Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 28
\ Ævintýraleg tjöld fyrir Dörnin Sími 567 4151 Heildverslun með leikföng og gjafavörur FRETTASKOTIÐ sIminn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 Besta fyrst Skútan Besta er fyrst eftir fyrri hluta siglingakeppninnar Skipper d’Islande sem staðið hefur yfir und- anfarna daga. Gert er ráð fyrir að síðustu skútumar komi allar í hala- ^ rófu í dag. Alls taka 11 skútur þátt í keppninni sem hófst í Paimpol í Frakklandi þann 18. júní. Það er Paimpol-borg sem stendur fyrir keppninni til að minnast allra þeirra frönsku báta er eitt sinn sigldu þessa sömu leið til veiða við íslandsstrendur. Leiðin er alls 13.000 mílur. Besta er eina skútan í keppninni með íslenskri áhöfn en hinar skútumar eru flestar frá Frakklandi auk þess sem ein er belgísk. Þegar DV náði tali af Bald- vini Björgvinssyni, skipstjóra Bestu, skömmu fyrir hádegi í gær, var skútan kyrr í logni rétt utan við Akurey og var áhöfnin að bíða eftir golu til að geta siglt síðasta spölinn ^ inn í Reykjavíkurhöfn. Þetta gekk upp og Besta kom fyrst í mark í Reykjavík. Siglingafélagið Brokey tekur á móti skútunum þegar þær koma í höfn og að sögn Jóns Skaptasonar hjá Brokey hefur keppnin gengið mjög vel og öllum skútunum miðað vel áfram. Næsti hluti keppninnar mun hefj- ast þann 5. júlí og skal þá siglt aftur til Paimpol og mun keppninni ljúka þar sem hún byrjaði. -hds DV-MYND HILMAR ÞOR Besta tii hafnar Þaö virtist stefna í haröan árekstur þessa flutningaskips og skútunnar Bestu fyrir utan Reykjavíkurhöfn í gær. Stutt var á miili skipanna þegar minnst var, en Besta náöi þó aö foröa sér í tíma. Stóra fíkniefnamálið: Dæmt í dag Eiturlyfjasmygl Flestir hinna ákæröu hafa játað einhverja þátttöku . nómí / fíkniefnasmygli. uuml Dæmt verður í stóra fíkni- efnamálinu svo- kallaða í dag. Guðjón St. Marteinsson og tveir meðdóm- arar hans munu kveða upp dóm- inn í Héraðs- Reykja- víkur á hádegi. I september síðastliðnum upplýsti lögreglan í Reykjavík stórfellt fíkni- efnasmygl til landsins og hafa níu manns setið i gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan. AIls eru 19 manns ákærðir í þessum hluta málsins, en fólkið er ákært fyrir að hafa smyglað miklu af eiturlyfjum til íslands á árunum 1997 til 1999 í gámum skipafélags. Við meðferð málsins fyrr í mánuðinum játuðu flestir hinna ákærðu einhvern þátt í eiturlyfjasmyglinu, en drógu stór- lega úr fjölda smyglferða og magni eiturlyfjanna. Þyngsta refsing fyrir fíkniefnabrot sem til er i íslensku dómskerfi er 10 ár. Efnahagsdeild lögreglunnar hefur ákært 12 aðra fyrir peningaþvætti og minni háttar fíkniefnabrot í tenglsum við þetta mál. Þær ákærur hafa verið þinglýstar en málflutn- ingur hefst í haust. -SMK Mikil aukning í salmonellusýkingum og heilbrigðisyfirvöld segja smitleiðir ráðgátu: Óttast salmonellufaraldur - kraumar frá Reykjavík að Höfn, segir sóttvarnalæknir „Þetta er ekki stór faraldur en hef- ur verið kraumandi um allt Suður- landið, frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Maður bindur það sem kemur fyrir mennina auðvitað því sem fyrir kemur í lífrikinu en við vitum ekkert hvemig þetta smitast," segir Haraldur Briem sóttvarnar- læknir en upp frá því að heimilisfólk á bænum Bjólu sýktist af salmonellu af kúm sínum í haust hefur borið á auknum salmónellusýkingum í mönnum á sunnanverðu landinu. Haraldur segir að smit geti til dæmis hafa borist með mat eða vatni eða jafnvel fugladriti. „Eins og vitað er hefur umgengni með dýrahræ á Suðurlandi ekki alltaf verið til fyrir- myndar. Vargurinn kemst í þau og það má ímynda sér hvað gerist. En það er ráðgáta hvemig þetta kemst í mannfólkið,“ segir hann. Haraldur segir að nú verði kröftunum fyrst og fremst beint að því að kor- leggja þá sem veikst hafa, til dæmis um ferðir þeirra og mataræði, til að reyna að komast að því hvernig þeir hafa sýkst. Síðan sé gerður samanburður milli ein- stakra tilfella og reynt að fínna sameiginlega þætti. „Það var samþykkt á Al- þingi í vor að efla þessa starfsemi en lögin taka ekki gildi fyrr en 1. september þannig að hend- ur okkar eru dálítið bundnar í sum- ar,“ segir Haraldur. Margföldun tilfella Sýkingar af völdum salmonellu typhimurium hafa þannig aukist svo mikið hérlendis að sóttvarnarlæknir og sýkladeild Landspítalans telja ástæðu til að óttast að um faraldur kunni að vera að ræða og telja nauðsyn- legt að gerðar verði far- aldsfræðilegar rannsóknir til þess að greina ástandið. Stofngreiningar sem gerð- ar hafa verið benda til þess að sami stofn sé að koma fram í umhverfi, dýrum og mönnum. Frá því í nóvember í fyrra til í apríl í ár hafa greinst á bilinu eitt til ellefu tilfelli í hverjum mánuði. Flest tilfellin greindust í janúar, mars og april. Þá hefur sú breyting orðið á að fleiri íslendingar greinast með salmonellusýkingu sem þeir hafa fengið af neyslu innlendra mat- væla en með sýkingu sem þeir hafa fengið erlendis. „Þetta er ekki, eins og með campylobacter, að þetta sé stöðug aukning, heldur hefur aukningar- innar orðið vart fyrr á þessu ári og ekkert víst að þetta hafi haldið áfram að aukast," segir Karl Krist- insson á sýkladeild Landspítalans. „En þetta er meira en verið hefur á undanfórnum árum og þess vegna höfum við áhuga á því að komast að því hverju sætir,“ segir hann. Sýkingarnar hafa alfariö verið bundnar við suðurhluta landsins og hafa flest tilfelli greinst á höfuð- borgarsvæðinu en nýjustu dæmin eru tvær sýkingar á síðustu dögum austur á Höfn. -GAR Haraldur Briem „Hendur okkar eru dálítiö bundnar í sumar. “ Metviðskipti með krónuna á gjaldeyrismarkaði í gær: Skotskífa spákaupmanna - segir Seðlabankinn sem keypti krónur fyrir 2,3 milljarða Metviðskipti frá upphafi voru í gær á gjaldeyrismarkaði en þá voru seldar íslenskar krónur fyrir 19,3 milljarða króna. Seðlabanki íslands blandaði sér i viðskiptin í fyrsta skipti um langa hríð, að sögn Finns Ingólfssonar seðlabankastjóra, og jók framboðið á erlendum gjaldeyri í því skyni að verja gengi krónunn- ar. Bankinn mun þannig hafa selt gjaldeyri fyrir 2,3 milljarða króna í gærmorgun og tókst með því að rétta gengi krónunnar nokkuð af. Gengið var hins vegar mjög sveiflu- kennt allan daginn en endaði þó í því að vera 0,9% hærra í lok dags- ins en í upphafi hans. Finnur leggur áherslu á að þótt krónan hafi veikst á síðustu vikum sé hún eftir sem áður mjög sterkur gjaldmiðill. Spurningin sé aðeins sú hver þróunin í framhaldinu verði. Hann segir engar raunhæfar ástæð- Skotskífa Spákaupmenn gera harða hríö aö krónunni en Seölabankinn ver vigiö. ur vera fyrir veikingu krónunnar en kennir spákaupmönnum um þá þróun sem orðið hefur. „Seðlabankinn telur að það þurfi að viðhalda sterku gengi krónunnar til að ná þeim markmiðum um lága verðbólgu sem við stefnum að. Það liggur alveg fyrir að þetta flökt er tilkomið vegna spákaupmennsku en ekki vegna þess að það séu ein- hverjir aðrir undirliggjandi þættir í þessu. Við teljum að það séu ekki neinar forsendur fyrir því að krón- an hafi átt að lækka. Það er hér tals- vert innstreymi erlends fjár til landsins og það er talsvert mikill vaxtamunur, sem hefur farið vax- andi síðustu daga og vikur, milli okkar og erlendis," segir Finnur Ingólfsson. Viðskiptablaðið sagði frá því á fréttavef sínum í gær að fjölmargir fjárfestar hefðu keypt gjaldeyri á þann hátt að leggja fram ákveðna fjárhæð sem fengist hafi tuttugufalt hærra lán út á með veði í hinum keypta gjaldeyri. Þannig geti sjóður, sem hafi áhættufé að upphæð 100 milljónir til ráðstöfunar, varið allt að tveimur milljörðum króna til gjaldeyriskaupa. -GAR ís tefur íslending Víkingaskipið íslendingur, sem lagði upp frá Búðardal áleiðis til Grænlands á laugardag, sneri til hafn- ar í Ólafsvík í gær. Ástæðan er mikill ís á siglingaleið skipsins. -HKr. Gæði og glæsileiki smoft (sólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.