Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 Tilvera DV DV-MYNDIR PJETUR Bandaríski rithöfundurinn Bill Holm „Ég er víst orðinn skattgreiðandi í Skagafirði" - hann er samt alíslenskur. Bill keypti nýlega húsiö Brimnes í gamla Plássinu á Hofsósi. Brimnes er annaö frá hægri í neöstu húsarööinni á myndinni. Þar og í hús- unum í kring voru tveir tugir bandarískra rithöfunda á námskeiöi meö Bill fyrr í sumar. Bandarískur rithöfundur keypti sér hús á Hofsósi - um æöar hans rennur alíslenskt blóð: Ég er gjaldgengur í gagnabanka Kára - finnst landsbyggðarbörn stórkostleg - verra með svartklæddu ungmennin í Reykjavík Bill Holm er býsna þekkt- ur rithöfundur í Minnesota í Bandaríkjunum og nýbúinn aö kaupa sér hús í gamla Plássinu á Hofsósi - rétt í kallfæri frá Frœndgarði og Vesturfarasetrinu, Pakkhús- inu og Sólvík. „Ég er víst oröinn skattgreiöandi í Skagafirði, “ segir hann glottandi meö vinalegri en karlmannlegri rödd og bandarískum hreim. Bill og fleiri smöluöu nýlega saman tveimur tugum bandarískra rithöfunda þar sem menn unnu og sátu viö skriftir í ýmsum húsum sjávarþorps- ins við Skagafjöröinn í all- nokkra daga í endalausri sumarbirtunni. Bill er alinn upp vestra en um œöar hans rennur alís- lenskt blóö. Hann er mikill fjörkarl og léttur í lund, er sterkur per- sónuleiki, mikill sögumaöur, leikur snilldarvel á píanó, er góöur söngmaöur og er þeg- ar orðinn alþekktur á Hofs- ósi og víöar hér á landi. Ibók sem kemur út eftir Bill í haust, Eccentric Islands, sem fjallar um sérstakar eyjur í heiminum, er stærsti kaflinn um ís- land. Þar kemur margt fróðlegt fram um landið og fólkið sem hér býr. Þessi litríki íslensk-bandaríski rithöfundur, sem er eftirsóttur fyr- irlesari í heimaríki sínu, kennir „skapandi skriftir" við Southwest State University í Minnesota. Dáðist að Gísla Halldórs lesa úr Góða dátanum Bill kom fyrst til íslands í lok árs- ins 1978 með Bakkafossi, einu af skipum Eimskipafélagsins. Eitt af fyrstu íslensku orðunum sem hann lærði var súla (fuglinn) enda sigldi skipið nálægt Eldey þegar það kom vestan að. í sjóferðinni tók Bill sér- staklega eftir bókmenntaáhuga ís- lendinga - ekki síst þegar hann horfði á alla íslensku sjómennina hlusta af mikilli athygli á ríkisút- varpiö (þegar það náðist úti á sjó) - sérstaklega á Gísla heitirm Hall- Alvarlegur - af þvi hann verður að yfirgefa Island Er þaö er ótrúlega stutt í brosiö. „Ég er aö þremur fjóröu hlutum úr Múla- sýslu og aö einum fjóröa úr Þingeyjarsýslu, “ segir Bill sem er fjörkarl mikill, söngmaöur góöur og afbragös-þíanóleikari. Afi hans og amma fluttu á sínum tíma vestur um haf frá Vopnafirði. dórsson leikara lesa upp úr bókinni Góði dátinn Svejk. Bill er Vestur-íslendingur en er í rauninni gjaldgengur í íslenska gagnagrunninn: „Kári getur notað mig. Ég er að þremur ljórðu hlutum úr Múlasýslu og einum fjórða Þingeyingur,“ segir hann stoltur. Afi hans og amma í báðar ættir fluttu vestur um haf frá íslandi og voru foreldrar hans því báðir alíslenskir. Bill bregður inn íslenskum setn- ingum í viðtalinu: „Reyndu samt ekki að hafa ís- lenskuna mína eftir,“ segir rithöf- undurinn sem kynntist tungumál- inu fyrst þegar hann var barn og það átti til að kastast í kekki hjá for- eldrum hans í Minnesota. „Við töl- uðum auðvitað ensku en foreldrar mínir bölvuðu alltaf á íslensku, „helvítis, andskotans“ og svoleiðis orð notuðu þau,“ segir Bill, hristist allur og brosir breitt í gegnum hvítt skeggið. „Fyrir mörgum árum ætlaði ég að kaupa ýsu á fiskmarkaði í Reykja- vík og reyndi að böggla út úr mér orðunum „Ég ætla að fá tvö kíló . . .“ og svo framvegis. Eftir mikið ströggl sagði fisksalinn: „Er ekki bara betra að við tölum saman á því tungumáli sem þér er tamast?““
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.