Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. JUNI 2000 13 I>V Myndiist ■ni Sér tálgar tré líkt Það verður sjónarsviptir að Hildi Hákonardóttur, forstöðu- manni Listasafns Ámesinga á Selfossi, sem nú lætur af störf- um eftir nokkur ár við stjórn- völinn þar eystra. Með tak- mörkuðu fjármagni, en þeim mun meira hugarflugi og út- sjónarsemi, hefur henni tekist að drífa upp markverðar sýn- ingar sem bæði hafa glatt áhorfendur og próvókerað, ert þá til umhugsunar. Hafa þær gengið á svig við ýmsar staðl- aðar hugmyndir safnamanna á höfuðborgarsvæðinu, sem ým- ist virðast hugsa í einkasýning- um eða samsýningum með myrku þematísku ívafi, gjam- an aðfengnu. Án þess að reyna það sér- staklega hafa sýningar Hildar verið hvort tveggja í senn, stað- bundnar og alþjóðlegar, og ekki síst gegnumskotnar djúpstæðri virðingu fyrir handverkinu í fortíð og nútíð. Mér er minnisstæð sýning sem haldin var í Listasafni Ár- nesinga í fyrrasumar, þar sem „kvennalist", þetta útjaskaða fyrirbæri, gekk allt í einu í end- urnýjun lífdaganna andpænis þeirri vá sem steðjaði að há- lendinu. Og sýningin „Teglt í tré“, sem stendur yflr i safninu til 16. júlí, verður einnig að telj- ast verðugur minnisvarði um skapandi safnamennsku Hild- ar. Tré að staðaldri Hún fékk sem sagt þá ein- fóldu en bráðsnjöllu hugmynd að tefla saman íslenskum lista- mönnum, eldri og yngri, sem hafa tjáð sig í tré, annálaða handverksmenn, nafnlausa út- skurðarmenn og starfandi „Súrrealískur" útskurður Sverris Haraldssonar listmálara. Af sýningunni Teglt í tré^ sem nú stendur yfir í Listasafni Árnesinga á Selfossi. myndlistarmenn. Fyrir tveim- ur áratugum hefði varla verið gerlegt að setja upp sýningu af þessu tagi, þar sem íslenskir listamenn virtust steinhættir að nota tré. En nú eru aðrir tímar, þvi fjöldi málsmetandi listamanna notar tré að stað- aldri í verkum sínum: Anna Eyjólfsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Gabriela Friðriksdóttir, Guð- jón Ketilsson, Gunnar Örn, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Haraldur Jónsson, Helgi Hjartalin, Hjörtur Jóns- son, Níels Hafstein ... listinn er mun lengri. Verk eftir alla þessa lista- menn og um 30 aðra er að fmna á sýningunni á Selfossi og hefði þá enn mátt bæta við trémyndum eftir Mugg, Ás- mund Sveinsson, Stefán Ei- ríksson, Nínu Sæmundsson, Guðmund Einarsson frá Mið- dal, Martein Guðmundsson, Guðmund og Jón Benedikts- syni o.fl. Ekki svo að þarna sé vönt- un á ásjálegum verkum. Til dæmis er fengur að því fyrir mina kynslóð og þaðan af yngra fólk að fá að sjá eitthvað af sérkennilegum „súrrealísk- um“ útskurði Sverris Haralds- sonar listmálara, auk þess sem margt er þarna af eldri út- skurði sem undirritaður hefur aldrei barið augum. Auk þess eru yngri listamenn, t.d. Ásta Ólafsdóttir, Hannes Lárusson og Þór Vigfússon, þama upp á sitt allra besta. Margar sögur samtímis Það sem kannski háir þess- ari sýningu mest, fyrir utan tilflnnanlega vöntun á skrá, er að markmið hennar er Verk Hannesar Lárussonar. hvergi skilgreint til hlítar. Það er ekki alveg nóg að slá því fram að öllum þessum tréverk- um sé ætlað að segja „sögu um meðhöndlun manna á þessum efnivið“, eins og stendur á dreifiblaði. Hængurinn er sá að þarna eru margar sögur sagðar samtímis, saga nytjahlut- anna, saga skreytisins og myndlistarsagan eins og hún birtist í tréverkum. Áhorfandinn á því fullt í fangi með að fylgjast með, auk þess sem skilin milli eldri nytjahluta og listhluta verða óþarflega ógreinileg. Síðan væri gaman að fá úr því skorið hvort íslenska tréskurðarhefðin hefði lifað af módernismann og birtist nú tvíelfd í verkum ungra myndlistarmanna eða hvort þau verk væru sjálfstæður viðauki við þessa hefð. Og ef svo er, hverrar náttúru er þessi viðauki? Ef sýning Hildar í Listasafni Ámesinga gerði ekki annað en hvetja safnastofnanir á höfuð- borgarsvæðinu til að taka íslensku trélistina til endurskoðunar í ljósi þessara og annarra spursmála eða útgefendur til að setja saman vandaða bók um fjölbreytnina í íslenskri tré- list, mundi hún gera I blóðið sitt svo um mun- ar. Menn skyldu ekki láta tilhugsunina um Suð- urlandsskjálfta aftra sér frá því að skreppa austur yfir fjall og skoða þessa sýningu, sem opin er 14-17 virka daga (nema mánudaga) og 13-18 um helgar. Aðalsteinn Ingólfsson Tónlist Létt kaffihúsastemning Síðustu tónleikamir á hátíð- inni Bjartar sumarnætur voru haldnir í Hveragerðiskirkju á sunnudagskvöldið. Þar komu fram þeir Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari og á efnis- skránni voru þekkt lög og aríur úr ýmsum áttum. Nokkra athygli vakti að Kristinn söng eftir nót- um svo til allan tímann, en hann upplýsti áheyrendur að hann væri farinn að gera þetta í seinni tíð, enda treysti hann ekki minn- inu eins vel og áður. Hann sagði enn fremur að þegar árin færast yfir mann væru þrír hlutir sem bila, sá fyrsti væri minnið ... en hann væri búinn að gleyma hverjir hinir tveir væru. En hann þarf ekkert að skammast sín þó hann styðjist við nótur, þvi hann er ekki einn um það. Ekki ómerk- ari maður en píanósnillingurinn Sviatoslav Richter var til dæmis ávallt með nótnabókina og flettara þegar hann hélt einleiks- tónleika í seinni tíð og kom það sist niður á spilamennskunni. Áheyrendur skelltu upp úr Það er engin tilgerð í söng Kristins. Allt sem hann túlkar er blátt áfram og eðlilegt og skiptir þá engu hvert efni lagsins er. Á móti kemur að hann er afbragðsleikari og sem grínisti er hann stórkostlegur. Túlkun hans hans er stórbrotin og litrík og þegar hann syngur veikt er rödd hans mjúk eins og flauel. Lungi del caro bene eftir Sarri var unaðslega bundið og fagurt og lögin eftir Tosti (Malia, Chanson de l’adieu, L’ultima canzone og Luna d’estate) voru hjartnæm og einstaklega fallega Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson „Þaö er engin tilgerð í söng Kristins. Allt sem hann túlkar er blátt áfram og eöli- legt og skiptir þá engu hvert efni lagsins er. Á móti kemur aö hann er afbragös- leikari og sem grínisti er hann stórkostlegur. “ flutt, bæði af söngvara og píanóleikara. ítölsku aríurnar söng Kristinn hetjulega með viðeig- andi þrumuraust án nokkurrar áreynslu, en lögin eftir Wolf (Selbsgestándnis, Zur Wamung og Bei einer Trauung) vom hins vegar svo fyndin að áheyrendur skelltu margsinnis upp úr, undirritaður þar á meðal. Létt kaffihúsastemning ríkti á tónleikunum, því Kristinn og Jónas voru duglegir að kynna lögin og sumar af sögunum sem þeir sögðu voru skondnar. í tengslum við arí- una „Ljúbvi vsé vozrasty pokomy“ úr Jevgení Onegín eftir Tsjaikovskí kom til dæmis fram að Kristinn syngur á rússnesku - sem er ekki öllum gefið - og tók eitt sinn þátt í uppfærslu á óperunni frægu eftir Shostakovits, Lafði Macbeth frá Mtsensk. Þar var hann í hlutverki lögreglustjóra sem átti að tákna Stalín, en á fyrstu æfingunni virtist honum ekki takast betur upp en svo að hljómsveitarstjórinn hló að hon- um og lyppaðist á endanum niður í krampaflogum. Þegar Kristinn spurði skjálfraddaður og miður sín hvað væri að kom í ljós að hann hafði óvart sungið nákvæm- lega eins og Stalín talaði og hljóm- sveitarstjórinn spurði hvort hann ætlaði í alvörunni að syngja svona á sýningunni! Jónas Ingimundarson var í prýðilegu formi á tónleikunum og lék allan tímann lungamjúkt og skáldlega. Danza, fanciulla gentile eftir Durante var sérlega áhrifa- mikið, sömuleiðis D’Egitto lá sui lidi úr Nabucco eftir Verdi. Þeir Kristinn eru búnir að „syngja lengi sarnan", eins og þeir orðuðu það á tónleikunum, og hin sterka tenging á milli þeirra heyrðist greinilega. Þetta voru bráðskemmtilegir tónleikar og tvímæla- laust frábær endir á vel heppnaðri tónlistar- hátíð. Jónas Sen Tónleikar meö Krlstnl Sigmundssyni og Jónasi Ingi- mundarsyni í Hveragerólskirkju 25. júní. Lög og aríur eftir Carissimi, Lotti, Scarlatti, Sarri, Durante, Tosti, Wolf, Árna Thorsteinsson, Donizetti og Verdi. ______________________Meniúng Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Um ofvirkni og misþroska Út er komin bókin Birgir - hvemig skól- inn kemur til móts við ofvirkan og misþroska dreng. Birgir er níu ára drengur sem er ofvirk- ur og misþroska og með sérstaka náms- örðugleika, bókin um hann byggir á meistaraprófsverkefni Margrétar Jóelsdóttur á sérkennslusviði við Kennaraháskóla íslands. Rannsókn Margrétar byggist einkum á athugun á vettvangi og viðtölum við Birgi, móður hans og starfsfólk skóla og skóladagheimilis. Sjálfsmynd drengsins varð snemma léleg og hafði hann sýnt alvarlegar hegðunartruflanir og and- félagslega hegðun, einkum utan skólans. Starfsfólk skorti þekkingu á þörfum hans og því sem við var að etja þar sem leiðir til að miðla þekkingu reynast ekki nægi- lega vel. Og hvað dugir til þess að leysa vanda þeirra sem eru í svipuðum erflð- leikum og Birgir? í bókinni skoðar Margrét vanda Birgis í ijósi nýrra hugmynda og rannsókna á sviði ofvirkni og misþroska. Æskan gefur bókina út. Við tvö Benedikt Jóhannsson sálfræðingur hefur sent frá sér bókina Við tvö - um hjónaband og sam- búð. í formála segir Benedikt að ritið sé hugsað sem lítið framlag til þess að hjónaband eða sambúð karls og konu geti staðið betur af sér umrót samtímans. I bók- inni er fjallað um mál- efni kynjanna, væntingar þeirra tfl hjóna- bandsins, um tjáskipti og tengsl og bent á leiöir fyrir fólk tO þess að þróa samband sitt í átt tO hamingjuríkara lífs. Höfund- ur birtir einnig ljóð sem eiga að höfða til tilfinninga lesandans og nefnir dæmi um nokkrar tálsýnir sem fólk hefur stundum í höfðinu þegar það gengur í hjónaband: - Hjónabandid mun gera mig örugga(n) og hamingjusama(n), leysa öll mín per- sónulegu vandamál og eyða öllum ein- manaleika. - Ef maki minn elskar mig í raun og veru á hann/hún að breyta sér eftir mín- um óskum. - Ef við virkilega elskum hvort annað þá höldum viö alltaf áfram að gefa hvort öðru undir fótinn á sama hátt og í tilhuga- lífinu. - Góður maki er alltaf tilbúinn aó sinna mínum þörfum og skilur mig nœr því sjálfkrafa án þess að ég þurfi að segja hon- um/henni hvers ég þarfnast. í stuttu máli sagt er betra að varast þessar hugmyndir um hjónabandið eins og heitan eldinn! Skálholtsútgáfan gefur bókina út. Gott á Kristni- hátíð Nú hlakka allir tO Kristnihátíðar um næstu helgi og vonast tO þess að hún laus við skjálfta og umferðar- öngþveiti. Margt er líka þar til skemmtun- ar og fufl ástæða tO að minna strax á opnun- arsýningu hátíðarinn- ar, sem er myndlistar- sýningin Dyggðirnar sjö að fornu og nýju - haldin í Stekkjargjá. Sýningin, sem er unnin í samvinnu við ART.IS, á rætur að rekja tO skoðanakönn- unar GaOups, þar sem siðferðisgrundvöU- ur þjóðarinnar nú við aldarlok er borinn saman við siðferðisgrunn fyrri tíma. Fjórtán listamenn hafa verið fengnir til þess að túlka viðhorf okkar til dyggðanna að fornu og nýju. Meðal listamanna sem taka þátt eru Hulda Hákon, Hannes Lár- usson, Helgi ÞorgOs Friðjónsson, Ólöf Nordal og Ósk Vilhjálmsdóttir. Myndlistarsýningin veröur opnuð kl. 11.30 að morgni 1. júlí með ávarpi Björns Bjamasonar menntamálaráöherra og tón- list Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og Péturs Grétarssonar slagverksleikara. krisTni í ÞÚSUNDÁR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.