Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 Fréttir I Á fjórða hundrað lögreglumenn á Kristnihátíðarvakt: Bannað að aka frá Hvalfirði - til Reykjavíkur á sunnudagskvöldið Kristnihátíð verður haldin um næstu helgi og íbúar í Mosfellsbæ eru þegar famir að finna fyrir um- stanginu. Margir íbúar Mosfells- bæjar og nágrennis eru farnir að kvíða hátíðinni og þá ekki síst vegna þeirrar skerðingar á ferða- frelsi sem henni fylgir fyrir íbúa svæðisins. Miklar framkvæmdir hafa verið I tengslum við hátiðina og er Vega- gerðin nú meðal annars byrjuð að minnka og breyta hringtorgum í Mosfellsbæ til að auðvelda akstur milli höfuðborgarinnar og Þingvalla. Jóhann Sigurjónsson, bæjar- stjóri Mosfellsbæjar, segir bæjar- stjórnina hafa mótmælt áætlunum Vegagerðarinnar og ríkislögreglu- stjóra en engin formleg viðbrögð fengið. „Þessum peningum hefði betur verið varið i að gera varanlegar vegaframkvæmdir sem yrðu okkur til hagsbóta en við höfum lengi ver- ið að berjast fyrir tvöföldun Vestur- landsvegar,“ segir Jóhann. Að sögn hans hafa framkvæmdir við hringtorgin í Mosfellsbæ skapað ákveðna slysagildru þar sem þeim fylgi meiri hraðakstur. DV hafði samband við lögregluna í Mosfells- bæ sem greindi frá því að það mætti rekja a.m.k. einn árekstur á síðustu dögum til framkvæmdanna. „Þetta er eiginlega ekki hring- torg lengur en það er hringtorgs- merki og samkvæmt umferðarregl- um er þetta hringtorg," sagði lög- reglumaður í samtali við blaða- mann. DV-MYND HILMAR ÞÓR Mótmæli hunsuð Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir bæjarstjórnina hafa mótmælt bráðabirgðaframkvæmdum Vegagerðarinnar í Mosfellsbæ fyrir Kristnihátíö og beðið um varanlega vegbót. „Það trúði enginn héma að það ætti að framkvæma þetta svona og það er mikil hystería í kringum þetta hjá aðstandendum,“ segir Halldór Þorgeirsson kvikmynda- framleiðandi, á Melkoti í Mosfells- dal. Halldór segist óttast að verða í raun innlyksa á sínu eigin heimili um kristnihátíðarhelgina og segist ósáttur við þá ákvörðun Ríkislög- reglustjóra að setja allt á annan end- ann í samgöngum í dalnum vegna tveggja daga hátíðarhalda. „Þetta er yfirgangur af versta tagi og við verðum að fara einhverja fjallabaksleið til þess að komast í bæinn,“ segir hann. Samkvæmt áætlunum Vegagerð- arinnar og lögreglu verður Vestur- landsvegur tvöfaldaður í átt til Mos- fellsbæjar og á milli 8 um morgun- inn og 16 um daginn verður tvíbreið einstefna á Þingvallavegi, frá Mos- fellsbæ til Þingvalla. Á milli klukk- an 16 og 17 verður allur akstur bannaður á þessari sömu leið en frá 17 verður svo einstefna frá Þingvöll- um til Mosfellsbæjar. Fólk verður að fara sömu leið til baka og það kom og því verða þeir sem koma Þingvallaveginn að bíða þar til klukkan verður 17 en þeim sem nýta sér ókeypis almennings- vagna sem á milli borgarinnar og hátíðarsvæðisins ganga gefst færi á að yfirgefa svæðið á klukkutíma fresti. Fleiri róttæk úrræði verða nýtt þessa helgi en til að greiða fyrir umferð frá Þingvöllum til höfuð- borgarinnar verður öll umferð frá Hvalfirði til Reykjavíkur stöðvuð frá 18 til 22 á sunnudagskvöldið. „Okkur var falið það verkefni að koma allt að 75 þúsund manns til og frá Þingvöllum á einni helgi og til þess munum við nota 346 lög- regluþjóna af suðvesturhorninu. Við höfum verkefni og beitum okk- ur til þess að leysa það,“ segir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn. Að sögn Jóns kemur verkefni þeirra frá Umferðamefnd sem skip- uð var af ríkisstjóminni árið 1998 til að fyrirbyggja að Kristnihátíðin yrði eins og Lýðveldishátíðin 1994 sem af mörgum var nefnd þjóð- vegahátíð. -jtr Greining Auðveldar „Næsta skrefið er að finna út hvað öll þessi gen gera. Við erum með 80.000 gen sem enginn veit hvað gera. Þar koma inn í alls kon- ar rannsóknir, til dæmis á sjúkdóm- um, og þar hlýtur ísland að koma inn í því hér eru jú komin tvö fyrir- tæki sem ætla sér að reyna að skilja erfðasjúkdóma," sagði Eiríkur Steingrímsson, rannsóknarprófess- feSmiði ii M&M HGP-vísindahópsins á 97 prósentum af genamenginu: íslenskum vísindamönnum störf or við læknadeild Háskóla íslands og forstöðumaður rannsóknarsviðs hjá Urði, Verðandi, Skuld ehf., líf- tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í erföarannsókn krabbameins. Erlendir vísindamenn tilkynntu í gær að frumgerð að korti yfir gena- mengi mannsins væri lokið. Vonir standa til að kortið muni breyta miklu í rannsókn og meðhöndlun sjúkdóma sem hrjá mannkynið, sér- staklega þeirra sem eru arfgengir. Bandariskir og breskir keppinautar, sem hafa í áratug keppst við að kortleggja erföavísa mannsins, sam- einuðu nýverið krafta sína og hafa nú vísindamennirnir lokið grein- ingu á 97 prósentum af genameng- inu. „Þetta hefur náttúrlega sömu þýð- ingu fyrir ísland og önnur lönd, því nú getum við nálgast þessar upplýs- ingar á mjög einfaldan hátt og get- um skoðað hvaða gen eru á ákveðn- um svæðum á litningunum og hvað þau gera. Þetta mun að sjálfsögðu auðvelda íslenskum vísindamönnum þeirra störf," sagði Eiríkur. -SMK n wm Sólarlag í kvöld 24.01 Sólarupprás á morgun 03.01 Síðdeglsflóó 14.35 Árdegisflóö á morgun 02.59 Skýiíngará ysðurtáknum REYKJAVIK AKUREYRI 00.52 01.39 18.68 07.32 Rigning sunnan- og vestanlands Spáð er austan 13-18 m/s og rigningu sunnan- og vestanlands en hægari og úrkomulitlu á Noröausturlandi. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. ^INDÁTT 10°«-H,n 3 -10“ N/indstyrkur %cnft«.T i motrum á sekúndu HEJÐSKÍRT O e> o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAÐ <W> Ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA "Q +* = ÉUAGANGUR PRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA b Víöa vegavinna Helstu þjóðvegir landsins eru greiðfærir, víða er þó í gangi vegavinna. Fært er oröið um ýmsa fjallvegi svo sem um Kaldadal, á Arnarvatnsheiði úr Miðfiröi, yfir Kjöl, í Flateyjardal og Fjörðu, í Heröubreiðarlindir, Öskju, Kverkflöll og Snæfell. Einnig er fært úr Skaftártungu í Eldgjá og frá Sigöldu í Landmannalaugar. Væta og hlýindi Búist er við suðaustan 8-13 m/s og rigningu með köflum, síst þó norðaustanlands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands. Vofllr á skyflfl' um av»> um aru loka> ir flar til anna> var> ur augtfat m Vindur; 8-13 m/8 ' Hiti 10° tii 15° Suóaustan 8-13 m/s og skýjaó verður með köfium en þurrt aó mestu. Hiti viöa 10 til 15 stlg, en um 20 stig norftaustanlands. SZiCLiJilugUf Virtdur: 8-13 ’ Hiti 10° tii 15° Gert er ráft fyrir suftaustanátt 8-13 m/s. Skýjaft verftur meft köflum en þurrt að mestu. Mestur hlti norðaustanlands. Kvartað yfir flugi í Húsafelli - geri grein fyrir lágflugi Flugmálastjóm barst rétt fyrir helgi fjöldi kvartana frá sumarbú- staðaeigendum í Húsafelli og öðrum sem þar dvöldu, vegna hávaða frá einkaflugvél sem var flogið mjög lágt yfir svæðið. Flugvöllurinn í Húsafelli er staðsettur skammt frá sumarhúsabyggð og við flugtak fljúga vélar rétt yfir sumarhúsin en að þessu sinni þótti fólki óvenjulega lágt flogið og var jafnvel talað um glæfraflug. Hjá flugmálastjóm fengust þær upplýsingar að ekki sé búið að kanna hvort um óleyfilegt flug var að ræða en flugmanni flugvélarinn- ar sem kvartað var yfir hefur verið sent bréf þar sem hann er beðinn að gera grein fyrir þessu lágflugi. -hds Létust í um- ferðarslysum Nafn konunnar sem lést í um- ferðarslysi í Skagafirði síðastliðinn miðvikudag var Björk Dúadóttir. Hún var 49 ára gömul og bjó að Furulundi 11B, Akureyri. Piltamir tveir sem létust í um- ferðarslysi á laugardagsmorguninn í Svalbarðsstrandarhreppi voru El- var Hilmarsson, til heimilis að Bakkahlíð 25, Akureyri, og Aðal- steinn Már Björnsson, Stafholti 12, Akureyri. Þeir voru báðir fæddir árið 1979 og bjuggu í foreldrahús- um. Tvær konur slösuðust alvarlega í árekstrinum sem Björk lést í og voru þær fluttar með þyrlu Land- helgisgæslunnar til Reykjavíkur. Þær liggja á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Að sögn lækna á Landspítalan- um hafa báðar konumar gengist undir skurðaðgerðir og er ástand þeirra enn alvarlegt. Einnig liggur kona, sem lenti í alvarlegu bílslysi á Suðurlandsvegi á laugardaginn, enn á gjörgæslu- deild. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. -SMK Vörubíll valt í Hafnarfirði Vörubíll valt á hliðina við Ás- land i Hafnarfirði um klukkan 9 í gærmorgun. Lögreglan í Hafnar- firði og sjúkrabíll mættu á staðinn og var bílstjóri vörubilsins fluttur á slysadeild. Meiðsl hans reyndust óveruleg. -SMK Vindur: A-. 5-8 m/9 ’ Hiti 11° til 18° Spáft er suðaustlægri efta breytileg átt, 5-8 m/s og yfirleitt björtu veftri. Hltl 11 tll 18 stlg, hlýjast inn tll landsins. VeHKð» AKUREYRI BERGSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HAUFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skýjaö alskýjaö alskýjaö rigning rigning alskýjaö rigning rigning skúr á síö. kls. skýjaö skýjaö léttskýjaö skýjaö rigning skýjaö skýjaö þokumóða skúr 11 8 9 7 6 7 5 7 7 8 15 13 11 13 6 7 18 13 22 10 léttskýjaö hálfskýjað léttskýjað skúr á síð. kls. 10 Mayen hálfskýjaö 2 12 14 10 léttskýjaö léttskýjaö léttskýjaö léttskýjaö heiöskírt léttskýjaö skýjað léttskýjað 13 10 20 22 10 13 14 b

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.