Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 DV Helgarblað Því ekki að prófa eitthvað alveg nýtt næst þegar farið er út að borða? Nammi namm ... kanín- ur, selir og höfrungar - spennandi réttir á veitingastöðum borgarinnar Þrátt fyrir aö innflutningur á matvörum sé takmarkaður hér á landi þá er samt ótrúlegustu rétti aö finna á veitingahúsum landsins. Lambið og nautið er að sjálfsögðu alltaf klassiskt þegar farið er út að borða en fyrir þá sem eru nýjunga- gjarnari er úr nógum öðrum réttum að velja ef marka má lauslega könn- un Helgarblaðsins á matseðlum höf- uðborgarinnar. Kanínukjöt mlnnlr ð blöndu af kjúkllngl og lambl. Safaríkar kanínur Kanínur hafa lengi verið talin falleg og sæt dýr en þær eru einnig mjög ijúfar undir tönn eins og hægt er að komast að á veitingahúsinu Humarhúsinu. „Ef þú blandar saman kjúklingi og smávegis af lambakjöti þá færðu líklega svipað bragð og það sem er af kanínukjötinu," segi Tyrfingur Tyrfingsson, einn af eigendum Humarhússins. Veitingastaðurinn hefur boðið upp á alíslenskt kan- ínukjöt síðasta árið og hefur það mælst vel fyrir hjá gestum staðar- ins. Kjötið er matreitt á einfaldan hátt og borið fram með humarhöl- um. „Þetta er algjörlega fitusnautt og safaríkt kjöt sem verið hefur mjög vinsælt,“ segir Tyrfingur en veitingastaðurinn hefur einnig boð- ið upp á hrefnukjöt sem er ekki heldur hversdagskostur á öllum veitingahúsum. Blóðmiklir selir Þeir sem halda að maður verði að fara til Grænlands til þess að smakka sel hafa öldungis ekki rétt fyrir sér. Nóg er að fara á Laugarás 1 því veitinga- húsið Lauga-Ás hefur boð- ið upp á selkjöt á ákveðn- um árstíðum síðastliðin ár. „Það er algengur mis- skilningur hjá fólki að sel- kjötið sé hreint spik. Það er ekki til spik á þessu kjöti sem við erum með en það er svokallað fillé sem er kjötið aftan á hálsinum á dýrinu," segir Öm Am- arsson, matreiðslumaður á Lauga-Ási. Kjötið er meðhöndlað eins og nautasteik, er steikt eða grillað „medium rare“ og borið fram með villibráðarsósu og gratineruðum kartöflum. „Þetta er mjög blóðmik- ið kjöt og það er smásjávarbragö af því. Það minnir á hrefnukjöt en er þó þéttara í sér,“ segir örn og bæt- ir við að þetta kjöt hafi faflið gest- um staðarins vel í geð. „Við höfum stundum verið að gefa fólki að smakka því það eru margir sem eru með svo rangar hugmyndir um þetta kjöt,“ segir Öm sem er ekki með selkjöt á matseðlinum á sumr- in en verður með það á boðstólum seinna í vetur. Hvað er það sérkennilegasta sem þú hefur borðað? „Ég borðaðl einu sinni kálfsheila í Lo. -don sem ég verð að segja að hafi verið mjög merkilegur matur. Það var ekkert veriö að fela heil- ann í sósu heldur kom hann bara í hellu lagi á diskinn. Ætli það hafl ekki heft mann við að njóta matar- ins að maður vissi hvað maður var að borða.“ - Tyrfíngur Tyrfíngsson, matreiöslu- maður á Humarhúsinu. „Ég smakkaði krókódílakjöt einu slnni í Banuaríkjunum. Það var mjög sérstakt þar sem maður vissi varla hvort maður var að borða kjöt eða fisk. En þetta var mjög spenn- andi réttur.“ - Auöunn Valsson, matrelðslumað- ur á Einari Ben. segir Auðunn og ítrekar að það sé afls ekkert sjó- bragð af því. Höfrungur í forrétt Veitingahúsið Skólabrú hefur verið með höfr- ungasteik á seðlinum hjá sér sem aðalrétt en hefur svissað þeim rétti út í bili og býður i staðinn upp á höfrung i forrétt. „Við erum með höfr- ungacarpache með engi- ferdressingu, parmesa- nosti og kirsuberjatómat- salati," segir yfirkokkur staðarins, Guðmundur H. Halldórsson. Margir hafa líklega smakkað nautacarpachio en munurinn á þessum tveimur réttum er, að sögn Guðmundar, sá að höfrungurinn er rauð- ari og smakkast eins og nauta- kjöt með lifrar- keimi. „Höfr- ungakjötið er mjög gott kjöt og „Hóstarkirtlar úr lambi og kálfi eru matreiddir á íínustu veltingastóðum Evrópu en ég hef einnig smakkað þá hér á landi. Þetta er ekki slæm fæða, sérstaklega ef maður veit ekki hvað maður er að borða fyrr en eftlr á.“ - Orn Arnarsson, matrelðslumaður á Lauga-Ási. fólki hefur fundist spennandi að smakka þetta,“ segir Guðmundur og bætir við að honum finnist gaman að sjá hvernig margt sé orðið að mat í dag sem var áður fyrr kastað. Að hans sögn finnst honum íslendingarnir vera óhræddir við að prófa eitthvað nýtt og dæmi um það eru sniglam- ir sem þóttu mikfl nýlunda á sín- um tíma en runnu þó furðu vel niður kokið á landanum. „í Frakklandi er allt notað í matreiðslu, eins og t.d. heilar og hóstarkirtlar, sem þykja mikið lostæti," segir Guð- mundur en hann hefur einmitt sjálfur borðað slíkan mat af bestu lyst. Það er lík- lega bara tímaspursmál hvenær slíkt fer að verða daglegt brauð á íslenskum matseðlum. -snæ „Þegar ég bjó á sínum tíma í Frakk- landi þá smakkaði ég sveppa- gratineraðan lambaheila sem var mjög góður forréttur." - Guðmundur H. Halldórsson, mat- relðslumaður á Skólabrú. Hvað með höfrung í forrétt? Sjófuglarnir vinsælir Margir veitingastaðir borgar- innar bjóða upp á ýmiss konar sjó- fugl, svo sem skarf, lunda og súlu. „Við erum með steikta langvíu með rúsínu- og rommsósu á mat- seðlinum hjá okkur,“ segir Auð- unn Valsson, yfirmatreiðslumeist- ari á Einari Ben. „Langvían, lund- inn og teistan eru mjög líkir fugl- ar á bragöið. Kjötið, sem er dökkt, er léttsteikt og með viflibráðarfíl- ing,“ upplýsir Auðunn. Staðurinn er einnig með hvalkjöt á seðlinum sem fallið hef- ur vel í kramið hjá gestum. „Hvalkjötið er meðhöndlað eins og nauta- kjöt, það er borið fram léttsteikt og smakk- ast ems og nauta- kjöt,“ Plokkfiskur er góður en... afhveiju aö sitja heima yfir rúgbrauði og plokkfiski þegar svo margt spennandi er í boöi á veitinga- stööunum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.