Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000_____________________________________________________________ I>V Fréttir Ný upplýsingamiðstöð í Bláa lóninu: Grindvíkingar vilja fá ferðamennina alla leið DV, GRINDAVÍK: Grindavíkurbær hefur í sam- vinnu viö Bláa lónið opnað upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn í því skyni að auka umferð ferðamanna DV-MYND ÞGK Hljóöneminn FM 107 Guðmundur Jónsson forstööumaður segir stuðninginn við Byrgið ómetan- legan og að mikið starf sé unnið í sjálfboðavinnu. Meðferðarstöðin Byrgið: Útvarp I Rockville DV, SUÐURNESJUM:___________________ Ný útvarpsstöð hóf nýlega göngu sína í Rockville svokölluðu á Sand- gerðisheiði eða öllu heldur meðferð- arstöðinni Byrginu sem starfrækt er í húsakynnum sem hýstu áður hermenn Bandaríkjahers. Þetta er útvarpsstöðin Hljóðneminn FM 107 sem er kristileg útvarpsstöð og var áður rekin í Reykjavík. Byrgið er kristilegt líknarfélag og rekur með- ferðarstöð í Rockville. Rúmt ár er síðan Bandaríkjaher afhenti húsa- kynnin og nú er að skýrast hvaða möguleika þau bjóða upp á. Á svæð- inu eru mörg hús, m.a. kvikmynda- hús, frystigeymslur, íþróttahús og trésmíðaverkstæði. Guðmundur Jónsson, forstöðu- maður Byrgisins, segir það mikil- vægan þátt í endurhæfingu vist- manna að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi. „Sótt hefur verið um leyfi til að starfrækja sóttvamarstöð fyr- ir gæludýr og þá er gert ráð fyrir að leigja út geymslupláss í frysti- geymslunum til að fjármagna rekst- ur stöðvarinnar," sagði Guðmund- ur. Enn er þó mikil vinna eftir svo hægt sé að nota öll húsin og margir sem leggjast á eitt við að koma öllu í gott lag. Starfsmenn og hermenn vamar- liðsins hafa stofnað félagið Vini Rockville sem ætla sér m.a. að setja nýtt gólf í íþróttahúsið. ÞGK/HH Eiríksstaðir í Haukadal: Leifshátíð í ágúst Hátíð Leifs Eiríkssonar verður haldin á fæðingarstað hans, Eiríks- stöðum, dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fjölskylduhátíð með léttu yf- irbragði, fræðslu og ýmiss konar afþreyingu. Sérstök hátíðardagskrá verður haldin eftir hádegi laugardag- inn 12. ágúst með þátttöku ýmissa opinberra gesta, innlendra sem er- lendra. Hátíðarsvæðið verður tví- skipt og þar verður teflt saman árun- um 1000 og 2000. Haldið verður upp á að þúsund ár eru liðin frá Vínlandssiglingu Leifs heppna og landafundum hans. Á há- tíðinni verða erlendir og innlendir víkingar að störfum. Á dagskránni eru leikþættir, söngur, tónlist, kvöld- skemmtanir og dansleikir fyrir unga sem aldna. Fjölbreyttar veitingar verða á boðstólum og farið verður í sagnagöngur um Haukadal með stað- kunnugum leiðsögumönnum. Ýmis þjónustutjöld verða á svæðinu, svið fyrir skemmtanir og hljómsveitir, veitingatjald og tjöld fyrir bömin. Á Eiríksstöðum eru líka næg tjald- stæði og bílastæði. -DVÓ um svæðið, þ.e. að sækja Grindvík- inga heim, en Bláa lónið er einn besti staðurinn til að kynna slíka hluti því um 60% erlendra ferða- manna kemur í Lónið. Gert er ráð fyrir að miðstöðin verði opin í þrjá mánuði og að starfsmaður verði þar frá kl. 11-18. Róbert Ragnarsson, ferðamálafull- trúi Grindavikurbæjar, hefur haft veg og vanda af þessu samstarfi ásamt Önnu Gunnhildi Sverrisdótt- ur, rekstrarstjóra hjá Bláa lóninu. Anna segir tilganginn með upplýs- ingamiðstöðinni vera að kynna Reykjanesið og þá möguleika sem bjóðast þar og að Bláa lónið sé ein- stök náttúruperla sem margir erlendir ferðamenn sæki og því sé mjög gott að kynna ferðamöguleika á svæðinu og fyrirtæki sem því tengjast. -ÞGK DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJANSSON. Bláa lónið Grindavíkurbær hefur í samvinnu við Bláa lónið opnað upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn BILAR Chevrolet pick-up S-10 4x4, árg- '95-Verð 980 þús. Dodge Caravan, árg. '98,3,3 vél, 5 d., ekinn 39 þús. km, centrallæsingar, rafdr. rúður og speglar. Air con, control, cruise.Verð 2.100 þús. Grand Cherokee Limited, árg. 2000,4,7 vél, quadro drive, sóllúga, ekinn 17 þús. km, 10xcd magasín. Verð 4.450 þús. Pajero dísil, árg. 91,ekinn 190 þús. km, ssk.. Verð 950 þús. Toyota touring 4x4, árg. '92. Verð 550 þús. Grand Cherokee Laredo, árg. 1996,rauður, ekinn 45 þús.Verð 2.100 þús. Chevrolet Silverado SLT 4x4, árg. '98,turbo 5,5 dísil, ekinn 86 þús. km.Verð 2.900 þús. Dodge Caravan, árg. '93, 7 manna.Verð 880 þús. Mazda station 4x4, árg. '93. Verð 450 þús. Toyota Avensis 1800, árg. 1999,vínrauður, ekinn 15 þús. km, ssk., spoiler, álfelgur.Verð 1.530 þús. Egill Vilhjálmsson, Smiðjuvegi sími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.