Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000_ I>V __________________________________________________________________Neytendur Tveir fylgihlutir Jarðskjálfta- kver - gagnleg handbók Almannavarnir ríkisins og Náms- gagnastofnun hafa gefið út kver um forvarnir, viðbrögð og úrvinnslu vegna jarðskjáifta. 1 kverinu er að finna gagnlegar upplýsingar sem miða að því að gera lesandann hæfari til að takast á við jarðskjálfta og afleiðingar hans. Frágangur kversins er með þeim hætti að ætlast er til að stjórn- andi fylli inn minnisatriði sem varðar viðkomandi skóla eða leik- skóla. Þótt kverið sé sérstaklega ætlað skólastjómendum og kennurum er það holl lesning hverjum þeim sem ber ábyrgð á fólki, hvort sem er á heimili eða vinnustað. Hægt er að nálgast kverið á heimasíðu Al- mannavarna ríkisins (www.al- rik.is). -ss * Það að ryksuga sé réttsýn verður ekki útskýrt hér og kannski aldrei, en maður hefur það á tilfinningunni að það hljóti kannski að geta skipt máli - með því að gera öryggisráðstafanir á heimilinu Fallin hilla Hér hefði veggfesting gagnast vel. íslendingar eru ekki mjög upp- teknir af því dags daglega að þeir búi í landi þar sem ýmsar náttúru- hamfarir geta dunið yfir. Líklega er það ein ástæðan fyrir því að þjóðin getur búið í þessu landi. Hins vegar ber okkur að taka þessa vá alvar- lega og áminning eins og jarðskjálft- ar síðustu daga er til þess fallin að nýta hana til að koma öryggismál- um í lag á heimilinu. Á heimasíðu Almannavarna rík- isins (www.avrik.is) er að finna leiðbeiningar um forvarnir gegn náttúruhamfórum, almennar leið- beiningar, fárviðri/sjávarflóð, eld- ingar, snjóflóð, eldgos og jarð- skjáifta. Almennar leiöbeiningar í kafla með almennum leiðbein- ingum segir að aðgangur fólks að uppfýsingum sé mikilvægur þáttur í öryggi þess og forvamir mikilvæg- ur þáttur þess að takast á við vá! Hvatt er til að fólk ræði saman um hugsanlegar hættur á heimilum og vinnustöðum, skoði útgönguleiðir húsa og kanni staðsetningu öryggis- búnaðar. Einnig er fólk hvatt til að ræða tryggingamái og minnt á að nám í skyndihjálp geti bjargað mannslífum. Hvernig getum við búið okkur undir jarðskjálfta? Jarðskjálftar gera yfirleitt ekki boð á undan sér. Því er tilvalið að nýta þá áminningu sem við fengum á dögunum til að gera öryggisráð- stafanir sem nýst geta í framtíðinni. Eftirfarandi listi yfir öryggisráðstaf- anir er aö finna á heimasíðu Al- mannavama ríkisins. * Festið skápa, hillur og þunga muni í gólf eða veggi. * Látið þunga muni ekki vera of- arlega í hillum eða á veggjum. * Festið kynditæki og ofna. * Kynnið ykkur staðsetningu vatnsinntaks og rafmagnstöflu. * Festið myndir. og ljósakrónur í lokaðar lykkjur og setjið öryggis- læsingar (bamalæsingar) á skápa- hurðir. * Fyrirbyggið að hlutir geti fallið á svefnstaði. * Gangið vel frá niðurhengdum loftum og upphækkuðum gólfum. * Byrgið glugga vegna skæðadrífu glerbrota ef rúða brotnar. * Látið rúm ekki standa undir gluggum ef hætta er á jarðskjálft- um. Mælt er með því að merkja við- eigandi takka eða staðsetningu á bylgjukvarða útvarpstækis, sem á við senditíðni Ríkisútvarpsins og minnt á að stilla á langbylgju (LW) ef staðbundnar örbylgjusendingar (FM) detta út. Loks er rétt að benda fólki á að lesa leiðbeiningar Almannavarna ríkisins um viðbrögð við jarð- skjálfta sem er að finna á bls. 26-27 í nýju símaskránni. -ss Forvarnasvið Almannavarna ríkisins: Innanstokksmunir hættulegastir Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði: Gagnleg ráð AEG Rykbomba Réttsýnar ryksugur á rosalega fínu verði* Vampyrino SX • Sogkraftur 1.300 W • Lengjanlegt sogrör • Fimmfalt filterkerfi • Þrír fylgihlutir Vampyr 5020 • Ný, orkusparandi vél • Sogkraftur 1.300 W • Fimmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir 14.900 ,kr.stgr CE-POWER • Ný, kraftmikil ryksuga í sportlegri tösku • Sogkraftur 1.600 W • Lengjanlegt sogrör • Fimmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir „Ef fólk býr sig undir atburði eins og jarðskjálfta liðinna daga þá er ekkert að óttast,“ segir Júlíus Ó. Einarsson, sviðs- stjóri forvarna hjá Almannavömum rík- isins. „Reynslan sýn- ir okkur að húsin hrynja ekki. Það sem veldur tjóni eru inn- anstokksmunirnir." Að sögn Júlíusar eigum við alltaf að viðhafa varúðarráð- stafanir gegn jarðskjálfta vegna þess hvað tímaþátturinn er óviss. Þannig eigum við t.d. aldrei að hafa þunga muni ofarlega í hillum nema þeir séu tryggilega festir. „Við höf- um jafnan talað fyrir daufum eyrum í kynningu okkar á forvömum og viðbrögðum sem helgast af því að náttúmhamfarir eru alla jafna mjög fjarlæg- ar fólki. Nú hefur hins vegar brugðið svo við að eftir fyrri skjálftann um daginn leitar fólk ekki bara upplýsinga þar sem við höfum bent á þær heldur leit- ar mjög mikið til okkar og spyr ráða. Fólk er mjög móttækilegt núna og ég verð var við að það meðtekur boðskap- inn,“ segir Júlíus. Aðspurður hvað við getum lært af atburðum liðinna daga segir Július: „Við getum lært að draga úr líkum á líkamstjóni með því að tileinka okkur leiðbein- ingar um viðbrögð. Við getum þannig haft sjálf nokkuð í hendi okkar hvort viö verðum fyrir lík- amstjóni." -ss Náttúruhamfarir fjarlægar Júlíus Ó. Einarsson, sviðs- stjóri forvarna hjá Almanna- vörnum ríkisins. Hvemig getum við verið örugg sofandi í rúmum okkar og hvar er best að geyma bílinn? Þessum spumingum og mörgum öðrum er svarað í Almennum ráð- leggingum sem Rannsóknarmiðstöð i jarðskjálftaverkfræði hefur, í sam- vinnu við slysa- vamafélög á Suður- landi, tekið saman. Þar er að finna al- mennar ábendingar um ráðstafanir sem gera má til að draga úr tjóni og minnka slysahættu vegna jarðskjálfta. Ráðleggingamar eru í formi hnitmið- aðra leiðbeininga og þær má nota sem gátlista. Fjallað er um nauðsyn þess að tryggja innbú en sú trygging er ekki lög- bundin. Einnig er fjallað um merk- ingar á inntaki vatns og rafmagns og frágang hitaveituofna og for- hitara. Þá er farið yfir þætti sem ber að hyggja að við frágang í hverju herbergi fyrir sig á venju- legu heimili. Eftirfarandi eru nokkrar ráðlegg- ingar sem gott er að hafa í huga: * Myndir undir gleri á alls ekki að hengja fyrir ofan rúm. * Vasaljós ber að hafa á aðgengi- legum stað þannig að hægt sé að ná í það áður en stigiö er fram úr rúmi. * ísskápa, bak- arofna og örbylgju- ofna ber að festa þannig að ekki sé hætta á að þeir falli úr innréttingum. * Þvottavél og þurrkara ber að festa tryggilega. * Ljósakrónur skal festa tryggilega og nota skal öryggis- lykkju til að varna því að þær geti losnað af króknum. * Mælt er með því að láta bíla að jafnaði standa úti fremur en inni í bílskúr. Óhætt er að mæla með að fólk kynni sér vel þessar leiðbeiningar til að hafa vaðið fyrir neðan sig ef jarð- skjálfta ber að höndum. Ráðlegging- amar er að finna á heimasíðu Rann- sóknarmiðstöövar í jarðskjálftaverk- fræði (www.afl.hi.is). -ss Hugað að goskælinum Jónas Elíasson jarðskjálfta- verkfræöingur veitir starfs- mönnum í stórmarkaöi ráð- leggingar varðandi uppröðun í hillur. RáDIOMAUST Geislagötu 14 • Siml 462 1300 'Vampyrino 920 Sogkraftur 1.300 W Fimmfalt filterkerfi Lágmúla 8 Sími 530 2800 www.ormsson.is JARÐSKJALFTAKVF.R fvti* og og 8»uf>n»vAla Tjón innandyra af völdum jarðskjálfta: Hægt að draga ur tjoni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.