Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Side 41
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 DV 49 Helgarblað Kína er áfangastað- ur framtíð- arinnar Ef spár Alþjóðaferðamálaráðsins, sem 138 þjóðlönd eiga aðild að, ganga eftir er Kína ferðamannaland framtíðarinnar. Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga um helm- ing á næstu tuttugu árum; úr 668 miiljónum nú i um einn og hálfan milljarð árið 2020. Að sögn ráðsins getur Evrópa ekki á sig blómum bætt og þær 400 milljónir ferða- manna sem fara um álfuna árlega eru meira en nóg. Talið er öruggt að mestur uppgangur í ferðamennsku verði í Asíu á næstu árum og því spáð að Kína verði vinsælli ferða- mannastaður en Frakkland, Spánn og Bandarikin í kringum árið 2020. Þær þjóðir sem ferðast mest í dag eru Þjóðverjar, 153 milljónir, og Jap- anir, 142 milljónir, en ekki er talið að breyting verði á því. Tvær sýning- ar opnaðar í Brydebúð - hvannar- og hunda- súrusúpa á boðstólum DV, VÍK: Eva Dögg Þorsteinsdóttir frá Vatnsskarðshólum opnaði mál- verkasýningu í Halldórskaffi í Brydebúð í Vík síðastliðinn laugar- dag. Þetta er fyrsta málverkasýning Evu Daggar. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands veturinn 1997-1998 og veturinn 1999-2000 sótti hún einkatíma hjá Bjama Jónssyni listmálara sem hef- ur hjálpað henni að ná góðum ár- angri. Myndimar á sýningunni em verk sem hún vann nú í vetur og vor og er sýningin sölusýning. Síðastliðinn laugardag var einnig opnuð sýningin Mýrdalur - mannlíf og náttúra. Þema sýningarinnar er sjósókn, verslunarsaga og stórbreyti- leg náttúra Mýrdalsins ásamt ógn- vættinum Kötlu. Fjöldi gesta var við opnunina, ræður fluttar og að lokum var gestum boðið að smakka á hvann- ar- og hundasúrusúpu sem mæltist vel fyrir. Sýningin verður opin fram eftir sumri. Býrðu í Kaupmannahöfn? Ertu ó leiðinni ??? www.islendingafelagid.dk Drangeyjarferðir njóta vinsælda: Á slóðum Grettis sterka DV-MYND ÖP Jón Eiríksson Drangeyjarjarl „Nú er besti tíminn fram undan til aö skoöa eyjuna og ég reikna meö aö þaö veröi talsvert aö gera í siglingum ef veöráttan veröur hagstæö. “ Júlí- og ágústmánuðir er sá tími sem hvað mest eftirsókn er að kom- ast út í Drangey sem óumdeilanlega er ein af náttúruperlum Skagafjarð- ar. Um árabil hefur Jón Eiríksson, bóndi á Fagranesi, oft nefndur Drangeyjarjarl, flutt ferðafólk út í eyju. Hann hefur líka nytjað eyjuna í mörg ár. Hann hefur m.a. sigið í bjargið í hálfa öld og þekkir Drang- ey því betur en nokkur annar. Þá kann hann lika Grettissögu nánast utan að. Þessum fróðleik miðlar Jón til þeirra sem ferðast með honum og þeir eru orðnir margir í gegnum tið- ina. Fréttaritari spurði Jón hvers vegna sigling út í eyju væri svo vin- sæl sem raun ber vitni. Náttúruverk „Eyjan er sérstakt náttúruverk. Þetta háa lóðrétta bjarg 150 til 170 metra hátt og lending og uppganga aðeins möguleg á einum stað. Svo er þetta gríðarlega fuglalíf sem þama er og svo sjást oftast selir við eyj- una. Svo kann sagan að hafa eitt- hvað ‘að segja. Flestir landsmenn hafa heyrt eitthvað um Gretti sterka. Þama komast þeir á sögu- sviðið og geta m.a. staðið á rústum kofa hans, séð Heiðnabergið og Hæringshlaup, svo eitthvað sé nefnt. Nú einnig má geta þess að oft veiðist bærilega á stöng á leiðinni. Það fara ekki nærri allir upp á eyju sem ég flyt. Margir vilja sigla um- hverfis hana. Þá drep ég gjaman á vélinni um stund svo fólk geti fylgst með fugli og sel og tekið myndir. Þetta er einkum í miðnæturferðum þegar sólin sest ekki og er eins og gló- andi hnöttur í norðrinu," segir Jón. í fyrrasumar flutti Jón um 800 manns út í eyju það gætu hæglega orðið fleiri í sumar. Þama ræður þó veðráttan mestu því ekki er farið nema í góðu veðri og þegar sjór er stilltur. Farkosturinn er 10 tonna bátur, Nýi Víkingur. Um tuttugu geta farið í hverri ferð. Jón segist oftast sigla frá Sauðárkrók en einnig er farið frá Reykjum, ysta bæ á Reykjaströnd, og einnig frá Hofs- ósi ef óskað er. Um helmingur við- skiptavina Jóns eru útlendingar. ÖÞ Frægasta hringleikahús heims Nú geta feröamenn notiö leiksýninga og tónleikahalds í hinum fornfræga Kólosseum í Róm. Eftir 1500 ára hlé: Kólosseum vakið til lífsins Það er mikið um dýrðir í Kólosse- um í Róm þessa dagana en hring- leikahúsið gegnir nú sínu uppruna- lega hlutverki að nýju eftir 1500 ára hlé. Skylmingaþrælum verður þó ekki kastað fyrir ljón og enginn verður keisarinn sem lyftir þumal- fingri mönnum til náðunar. Dag- skráin sem skipulögð hefur verið fyrir Kólosseum er öllu friðsælli en þar verða á næstu vikum flutt leik- verk og haldnir tónleikar. Fyrsta leikverkið er Ödipus konungur eftir gríska leikskáldið Sófókles. Það er orðið langt um liðið síðan Rómverjar skemmtu sér í þessu frægasta hringleikahúsi veraldar en það var árið 523 sem síðustu leik- amir voru haldnir þar. í þá daga gátu 75 þúsund manns hæglega fengið sæti á leikvanginum en i dag verður fjöldi gesta takmarkaður við 700 manns; bæði til þess að vemda leikvanginn auk þess sem sumir hlutar hans þykja ekki öruggir. Undirbúningur fyrir opnun Kólosseum nú hefur staðið í átta ár; miklar endurbætur hafa verið gerð- ar og fornleifafræðingar hafa unnið baki brotnu við uppgröft undir aðal- gólfi leikvangsins. Ýmislegt hefur komið upp úr dúmum, svo sem hlutir sem taldir eru tilheyra hin- um fornu skylmingum. Vonir standa til að hægt verði að hleypa ferðamönnum inn á neðstu hæðirn- ar í framtíðinni en þær hafa verið með öllu lokaðar um langa hríð. Höfn: U pplýsingamið- stöðin flytur Upplýsingamiðstöð ferðamála á Höfn hefur flutt sig um set og er nú staðsett í Sindrabæ. „Það er mjög gott að reka upplýsingamiðstöðina hér ekki síst vegna jöklasýningar- innar,“ segir Huld Gísladóttir. Að- sókn að jöklasýningunni hefur ver- ið góð og hefur aukist mikið núna síðustu dagana enda áberandi fleira ferðafólk en var í júní. Huld segir að mest sé spurt um ferðir á jökulinn og Jökulsárlón og eins sé mikið spurt um gististaði í nágrenninu og hvað sé helst hægt aö gera á þessum slóðum. Nýlega var leiðin í Lónsöræfi opnuð og ferðir þangað að hefjast. Lónsöræfi, sem eru eitt af stærstu verndarsvæðum landsins, hafa ver- ið mjög vinsæl meðal ferðamanna hin síðustu ár. -ji Glæsileg aðstaða Huld Gísladóttir er ánægö meö upp- lýsingamiöstööina á Höfn. í lausu lofti Hópur bandarískra ferða- manna skemmti sér á dögunum við að herma eftir geimforum. Hópurinn fékk að prófa hvernig tilfinning það er að vera í loft- leysi og áttu margir erfitt með að halda sér á réttum kili. Ævintýri sem þetta er í boði rétt utan Moskvu og er ferðamönnum boð- ið að fljúga í svokallaðri IL-76 MDK flugvél með fyrrgreindum hætti. -*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.