Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2000, Blaðsíða 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 DV Ættfræði Umsjón: Helga D. Sigur&ardóttír 85 ára_________________________________ Elín Bjamadóttir, : ■ Réttarholtsvegi 35, Reykjavík. ' Guðrún Sigurðardóttir, Birkihlíð 6, Sauðárkróki. Sigurður Aibertsson, Brúsholti, Reykholtsdalshreppi. 80_ára_________________________________ Þorgrímur Einarsson, Grenimel 20, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Anna Kandler Pálsson, Hólavallagötu 13, Reykjavík. Arnþór Þórðarson, Ásholti 2, Reykjavík. Ólafur Ólafsson, Hjálmholti 6, Reykjavík. ■^Sigurmunda Guðmundsdóttir, Asparfelli 4, Reykjavík. Þorkell Skúlason, Birkigrund 43, Kópavogi. 70 ára_________________________________ Björgvin Hannesson, Seljalandi 3, Reykjavik. Guömundur Jónsson, Aratúni 8, Garðabæ. Jóhann Hannesson, Giljalandi 17, Reykjavík. Jósefína Hafsteinsdóttir, Álfheimum 68, Reykjavík. Sixten Elof Holmberg, Laugateigi 15, Reykjavík. 60 ára_________________________________ Agnar Hallgrímsson, Miðgarði 6, Egilsstöðum. Grétar B. Grímsson, * Syðri-Reykjum 3, Árnessýslu. Helga B. Óskarsdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi. Valdís Friðriksdóttir, Mjallargötu 1, ísafirði. 5Qára__________________________________ Alda Guömundsdöttir, Espigerði 2, Reykjavík. Anna Sigríður Björnsdóttir, Fífuseli 20, Reykjavík. Guðmundur A. Stefánsson, Lönguhlíð 4, Akureyri. Guðmundur Lárusson, Stekkum 2, Árnessýslu. * Oddný Vilhjálmsdóttir, Mávahlíð 42, Reykjavík. 40 ára_________________________________ Aðalsteinn Sverrisson, Klettahrauni 17, Hafnarfirði. Berglind Þórhallsdóttir, Hólmgaröi 44, Reykjavík. Einar Ludvik Einarsson, Flúðaseli 93, Reykjavík. Grímur Eggert Ólafsson, Mánahlíð 1, Akureyri. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Tunguseli 1, Reykjavík. Heiða Björg Scheving, Krókamýri 80, Garðabæ. Heiöbjört Dröfn Jóhannsdóttir, Hávallagötu 17, Reykjavík. Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Austurgötu 29b, Hafnarfirði. m Höröur Gestsson, Hraunkambi 5, Hafnarfirði. Jón Grétar Kristjánsson, Holtagötu 9, Súðavík. Margrét Bára Sveinsdóttír, Byggöavegi 122, Akureyri. Smáauglýsingar visir.is Agnar Hallgrlmsson cand. mag., Miðgarði 6, Egilsstöðum, er sextug- ur í dag. Starfsferill Agnar er fæddur á Arnheiðar- stöðum í Fljótsdal og ólst upp á Droplaugarstöðum i Fljótsdal. Hann var í Alþýðuskólanum á Eiðum 1955-1957 og lauk stúdentsprófi frá MA 1963. Agnar var skrifstofumað- ur hjá Samvinnutryggingum í Rvík 1966-1968 og lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum í Hl í janúar 1972. Hann var stundakennari í Iðn- skólanum í Rvík 1972-1973 og próf- arkalesari á Tímanum 1973-1974. Agnar var skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöð- um frá vorinu 1974 og þar til hann lét af störfum vegna aldurs í janúar nú í ár. Hann hefur ritað nokkrar greinar um sagnfræðileg efni í ritið Múlaþing, auk þess sem greinar eft- ir hann um ýmiss konar efni hafa birst, meðal annars í timaritinu Heima er bezt, dagblöðunum Tím- anum, Degi og Dagblaðinu Vísi og vikublaðinu Austra. Fjölskylda Agnar kvæntist 18.5. 1968 Auði L. Óskarsdóttur, f. 11. apríl 1945, gjald- kera á skrifstofu Ríkisspítalanna. Þau skildu 1974. Foreldrar Auðar eru Óskar Ágústsson, húsvörður í Rvík, og kona hans, Elín Kjart- ansdóttir. Systkini Agnars eru Helgi, f. 11.6. 1935, náttúrufræðingur á Egilsstöðum; Ólafur Þór, f. 18.9.1938, prest- ur á Mælifelli; Guð- steinn, f. 7.3. 1945, bóndi á Teigabóli; Guðrún Margrét, f. 27.5. 1948, húsmóðir á Akureyri, og Bergljót, f. 1.3.1952, húsmóðir í Haga í Aðaldal. Foreldrar Agnars eru Hallgrímur Helga- son, f. 29. ágúst 1909, d. 30.12. 1993, bóndi á Droplaugarstöðum í Fljótsdal, og kona hans, Laufey Ólafs- dóttir, f. 31.5. 1912, húsmóðir. Ætt Hallgrímur er sonur Helga, bónda á Refsmýri í Fellum, Hallgrímsson- ar, bónda á Bimufelli, bróður Gísla, fóður Benedikts frá Hofteigi og Sig- urðar, prests á Söndum, föður Jóns tónlistarmanns. Hallgrimur var sonur Helga, bónda á Geirúlfsstöð- um, bróður Guðrúnar, ömmu Gunn- ars Gunnarssonar rithöfundar. Helgi var sonur Hallgríms, skálds á Stóra-Sandfelli, Ásmundssonar, bróður Indriða, afa skáldanna Jóns og Páls Ólafssona. Móðir Hallgríms á Bimufelli var Margrét Sigurðar- dóttir, bónda á Mýmm i Skriðdal, Eiríkssonar, af Njarðvíkurættinni, og konu hans, Ólafar Sigurðardótt- ur, af Pamfílsættinni. Móðir Hall- gríms á Droplaugarstöðum var Agn- es Pálsdóttir, bónda á Fossi á Síðu, Þorsteinssonar. Móðir Páls var Agn- es Sveinsdóttir, bónda á Fossi á Síðu, Steingrímssonar og konu hans, Ragnhildar Oddsdóttur, systur Guðríðar, langömmu Jó- hannesar Kjarvals. Móðir Agnes- ar var Margrét Ólafsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Odds Björns- sonar leikritahöfundar. Laufey er dóttir Ólafs, bónda í Holti í Fellahreppi, Jónssonar, bónda á Skeggjastöðum, Ólafs- sonar, af Melaættinni. Móðir Ólafs var Bergljót Sigurðardóttir, bónda í Geitagerði, Pálssonar og konu hans, Þorbjargar Jónsdótt- ur, vefara á Skjöldólfsstöðum, Þorsteinssonar, ættfóður Vefara- ættarinnar. Móðir Laufeyjar var Guðlaug, systir Halldóru, langömmu Hrafns Gunnlaugs- sonar. Guðlaug var dóttir Sigurð- ar, bónda í Kolsstaðagerði, Gutt- ormssonar, stúdents á Amheið- arstöðum, Vigfússonar, prests á Valþjófsstað, Ormssonar, langafa Ingunnar, móður Þorsteins Gísla- sonar skálds. Vigfús var einnig langafl Vigfúsar, langafa Hjör- leifs Guttormssonar. Móðir Sigurð- ar var Halldóra Jónsdóttir vefara, systir Þorbjargar. Móðir Guðlaugar var Guðríður Eiríksdóttir, bónda á Hafursá, Arasonar, og konu hans, Þóru Ámadóttur, bónda á Kappeyri, Stefánssonar, bónda í Sandfelli, Magnússonar, ættfóður Sandfells- ættarinnar. Móðir Áma var Guðrún Erlendsdóttir, bónda á Ásunnar- stöðum, Bjarnasonar, ættfóður Ásunnarstaðaættarinnar. BMBK Karl Gíslason deildarstjóri Karl Gíslason, deildarstjóri og umsjónarmaður á Bessastöðum, er fimmtugur í dag. Starfsferill Karl fæddist í Reykjavík og ólst upp á Seltjarnarnesi og Njálsgötu í Reykjavík. Hann varð gagnfræðingur frá Lindargötuskólanum árið 1966. Hann lauk sveinsprófi frá Hótel- og veitingaskólanum árið 1972. Hann lauk einnig seinni önn frá Lögreglu- skóla ríkisins árið 1977. Árið 1967 vann Karl við Búrfells- virkjun og verslunarstörf. Hann var á m.s. Gullfossi árið 1968 og síðan af og til allt þar til skipið var selt árið 1974. Árin 1969-1975 vann hann á Hótel Sögu. Hann hóf störf í Lög- reglunni í Reykjavík þann 1.4. 1974. Hann vann einnig í afleysingum við bifreiðaakstur hjá forseta íslands frá árinu 1992. Frá 1.8. 1996 hefur Karl unnið hjá forsætisráðuneytinu á Bessastöðum við eftirlit og örygg- isgæslu á húseignum ríkisins. Karl var í stjóm Lögreglufélags íslands í Reykjavík frá 1996 til 1997. Hann hefur lengst af búið í Hafn- arfirði eða frá árinu 1973 og allt fram til ársins 1996, í samtals 23 ár. Fjölskylda Karl giftist þann 7.10. 1972 Sigur- björgu Sigurbjömsdóttur deildar- fulltrúa, f. 26.7. 1951. Hún er dóttir Ágústu Unnar Guðnadóttur. Þau eru bæði látin. Böm Karls og Sigurbjargar eru Sigríður Líndal, f. 17.4. 1973, ritari, maður hennar er Veturliði Þór Stef- ánsson og þau eiga 2 böm; Heiðrún Líndal, f. 18.1. 1975, launafulltrúi, hennar maður er Jón Arnar Jóns- son; Unnur Líndal verslunarmær, unnusti hennar er Hilmar Óskars- son. Systkini Karls eru Sigriður, f. 16.4. 1957, og Súsanna, f. 12.8. 1962, deildarstjóri. Foreldrar Karls eru Gísli Kristján Líndal Karlsson, f. 3.4. 1929, og Guð- munda Sigríður Eiríksdóttir, f. 3.9. 1929. Þau eru bæði eftirlaunaþegar. Ætt Guðmunda Sigríður, móðir Karls, er dóttir Eiríks Kristjánssonar, verkamanns í Reykjavík. Hann var sonur Kristjáns Egilssonar, bónda og formanns í Hjalla í Ölfusi. Gísli Kristján, faðir Karls, var sonur Guðríðar Lilju Sumarrósar Krist- jánsdóttur, húsmóður í Reykjavík, og Karls Gíslasonar verkamanns. Karl tekur á móti ættingjum og vinum í Rúgbrauðsgerðinni, Borg- artúni 6, á milli kl. 18.00 og 20.00 fostudaginn 23.6. Kazimiera Nowak verkakona Kazimiera Nowak verkakona, Bakkavegi 27, Hnífsdal, er fimmtug í dag. Starfsferill Kazimiera fæddist í bænum Budy í Póllandi og ólst þar upp. Upp úr ’ tvítugu flutti hún til Tom- aszów Lubelski í Póllandi. Hún vann verslunarstörf í 20 ár og síðar heimilisstörf. Kazimiera er nú búsett á íslandi og hefur starfað við fískvinnslu i Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal í 3 ár og 7 mánuði. Fjölskylda Kazimiera giftist þann 31.8. 1970 Antoni Nowak, f. 10.10. 1948, bíl- stjóra. Hann er sonur Mariu Nowak saumakonu og Kazimierz Nowak lög- reglumanns. Þau eru bú- sett í Tomaszów Lubelski. Kazimiera og Antoni eiga þrjú börn, þau eru Renata Nowak, f. 16.12. 1972, hún er verkakona, hennar maður er Reimar Vilmundsson, þau eiga eitt barn og eru búsett á Bolungar- vík; Robert Nowak, f. 1.6.1974, hann er atvinnulaus og á heima í Pól- landi; Barbara Nowak, f. 10.4. 1979, hún f skóla f Póllandi og hún er einnig ógift. Foreldrar Kazimieru voru Jan Drag, f. 2.2. 1901, d. 28.8.1980, bóndi, og Juzefa Drag, f. 6.6. 1918, d. 22.8. 1992, hún var einnig bóndi. Þau bjuggu í Budy í Póllandi. Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, iíkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍI'.ÍS 550 5000 'ÆHKKEBM3 Siguröur Þengill Hjaltested, Hjarðar- haga 50, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 20.6. kl. 13.30. Emma Magnúsdóttir, Öldugötu 44, Hafnarfirði, veröurjarðsungin frá Hafnar- fjaröarkirkju þriöjudaginn 20.6. kl. 13.30. Sigfríöur Pálmarsdóttir, Baugatanga 7, Skerjafiröi, veröur jarösungin frá Foss- vogskirkju þriöjudaginn 20.6. kl. 15.00. Valur Skarphéöinsson, Sóleyjarhlíö 1, Hafnarfiröi, veröurjarðsunginn frá Selja- kirkju þriöjudaginn 20.6. kl. 15.00. Kristjana Brynjólfsdóttir, Árskógum 6, Reykjavík, veröurjarösungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 20.6. kl. 13.30. Merkir Islendingar P áll Jónsson bókavörður fæddist þann 20. júní ár- ið 1909 að Lundum í Stafholtstungum og ólst upp í ömólfsdal 1 Þverárhllð. Foreldrar hans voru Jón Gunnarsson og Ingigerður Kristjáns- dóttir húshjón. Páll fluttist 17 ára gamall til Reykjavíkur og bjó þar að mestu síðan. Hann stundaði versl- unarstörf í Reykjavík til að byrja með en áriö 1936 dvaldist hann erlendis, meðal annars við nám, nánar tiltekið í Þýskalandi og Sviss. Árið 1941 varð hann auglýsingastjóri við dagblaðið Vísi og hélt því starfi áfram í tólf ár. Hann flutti sig þá yfir á Borgarbókasafn Reykjavíkur og starfaði þar allt frá árinu 1953 fram til ársins 1980, eða í 27 ár. Páll var einn af stofnendum Bandalags ís- lenskra farfugla árið 1938 og sat í stjóm félagsins um nokkurt skeið. Páll Jónsson Hann var einnig mjög virkur í Ferðafélagi ís- lands og var í stjóm þess um tima. Árið 1980 var hann gerður heiðursfelagi þess. Páll var mjög áhugasamur um ljósmynd- un og þótti fær áhugaljósmyndari. Hann hlaut til að mynda fyrstu verðlaun í ljós- myndakeppni Ferðafélags íslands árið 1952. Margar mynda hans voru einnig not- aðar í Árbók Ferðafélags íslands, Landinu þinu og fjölmörgum öðrum ritum, bæði ís- lenskum og erlendum. Hann hafði þar að auki umsjón með útgáfu myndabóka. Hann hóf að safna bókum ungur að ár- um og er hann lést, árið 1985, arfleiddi hann Bókasafn Borgamess að safni sínu með því skilyrði að því yrði ekki sundrað en safn hans var mjög vandað og undir lokin einnig orðið mjög stórt. Andlát Anna G. Helgadóttir, Þverholti 30, áöur Skipholti 47, lést á Vífilsstööum fimmtu- daginn 15.6. Stelnunn Árnadóttir, Bergþórugötu 6B, lést á Landspítalanum laugardaginn 17.6. / jjrval - í stuttu máli sagt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.