeim var hætt í janúar eftir að hægriöfgamenn tóku sæti í ríkisstjóm Austurríkis. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættislns að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Kirkjubraut 12, Akranesi, þingl. eig. Mar- ía Jósefsdóttir, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Vátryggingafélag íslands hf., mánudaginn 26. júní 2000 kl. 14. Vallholt 11, efri hæð, Akranesi, þingl. eig. Þórdís Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, mánudaginn 26. júní 2000 kl. 14. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI. Rússar bera frétt New York Times til baka: Ekki leynimakk um framtíð Milosevics ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að rekja mætti fréttir þess efnis að stjóm- völd í Moskvu tækju þátt í óformleg- um viðræðum um að gefa Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta kost á að fara frá til frjós ímyndunarafls. Bandaríska dagblaðið New York Times hafði það eftir háttsettum embættismönnum bandarískum og innan NATO að bandarísk stjóm- völd og nokkrir bandamenn þeirra væm að kanna það með Rússum hvort Milosevic gæti látið af embætti og fengið tryggingu fyrir því að ör- yggis hans yrði gætt og hann fengi að halda sparireikningum sinum. Blaðið sagði að viðræöurnar væru viðkvæmar og óformlegar um framtíð Júgóslavíuforseta. Stríðs- glæpadómstóllinn í Haag i Hollandi hefur ákært Milosevic fyrir stríðs- glæpi. „Það eru engar leynilegar viðræð- ur milli Rússa og Bandaríkjamanna Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti skoöar sverö sem honum var fært á degi júgóslavn- eska hersins fyrir heigi. New York Times segir viöræöur hafa fariö fram um framtíö þessa versta óvinar Vesturveldanna. um örlög Slobodans Milosevics, leið- toga Júgóslavíu," hafði RIA-frétta- stofan eftir rússneska utanríkisráö- herranum. „Maður þyrfti að hafa virkilega frjótt ímyndunarafl og það er greinilegt að heimildarmenn New York Times hafa það.“ Rússar voru andvígir ellefu vikna lofthemaði NATO gegn Júgóslavíu í fyrravor til að stöðva ofsóknir serbneskra hersveita á hendur al- banska meirihlutanum í Kosovohér- aði. Stjómvöld í Moskvu eru í fá- mennum hópi sem enn viðheldur hlýlegum samskiptum við Milosevic og stjóm hans í Belgrad. Þau hafa þó hvatt Milosevic til að setjast nið- ur til viðræðna við stjórnarand- stæðinga heima fyrir. Að sögn New York Times hrydd- aði Bill Clinton Bandarikjaforseti upp á framtíð Milosevics viö Vladímír Pútín Rússlandsforseta á fundi i Moskvu. Israelskir unglingar mótmæla gegn Barak og stjóm hans Unglingar úr hópi landnema gyöinga komu saman í almenningsgaröi í Jerúsalem í gær og kröföust þess aö stjórn Ehuds Baraks semdi ekki um aö rífa tandnema upp meö rótum í friðargerö sinni viö Palestínumenn. Þúsundir barna landnema tóku sér frí í skóla í gær og héldu til Jerúsalem. INNKA UPA STOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F ríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is ÚTBOÐ F.h. Orkuveitu Reykjavíkur og Landssíma íslands er óskað eftir tilboðum í verkið: „Dæluhús OR og tækjahús LÍ ” verknúmer 0058007. Verkið felst í að byggja steinsteypt dælu- og tækjahús í Hafnarfirði og ganga frá að fullu innan- og utanhúss. Helstu magntölur eru: Húsflatarmál: 80 m2 Húsrúmmál: 260 m3 Mót veggja: 400 m2 Frágangur lóðar: 250 m2 Raflagnir. Loftræstikerfi.Hita- og hreinlætiskerfi. Afhendingartími hússins er: Uppsteypa og frágangur innanhúss 1. september 2000. Fullfrágengið 15. október2000. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá 21. júní 2000 gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 28. júní 2000 kl. 14.00 á sama stað. OVR 100/0 Kjarnorkustöðin í Los Alamos: Dularfullur fundur hörðu diskanna Þrátt fyrir að hörðu diskamir í kjamorkustöðinni í Los Alamos í Bandaríkjunum hctfi fundist vekur hvarf þeirra enn margar spurningar. Diskamir, sem á voru leynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn, fundust nefnilega skyndilega á fostudaginn á bak við ljósritunarvél í herbergi sem bandaríska alríkis- lögreglan hafði tvisvar sinnum leit- að vandlega í. Lögreglan hefur nú eflt rannsókn sína. Kanna á hvort tekið hafi verið afrit af innihaldi diskanna. Verið er að yfirheyra starfsmenn og nokkrir þeirra verða látnir gangast undir lygapróf. Ekkert þykir þó enn benda til að um njósnir hafi verið að ræða þó það sé ekki útilokað. En jafnvel þó að um hirðuleysi einhvers starfsmanns hafi verið að ræða þykir málið vandræðalegt fyr- ir stjóm Bills Clintons Bandaríkja- forseta. Repúblikanar á þingi eru æfir vegna málsins og ætla í vik- unni að yfirheyra Bill Richardson orkumálaráðherra sem ber ábyrgð á kjamorkustöðinni. Segja repúblik- anar öryggi ábótavant. Hvarf leyni- legra hemaðarlega mikilvægra gagna og fundur þeirra á bak við ljósritunarvél vekur ekki traust. Hörðu diskarnir hurfu úr læstri hvelfingu í kjamorkustöðinni í síð- asta lagi 7. maí. Það var ekki fyrr en mörgum vikum seinna sem æðstu ráðamönnum var greint frá hvarf- inu. Á diskunum voru meðal annars upplýsingar um hvemig bregðast skuli við kjarnorkusprengingu hryðjuverkamanna. Sprengja við hús ráðherra Sprengja fannst í gærkvöld við opin- beran bústað Peters Mandelsons, N-ír- landsráðherra bresku stjómarinn- ar. Sprengjan var gerð óvirk. Mandel- son var ekki í bú- staðnum, sem er nálægt Belfast, þegar sprengjan fannst. Fékk enga hjálp Móðir Svíans, sem hefur viður- kennt að hafa ráðist á tvær systur með hnífi á fóstudagskvöld og myrt aðra þeirra, segir að hún hafi árang- urslaust beðið yfirvöld um aðstoð vegna slæmrar geðheilsu sonarins undanfarna mánuði. Fyrsti geimtúristinn Bandarískur kaupsýslumaður, Dennis Tito, vonast til að fá að dvelja í viku í rússnesku geimstöð- inni Mir á næsta ári. Farmiðinn og dvölin myndi kosta nær 2 milljarða Islenskra króna. Hindra eftirlit í Simbabve Yfirvöld í Simbabve hafa komið í veg fyrir að 200 af 500 alþjóðlegum eftirlitsmönnum geti fylgst með þingkosningunum í landinu um helgina. Prestur skiptir um kyn Prestur í ensku kirkjunni, Peter Stone, hefur fengið leyfi biskups til að gegna áfram starfi eftir að hafa skipt um kyn. Sóknarbömin styðja prest sinn sem ætlar að taka sér nafnið Carol Stone síðar á árinu. New York Gyðingar í New York hafa boðið rússneska fiöl- miðlakónginum Vladimir Gúsinskí til heimsborgarinn- ar til að ræða hand- töku hans í síðustu viku og þýðingur hennar fyrir gyöinga í Rússlandi. Gúsinskí er hins vegar í ferðabanni og kemst hvergi. Gíslum sleppt í Jemen ítölskum fornleifafræðingi og jemenskum samstarfsmönnum hans var sleppt í gær eftir að hafa verið í haldi mannræningja í fióra daga. Mannræningjarnir höföu krafist frelsis tveggja manna úr ættbálki þeirra sem fangelsaðir voru fyrir þjófnað. Gúsinskí til Ekki fullur stuðningur Bashar al-Assad, sonur Hafez al- Assads Sýrlandsfor- seta, nýtur ekki skilyrðislauss stuðnings eldri kyn- slóðarinnar í Sýr- landi, að því er stjómarerindrekar fullyrða. Baathflokkurinn í Sýr- landi kaus Bashar sem leiðtoga sinn á sunnudaginn. Afnám viðskiptabanns Áhrifamiklir aðilar í Bandaríkj- unum vinna nú að þvi að viöskipta- banninu gegn Kúbu verði aflétt. Eli- anmálið hefur ýtt undir baráttuna þar sem mörgum stendur ógn af áhrifamætti kúbverskra útlaga í Miami.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.