Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 29
37 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 ___________________________________________ I>V _____________________________________ Helgarblað DV-MYNDIR PJÉRJR Sætur meö syninum „Satt aö segja hef ég engan sérstakan metnað til stjórnmálaþátttöku eins og er en þaö segja reyndir menn aö aldrei eigi aö segja aldrei í þeim efnum því aö þessi stjórnmálaáhugi sé eins og falinn eldur í mönnum og geti blossaö upp hvenær sem er. Ég er of ungur til þess aö útiloka nokkuö, “ segir Ari. yrði mjög mikið tjón fyrir alla ef þetta hrykki í sundur og við færum yfir í einhverja gamla víxlverkun verðlags og launa. Það er ekki bara mikilvægt aö ná samningum heldur líka að þeir haldi. Hér ræður ekki bara niðurstaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði heldur verðum við íslendingar að sýna að- gát á öllum sviðum, bæði í einka- neyslu og útgjöldum ríkis og sveit- arfélaga. Sérstaklega verðum við að treysta því að opinberir aðilar sýni viðlíka ábyrgð í kjarasamningum í haust og almennt launafólk gerði. Eins og við vitum hefur launaþró- un hjá hinu opinbera verið langt umfram almenna markaðinn á und- anfómum áram en það hefur ýtt hefur undir núning og óstöðug- leika. Þama gæti í heild munað um 15% á siðustu tveimur samnings- tímabilum." Öflugur í badminton Það má segja að Ari hafi víðtæka reynslu af atvinnulífinu. Fyrir utan þau störf sem áður eru nefnd hefur hann unnið sem kaupamaður i sveit, verið sendill, unnið í fiski og byggingarvinnu, sem og hjá lögregl- unni. Hann gerði einnig lengi við badmintonspaða með skólanum. „Ég spilaði mikið badminton þeg- ar ég var yngri. Það má segja að þegar best lét hafi ég náð því að verða efnilegur en ég hafði samt ekki sömu burði og margir aðrir til þess að ná árangri í þessu,“ segir Ari og er þar m.a. að vísa til Þórdís- ar systur sinnar sem er margfaldur íslandsmeistari í íþróttinni. Ari grípur reyndar enn í dag af og til í spaðann en í vetur hefur þó varla nokkuð annað komist að en vinnan. „Ég ætti að vera á Mallorca með fjölskyldunni núna en þeirri ferð varð að fresta þar til síðar í sumar. Starfið hefur eiginlega slegið allt út,“ segir Ari sem segist einnig fara töluvert á skíði og í veiði í frítíma sínum. Margir myndu kalla þig þrjóskan mann. Hvernig myndirðu sjdlfur lýsaþér? „Ég hef séð á prenti orðið þver- móðska notað um mig en ég upplifi mig alls ekki þannig,“ svarar Ari og hlær. „Mér finnst ég sjálfur vera sanngjarn og ég á almennt auðvelt með samskipti við fólk. Jafhvel þar sem um erfið úrlausnarefni hefur verið að ræða hafa persónuleg sam- skipti verið í mjög góðum farvegi. Þetta er svona mín upplifun á sjálf- um mér en ætli nokkrum manni fínnist hann sjálfur vera ósann- gjam.“ Framtíð landsins björt Það er ekki hægt að enda þetta viðtal öðruvísi en að spyrja Ara að- eins út í framtíð landsins því þar hefur hann ákveðnar skoðanir. „Okkur er stundum legið á hálsi fyrir að vera einhverjir bölsýnis- menn og mála skrattann á vegginn en ég segi að þetta snúist um tíma- lengdina og hvað maður vill hafa viðan sjóndeildarhring. Ef við mis- stígum okkur getur það tekið nokkum tíma að vinna upp þann árangur sem glutrast niður. Ef sjón- sviðið er nokkur ár þá er framtíðin björt fyrir Island þvi við höfum aldrei verið betur í stakk búin til þess að nýta okkur tækifærin sem bjóðast bæði innanlands og utan. Það þarf ekki annað en að lita í kringum sig og sjá hvað hefur ver- ið að gerast í útrás einstaklinga og fyrirtækja á ýmsum sviðum. Það er alveg ljóst að áræði íslendinga er mikið og viðfangsefnin eru að verða allt önnur en áður. í dag stendur náttúrlega upp úr ævintýr- ið í kringmn íslenska erfðagrein- ingu. Þetta er engin bóla og fLeiri en bara íslendingar hafa trú á þessu sem sést best á þvi að í milljarða- viðskiptum á erlendum hlutabréfa- markaði er þetta 5 ára gamla fyrir- tæki metið meira virði en saman- lagt virði allra sjávarútvegsfyrir- tækja í landinu," segir Ari sem er þó ekki búinn að kaupa sér hluta- bréf í fyrirtækinu. „Ég tel að margt fleira af þessu tagi geti gerst og hafi verið að gerast í aðeins smærri stíl. Þá eru mikil tækifæri í kringum fyrirliggjandi einkavæðingu, á bönkum og Landssímanum t.d._, Aukinn áhugi erlendra fjárfesta á fslandi felur í sér ný tækifæri fyrir íslensk stjómvöld til þess að bæta almennt samkeppnisumhverfi ís- lenskra fyrirtækja og gera starfs- umhverfið aðlaðandi. Þá munu fjár- festar jafnvel kjósa að stýra stærri hluta sinna umsvifa héðan. Við eig- um því ekki að einblína á það sem var heldur það sem er að verða,“ segir Ari Edwald að lokum. -snæ Fjölskyldan Ari ásamt konu sinni, Þórunni, og börnunum, Jóhönnu og Páli. Hjónin kynntust á menntaskólaárunum í MS * og hafa veriö saman síöan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.