Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIDJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 I>V Stjórnarandstaðan í Simbabve vann verulega á í kosningunum: Úrslitin mikið áfall fyrir Mugabe forseta Stjórnarflokkur Roberts Muga- bes, forseta Simbabves, hélt velli í þingkosningunum um helgina en stjómarandstæðingar unnu veru- lega á og fengu fleiri menn kjöma en nokkru sinni á tuttugu ára valdaferli Mubages. Samkvæmt síðustu tölum var stjómarandstööuflokkurinn Hreyf- ing fyrir lýðræðislegum breyting- um (MDC) búin að fá 51 þigmann. Þar með voru stjómar- andstæðingar búnir að koma í veg fyrir að flokur Mugabes fengi tvo þriðju hluta atkvæða. Þann meiri- hluta þarf til að gera breytingar á stjómarskrá landsins. Mugabe hefur sextán sinnum gert breytingar á stjórnarskránni, meðal annars þær sem gerðu honum kleift að gera upptækar bújarðir hvítra bænda. Stjómarandstæðingar hafa Kosningaúrslitum fagnað Stuðningsmenn stjðrnarandstööuflokksins MDC í borginni Bulawayo í Simbabve fögnuðu fyrstu tölum úr þingkosningunum ákaflega. aldrei áður haft fleiri en þrjá þingmenn samanlagt. Mugabe tilnefnir siðan sjálfur 30 þingmenn. Flokkur hans verður því með ríflegan meirihluta en úr- slitin eru engu að síður mikið áfall fyrir forsetann. Óttast var að ofbeldi kynni að brjótast út eftir kosningamar en sá ótti reyndist ástæðulaus. Allt var með kyrrum kjörum á götum höf- uöborgarinnar Harare í morgun. Aftur á móti létust að minnsta kosti þrjátíu manns í ofbeldisverk- um mánuðina fyrir kosningarnar. Morgan Tsvangirai, leiðtogi MDC, tapaði þingsæti sínu í kosn- ingunum um helgina. Aðrir for- ystumenn flokksins sögðu fyrir kosningarnar að hann hefði ekki áhyggjur af slíku þar sem hann gæti þá einbeitt sér að forsetakosn- ingunum 2002. Thorbjorn Jagland Ráðherrann segir NATO-lönd utan ESB hafa sömu hagsmuna aö gæta. NATO-lönd utan ESB funda með Javier Solana Thorbjom Jagland, utanríkisráð- herra Noregs, hefur beðið Javier Solana, yfirmann öryggismála hjá Evrópusambandinu, ESB, að funda með NATO-löndum utan sambands- ins. Verður fundurinn haldinn í Brussel á mánudaginn. Þar mun Solana gera grein fyrir málum á dagskrá síðasta leiðtogafundar Evr- ópusambandsins. Helmut Kohl Hingaö til hefur Kohl neitað að segja hverjir gáfu flokki hans fé. Kohl ber vitni fyrir þingnefnd Helmut Kohl, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, mun á fimmtudag- inn bera vitni fyrir nefnd þingsins sem rannsakar hvort greiðslur í leynisjóði kristilegra demókrata hafi haft áhrif á ákvarðanir stjórn- arinnar. Kohl mun halda klukku- stundarlanga ræðu og tæpa á öllum þáttunum er varða rannsóknina, að sögn lögmanns hans. Þingmenn borða banana Forseti þingsins á Taívan, Wang Jin-pyug, og félagar hans á þingi fengu sér banana í morgun og iögöu þar með sitt lóð á vogarskáiarnar í þaráttunni gegn lágu bananaverði. Mikið offramboð er á banönum á Taívan vegna minnkandi útflutnings til Japans og kemur þaö illa við bændur. Wang keypti sjálfur 60 tonn af banönum. Blair bjartsýnn í kjölfar vopnaeftirlits á N-lrlandi Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, var bjartsýnn á jákvæða þróun friðarferlisins á Norður-írlandi í gær eftir að hafa tekið við skýrslu alþjóð- legra eftirlitsmanna um heimsókn í vopnabúr IRA, írska lýðveldishers- ins. IRA tilkynnti í gær að alþjóðlegu eftirlitsmennirnir Martti Ahtisaari og Cyril Ramaphosa hefðu þegar rannsakað nokkra staði þar sem sam- tökin geyma vopn sín. íyfirlýsingu frá IRA sagði að um hefði verið að ræða fjölda vopna, þar á meðal sprengiefni. Báðir eftirlitsmennimir, fyrrver- andi forseti Finnlands og fyrrverandi aðalritari Afríska þjóðarráðsins í S- Afríku, kváðust ánægðir með eftir- litsferðir sínar. Þeir gátu þess jafn- framt aö írski lýðveldisherinn gæti Marttl Ahtisaari Mikil ánægja er með árangur Ahtisaaris á N-írlandi. ekki flutt nokkur vopn án vitundar þeirra. „Þrátt fyrir að við eigum langt í land þykir mér ekki hægt annað en að vera ánægður, já, á vissan hátt undrandi yfir þeim framforam sem hafa orðið,“ sagði Tony Blair að lokn- um klukkustundarfundi með Ahtisaari og Ramaphosa í gær. Fyrir nokkrum vikum var friðar- ferlið á N-írlandi í hættu þar sem IRA neitaði að gefa eftir í afvopnunarmál- um og mótmælendur hótuðu að taka ekki þátt í stjórn með kaþólikkum. Bresk yfirvöld hvöttu í gær skæru- liða mótmælenda til að taka sams konar skref og IRA. Þó svo að mikið magn vopna IRA sé í öraggri geymslu ógna ýmis klofhingssamtök skæru- liða friðarferlinu, að mati sérfræð- inga. Leita til hæstaréttar Ættingjar kúbverska drengs- ins Elians Gonzalez í Miami hafa beðið hæstarétt Banda- rikjanna um að grípa inn í deiluna um forræðið yfir drengnum. Ættingj- arnir fara einnig fram á að hæsti- réttur hindri heimferð Elians á meðan fjallað verður um málið. Sakaður um njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB, sem tók við af KGB, kvaðst í gær hafa handtekið Litháa vegna meintra njósna fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Banna kapalsjónvarp Yfirvöld i héraðinu Nortwest Frontier í Pakistan hafa bannað kapalsjónvarp. Bannið er tilraun til að blíðka múslímsku klerkana sem þrýst hafa á herstjórnina í Islama- bad. Hundar drepa barn Tveir bardagahundar bitu í gær sex ára dreng til bana á leikvelli við skóla í Hamborg í gær. Drengurinn var í hópi barna sem léku fótbolta i íþróttatíma í skólanum. Lögregla skaut hundana og handtók eiganda þeirra. Chirac vill meiri samvinnu Búist er við að Jacques Chirac Frakklandsforseti einbeiti sér að áformum um nán- ari samruna innan Evrópusambands- ins í ræðu sem hann heldur I þýska þinginu í dag. Chirac er í op- inberri heimsókn í Berlín. Biair til varnar Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, vísaði í gær á bug fregn- um um að milljónamæringur vinur hans og sendimaður í Mið-Austur- löndum hefði falið eignir sinar er- lendis til að komast hjá þvl að greiða skatta. Segja forsetann svikara Stjórnarandstæðingar í Svart- fjallalandi, sem eru hliðhollir Slobodan Milosevic Júgóslaviufor- seta, kölluðu Milo Djukanovic, for- seta Svartfjallalands, svikara við þjóð sína. Forsetinn hafði beðið Króata afsökunar á hörmungum stríðsins 1991 til 1995. Umræður um Bashar Þingið í Sýrlandi hefur í dag á ný umræður um út- nefningu Bashars al-Assads í embætti forseta. Ætlunin er einnig að ákveða hvenær þjóðarat- kvæðagreiðsla um hann sem þjóðhöfðingja fari fram. Bréf frá gíslum á Fídji Uppreisnarmenn á Fídjí leyfðu 27 pólitískum gíslum sínum, þar á meöal forsætisráðherra landsins, að birta bréf í dagblaði í höfuðborginni þar sem þeir hvetja til friðsamlegr- ar lausnar deilunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.