Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000_________________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Feðgar stungu hvor annan og jarðaðir saman Lokið við fyrsta áfanga genakorts mannskepnunnar: Lengra líf og bætt heilsa á næsta leiti Bill Clinton Bandaríkjaforseti notaði Leo litla Blair, yngsta son Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, til að skýra þau stórkost- legu áhrif sem fyrsta uppkast að genakorti mannsins mun hafa á núlifandi kynslóðir og kynslóðir framtíðarinnar. Clinton sagöi að kortlagning um 97 prósenta bókar lífsins, sem vís- indamenn skýrðu frá í gær, myndi að öllum líkindum bæta aldarfjórö- ungi við líf Leos litla. Blair tók undir með Clinton og sagði að mánaðargamall sonur hans myndi í uppvextinum læra margt sem afi hans og alnafni hefði aldrei látið sig dreyma um. Visindamenn greindu frá því í gær að þeir hefðu lokið við fyrsta uppkast að korti yfir erfðamengi Genamengið kortlagt Francis Collins greinir fréttamönnum frá því aö fyrsta uppkastið að bók lífsins væri búið en mikil vinna væri eftir áður en henni væri lokið. Mikil- vægt skref í átt til lengra lífs og bættrar heilsu mannkynsins. mannsins og að þeir væru langt komnir með að raða því upp í rétta röð. Þeir sögðu þetta fyrsta áfang- ann í ferli sem ætti eftir að umbylta læknisfræðinni og gæti leitt til út- rýmingar margra sjúkdóma. „í dag fógnum við fyrsta uppkast- inu að bók lifsins," sagði Francis Collins, forstöðumaður bandarískr- ar rannsóknarstofnunar á erfða- mengi mannsins (NHGRI). Tvær stofnanir hafa unnið að kortlagningu erfðamengis manns- ins, bandaríska einkafyrirtækið Celera Genomics og Human Gen- ome Project, þar sem vísindamenn frá ýmsum löndum hafa unnið sam- an undanfarin tíu ár. Stofnanirnar tvær hafa átt í samningaviðræðum um hvernig Lög um reyk- ingar verða hert í Finnlandi Frá og með 1. júlí verður Finn- land fyrsta landið í Evrópu sem flokkar tóbaksreyk sem krabba- meinsvaldandi efni, að því er finnska fréttastofan FNB greinir frá. Lagabreytingin mun fyrst og fremst hafa áhrif í veitingabransan- um þar sem vinnuveitendum verð- ur skylt að fylgjast með því hversu mikinn reyk starfsmenn fá i sig. Barnshafandi starfsmenn eiga alveg að geta sloppið við óbeinar reyking- ar. Geti þeir það ekki eiga þeir rétt á að sækja um fæðingarorlof fyrir- fram. „Með þessum umbótum eru tó- bakslögin tengd vinnuvemd nán- ar,“ segir Kari Reijula, prófessor hjá vinnueftirlitinu í Finnlandi. best væri staðið að því að gera upp- lýsingamar aðgengilegar. Clinton sagði að samkomulag hefði tekist um sameiginlega birt- ingu. „Rannsóknarhópar úr einkageir- anum og á vegum hins opinbera hafa bundist samtökum um að birta gögn sín um erfðamengið á sama tíma síðar á árinu,“ sagði Clinton. Francis Collins sagði að mikil vinna væri enn eftir. „Við ættum ekki að gera okkur að góðu bók sem mikið vantar í,“ sagði Collins. Um 2 þúsund manns, þar á meðal margir herskáir aðskilnaðarsinnar, fylgdu i gær til grafar feögum í Ajaccio á Korsíku sem höfðu stungið hvor annan til bana um helgina. Lögreglan sagði að feðgunum, Marcel Lorenzoni, 50 ára leiðtoga aðskilnaðarsinna, og Pierre, 21 árs, hefði orðið sundurorða á laugardaginn. Ekki var vitað um hvað þeir deildu. Fjölmiölar sögðu Lorenzoni yngri hafa átt við geðræn vandamál að stríða í nokkur ár. Lorenzoni eldri átti þátt í mannráni á níunda áratugnum á Korsíku. . :? n,:"!ís '1 W.i-é-T f>' r ______________________ '__________________ ____________________________________________________ prn Bti'ni dGM2 28" Nuam Stereö sjönvarp með textavarpi og Srart tengi ,4' ■ : ' MF72490 ST70270 28“ 100 Hz Ninm Stereó sjónvarp 29" 100 Hz MEGATR0N sjónvarp með textavarpi og Surt tengi. með Virtual Dolby Surround, rr:r.T11 textavarpi og Scart tengt. 100 Hz úSálMÍÍÍZJ ST72860 ST848960 29" Hegatron Nium Stereó 33“ 50Hz Nitam Stereo sjónvarp með textavarp! og sjónvarp með textavarpi Surt tengi. og 2 Start tengjum. Sjónvarpsmiðstöðin U MBODSMENN UM ALLT LAND AEYKJAVlmiD: Hagkaup, Smáratorgi. Heimskringlan. Kringlunni. Tónborg. Kópavogi. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Kaupfélag Borglirðinga. Borgarnesi. Blómsturvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrimsson. Grundarlirði.VESTFIBÐIR: flalbúð Jónasar Þórs, Patreksfírði. Póllinn. Isafiröi. NORDURLAND: Kf Steingrímsfjaröar. Hólmavík. KF V Húnvetninga. Hvammstanga. KF Húnvetninga. Blönduósi. Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. Húsasmiðjao, Dalvík. Ljósgjafina Akureyn. Óryggi. Húsavík. Urð. Aaularhöfn. AUSTUHLAND: KF Héraðsbúa. Egilsstöðum.Verslunin Vik. Neskaupsstað. Kauptún. Vopnafirði. KF Vopnfirðinga. Vopnafirði. KF Héraðsbúa. Seyöisfirði. Turnbræður. Seyðisfiröi. KF Fáskrúösfjaröar, Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK, HöfnHornaliröi. SUÐUHLAND: Hafmagnsverkstæði KA. Hvolsvelli. Mosfell. Hellu. KÁ, Selfossi. Aás. Þorlákshöfn. Brimnes. Vestmanoaeyjum. AEYKJANES: Stapafell. Keflavík. Rafborg, Grindavík. Haflagnavinnusf. Sig. Ingvarssonar. Garöi. Ralmætti. Hafnarliröi AKAI GRUnDIG UNITED f&\SX[ HITACHI KDL5TEF harman kardon UBL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.