Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 DV Helgarblað Einkaviðtal DV við eiganda Williams-liðsins: „Er með stöðugar áhyggjur af að eitthvað fari úrskeiðis“ - segir Formúlukappinn Sir Frank Williams Um síðustu helgi, sólbjart- an sunnudag í hlíðum aust- urrísku Alpanna, við smá- bœinn Spielberg, fór fram hin árlega keppni Formúlu 1 sirkussins á Al-ring- kappakstursbrautinni. Þá var blaðamanni DV veittur sá heiður að hitta og eiga stutt spjall við einn af valda- meiri einstaklingum í For- múlu 1 um þessar mundir, Sir Frank Williams. Hann er annar eigandi eins sigur- sœlasta keppnisliðs í For- múlu 1 sem á að baki 9 heimsmeistaratitla og 103 sigra síðan liöið tók fyrst þátt i kappakstri Formúlu 1 árið 1973. Frank er einstaklega þægileg- ur náungi og býður af sér góðan þokka og blítt viðmót. Hann er fæddur 16. apríl 1942 og fékk snemma mikinn áhuga á kappakstri. Hann stofnaði keppn- islið sitt árið 1973 og fyrsti sigur liðsins vannst árið 1979. Velgengni liðsins hefur verið mjög mikil í gegnum tíðina en erfiðir tímar hafa líka gengið yfir. Snemma á árinu 1986, þegar Frank var að koma frá prófunum á Paul Richard-brautinni í Frakklandi, missti hann stjóm á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn lenti utan í brúarstólpa og endaði á hvolfi. í slysinu lamaðist Frank upp að hálsi en var heppinn að halda lífi. Eftir þetta hefur hann verið bundinn við hjólastól. Frank var þó harðákveðinn í að láta þetta ekki stöðva sig heldur styrkti þetta hann enn frekar og hann kemur á hverja einustu keppni. „Ég hlakka alltaf til keppn- innar og þó að staðan í dag sé ekki góð þá nýt ég þess enn að fylgjast með kappakstri. Það eru góðir öku- menn þarna úti og stigakeppnin er mjög jöfn,“ sagði Frank síðastliðinn sunnudag þegar blaðamaður spurði hvort hann hlakkaði til keppninnar sem var þá seinna um daginn. Þetta Aftur á uppleiö Williams-liöiö er nú á uppleiö aftur eftir slakt gengi síöustu ára og leiöir nú keppnina um þriöja sætiö á eftir Ferrari og McLaren. Þaö geröi nýlega vélarsamning viö BMW sem hefur skilaö sér vel og eflaust er stutt aö bíöa þess aö viö sjáum Williams-liöiö í toppbaráttunni aftur. Michael Schuntacher Það er greinilegt að Sir Frank Wifliams talar mikið um Michael Schumacher enda hefur hann verið Góður fundur Frank Williams er einstaklega þægilegur í viömóti og tók hann vel á móti blm. DV sem heimsótti hann í glæsilegt hjólhýsi Williams-liösins um síöustu helgi. mannstitil það árið. Ekki mikið fyrir veisluhöld Sigursælasta ár Williams-liðsins var 1996 þegar Damon Hill og Jacques Villeneuve óku fyrir liðið og tóku í sameiningu 175 stig, 12 sigra og 12 ráspóla. Damon varð heimsmeistari ökumanna og Willi- ams-liðið heimsmeistari keppn- isliða. Hvernig tilfinning er þaö aó vera eigandi og stjórnandi keppnisliðs sem gengur allt í haginn? “Stöðugar áhyggjur. Stöðugar áhyggjur af því að eitthvað geti farið úrskeiðis, því get ég lofað, en í lokin var það mjög ánægjulegt," svarar Frank. Þetta sama dr haföi Damon Hill verið „rekinn" frá liðinu eftir svim- andi háar launakröfur. Hvernig var þaó þá fyrir yfirmann liðsins að fagna með fráfarandi ökumanni? „í það skiptið? Williams-liðið eyðir ekki miklum tíma í veislu- höld. Auðvitað var kvöldverður með liðinu en að öðru leyti ekkert sérstakt," segir Frank og bætir við: „Þó er gaman að segja frá því aö ánægjulegasta keppnistíðin, fyrir mig persónulega, var árið eftir þeg- ar Jacques Villeneuve og Michael Schumacher, á seinni hluta tima- bilsins, börðust maður á mann þeg- ar staðan breyttist frá keppni til keppni ýmist okkur í hag eða þeim (Ferrari)," segir Williams þegar hann rifjar upp árið 1997. „Þetta var mjög áhugavert tímabil.“ Áriö end- aði svo eftirminnilega er Schumacher ók inn í hliðina á Vil- leneuve og féll úr keppni og Kanadamaðurinn tók síðasta heims- meistaratitilinn sem komið hefur í hús hjá Williams-keppnisliðinu." lýsir því vel hversu ákveðinn og áhugasamur Frank er um kappakst- ur og að stjóma liði sínu. Umdeilt atvik Eitt erflðasta árið í tíð Williams- liðsins var þegar Aryton Senna lést í San Marino-kappakstrinum árið 1994. Reyndi það mikið á krafta hans, sem og manna hans. Af ein- beitni og hörku börðust þeir þó áfram og þegar kom aö síðustu keppni ársins var titillinn í liða- keppninni í höfn og eitt stig skildi þá Michael Schumacher og Damon Hill í ökumannskeppninni. Þá gerð- ist mjög umdeilt atvik sem réð úr- slitum í heimsmeistarakeppni öku- manna það árið. „Ég reyni að halda mig utan við það deilumál en kannski var Schumacher einum of harður, kannski vissi hann ekki um Damon. Damon var tveim sekúnd- um á eftir Schumacher en hann hafði farið harkalega utan í vegrið- ið skömmu áður. Damon sá að hann var í vandræðum, kom auga á möguleika og reyndi framúrakstur. Þetta gerðist allt mjög hratt. Kannski vissi Schumacher hvað hann var að gera, kannski ekki, en það skiptir ekki máli.“ Við atvikið skullu bílarnir saman með þeim af- leiðingum að báðir voru úr leik en Schumacher tók sinn fyrsta öku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.