Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 25
25 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 H>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Fox skrifar bók Leikarinn vinsæli, Michael J. Fox, er kominn í fullan gang með að skrifa bók um hina níu ára baráttu sína við parkin- sonsjúkdóminn. Síðustu árin hef- ur sjúkdómurinn herjað harðar og harðar á strák- inn, svo hart að hann hefur þurft að draga sig frá verkefnum. Fyrstu sjö árin reyndi hann að halda sjúkdómn- um leyndum og þjáðist í þögninni. Að lokum gat hann ekki lengur falið hvað hann þjáðist og sagði frá sjúkdómnum. Mágur Fox, rithöfundurinn Michael Pollan, hjálpar honum við gerð bók- arinnar sem gefur góða innsýn í líf stjömunnar og fjölskyldu hans. Michael J. Fox er búinn að skrifa ævisögu sína. Leikkonan Kim Basinger: Orðin sátt við mömmu Kim Basinger hefur loksins sæst við móður sina en þær mæðgur hafa ekki talast við svo árum skiptir. Upphaf ósættis- ins má rekja til þess að Kim fannst móðir sín vera afbrýðisöm út í velgengni sína en móðir hennar er fyrrum fyr- irsæta. Nú virðast þær mæðgur hafa sæst og fór Kim nýlega með 4 ára dóttur sína í heimsókn til móð- ur sinnar á írlandi. Móðir hennar hafði þá aldrei séð barnabamið. Mamma Kím er ekki lengur fúl út í hana. Rifist um Christinu Aguilera Kona að nafni Ruth Inniss hefur kært móður Christinu Aguilera og heimtar peninga af henni. Ástæðan er sú að hún segist eiga allan heið- ur af frægð stelpunnar sem nú er 20 ára gömul. Innniss segir að móðir Christinu hafl gert við sig samning þegar Crist- ina var 13 ára gömul á þá leið að hún myndi hjálpa stelp- imni áfram á frambraut- inni og í stað- inn gerast umboðsmað- ur hennar. Á þeim tíma var Christina akkúrat hætt í þáttunum „Mickey Mouse Club“ og var meir en tilbúin fyrir ný verkefni. Christina nældi sér í plötusamn- ing með smellinum „Genie in a Bottle“ og hefur átt vinsældum að fagna víðs vegar í heiminum. Um- boðsmaður hennar er hins vegar ekki Inniss heldur maður að nafni Steven Kurz. Þetta er Inniss ekki ánægð með og heimtar þónokkrar milljónir í skaöabætur af móður Christinu. Málið fer fyrir dómstóla innan skamms en nýi umboðsmað- urinn sleppur ekki heldur því Inni- ss heimtar líka bætur af honum þar sem hann stal þessari hæfileikaríku stelpu frá honum. Poppstjarnan Chríst- ina Aguilera er pen- ingavél sem margir vilja græöa á. Mætt til frumsýningar Bandaríski leikarinn George Clooney mætti til frumsýningar á nýjustu mynd sinni, The Perfect Storm, í Birmingham á Bretlandi á fimmtudag. Gifta sig í vikunni Leikarinn Bard Pitt og Jennifer Aniston, sem leikur i Vinum, ætla að ganga í það heilaga í Los Angel- es í síðar i vikunni, að því er fram kom í dagblaðinu Sun á fostudag. Samkvæmt heimildum blaðsins hef- ur um 200 gestum, bæði ijölskyldu og vinum, verið boðið í brúðkaupið sem haldið verður í stærðarvillu á Malibuströnd. Vangaveltur um það hvort parið ætli að giftast hafa verið í gangi í þó nokkum tíma en núverður loks af brúðkaupinu. Brad Pitt er 36 ára og Aniston 31 árs. Líkir sér við fallega konu Leikarinn Kevin Costner lét hafa ýmislegt eftir sér í viðtali við London Times í síðasta mánuði sem hefur farið fyrir brjóstið á kvikmyndaframleiðendum vestra og þó víðar væri leitað. Costner lætm- Universal fá fyrir ferðina og sakar þá um að hafa eyðilagt kvik- myndina For the Love of the Game sem hann lék í fyrir þá. Um meint kvennafar segir hann hins vegar: „Þú kemst ekki nær því að vera kona en með þvi að vera frægur," segir Costner sem telur „öll vötn falla til Dýrafjaröar" I þeim efnum. BALENO TEGUND: 1,6 GLX WAGON 4x4 VERÐ: 1.695.000 KR. $ SUZUKI //------ SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, SUZUKIBILAR HF Grænukinn 20,sími 555 15 50.Hvammstangi:Bíla-ogbúvélasalan, Melavegi 17,sími451 26 17.ísafjörður:Bflagarðurehf.,Grænagarði(sími456 3095. Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. WWW.SUZukibilar.is Á að á úti í náttúrunni ? SUZUKI Baleno Wagon - ferðavænn, alvöru fjölskyldubíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.