Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskiptabladið Gífurleg aukning í netvið- skiptum hiá Flugleiðum - allt að 760% aukning milli ara Mikil aukning hefur orðiö í netviðskiptum hjá Fluglelðum. Það hefur meðal annars bætt nýtingu í fiugi verulega. Gífurleg aukning hefur orðið í net- viðskiptum hjá Flugleiðum. Þetta er eitt af því sem fram kom í dag á reglulegum samráðsfundi þeirra sem sjá um markaðs- og sölustarf á Netinu hjá Flugleiðum í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og íslandi. Aukning í sölu Flugleiða yfir Netið hefur verið framar björtustu vonum. í Bandaríkjunum hefur salan aukist um 760% í maí milli áranna 1999 og 2000 og á Islandi er aukningin um 280% á sama tíma. í Norður-Ameriku er hlutfall heildarsölu Flugleiða á Netinu 13% á meðan helstu keppi- nautar eru með um 1-2% af sinni sölu á Netinu. Til samanburðar má nefna að markmið annarra flugfélaga á Am- eríkumarkaði er að vera með 5-15% af sölu á Netinu innan 5 ára. í netklúbbi Flugleiða i Bandaríkj- unum eru tæplega 111 þúsund manns og til viðbótar fær hátt á aðra milljón manna netklúbbstilboð Flugleiða í hverri viku, þar sem tilboðum félags- ins er einnig dreift til félaga í banda- ríska netklúbbnum Smarter- Living.com. Þess má geta að nú eru tveir stærstu söluaðilar Flugleiða í Banda- ríkjunum, Priceline.com og Ex- pedia.com, ferðaskrifstofur sem ein- göngu eru með starfsemi sína á Net- í Þýskalandi bóka 21% allra far- þega sem ferðast með Flugleiðum sig á Netinu en það er ótrúlega há tala sé litið til þess að einungis 2% Þjóðverja kaupa ferðir á Netinu. Flugleiðir hafa markvisst unnið að því að vinna nýja markaði með því að hagnýta Netið á sem bestan hátt. Ljóst er að staða fyrirtækisins hér heima og erlendis er mjög góð, bæði hvað varðar áætlanir Flug- leiða og ekki síður í samanburði við helstu keppinauta fyrirtækisins. Á síðasta ári bókuðu alls 3% þeirra farþega sem ferðuðust með Flugleiðum ferðir á Netinu en stefnt er að því að árið 2003 verði helming- ur heildarsölu Flugleiða yfir Netið. Þrátt fyrir háan kostnað við að tengjast Netinu í Frakklandi hefur þáttur Netsins í viðskiptum aukist um mörg hundruð prósent á síðustu þremur árum. Flugleiðir hafa nýtt sér þá uppsveiflu og stefna á enn stærri hlutdeild í franska markaðn- um. Vefsíða Flugleiða í Frakklandi: www.icelandair.fr er ein af tíu vin- sælustu flugfélagasíðum í Frakk- landi og því ljóst að markaðsstarf Flugleiða hefur skilað miklum ár- angri. Ljóst er að áhersla Flugleiða á Netið i starfsemi sinni er að bera ávöxt. Að undanförnu hafa 5-15% af markaðsfé fyrirtækisins runnið til markaðs- og sölustarfs tengt Netinu. Samstarf Flugleiða við jafn þekkt sem upprennandi fyrirtæki á Net- inu hefur fært fyrirtækinu aukin tækifæri og aukin viðskipti. Gott dæmi um það er að Flugleiðir var fyrsta alþjóðlega flugfélagið sem gerði samstarfssamning við Priceline.com sem er aðeins tveggja ára gamalt. Priceline.com hefur þeg- ar náð mjög traustri stöðu á banda- ríska markaðnum með daglegt framboð á ferðum að verðmæti 16 milljónir dollara eða sem nemur 1,24 milljörðum króna. Stuttar fréttir Starfsmönnum fækkar um 60 Ákveðið hefur verið að gera breyt- ingar á fyrirkomulagi löndunar og saltfiskmarningsvinnslu fyrirtækis- ins á Akranesi. Landanir úr skipum HB verða áfram á Akranesi, en í höndum sjálfstæðs löndunarfélags. í frétt frá félaginu segir að einnig hafi verið ákveðið að hætta, a.m.k. tíma- bundið, vinnslu á þurrkaðri loðnu í Sandgerði. Seinni hluta ársins 1999 varð almennt verðfall á afurðunum í Japan og er ekki fyrirsjáanleg breyt- ing á afurðaverði til hækkunar. Sala á afurðinni er til staðar, varan hefur líkað vel á mörkuðum, gæðin verið mjög góð og starfsfólkið skilað mjög góðum árangri í vinnslunni, en verð- ið á þurrkaðri loðnu er eins og áður er sagt óviðunandi. Það er ljóst að þessar breytingar hafa í för með sér að starfsmönnum fyrirtækisins á Akranesi og í Sandgerði fækkar sam- tals um 60. DaimlerChrysler og Huyndai bindast DaimlerChrysler hyggst festa kaup á 10% hlut í suður-kóreska bílafyrir- tækinu Huyndai Motor fyrir 429 millj- ónir dollara, eða sem samsvarar um 30 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynn- ingu félaganna í dag. Þar kemur jafn- framt fram að fyrirtækin hyggi á náið samstarf í framtíðinni. Troðfuli búð af spennandi unaðsvörum ástarlífsins fyrir dömur og herra. Opiö mán.-fös.1CM8 laug.10-16 Fákafeni 9 • S. 553 1300 Burðarás stofnar nýtt fjárfest- ingarfélag, Frumkvöðul ehf. - afkoma af flutningastarfsemi Eimskips undir væntingum Eimskip. Burðarás hf., dótturfélag Hf. Eim- skipafélags íslands, hefur stofnað fjárfestingarfélagið Frumkvöðul ehf. sem er að fullu í eigu Burðar- áss. Frumkvöðull ehf. mun einkum einbeita sér að fjárfestingum í ung- um áhættusömum vaxtarfyrirtækj- um á sviði hátækni, hugbúnaðar, fjarskipta og líftækni. Mun félagið taka yfir núverandi eignarhluta Burðaráss í þessum flokki fjárfest- inga. Hlutafé hins nýja félags er 1000 milljónir króna. Sala hlutabréfa fyrír nálægt 700 milljónir króna Til að auka sveigjanleika félags- ins til annarra fjárfestinga hefur Burðarás selt hlutabréf í nokkrum félögum að söluverði nálægt 700 milljónum króna. Við það myndast um 400 milljón króna söluhagnaður hjá félaginu sem mun hafa jákvæð áhrif á afkomu félagsins á fyrri hluta ársins. Meðal annars var seld- ur lítill eignarhlutur í nokkrum félögum svo sem Þróunarfélagi ís- lands hf„ Marel hf„ íslandsbanka FBA hf. og Skeljungi hf. Á þessu ári hefur Burðaráss fjár- fest fyrir 1.300 milljónir króna í 16 félögum og nemur markaðsverð- mæti hlutabréfa félagsins nú um 20 milljörðum króna. Stofnun Frum- kvöðuls ehf. og sala hlutabréfa í nokkrum félögum er liður í að fram- fylgja breyttri fjárfestingastefnu og áherslum Burðaráss sem kynntar voru fyrr á árinu. Slæm afkoma I frétt frá Eimskip kemur fram að á sama tíma og verulegur söluhagn- aður er af seldum eignarhlut Burða- ráss í öðrum félögum er afkoma af flutningastarfsemi Eimskipafélags- ins talsvert lakari en ráð var fyrir gert á fyrri helmingi þessa árs. Kemur þar einkum til óhagstæð gengisþróun, harðari samkeppni auk þess sem áhrif af verkfalli Sjó- mannafélags Reykjavíkur og hækkun ol- íuverðs hefur haft neikvæð áhrif á af- komu félags- ins. Gert er ráð fyrir að milliuppgjör félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins verði kynnt í fyrstu viku ágústmánaðar. íslandsbanki FBA segir að af- koma af flutningastarfsemi Eim- skipafélagsins sé talsvert lakari en ráð var fyrir gert á fyrri helmingi þessa árs. Af þessum sökum segir íslandsbanki FBA að fjárfestar ættu að lækka verðmat sitt á Eimskip þar sem þegar var búið að verð- leggja þann söluhagnað sem nú hef- ur myndast inn í verðið á félaginu en væntanlega ekki lakari afkomu af reglulegri starfsemi. Þó er vart ástæða til mikilla gengislækkana þar sem ekki er fyrirséð að minnk- un hagnaðar hjá félaginu sé varan- leg. Fiskafli í maí eykst mikið milli ára Fiskaflinn í maímánuði síðast- liönum var 85.396 tonn samanborið við 61.507 tonn í maí í fyrra. Aukn- ingin skýrist af mun meiri veiði á kolmunna en alls veiddust 28.879 tonn miðað við 2.279 tonn í maímán- uði 1999. Botnfiskaflinn dróst lítillega saman, fór úr 56.220 tonnum í 54.016 tonn nú. Skel- og krabbadýraafli dróst einnig saman, fór úr 2.708 tonn- um í 2.127 tonn. Heildarafli íslenskra skipa úr íslenskri Heildarafli íslenskra skipa úr íslenskri lögsögu I maí 1997-2000 lögsögu janúar til mai 1997-2000 Mai 1997 1998 1999 2000 Janúar-maí 1997 1998 1999 2000 Heildarafii 59.940 66.866 61.507 85.396 Heildarafli 1.053.175 724.651 906.1061.076.790 Botnfiskafli 55.498 57.219 56.220 54.016 Botnfiskalii 226.856 221.423 251.113 248.243 Þorskur 17.542 19.821 20.450 19.701 Þorskur 97.787 110.163 128.831 123.068 Ýsa 6.068 4.264 4.006 4.417 Ýsa 22.974 16.606 22.358 18.785 Ufsi 3.443 2.499 2.553 3.386 Ufsi 17.280 12.945 14.898 15.383 Karfi 3.620 2.771 4.118 2.974 Karfi 37.453 29.644 35.743 30.098 Úthalskarfi 14.459 18.123 17.700 16.146 Úthafskarfi 14.459 20.356 18.527 18.325 Annar botnfiskafli 10.366 9.741 7.393 7.392 Annar botrrfiskafli 36.903 31.709 30.756 42.584 Kolmunni 4.147 2.279 28.879 Sltd 15.252 8.782 17.729 16.761 Skel og krabbad. 4.442 5.444 2.708 2.127 Loöna 779.551 456.682 618.326 765.403 Annarafli 0 56 300 374 Kolmunni • • 3.109 34.308 Skel og krabbad. 31.516 29.747 15.490 11.773 Annarafli 277 339 302 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 33L HEILDARVIÐSKIPTI 1060 m.kr. Hlutabréf 185 m.kr. Spariskírteini 360 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ' íslandsbanki FBA 21,06 m.kr. 0i Össur 18,64 m.kr. ; Q Flugleiðir 10,40 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Össur 4,26% ; © Landsbankinn 2,46% © Nýherji 1,25% MESTA LÆKKUN j © Flugleiðir 7,01% i © Sjóvá almennar 6,22% I © Tryggingamiöstöðin 3,00% ÚRVALSVÍSITALAN 1.544,6 - Breyting o 0,576% Líkur á frekari vaxtahækkun Nokkrar líkur eru á frekari vaxtahækkun Seðlabankans. Þetta er mat Ráðgjafar og efnhagsspár ehf. en í Gjaldeyrismálum í morgun kemur fram aö nokkuð hefur verið um stöðutökur spákaupmanna á móti krónunni undanfarið. í Gjald- eyrismálum segir að til þess að slíkt borgi sig þurfl gengishreyfing krón- unnar að yfirvinna vaxtamun á gefnu tímabili sem nú sé um 6% á ársgrundvelli miðað við þriggja mánaða vexti. |1,j±í.,lK!!K!í3il síöastliðna 30 dasa 0 Össur 343.102 y Húsasmiðjan 273.410 Q Islandsbanki-FBA 264.737 Eimskip 159.394 Baugur 153.561 síöastlibna 30 daga © Nýherji 16% © Skýrr hf. 15% © Opin kerfi 12% © Þorbjörn rammi 11 % © Stálsmiöjan 9% prsnKiWiTKi síöastlibna 30 daga © Loönuvinnslan hf. -20 % © Delta hf. -18 % © Fiskiðjus. Húsavíkur -11 % ; OSH -9% o Philip Morris kaupir Nabfsco Matvælafyrirtækið Philip Morris hef- ur ákveðið að festa kaup á Nabisco Holdings fyrir 14,9 milljarða dollara, eða sem samsvarar rúmum 1000 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar og til gamans má nefna að áætluð landsfram- leiðsla á Islandi á þessu ári er um 670 milljarðar. Frá því i apríl hefur verið búist við nýjum eigendum að Nabisco. Með kaupunum festir Phihp Morris sig í sessi sem næststærsti matvælafram- leiðandi heims á eftir svissneska fyrir- tækinu Nestlé. Þriðja stærst er síðan Unilever sem nýverið festi kaup á Best- foods fyrir 20,3 milljarða dollara. 1! II: <.,yr rm m DOW JONES 10542,99 0+1,33% j NIKKEI 17279,06 0+2,09% S&P 1455,25 0+0,96% Jggg NASDAQ 3912,12 0+1,74% E2E2 FTSE 6398,20 O -0,11% Hi DAX 7028,14 0+0,01% ö CAC40 6617,25 0+0,47% 27.06.2000 kl. 9.15 KAUP SALA PBP Dollar 77,010 77,410 m Pund 115,500 116,090 Bl Kan. dollar 51,910 52,240 E9 Dönsk kr. 9,7120 9,7660 @3 Norskkr 8,8410 8,8890 E9 Sænsk kr. 8,6510 8,6990 ae Fi. mark 12,1798 12,2530 o Fra. frankl 11,0401 11,1064 O Bolg. franki 1,7952 1,8060 □ Sviss. franki 46,7500 47,0100 Holl. gyllini 32,8619 33,0593 g Þýskt mark 37,0268 37,2493 Ðlít. líra 0,037400 0,037630 m Aust. sch. 5,2628 5,2944 Port. escudo 0,3612 0,3634 ISTlSpá. peseti 0,4352 0,4379 [~lljap.yen 0,728300 0,732700 ] írskt pund 91,952 92,504 SDR 102,230000102,840000 | ■ [ecu 72,4181 72,8532

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.