Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 I>V Útgáfufélag: Fijáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýslngar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjðlmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endur- gialds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Fréttamiðlun raskast Einn fréttamiðillinn enn hefur bætzt við. Fréttir net- miðla keppa við fréttir annarra fjölmiðla um athygli fólks á tíma mikils framboðs afþreyingar af ýmsu tagi. Fyrir einni öld voru fréttir helzt sagðar í blöðum, en nú koma þær líka í útvarpi, sjónvarpi og á Netinu. Mesta furða er, hversu vel dagblöð hafa staðizt sam- keppnina. Þunglamatækni þeirra stenzt ekki öðrum fjölmiðlum snúning í hraða. Þau segja ekki fréttir í beinni útsendingu. Samt eru þau svo vinsæl, að notend- ur vilja borga fyrir þau, en ekki aðra fréttamiðla. Sérhver nýr fréttamiðiU er sumpart viðbót við fjöl- miðlaneyzlu fólks og tekur sumpart frá hinum, sem fyr- ir eru. Með almennri tölvueign og almennri netteng- ingu á tölvum má búast við, að fréttir netmiðla spilli af- komu einhverra þeirra fjölmiðla, sem fyrir eru. Samt er athyglisvert, að netmiðlar koma ekki af neinu afli inn í fréttaheiminn. Þeir treysta sér ekki til að biðja notendur um greiðslu fyrir vikið, heldur treysta eingöngu á auglýsendur. Enda eru fréttir net- miðla enn að mestu uppsuða úr dagblaðafréttum. Ekki hefur fundizt nein aðferð til að fá notendur net- frétta til að greiða fyrir þjónustuna, ekki frekar en tókst á sínum tíma að fá notendur útvarpsfrétta og sjón- varpsfrétta til að greiða fyrir hana. Fréttir eru i öllum þessum miðlum fluttar í opinni dagskrá. Bandaríkin eru forustuland í þróun fjölmiðla. Þar verða nýjungar til og breiðast síðan um heiminn. Nýj- ar rannsóknir vestra sýna, að aukin notkun netfrétta er sumpart hrein viðbót við fréttanotkun fólks og sumpart tekin frá sjónvarpsnotkun þess, en ekki blaðalestri. Að vísu sígur blaðalestur einnig, en þar eru tölur samt háar enn. Enn lesa tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum dagblöð reglulega, en notkun kvölddagskrár sjónvarps hefur sigið úr þremur af hverjum fjórum niður í einn af hverjum tveimur. Það, sem hefur gerzt í Bandaríkjunum, er, að nýju kynslóðimar, sem eru aldar upp við Netið, láta fréttir þess koma í stað sjónvarpsfrétta. Aðeins fjórði hver not- andi netfrétta horfir einnig á sjónvarpsfréttir. Þetta spáir illu um framtíð sjónvarps sem fréttamiðils. Hlutfóllin, sem hér hafa verið nefnd, eiga eingöngu við almennar sjónvarpsstöðvar með almennum frétt- um, en ekki sérhæfðar stöðvar, sem flytja afinarkað efni á borð við íþróttir, fjárfestingar eða náttúruskoð- un. Sérhæft fréttasjónvarp blómstrar áfram. Sennilega eru Bandaríkjamenn byrjaðir að átta sig á, að leikhús fremur en fréttaflutningur er eðli fréttasjón- varps eins og annars sjónvarps. Fólk er þar farið að bila í þeirri trú, að fréttir hljóti að vera sannar, af því að fólk hafi séð þær eigin augum í sjónvarpinu. Persaflóastríðið var sagt sigur sjónvarps sem frétta- miðils. Menn trúðu sliku þá, þótt sumir hafi reynt að benda á, að beztu fréttir af því stríði komu í brezku út- varpi og góðum dagblöðum. Menn vita nú, að sjónvarp- ið gaf veruleikafirrta og falsaða mynd af stríðinu. Fyrir framan sjónvarpsvélar er sumpart framleiddur og verður sumpart ósjálfrátt til sérstakur sýndarveru- leiki, eins konar leikhús, sem þarf ekki að vera í neinu sambandi við veruleikann, sem við heyrrnn um í út- varpi og lesum um í dagblöðum eða vikuritum. Ef gengi fjölmiðla breytist hér að bandarískum hætti, má búast við, að leikrænar fréttir sjónvarps eigi erfiða framtíð í aukinni fréttasamkeppni nýrra íjölmiðla. Jónas Kristjánsson Glímt við fortíðina Af þeim tólf miiljónum manna sem hafðar voru til nauöungar- og þrælkunar- vinnu á vegum þýskra stjórnvalda og fyrirtækja í seinni heimsstyrjöld eru 900 þúsund enn á lífi. Þýska stjórnin og fjölmörg fyrirtæki hafa komist að samkomulagi um að greiða þeim á bilinu 5-15 þúsund mörk í skaðabætur. Þýska stjómin og fulltrúar um 3200 einkafyrirtækja hafa ákveðið að stofna „helfararsjóð" að upphæð 10 milljarða marka til að greiða þeim skaðabætur sem hnepptir voru í nauðungar- og þrælkunar- vinnu í þágu þýska stríðsgagnaiðn- aðarins í seinni heimsstyrjöld. Sam- komulagið hefur ekki aðeins beint sjónum að því álitamáli hvemig varðveita eigi minninguna um grimmdarverk Þjóðverja á nasista- tímabilinu. Það hefur einnig vakiö upp harðar efnislegar deilur: Ann- ars vegar kvarta Austur-Evrópubú- ar, sem neyddir voru til að vinna í þágu þýsku stríðsvélarinnar, undan því að mestur hluti skaðabótanna renni í vasa gyðinga. Það helgast af því að gerður er greinarmunur á nauðungarvinnu og þrælkunar- vinnu þar sem flest fómarlömbin voru gyöingar. Hins vegar hefur verið deilt á þau samtök sem barist hafa fyrir réttindum gyðinga fyrir að skara eld að sinni köku með þeim afleiðingum að of lítill hluti þeirra skaðabóta, sem þýsk stjóm- völd hafa greitt fram að þessu, skili sér í hendur fómarlamba nasista. Not af helförinni Á síðustu árum hafa sagnfræð- ingar og aðrir sett fram æ skarpari gagnrýni á það hvernig minningin um helforina hefur verið notuð í pólitísku skyni. Eins og kunnugt er var lítið fjall- að um gyöingamorðin á árunum eft- ir stríð. Ekki var litið á helfórina sem sér- fyrirbæri heldur aðeins einn þátt af mörgum í þeim hörmungum sem seinni heimsstyrjöldin leysti úr læðingi. Það var var t.d. ekki farið að nota orðið „helfór" fyrr en í lok 6. áratugarins. Hér skiptu þarfir kalda stríðsins miklu máli: Ekki þótti til siðs aö fordæma Þjóðverja fyrir grimmdar- verk á nasistatímabilinu. Sovétrík- in höfðu tekið við af Þýskalandi, sem helsta alræðisógnin á Vestur- löndum. Það var í raun ekki fyrr en á 7. áratugnum með striðsglæparétt- arhöldunum yfir „skrifstofumorð- ingjanum" Adolf Eichmann í ísrael að helforin fór smám saman að verða að miðpunkti í umfjöllun um nasistatímabUið. Þessari söguskoðun hefur síðan verið haldið á lofti í mjög einfald- aðri mynd í vestrænum menningar- iðnaði og fjölmiðlum. Útrýmingar- herferðin gegn gyðingum gekk lengra en ofsóknir nasista á hendur öörum þjóðfélagshópum og þjóöum. í þeim skilningi var hún sérfyrir- bæri. En færa má fyrir því rök að með því að einblína á helförina á þann hátt sé stundum verið að draga athyglina frá grimmdarverk- um gegn öðrum fórnarlömbum, eins og Slövum og sígaunum. Skoða verður ofangreinda gagnrýni á greiðsluform skaðabóta þýskra stjórnvalda og fyrirtækja í þessu ljósi. Rifja má einnig upp þær deil- ur sem urðu vegna helfararsafnsins í Washington á 8. og 9. áratugnum. Spurt var hvort eingöngu ætti að halda á lofti minningu gyðinga en ekki annarra fómarlamba útrým- ingarherferða eða flöldamorða eins Armena eða indjána. Ætti þá ekki að reisa fleiri söfn? Sögulegar minningar Annað nærtækara dæmi er sá ágreiningur sem staðið hefur um fyrirhugað minnismerki um helför- ina í Berlínarborg. Upprunalega var hugmyndin að koma fyrir um 4000 misháum súlum á stóru svæði þar sem Berlínarmúrinn var áður. Eftir að stjómmálamenn höfðu haft bein afskipti af útliti minnis- merkisins var súlunum fækkað og umdeildar breytingar gerðar á hönnun þess. Minnismerkinu er ekki aðeins ætlað að varðveita minninguna um gyðingaofsóknir heldur einnig að verða komandi kynslóðum víti til vamaöar. Sum- um finnst að með minnismerkinu sé verið að draga kynslóðir, sem séu saklausar af striðsglæpum, til ábyrgðar. Aðrir eru þeirrar skoðun- ar að risavaxin minnismerki séu ekki rétta leiðin til að viðhalda minningu um útrýmingarherferð- ina gegn gyðingum. Vissulega er það fáheyrt að reist sé minnismerki um mesta niðurlægingarskeið þjóð- ar i hjarta höfuðborgar hennar. Markmiðið er að undirstrika þá samfélagsábyrgð sem fólst í helför- inni. Að henni stóðu ekki aðeins harðsvíraðir nasistar, heldur komu „óbreyttir Þjóðverjar" þar einnig mikið við sögu. Enginn vafi er á því, að Þjóðverj- ar hafa tekist á við fortíðarvanda sinn á mun áþreifanlegri og hrein- skilnari hátt en t.d. Japanar sem hafa aldrei almennilega gengist við stríðglæpum sínum í seinni heims- styrjöldinni. Þó er fyflsta ástæða til að vara við þeirri tilhneigingu að líta svo á að með greiðslu skaðabót- anna og með minnismerkinu sé ver- ið að ljúka ákveðnum skylduverk- um eða kafla í sögunni. Það er ekki hlutverk einstakra þjóðfélagshópa að stjórna því hvernig halda eigi við sögulegum minningum, þótt þeir eigi oft mikinn þátt í að vekja - eða bæla niður - þjóðfélagsumræðu um þær. Og það á allra síst við um þá ólýsanlegu atburði sem hér um ræð- ir - atburði.sem hver kynslóð verð- ur að nálgast á gagnrýninn hátt út frá eigin forsendum. Það er for- senda þess að minningin um sögu- legt mikilvægi þeirra kafni ekki í innantómum endurtekningum eða pólitískri samtíðarhyggju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.