Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 Fréttir Áhugahópur á Vestfjörðum undirbýr tillögur fyrir félagsmálaráðherra: Vilja landsmiðstöð fyrir nýbúa - sem verði á ísafirði - í takt við stefnu stjórnvalda Áhugahópur um menningarfjöl- breytni á Vestfjörðum vinnur nú að hugmyndum um þjónustu við nýbúa sem verði á Vestfjörðum. M.a. hefur hópurinn áhuga á að koma upp eins konar landsmiðstöð fyrir nýbúa sem staðsett yrði á ísafirði. Nú er unnið að útfærslu hugmyndanna sem síðan verða kynntar félagsmálaráðherra. „Nú er fólk af meira en 40 þjóðem- um búsett á norðanverðum Vest- fjörðum sem er 7-10 prósent af íbúa- fjölda og yfir landsmeðaltali," sagði Dorothee Lubecki, ferðamálaftdltrúi á Vestíjörðum, sem sæti á í áhuga- hópnum. „Hugmynd okkar er tví- þætt. Annars vegar snýst hún um ný- búamiðstöð sem þjóna á nýbúum hér á Vestfjörðum. Hins vegar felur hún í sér landsmiðstöð nýbúa sem myndi starfa við hliðina á og fyrir félags- málaráðuneytið. Hún myndi sjá al- mennt um nýbúamálin og vonandi vinna með fleiri svæðismiðstöðvum í framtiðinni.“ Dorothee sagði hug hjá félagsmála- ráðuneytinu nú að setja á laggimar öfluga miðstöð til aðstoðar nýbúum. „Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að landsmiðstöðin verði staðsett hér,“ sagði Dorothee. „Það er einnig í takt við yfírlýsingu yfirvalda að huga að því að staðsetja nýjar stofnanir og embætti úti á landsbyggðinni. Máhð er nú á mjög viðkvæmu stigi. Þessa dag- ana erum við að vinna að plaggi sem stendur til að afhenda félagsmálaráð- herra í næstu viku.“ Dorothee sagði að markmiðin með þessum hugmyndum væru fjölþætt, m.a. að fjölga almennt störfum á Vest- fjörðum. Húsnæði fyrir landsmiðstöð- ina væri þegar til staðar, auk þess sem reynsla væri fyrir því að stofnanir og félög innan Þróunarseturs Vestfjarða gætu starfað mjög vel saman. Aðstaða til fjarkennslu og fjarfúnda væri fyrir hendi þannig að Vesrfirð- ingar væru mjög vel í stakk búnir til að takast á við verkefni af þessu tagi. -JSS Hafnardagurinn í dag: Bryggjuhátíð á Sauðárkróki dvTsaudárkróki: „Þetta er í fjórða skiptið sem við höldum Bryggjuhátíð og það hefur mælst vel fyrir. Hugsunin á bak við þetta var að skapa hátíðarstemningu í bænum. Höfnin þarf líka að minna á sig eins og aðrir. Hún er eign fólks- ins í bænum og við megum ekki bara hugsa um það að ná gjöldum til henn- ar, við verðum að veita þjónustu eins og við kappkostum að gera. Það eru eflaust fáir sem vita að í gegnum Eimskip fara einir mestu flutningar frá Sauðárkróki af höfnum á lands- byggðinni, fjöldi gáma í viku hverri,“ segir Brynjar Pálsson, formaður hafnarstjórnar Skagafjaröar. „Við vorum ekki gamlir, strákarn- ir á Króknum, þegar byrjað var að veiða á gömlu bryggjunni sem þá var skammt norðan gamla sláturhússins og neðan Verslunar Haraldar Júlíus- sonar. Þama var byrjað að dorga eldsnemma á vorin og síðan hefur þetta færst út á höfnina. Við ætlum líka að bjóða upp á siglingu í Lundey með skemmtisnekkjunni Straumey og kajakasiglingu fyrir þá sem það vilja. Við bjóðum upp á pylsur og skagfirskt góðgæti frá kaupfélaginu á grillinu. Bassi og Eirikur spila fyr- ir dansi og Svanfríður leiðir þau yngstu og þá fullorðnu í dansinn. Um miðnættið lýsum við upp himin- inn með flugeldum eins og tíðkast hefur á Hafhardeginum." -ÞÁ DV-MYND NH Nýr landvöröur Þórir Sigurösson, landvöröur viö Geysi. 1,5 milljónir til Geysissvæðisins: Ráðinn landvörður DV, SUDURLANDI:______________________ Vegna breytinga á Geysissvæðinu hefur ríkisstjóm Islands ákveðið að veita 1,5 milljónir til landvörslu og lagfæringa á svæðinu með þaö að markmiði að auka öryggi ferðafólks. Þegar hefur verið ráðinn landvörður til starfa á svæðinu. En það er Þórir Sigurðsson frá Haukadal. Þórir er öll- um hnútum kunnugur á Geysissvæö- inu og býr yfir mikilli þekkingu um það. Gert er ráð fyrir að landvörður starfi fram í september. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort framhald verður á landvarðarstöð- unni eftir það -NH Skrúfan skoðuð Þaö er eins gott að allt sé í lagi þegar íslenski flskiflotinn heldur til hafsins í leit að undirstöðu íslensks efnahags, físksins. Heimir Kristinsson og Brynjar Sigurðsson voru að gera við skrúfuna á Hegranesinu SK 2 í slippnum á Akur- eyri nýverið þegar Ijósmyndara DV bar að garði. Fóru þeir ákveönum höndum um skrúfubúnaöinn enda verður hann aðstandast allt það veðurfar sem úthafsmið hafa upp á að bjóða. Lögreglan fær ekki að sjá meint falsað Ásgríms málverk: Mikill skrípaleikur - segir Helgi M. Gunnarsson hjá Ríkislögreglustjóra „Ég vissi ekki hver ætti þetta mál- verk og skoðaði það aðeins eftir ábend- ingu og það var algerlega á höndum fjölmiðla að komast að því hver eig- andinn er,“ segir Ólafur Ingi Jónsson forvörður sem sakaður hefúr verið af Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni um galdraofsóknir i rannsóknum sínum á fölsuðum málverkum en hann lýsti því yfir að málverk Jónasar Freydals merkt Ásgrimi Jónssyni væri falsað. „Svona stórkarlmannlegum upp- hrópunum ber hann sjálfur ábyrgð á en ég er hræddur um að vindurinn fari úr honum fljótlega þegar hann set- ur sig betur inn í málið. Það er ekkert aðalatriði fyrir mig hver eigi þessi fólsuðu málverk en það er bara svo óheppilegt að í öllum tilfellum er hægt að rekja þessi málverk til Gallerís Borgar eða aðila sem tengjast því,“ segir Ólafur. Ríkislögregiustjóri hefur óskað eftir að fa að skoða málverkið án árangurs. „Það er mikill skrípaleikur í kring- um þetta og Jónas hefur vísað okkur á lögmann sinn sem gefur síðan loðin svör. Ég vonast til að hann standi við sínar fullyrðingar og leyfi okkur að skoða málverkið því þetta er óveij- andi, líka eigandans vegna. Ef hann hefur ekkert að fela þá fær hann mál- verkið aftur með staðfestingu á því að það sé ófalsað," segir Helgi M. Gunn- arsson hjá Ríkislögreglustjóra. -jtr íslandsflugsvélin sem olli farþegum Flugleiða í Madríd vandræðum: Var ekki talin bilanagjörn - þrátt fyrir að hafa bilað þrisvar Boeingvél íslandsflugs, sem olli töf- um hjá 70 manns í flugi frá Keflavík til Madríd á mánudag og síðan töfum hjá 100 öðrum farþegum þaðan um nóttina og næsta dag heim til íslands, var síð- astliðinn laugardag millilent í Brussel, einnig vegna bilunar, þar sem hún þurfti að vera í 7 klukkustundir áður en hægt var að fljúga henni áfram til Rimini á Ítalíu. Einar Bjömsson, flugrekstrarstjóri íslandsflugs, segir að þrátt fyrir þessar þijár bilanir, sem höfðu vissulega í fór með sér mikil óþægindi fýrir farþega, sé vélin „ekki bilanagjamari eða öðm- vísi en gengur og gerist". Bilanir komi upp í öllum vélum og þá reki gjaman hver bilunin aðra. Þegar vélinni var flogið utan til Rimini síðastliðinn laugardag virtist eitthvað að varðandi þrýsting í far- þegarými. Eftir skamma dvöl í Brussel var haldið áfram tO Rimini og síðan flogið þaðan heim tO íslands. Þegar ferþegar ætluðu síðan aö fara með vél- inni tO Madríd í leiguflugi Flugleiða klukkan sjö á mánudagsmorgni var enn verið að gera við þrýstingsvanda- málin í farþegarýminu í vélinni sem komu aftur upp eftir Riminiferðina. Ekki var því flogið tO Madríd fyrr en klukkan 21.30. Þegar vélin kom loks tO Madríd kom upp önnur bOun „Þá var hka ljóst að skipta þyrfti um áhöfn samkvæmt reglum þar um,“ sagði Ein- ar Bjömsson. -Ótt — Blíða fyrir norðan Veðrið virðist ætla aö leika við Norðlendinga um helgina, en þar er spáð allt að 20 stiga hita næstu daga. Ánnars staðar verður skýjað með köflum og rigning. Óyggjandi sannanir Ólafur Ingi Jóns- son forvörður sagði í samtali við Bylgj- una í gær að óyggj- andi sannanir væru fyrir því að málverk, í eigu Jónasar Freydal, sem sagt er vera eftir Ásgrím Jónsson sé falsaö. Sjópróf Sjópróf vegna skipskaðans þegar Æskan sökk munu fara fram um miðbik næstu viku, að sögn Erlings Sigtryggssonar, dómstjóra hjá Hér- aðsdómi Vestfjarða. Skipstjóri Æsk- unnar fór fram á að sjóprófin yrðu gerð. Vildu fá hæli Þrír farþegar sem komu með Norrænu tO landsins í gær óskuðu eftir pólitísku hæli á íslandi. Sýslu- maðurinn á Seyðisfirði synjaði fólk- inu um landgöngu og var það sent tO baka með skipinu tO Noregs. Á góðri siglingu íslenska internetauglýsingafyrir tækið Bepaid.com, sem býður greiðslu fyrir auglýsingaáhorf, hef- ur náð samningum við á annan tug erlendra fyrirtækja. Þeirra á meðal eru Hertz, Harper Collins, Boots, Wamer Brothers, CDWOW.com og EasyRentACar. Forgangur Landhelgisgæslan og Bæjarleiðir hafa gert með sér samning um að starfsmenn gæslunnar hafi forgang að leigubílum Bæjarleiða þegar þeir eru á leið í útkall. TM betri kostur Að mati GreiningardeOdar Kaup- þings er Tryggingamiöstöðin álit- legri fjárfestingarkostur en Sjóvá- Almennar miðað viö núverandi gengi tryggingafélaganna. 13,2% fjölgun Farþegum í miUOandaflugi Fiugleiða fjölgaði um 13,2% í júní samanborið við júní 1999 og sæta- nýting félagsins í miOOandaflugi, mikOvægustu framleiðslugrein félagsins, batnaði um 4,1 prósentu- stig frá fyrra ári. Mikil aukning í júní fluttu Flugleiðir-Frakt, dótturfélag Flugleiða, 2.582 tonn af frakt, sem er tæplega 52% mefra en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins jukust fraktflutning- ar um liðlega 56% og uröu tæplega 16.500 þúsund tonn. 18% aukning Farþegar í innanlandsflugi Flug- félags íslands í júní voru 39.501 og fjölgaði um 33,6% frá fyrra ári. Fyrstu sex mánuöi ársins voru farþegar í innanlandsflugi 166.379 og fjölgaði um 18,2% - AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.