Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 24
36 ______________ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 Tilvera DV 11 fiö Sumartónleikar í Listasafni Sig- urjóns Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefst í kvöld kl. 20.30 með tónleikum Sigurbjöms Bemharðssonar fiðluleikara og önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara. Á efnisskránni em Sónata í e-moll eftir Mozart og Duo Concertante f eftir Stravinsky. Einnig verður fnunflutt verkið Expromptu eftir Pál P. Pálsson. Þetta er tólfta sumarið sem boðið er upp á vikulega tónleika í safninu og í sumar munu bæði innlendir og erlendir tónlistar- menn koma fram. Krár ■ DJ SOLEY A THOMSEN Dj Sóley matreiðir Ijúft r’n’b og seigt hip-hop ofan í gesti Kaffi Thomsen. Sætasti snúðurinn er líka bestur. Tilboösbjór borinn fram { brúnum pappírspokum *■ að hætti bræðranna. ■ UÚFF Á CAFÉ ROMANCE Lifandi tónlist er öll kvöld. Enski píanóleik- arinn og söngvarinn Miles Dowley skemmtir gestum frá 20-1. ■ UÚFT Á NAUSTINU Enska söng konan og píanóleikarinn Uz Gamm- on sér um Ijúfa tóna á bar og kon- íakstofu Naustsins. Klassík ■ KAMMERTONLEIKAR I FRI- KIRKJUNNI Kammertónlistarhópur- inn OCTO heldur tónleika í Fríkirkj- unni í Reykjavík í kvöld. Á efnis- skránni eru tvö verk, Septett í e-dúr op. 40 eftir franska tónskáldið Adolphe Blanc og Septett í s-dúr op. 20 eftir Ludwig van Beethoven. OCTO skipa fiðluleikararnir Margrét Kristjánsdóttir og Sigurlaug Eð- valdsdóttir, Herdís Jonsdóttlr víólu- leikari, Lovísa Fjeldsted sellóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassa- leikari, Kjartan Óskarsson klarí- nettuleikari, Emll Friðfinsson horn- leikari og Rúnar Vilbergsson fagott- leikari. Leikhús ■ GOTULEIKRIT UM GUÐFRÆÐ- ING Klukkan sautján gefst borgarbú- um tækifæri til að horfa á sérstæöa götuleiksýningu en þá munu félagar í finnska leikhópnum Sirius Teatern fiytja verkiö Martin Luther og Thom- , as Munzer á Ingólfstorgi. Sýningin er hluti af Menningarborgarpakkan- um en þeir flakka á milli allra borg- anna nú í sumar, voru í Bergen um síðustu helgi og svona. Síðustu forvöð ■ EINN NULL EINN Þlötusnúðurinn Fos frá Kaupmannahöfn sýnir í Einn- núll-einn-gallerí, Laugavegi 48b og er síöasti dagur sýningarinnar í dag. Hann skiptir list sinni í tvær greinar, umhverfishönnun og umhverfisend- urhönnun. Meö innsetningum, skúlp- túrum, klippimyndum, málun og graf- ískri hönnun kynnir listamaðurinn myndrænan heim sem skapast þeg- ar umhverfið mætir hinu persónu- lega. Bíó ■ RAFEINP. EGILSSTOÐUM Aö þessu sinni er þaö íslenska stór- myndin 101 Reykjavík sem sýnd verður í bíói Rafeindar. Sýnd kl. 20. *» Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Áhöfríin á Bestu fagnar árangrinum og heimkomunni Áhöfnina skipa Baldvin Björgvinsson, Arnþór Ragnarsson, Áskeii Fannberg, Emil Pétursson, Sigurður Óli Guönason, Jökuil Pétursson, Gunnar Geir Halldórs- son, Trausti Ævarsson, Böðvar Friðriksson, Linda Björk Ólafsdóttir og Ingvar Þórisson. Fjöldi fólks fagnaði komu áhafnarinnar á Bestu á hafnarbakkanum: íslenska skútan kom fyrst í mark Foreldrakrísur Háskólabíó - The Next Best Thing: Hilmar Karlsson um Skútan Besta kom að Reykjavík- urhöfn um hádegisbiliö í gær eftir kappsiglinguna miklu frá Frakk- landi. Undir stjórn skipstjórans Baldvins Björgvinssonar kom áhöfnin skútunni fyrstri í mark eft- ir að hafa verið i tíunda sæti á tíma- bili - enn er þó óvist um endanlega niðurröðun því í keppnum sem þessari gildir sérstakt forgjafar- kerfi. Fjöldi fólks var kominn niður á bryggju og fylgdist með skútunni sigla tígulega inn hafnarmynnið og leggjast aö landi. Fjölskyldur, vinir og ættingjar fögnuðu skipverjum vel og vandlega að lokinni átta sól- arhringa þolraun. Jökull Pétursson er einn skipverja og það var létt yfir honum og félögum hans þegar þeir stigu á land. Misjöfn veðurskilyröi Hann samþykkir þó að þetta sé búið að vera nokkuð strembin ferð: „Það fór vika í undirbúning í Frakklandi í steikjandi hita. Sigl- ingin sjálf hefur síðan tekið átta sól- arhringa við mjög misjöfn veðurskil- yrði. Við höfum mátt þola sjóveiki og baming en einnig sólríka daga. Nóg hefur þó verið fyrir staftii svo ekki gátum við legið í sólbaði í blíðviðrinu sl. laugardag. Þegar við sigldum inn fyrir landhelgina fórum við reyndar í sjóbað, jusum yfir okkur köldum Besta kemur fyrst í mark Fáar skútur af þessari stærð hafa komið til hafnar í Reykjavík. Mastriö er 26 metrar og kjölurinn ristir 3,6 metra. DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Jökli Péturssynl fagnað innilega Viö höfum mátt þola sjóveiki og barning en einnig sól- ríka daga. “ sjónum. Sumir létu sig reyndar ekki muna um að fara út í sjálft Atlants- hafiö." Áhöfnin er öll islensk nema „kokkurinn” sem er auðvitað franskur en hann er einmitt eigandi skútunnar. Jökull segir það afskap- lega gott að hafa haft hann með um borð því hann þekki bátinn inn og út. N-Atlantshafið erfitt viður- eignar Þetta er i fyrsta skipti sem íslensk áhöfn tekur þátt í keppni sem þess- ari og árangur hennar því hreint undraverður: „Þetta spoft er mun meira sttmd- að víða annars staðar á hnettin- um. N-Atlantshaf- ið er með erfiðari svæðum til kapp- siglinga enda veð- urfarið ansi ófyr- irsjáanlegt. Þá er vertíðin stutt hérlendis líkt og í mörgum öðrum íþróttagreinum. Við sem höfum stundað þetta hér við strendur höfum þó kynnst ýmsu misjöfnu og það hefur án efa hjálp- að okkur mikið í baráttunni." Besta leggur aftur úr höfn til Frakklands 5. júlí næstkomandi með eilítið breyttri áhöfn. -BN The Next Best Thing er leikstýrð af John Schlesinger leikstjóra sem leikstýrði Darling, Marathon Man og Midnight Cowboy auk margra annarra kvikmynda sem skilið hafa spor eftir sig. Það er samt ekkert i þessari mynd sem bendir til þess að við stjómvölinn sé úrvalsleikstjóri með mikla reynslu. Myndin, sem hlýtur að teljast gæluverkefni Madonnu, er tilgerðarleg rómantík um óvenjulega fjölskyldu þar sem einstaka atriði eru þolanleg en þeg- ar á heildina er litið frekar lang- dregin og ekki nógu vel leikin. Madonna og Rupert Everett leika Abbie og Robbie, vini í orðsins bestu merkingu, hún er jógakennari sem er seinheppin í ástamálum og hann er garðyrkjumaður sem hefur misst ástvin sinn. Þau væru tilvalin hvort fyrir annað ef ekki kæmi til sú staðreynd til að bæði hafa áhuga á karlmönnum. Þau drekkja sorgum sínum saman og eftir nokkra sterka kokkteila eyða þau nóttinni saman. Af- leiðingin er sú að jóga- kennarinn verður ófrískur. Þau ákveða að búa sam- an og ala bamið upp þótt garð- yrkjumað- urinn taki það fram að hann verði aldrei eiginmaður í orðsins fyllstu merkingu. Allt gengur vel þar til af- kvæmið, greindur strákur, fer að spyrja óþægilegra spuminga eins og til dæmis af hverju pabbi hans sofi ekki í sama herbergi og mamma hans. Þau ráða samt við vandamál- in þar til Abbie finnur sér kærasta sem hún gæti hugs- að sér að búa með það sem eftir er ævinnar Það er tómahljóð í mynd- inni. Sag- an, sem hefur margt til síns ágætis, nær aldrei flugi enda reynt að koma til skila of mörgum hliðum á sambúð, ást og af- brýði. Ekki bæta Madonna og Rupert Everett ástandið. Everett, sem hefur aldrei leynt því að hann er hommi, er oft á tíðum með vand- Robbie og Abble Rupert Everett og Madonna í hlutverkum foreldra sem eru í sérstöku sambandi hvort við annað. ræðalegan texta sem hann þarf að koma á sannfærandi hátt til skila og er það greinilegt að hann hefur litla trú á því sem hann er aö gera. Madonna, sem stóð sig með ágætum í Evitu, er óskaplega mónótónisk í leik sínum. Þetta er í raun hlutverk sem góð leikkona hefði getað gert sér mat úr. í leik Madonnu vantar alla dýpt þannig aö þegar upp er staðið er manni sama um þessar persónur og hvað um þær verður. Það er nú samt kannski mest við John Schlesinger að sakast. Hann leikstýrir myndinni með hangandi hendi og mann grunar hann hafi ekki reynt að hafa frumkvæði, látið aðra um að tjasla myndinni saman. Leikstjóri: John Schlesinger. Handrit: Thomas Ropelewski. Kvikmyndataka: Elliot Davis. Tónlist: Gabriel Yared. Aöal- hlutverk: Rupert Everett, Madonna, Benjamin Bratt, Michael Vartan, Josef Sommer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.