Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 25
37 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 Tilvera Bíófréttir Frumsýningar í Bandaríkjunum: Frelsisstríð, stór- slys og gamanfarsi Það verður hart barist um áhorfendur i Banda- ríkjunum um næstu helgi en þá verða þrjár dýrar kvikmyndir, The Patriot, The Perfect Storm og The Adventures of Rocky and BuIIwinkle, frumsýndar. Samkvæmt uppgefnum töl- um er sameiginlegur kostnaður við þessar þrjár kvikmyndir 310 milljónir dollara. The Patriot, sem Roland Emmerich leikstýr- ir, gerist í frelsisstríði Bandaríkjanna. Mel Gibson leikur sjö bama faðir sem sér sig tilneyddan til að taka þátt í stríðinu. The Perfect Stom, sem Wolf- gang Petersen leikstýrir, er stórslysa- mynd sem segir frá sönnum atburði þegar skip lenti í einhverjum versta stormi sem sögur fara af. í aðalhlut- verkum em George Clooney og Mark Wahlberg sem léku saman með góðum árangri í Three Kings. The Adventures of Rocky and Bullwinkle er gerð eftir teiknimyndaseríu og þótt um sé að ræða leikna kvikmynd þá fá einhverjar teiknimyndafígúrur að fljóta með. I aðalhlutverkum em Robert De Niro, Jason Alex- ander og Rene Russo. í fyrstu mætti ætla að The Patriot væri með pálmann í höndunum, enda mikið búið að auglýsa hana upp, en því má ekki gleyma að The Per- fect Storm er stórslysamynd og hefur þegar verið látið vel af henni og gæti hún skákað The Patriot. Rocky and Bullwinkle á ekki auðvelda daga fram undan að þurfa að keppa við þessa tvo risa en hún gæti höfðað sterkt til yngstu kvikmyndahúsa- gestanna. -HK The Patriot Mel Gibson leikur frelsishetjuna. ALLAR UPPHÆÐIR í ÞUSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. | SÆTI FYRRI VIKA TfTILL (DREIRNGARAÐIU) HELGIN : INNKOMA ALLS: FJÖLDI | BÍÓSALA í 0 Me, Myself, & Irene 24.209 24.209 3020 í © Chicken Run 17.602 17.506 2491 í 0 1 Shaft 12.707 42.350 2407 © 2 Gone in 60 Seconds 9.452 68.858 3089 © 3 Big Momma’s House 8.548 85.225 2848 © 4 Mission: Impossible 2 7.588 188.889 3245 © 8 Gladiator 3.851 165.436 1812 © 5 Titan A.E 3.753 16.892 2788 © 7 Dinosaur 3.258 126.817 2248 0 6 Boys and Girls 3.230 14.193 1989 ©• 9 Shanghai Noon 2.012 51.743 1559 ' © 10 Road Trip 1.528 63.580 1468 11 Fantasia 2000 1.477 55.592 1313 0 12 Small Time Crooks 556 15.718 463 © 13 Frequency 519 42.662 527 0 14 U-572 503 74.962 544 © 15 Michael Jordan to the Max 408 5.670 49 © _ Sunshine 349 602 58 © 16 Flintstones in Viva Rock Vegas 316 33.311 506 ® _ Croupier 312 1.527 92 Víkingar Víkingahátíðinni í Hafnarfirði lauk á sunnudag eftir fjögurra daga hátíðahöld í blíðskaparveðri. Að- sókn var góð alla dagana og eins og venjulega settu bæði innlendir og erlendir víkingar svip sinn á hátíð- ina. Víkingaþorp var reist á Víði- staðatúni með tjaldbúðum, hand- verksgerð, sölubásum, bardögum og mörgu fleiru. Markmið hátiðarinn- ar er að kynna menningu víkinga með líflegum hætti og er ekki annað að sjá en það hafi tekist með prýði. DV-MYNDIR EÖJ Gæöingar sýndir Hestafólk úr Sörla mætti uppábúið að víkingasið til hátíðarinnar og sýndi gæðinga sína. Handverk aö fornum siö Fjöimargir handverksmenn sýndu gestum og gangandi handverk frá tímum víkinga. Fallinn í valinn Víkingurinn fremst á myndinni stein- liggur eftir heljarmikla sýningu á bar- dagalist að hætti hinna fornu vík- inga. Allt var pó til gamans gert og enginn gekk sár frá bardaganum. Pflagrimar Bretarnir Tom, Lindley og Emiiy nutu blíðunnar á Vfði- staðatúni. Þau sögðust vera á sinni fyrstu víkingahátíð og það væri hin mesta skemmtun. Snemma beygist krókurinn Emil, Theódóra og Gabríel eru ungir og efnilegir vikingar enda sögðust þau gjarna vitja setjast á skólabekk í víkingaskóla. Topp 20: Schwarzenegger bjargar mannkyninu Nýjasta kvikmynd Amolds Schwarzeneggers, End of Days, sem kom út á mynd- bandi í síðustu viku, fer beint á topp myndbandalistans þessa vikuna og kemur það fáum á óvart. Schwarzenegger á sinn stóra aðdáendahóp hér á landi sem og annars staðar. Helsti mótleikari hans í End of Days er Gabriel Byme sem leikur þann í neðra sem gerir enn eina tilraunina í gegnum unga stúlku að ná völdum á jörðinni. Það sem kem- ur kannski meira á óvart er að sænska kvikmyndin Fucking Ámál fer beint í sjötta sæti listans. Um er að ræða kvikmynd þar sem tekið er á vanda- málum sem unglingar eiga við að etja. Mynd þessi hefur alls staðar fengið góða dóma og fina aðsókn á Norður- löndum. Að öðra leyti er ekki um miklar breytingar á mynd- bandalistanum. 8am- anmyndin The Bachelor fellur greini- lega íslendingum betur í geð en Bandaríkja- mönnum þar sem hún naut lítillar velgengni i Bandaríkjunum, hún er nú elleftu vikuna á listanum. -HK End of Days Arnold Schwarzenegger bjargar mannkyninu frá illum örlögum. Vihan 20. til 26. júní HMI SÆTI FYRRI VIKA TTTILL (DREIRNGARAÐIU) VIKUR ÁUSTA Q End of Days (sam-myndbönd) 1 Q 1 The Worid Is Not Enough (skífan) 3 . .. í . ...j : © 2 Rght ClUb (SKÍFAN) 4 O 7 House on the Haunted Hill (skífan) 2 0 4 Mystery Men (sam-myndbönd) 2 0 Fucking Ámál (háskólabíó) 1 0 3 Random Hearts (skífani 5 O 8 The Thomas Crown Affair (skífan) 7 0 9 Idioterne (háskólabíój 3 © 5 Bowfmger (sam-myndbóndj 6 © 6 Stir of Echoes (sam-myndbönd) 6 © 11 The Girl Next Door (háskólabíó) 4 © 12 Next Friday (myndform) 8 © 10 Deep Blue Sea isammyndbönd) 7 © 14 Breakfast of Champions (samaiyndbönd) 5 © 16 The Bachelor (myndform) 11 © 20 Tycus (háskólabíó) 3 © 13 Blue Streak (skífan) 10 © Partners in Crime (myndform) 1 © - Beautiful Peopie (myndform) 2 Góður hugur 10. bekkinga í Grundaskóla á Akranesi: Söfnuðu fé fyrir langveik börn Krakkarnir sem voru að útskrif- ast úr 10. bekk í Grundaskóla á Akranesi eiga svo sannarlega heið- ur skilinn fyrir örlæti og góðan hug til veikra bama. Við skólaslit í Grundaskóla var nefnilega tilkynnt að útskriftamemamir, fjörutíu og fimm talsins, hefðu ákveðið aö styrkja Umhyggju - styrktarfélag langveikra bama - um rúmar 75 þúsund krónur. Krakkarnir höfðu safnað pening- unum með ýmsum hætti, meðal annars með rekstri söluturns í skól- anum. Ása Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, var að vonum ánægð með gjöfina og sagði hún að gjöf sem þessi kæmi sér alltaf vel enda ættu fjölmargar fjöl- skyldur við fjárhagslegan vanda að stríða í kjölfar erfiðra og langvar- andi veikinda barna sinna. Styrktarsjóður Umhyggu hefur starfað í tvö ár en stofnfé hans var milljón króna gjöf frá Haraldi Böðv- arssyni hf. og síðan þá hafa sjóðn- um borist margar góðar gjafir. Nú eru til ráðstöfunar um 30 milljónir og þeir sem eiga um sárt að binda vegna langveikra bama geta sótt um aðstoð. -DVÓ/aþ DV-MYND DANÍEL Tekfö á móti góöri gjöf Sigurbjörn Gíslason og María Björgvinsdóttir, bæöi útskriftarnemar í Grundaskóla, ásamt Ásu Gunnsteinsdóttur, fram- kvæmdastjóra Umhyggju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.